Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Fimmfudagur 9. des. 1965 Nauðsynlegum rannsóknum við byggingu kísilgúrverk smiðju var lokiö snemma á þessu ári - Itfoguleikar á framleiðslu og sölu kísilgúrs kannaðir í samvinnu við fyrirtækið JoSm Manville í GÆR bar Björn Jónsson (K) fram fyrirspurn til íðnaðarmála- ráðherra um kísilgúrverksmiðju í fjórum liðum. Voru spurningar Björns svohljó'ðandi: 1. Hafa verið teknir upp samninga við aðra erlenda aðila um þátttöku í kisilgúrvinnslu og sölu, en ráð var fyrir gert í rökstuðningi fyrir lögum um kísilgúrverk- smiðju við Mý- vatn, og ef svo er, hve langt eru þeir samningar á veg komnir og hver eru megin atriði þeirra? 2. Er fyrirhugað að leggja samn- inga, ef gerðix verða við aðra aðila á öðrum grundvelli en ráð var fyrir gert í greinagerð ríkis- stjórnarinnar með frumvarpinu til 1. umræðu um kísilgúrverk- smiðju við Mývatn, fyrir Al- þingi? 3. Hvað líður athugunum á þeim hættum og vörnum gegn þeim, sem leiða kann af byggingu kísilgúrverksmiðju við Mývatn fyrir dýralífi í Mývatni og við Mývatn og 4. Hvaða samráð hef- ur verið haft, eða er fyrirhugað, við Mývetninga og þ.á.m. við landeigendur og eigendur veiði- réttar í Mývatni um starf- rækslu fyrirhugaðrar kísilgúr- verksmiðju? Möguleikar á sölu kísilgúrs kannaðir í samvinnu viív fyrir- tækið Johns Manville Jóhann Hafstein iðnaðarmála- ráðhcrra, svara'ði fyrstu spurn- ingu Björns á þá leið, að þegar Jögin um kísilgúrverksmiðju við Mývatn voru samþykkt á Alþingi vorið 1964 hafði verið gert bráða birgðasamkomulag við hollenzka fyrirtækið AIME um samvinnu við vinnslu og sölu kísilgúrs úr Mývatni. Á grundvelli sam- komulags þessa var Kísilíðjan h.f. stofnuð í júní 1964 af ís- lenzka ríkinu og hinu hollenzka fyrirtæki, til að annast endanlega skipulagningu og annan undirbúning kísilgúr- verksmiðju við Mývatn. Sam- kvæmt samkomulaginu skyldu aðilar stofna tvö félög, fram- leiðslufélag og sölufélag, þegar fyrrnefndum undirbúningi vaeri lokið með þeim árangri, sem bá'ðir aðilar teldu viðunandi. Snemma á þessu-ári voru aðilar sammála um að afstaðnar athug- anir og rannsóknir réttlættu það, að ráðist yrði í byggingu verk- smiðjunnar. Þegar á reyndi var hollenzka fyirtæki'ð hinsvegar ekki reiðubúið til að efna sam- komulagið að fullu, með því að taka þátt í stofnun framleiðslu- félags og sölufélags, þar sem slíkt þátttaka yroi því fjárhags- lega ofviða vegna annarra fjár- frekra framkvæmda, sem það hefði nýlega lagt í. í staðinn bauðst það til að annast sölu kísilgúrsins gegn ákveðnum sölulaunum. Ríkisstjórnin taldi slíkt fyrirkomulag óvi'ðunandi, þar sem það gæfi enga trygg- ingu fyrir sölu kísilgúrsins. Var því að ráði að kanna möguleika á framleiðslu og sölu kísilgúrs- ins í samvinnu við aðra erlenda aðila og í þeim tilgangi hefðu verfð teknar upp viðræður við bandaríska fyrirtækið Johns Manville. Af hálfu ríkisstjórnar- innar hefðu tekið þátt í við- ræðum þessum, þeir Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, dr. Jóhannes NordaL bankastjóri, Karl Kristjánsson alþingismað- ur, Pétur Pétursson forstjóri og Halldór Jónatansson lögfræðing- u. Viðræ'ður þessar