Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.1965, Blaðsíða 26
Fjörugasti körfuknattleik- ur sem sézt hefur lengi * Armann vann SI. þriffjudagskvöld var Reykja víkurmotinu í körfuknattleik haldið áfram að Hálogalandi. Lék þá í meistaraflokki karla KFR gegn ÍS , og sigruðu þeir fyrrnefndu með nokkrum yfir- burðum 56-33, og Ármann sigraði ÍR í geysispennandi leik með þriggja stiga mun 59-56. Var sá leikur einn sá fjörugasti sem sést hefur um langt skeið, hrað- ur og spennandi frá upphafi. Er þetta annar ósigur ÍR inga í mót inu, en þeir töpuðu einnig fyrir KFR, og má með sanni segja að þessir núverandi Reykjavikur- meistarar megi muna sinn fífil fegri, en að tapa stórt fyrir KFR Jiði sem rambaði við fall í I. deild sJ. vetur, og tapa nú einnig fyrir Ármanni. Í ÍR liðinu eru nngir menn sem væntanlega herðast aðeins við mótlætið og verður gaman að fylgjast með framvindu liðsins í vetur. KFR-IS. Strax í upphafi náðu KFR ingar forystunni í leiknum og að fimm tán mínútum liðnum srtanda leik ar 16:4 fyrir þá, og var þar eink um hin unga stjarna liðsins þórir Magnússon að verki, en hann skoraði tólf af þessum sextán srtigum og átti skínandi leik. Stúdentarnir voru fremur hik- andi í leik sínum og voru greini lega að leitast við að ná vissari leikaðferð og áttu í erfiðleikum með að ná saman. Hálfleik lauk 28:12. í síðari hólfleik voru Stúdentarnir mun ákveðnari og komust næst KFR í 21:32, tók þá KFR góðan sprett og eftir það var ekki um neina keppni að ræða og lauk leiknum með 23 stiga mun 56:33. Hjá KFR átti Þórir langbeztan leik og skoraði alls 27 stig, hitti hann mjög vel og tók auk þess fjölda frákasta, aðrir sem stigin áttu voru Einar með 16, Sigurður 7 og Hörður 6. í sambandi við Sigurð Helgason er vert að minnast á, að það er ÍR með 59-56 furðuleg afstaða dómar hér til þessa hávaxna leikmanns að það virðist vera sama hve margir andstæðingar ráðast að honum þegar hann hefur boltann, ryðj- ast upp á bak honum og hlaupa á hann, dómararnir sjá ekkert athugavert við slíkt, en komi hann við andstæðinga sína er ekki að sökum að spyrja. Dóm- arar verða að gera sér grein fyr- ir því að maður með slíka lík- amsburði stendur af sér högg og hrindingar sem minni menn myndu falla af, en engu síður ber að dæma á slík brot gegn honum, og hann á ekki að líða fyrir stærð sína og burði. Tek- ið skal fram að þetta er ekki skrifað sérstaklega um þá Krist- inn Stefánsson og Einar Ólafsson, sem dæmdu þennan leik, heldur til allra dómara í meistaraflokki. Hjá stúdentum áttu beztan leik þeir G"nnar og Logi og hefði Gunnar að ósekju mátt vera lengur inná. ír — Ármann Ármannsliði'ð tók heldur fyrr við sér í þessum leik og komst í 4:0. ÍR ingar ná sér þó brátt og leikurinn jafnast og skiptast lið- in á um forystuna allan hálfleik- inn. Ármann hefur yfir 14:12 ÍR nær forystu 18:15, en Ármenning ar jafna 22:22 og ná betri loka kafla og endar hálfleikurinn 25:22 þeim í vil. Var geysimikil spenna í leiknum og góð stemm- ing hjá áhorfendum, sem