Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 6
6
MCRGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. des. 1965
Myndlistarmenn kynntir
í nýstárlegri bók
SKÁLHOLTSÚTGÁFAN hefur
sent á markaðinn skrautlega og
v&ndaða bók, sem ber heitið
„Steinar og sterkir litir'. Er þar
Hannes Pétursson
að fínna svipmyndir 16 myndlist-
armanna eftir jafnmarga höf-
unda, og fylgir hverri grein tvær
til fimm ljósmyndir af hluitað-
eigandi listamanni og verkuim
hans. Björn Th. Björnsson list-
iræðingur ritar formála fyrir
bókinni, sem hann nefnir „Þar
sem glugginn veit í norður".
Efni bókarinnar er sem hér
segir: „Listin bruðlar alltaf",
Sigurður A. Magnússon skrifar
umÁsmund Sveinsson. „Samibúð-
in við höfuðskepnurnar", Baldur
Óskarsson skrifar um Jón Engil-
berts. „Nábýli við mold og
grjót", Gísli Sigurðsson skrifar
um Eirík Smith. „BLóm rétt við
veginn", Hannes Fétursson skrif-
ar um Sigurð Sigurðsson. „Tveir
dagar hjá Ninu", Sveinn Einars-
son skrifar um Nínu Tryggva-
dóttur. „Ég er nýtinn í listinni",
Matthías Johannessen skrifar um
Gunnlaug Scheving. „Andlblær
Ný bók:
Samskipti
karls
og konu
FELAGSMÁLASTOFNUNIN hef
ur sent frá sér sjöundu bókina í
Bókasafni Félagsmálastofnunar-
innar. Nefnist hún SAMSSKIPTI
KARLS OG KONU og er eftir
Hannes Jónsson félagsfræðing.
Er þetta allmikil bók að vöxtum,
272 blaðsíður og skiptist í 9
kafla.
Kaflafyrirsagnir bókarinnar
gefa alLgóða hugmynd um efni
hennar, en kaflaheitin eru þessi:
„Fjölskyldan og menningarmiðl-
unin", „Ástin, makavalið, trú-
lofunin og hjúskapartálmar",
„Hjónabandið og giftingarsátt-
málinn", „Fjölskylduáætlanir og
ábyrgt hjónalíf", Félagsmótun
einstaklingsins, barnauppeldi og
siðfágun", „Tveir hjónadjöflar:
afbrýðisemi og nagg^', „Orsakir
og vandamál hjónaskilnaða",
„Hamingjan og hjónalífið", „ís-
lenzk lagaákvæði um fjölskyldu-
og hjúskaparmál".
í bókinni eru yfir 20 tölutöflur
og 19 töflumyndrit, sem hafa að
geyma mikinn fróðleik um is-
lenzk fjölskyldu- og hjúskapar-
mál.
þjóðlegrar og alþjóðlegrar menn-
irigar", Guðmundur Daníelsson
skrifar um Jóhann Briem. „Lista-
maður vestan af fjörðum", Jón
Óskar skrifar um Kristján Dav-
íðsson. „Listamaðurinn er nunna
í klaustri listarinnar", Steinunn
S. Briem talar við Karen Agnete
og Svein Þórarinsson. „Að sópa
gólf", Oddur Björnsson skrifar
um Sverri Haraldsson. „1 greip
Sigurjóns", Hjörleifur Sigurðs-
son skrifar um Sigurjón Ólafs-
son. „Undirstrikað með biáu",
Indriði G. Þorsteinsson skrifar
um Jóbannes Geir. „Vinnustofu-
rabb við Þorvald", Thor VM-
hjálmsson skrifar um Þorvald
Skúlason. „Hann sá og sigraði",
Wf»---.v,)»W&ý,z.
Hrunakirkja. Kvenfélag sóknar innar gaf ljóskrossinn á turn
hennar.