þó voru með færra móti. Einkum var það Agnar hjá ÍR og Birgir hjá Ár- manni sem voru aðgangsharðir, átti Birgir mjög góðan endasprett og náði forystunni fyrir lfð sitt. í upphafi síðari hálfleiks náðu Ármenningar góðum spretft og komust í 35:26, helzt þessi níu stiga munur þar til Hólmsteinn tekur sig til og skorar tiu stig í röð og skilja nú aðeins 4 stig og fimm mínútur til leiksloka. Spennan var i algleymingi og eins og ÍR-ingar stæ'ðu heldur betur í taugastríðinu. >eir not- uðu sérstakt varnarkerfi svokall að „zone press“ þ.e. svæðisvörn, sem nær alveg fram að vallar miðju. Virtist þetta' koma Ár- menningum úr jafnvægi. En Birgir Örn fann veilurnar í vörn inm og skoraði oft fallega. Tvær mínúíur til leiksloka og staðan 54:54, Birgir örn tekur tvö víta köst, í fyrsta skipti í leiknum mistókst honum vítakast bg hann skorar aðeins úr ö'ðru skotinu, 55:54 fyrir Ármann og mínúta til leiksloka. en Birgir bætir fyr ir mistökin og skorar laglega eft ir að Hallgrímur náði frákasti og tók tvö skref með knöttinn án þess að dómararnir tækju eft ir því. Mistök hjá dómurunum, sem kannske kostuðu ÍR sigur í leiknum. Agnar skorar úr stökkskoti 57:56 og 30 sekúndur eftir. Ármenningar halda knett- inum og leika rólega, Hólmsteinn gerir síðustu tilraun til þess að ( ná forystunni fyrir ÍR. Hann ger ir visvitandi villu á Birgi Örn, með þa'ð í huga að hitti Birgir ekki öðru skotinu eða hvorugu þá var möguleiki fyrir ÍR að ná upphlaupi og skora og ná for- ystu eða jafntefli, og þá hefði leikurinn verið framlengdur. — Þessi hugmynd rann þó út í sand inn, því Birgir hitti í báðum víta köstunum, 59:56 og nokkrum sek úndum seinna flautaði tímavörð ur leikslok. Þessum æsispennandi leik var lokið með verðskulduð- um sigri Ármanns. Birgir örn Birgis átti glæsilegan leik og var öðrum fremur lykillinn að þessum sigri yfir ÍR. Hann skoraði langflest stig liðsins 25, og ná'ði geysimörgum fráköstum f heild átti Ármannsliðið mjög góðan leik og voru þeir Hallgrím ur, Sveinn og Davíð mjög góðir. ÍR liðið átti nú miklu betri leik en á móti KFR fyrir rúmri viku, og hefur tekizt að sauma í stærstu götin, sem þá komu í ljós. Beztir í liðinu voru Hólmsteinn og Agnar ineð 20 stig hvor. •— Tignarleg íþrótt DÝFINGAR eru ein tignar- legasta íþrótt sem iðkaðar eru. Þær eru þó ein af þeim íþróttum sem ekki hafa hlot- ið náð fyrir augum íslenzkra iþróttaleiðtoga. Bannað er að nota brettin í sundhöllinni. En laugin í Laugardal er teiknuð eftir erlendum fyrir- myndum og vonandi er þar „rúm“ fyrir dýfingar. Án dýfinga eru fslendingar ekki hæfir til landskeppni í sundi — nema með sérsamningum. Sundsambandið ætti að taka sig á og reyna að bæta úr vanrækslu fyrri ára með því að fá þjálfara og hóp ungs fólks til að byrja dýfingaæf- ingar. Það tekur langan tínia að byggja upp góðan stofn í þeirri íþrótt. Dómarar í leiknum voru Þor- steinn Ólafsson og Gunnar Gunn arsson og dæmdu vel þennan erf iða Jeik, en sást þó yfir hið ör- lagaiíka skrefabrot Hallgríms á