Hrunakirkja 100 ara
Thor Vilhjálmsson
Sigurður Benediktsson skrifar
um Jóhannes Kjarval. „Andsjrar
við sýnilegum veruleika" Hall-
dór Laxness skrifar um Svavar
Guðnason.
Myndir í bókina tóku þeir
Kristján Magnússon og Oddur
Ólafsson.
„Steinar og sterkir litir" er
262 blaðsíður í stóru broti. Bókin
er prentuð í Odda og bundin í
Sveinabókbandinij. Gísli B.
Björnsson sá um útlit og umbrot
f HRUNA hefur verið prestsset-
ur í um 800 ár. Meðan Skálholts
staður var að grotna niður er
að rísa í Hruna stór og vegleg
kirkja. Þegar hún getur ekki
lengur þjónað hlutverki sínu
vegna hrörnunar, er önnur enn-
þá veglegri kirkja reist á staðn-
um. 100 ára afmæli þeirrar
kirkju var minnzt sunnudaginn
28. nóv. Hátt á þriðja hundrað
manns sótti hana heim þann
dag, þar af 8 hempuklæddir
prestar. Við hátíðarguðsþjónustu
sátu í kirkjurini yfir tvö hundruð
manns, en þeir sem ekki komust
í kirkju sátu í prestseturshús-
inu- og hlýddu á athöfnina í
gegnum hátalarakerfi.
Árdegis þann dag fór fram
hjónavígsla í kirkjunni og í
messunni voru skírð fjögur börn.
Fyrir prédikun þjónuðu fyrir
altari þeir séra Guðmundur Óli
Ólasori, dómkirkjuprestur í Skál-
holti og séra Sigurður K.G. Sig-
urðsson, sóknarprestur í Hvera-
geði. Sóknarpresturinn, séra
Sveiribjörn Sveinbjörnsson pré-
dikaði. Prófasturinn, séra Sig-
urður Pálsson, flutti erindi um
þá feðga, séra Jóhann og séra
Steindór Briem. Kirkjukór
Hrunakirkju söng, Helgi Kjart-
ansson í Hvammi lék á orgelið.
í>að var séra Jóhann Briem
sem stóð fyrir byggingu kirkj-
unnar. Hún kostaði tæp tvö þús-
und ríkisdali. Af þeirri upp-
hæð gaf séra Jóhann 100 ríkis-
dali. Næst hæstu upphæðir
voru frá hreppstjóranum, 20
ríkisdalir frá hvorum. En allir
sóknarmenn gáfu meira og'
minna eftir efnum og ástæðum.
Hrunamenn hafa ávallt átt göf-
ugt guðshús. Enda ber menning
þeirra þess órækan vott, hvert
þeir hafa sótt hana. Að lokinni
messugerð í Hruna þennan dag
var öllum kirkjugestum boðið til
kaffidrykkju í félagsheimili
Hrunamanna að Flúðum. Sam-
komu stjórriaði Emil Ásgeirsson
í Gröf. Helgi Haraldsson á Hrafu
kelsstöðum sagði sögu Hruna-
staðar, en Eyþór Einarsson frá
Laugum flutti erindi um séra
Kjartan Helgason. Hann var
fæddur í Birtingarholti 21. októ-
ber 1865, og var prestur í Hruna
í 25 ár. Eftirtaldir prestar hafa
þjónað í hinni hundrað ára
gömlu kirkju: séra Jóhann
Briem, 1865—1883, séra Steindór
Briem, 1883—1904, séra Kjartan
Helgason, 1905—1930, séra Jón
Thorarensen, 1930^—1940, séra
Ragnar Benediktsson, 1940—
1944, og múverandi sóknarprest-
ur, séra Sveinbjörn Sveinbjörns-
son frá 1944. ,
^r Skarðsbók
Nú ættu þeir fjölmörgu, sem
hringt hafa áhyggjufullir til
Velvakanda og óttazt um örlög
Skarðsbókar, — svo og hinir,
sem ekki hafa hringt en verið
áhyggjufullir samt — að verða
ánægðir. Kaup íslendinga á
Skarðsbók eru merkur við-
burður og andlega upp>örvandi.
Við vonum, að fleiri fylgi á
eftir. En það er auðvitað und-
ir okkur sjálfum komið.
* Skattar
Anægjulegt var að lesa enda
lok ráðagerðanna um farmiða-
skattinn svonefnda. Sumir
segðu e.t.v.; að fleiri skattar
mættu fara sömu leið. En þessi
hefði orðið mjög óvinsæll og
komið ójafnt niður á almenn-
ingi. Við slíkt verður seint
ráðið. M.a. veit ég ekki hvort
það er mjög sanngjarnt að láta
bifreiðaeigendur bera meiri
kostnað af breytingu á al-
menningsvörnum vegna vænt-
anlegra breytinga úr vinstri
handar akstri yfir í hægri —
en hina, sem vagnana nota.
Mér skilst að þeir fyrrnefndu
verði skattlagðir sérstaklega í
þessu skyni. Ég þori ekki að
fara með tölurnar, en eitt er
víst: Margir hafa skrifað Vel-
vakanda og lagt fram marg-
vísleg rök gegn þessum skatti
—og eitthvað af þessum bréf-
um hef ég birt.
Hvernig þætti fólkinu, sem
ferðast með almenningsvögn-
unum, ef það þyrfti að borga
hluta af benzíninu fyrir þá,
sem aka í eigin bílum? Að
vísu er þetta ekki sambærilegt
að öilu leyti, því að allir verða
að taka þátt í kostnaði við að
halda uppi almennri þjónustu,
hvort sem þeir notfæra sér
svo þjónustuna í litlum eða
ríkum mæli. Þetta réttlætir
samt ekki, að þeir, sem not-
færa sér umrædda flutninga-
þjónustu, greiði meira en aðrir
til nauðsynlegra endurbóta og
breytinga, sem um er að ræða
í þessu tilviki.
+¦ í umferðinni
I gær sagði ég frá atviki í
umferðinni. Kona nokkur
hringdi og sagðist hafa aðra
hliðstæða sögu að segja. Hún
var á gangi niðri í iriiðbæ, var
að fara yfir Lækjargötu eftir
afmarkaðri gangbraut þvert
yfir götuna — frá Iðnaðarbank
anum. Hún var komin nær bíl-
breidd- frá gangstéttarbrúninni
er hún nam staðar vegna bif-
reiðar, sem ók framhjá —
og stanzaði ekki til þess að
gefa konunni tækifæri til
þess að komast yfir. Við gang-
stéttarbrúnina, öðrum megin
hinnar afmörkuðu akbrautar,
stóð vörubifreið — og það
skipti engum togum, að öku-
maður hennar bakkaði á kon-
una þar sem hún stóð þarna
og beið þess að komast yfir.
Konan átti fótum fjör að launa.
Þetta gerðist um hábjartau
dag og greinilegt er, að öku-
maður vörubifreiðarinnar heí
ur ekki litið aftur fyrir bifreið
ina áður eða meðan hann
bakkaði.
Það er svo sem ekki að
furða, þótt slys verði í henni
Reykjavík.
* Týntbréf
Anna Guðmundsdóttir leik-
kona kom til mín í gær og
bað mig um aðstoð. í fyrradag
hafði hún verið á leið að heim-
an frá sér, Hagamel 23, á
næstu strætisvagnastöð (á
gatnamótum Hagamels og
Hofsvallagötu) — og týnt bréfi
sem hún hélt á. Utan á bréfið
var skrifað nafn og heimilis-
fang viðtakanda í Kaupmanna-
höfn og búið var að frímerkja
það.
Önnu er mikið í mun a?
vita hvort finnandi hefur póst-
lagt bréfið. Hann beðinn að
hafa samband við hana i síma
12364.
Kaupmenn - Kaupfélög
g&m,
fyrir segulbönd,
myndavélar og mótora
Bræðurnir Ormssonhf.
Vesturgötu 3, Xágmúla 9.
Sími 38820.