úrslitamínútu leiksins. Enska knattspyrnan Kappleikir unga fölksins KR vann Ármann í 2 fl. 21-14 17. UMFERÐ nsku deildarkeppn- innar fór fram s.l laugardag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild. Aston Villa — Stoke 0—1 Blackburn — Newcastle 4—2 Blackpool — W.B.A. 1—1 Fulham — N. Forest 1—1 Leeds — Arsenal 2—0 Leicester — Manchester U. 0—5 Liverpool — Northampton 5—0 Shefíield U. Everton 2—0 Sunderland — Burnley 0—4 Tottenham — Sheffield W. 2—3 West Ham — Chelsea 2—1 2. deild. Bristol City — Bolton 2—2 Bury — Crystal Palace 2—2 Cardiff — Leyton O. 3—1 Carlisle — Birmingham 1—0 Coventry — Ipwich 3—1 Derby — Middlesbrough 5—0 Manch. City — Portsmouth 3—1 Norwich — Preston 1—1 Rotherham — Plymouth 2—0 Southampt. — Huddersfield 0—1 Wolverhampton — Charlton 2—2 í Skotlandi urðu úrslit m. a. þessi: Dundee — Bibernian 4—3 Hearts — Rangers 0—2 Kilmarnock — Mothérwell 5—0 St. Johnstone — Celtic 1—4 St. Mirren — Stirling 0—0 Staðan er þá þessi: 1. deild. 1. Burnley 23 stig 2. Liverpool 22 — 3. Leeds 22 — 4. W.B.A. 21 — 5. Sheffield U 21 — 2. deild. 1. Huddersfield 24 stig 2. Manchester City 23 — 3. Coventry 23 — 4. Southampton 20 — 5. Rotherham 20 — Spilakvöld SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða- og Bessastaðahrepps heldur spilakvöld í kvöld, fimmtudag- inn 18. nóvmber. kl. 8.30 í Garða- holti. Félagar, fjölmenni'ð og tak- ið með ykkur gesti. — Stjornin. Á þriðjudagskvöld var háður að Hálogalandi leikur í 3. flokki í Rvíkurmótinu í körfuknatt- leik, milli KR og Armanns. KR- ingar unnu þar nokkuð öruggan sigur. Höfðu í hálfleik ti-yggt sér 10 stiga forskot, 14:4 og má segja að barátta Ármenninga hafi verið vonlítil eftir það. Síð ari hálfleikur var jafnari og mun betur leikinn af hálfu Ár- menninga en þeim tókst ekki að ná nema þremur stigum af for- skoti KR aftur og lauk leikn- u mmeð 7 stiga mun 21:14 fyrir KR. Ef hægt er að tala um að einn maður sé heilt lið, þá er hægt að segja það um miðherja KR inga í þessum leik. Örn Jó- hannsson heitir hann stór og sterklegur piltur, og skoraði hann 15 af 21 stigi KR liðsins og náði auk þess fjölda frákasta. Aðrir í liðinu eru nokkuð jafn- ir og margir liprir unglingar meðal þeirra. Ármannsliðið átti Greaves író keppni í mónuð JIMMY Greaves hinn ágæti inn- hrji Tottenham og enska lands- liðsins hefur fengið lifrarsjúk- dóm sem kemur í veg fyrir að hann megi leika næsta mánuð- inn að minnsta kosti. Þetta þýð- fremur slæman dag, hittnin var ekki góð og margar sendingar fóru út í buskann, flest stig Ár- menninga skoraði Bjöm. Dóm- arar voru Hólmsteinn Sigurðs- son og Tómas Zoega. ir að hann verður ekki með í landsliði Englands gegn Spáni i Madrid 8. des. n.k. Greves kenndi sjúkdómsins er hann var í landsleik gegn Norð- ur-Irlandi á Wembley s.l. mið- vikudag. Varð hann þá að yfir- gefa völlinn. Greaves hefur 47 sinnum leik- ið í landsliði Englands og er markhæstur landsliðsmanna nú með 8 landsleikjamörkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.