hefðu verið jákvæðar til þess, en þær yrðu ekki til lykta leiddar, fyrr en á næsta ári þar sem beðið væri eftir niðurstöðum af rannsókn- um Johns Manville á sýnishorn- um úr Mývatni. .Alþingi fær aðstöðu til að fylgjast með hugsanlegum breyiingum Við annarri spurningu Björns gaf ráðherra þau svör, a'ð lögin um kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn frá 1964 veittu almennan rétt til samvinnu við erlendan aðila um framleiðslu og sölu kísilgúrsins og takmörkuðust þau lög því ekki við hollenzka félagið AIME og samvinnu vi'ð það. Ráðherra sagðist hinsvegar telja það rétt, að Alþingi yrði gerð grein fyrir þessu máli til hlýtar, þegar fyrir lægju hugs- anlegar breytingar frá því, sem áður var rá'ðgert við afgreiðslu málsins í þinginu. Að svo miklu Ieyti sem aðstöðubreytingar kynnu að leiða til þess að nauð- syn væri breytinga í löggjöf, yrði a'ð sjálfsögðu ekki hjá því kom- izt að málið kæmi að nýju fyrir Alþingi. Allur undirhnningur miðar að þvi að komast hjá tjóni á dýralífi Þriðju spurningu Björns svar- aði ráðherra á þá leið, að allur undirbúningur kísilgúrvinnslu við Mývatn hefði miðast við það, að forðast bæði tjón á dýralífi þar og náttúruspjöll. Kísiliðjan h.f. hefði ritað náttúruverndar- ráði bréf og óskað álits þess á hinum fyrirhugu'ðu framkvæmd- um félagsins við Mývatns. í framhaldi af þessu hefði Baldur Líndal látið náttúruverndarráði í té tvær greinargerðir um, hvaða úrgangsefni sé um að ræða við framlefðslu kísilgúrs og hvaða ráðstafanir væru fyrirhugaðar til að koma í veg fyrir, að þau ylli tjóni á dýra- lífi og jurtagróðri Mývatns og umhverfi þess, svo og hvernig tryggt yrði a'ð olía kæmist ekki í vatnið. í þeirri greinargerð kæmi m.a. fram, að verksmiðjan notaði salt til efnagræðingar á gúrnum og reykurinn frá verksmiðjunni mundi því innihalda nokkuð af bundnu og óbundnu klóri. Hins vegar væri fyrirhuga'ð að reyk- háfurinn yrði 25 metra hár og væri álitið, að skaðlegra áhrifa mundi ekki gæta. Efnnig yrðu gerðar öruggar ráðstafanir til þess að olía færi ekki í vatnið, méð því að setja varnarvegg umhverfis olíugeyma. Samningum við landareigendur lokiS innan skamms í svari sinu við fjórðu fyrir- spurn Björns vitnaði ráðherra f samþykkt er hreppsnefnd Skútu- staðahrepps og bæjarstjórn Húsavíkur gerður á fundi 19. sept. 1961, þar sem skorað er á rikisstórnina að láta halda kappsamlega áfram athugun og áætlunargerð um kísilgúrverk- smi'ðju við Mývatn og öllu er þar að lýtur. Þá hefði einnig sá fundur ákveðið að senda öllum þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra og einnig lands- kjörnum þingmönnum, sem bú- settir væru í kjördæminu áskor- un þá, er hann hefði samþykkt til ríkisstórnarinnar og Alþingis um kísilgúrmálið með þeirri von a'ð allir þessir þingmenn veittu málinu brautargengi. Á síðastliðnu og á þessu ári hefðu þeir Magnus Jónsson f jár- málaráðherra og Karl Kristjáns- son alþingismaður haldið fundi, bæði með hreppsnefnd Skútu- staðahrepps og einníg sérstaka fundi me'ð þessum aðilum. Hefði þar verið gerð grein fyrir fyrir- huguðum framkvæmdum og fyrirhugaðri starfrækslu verk- smiðjunnar. Samningum væri ekki lokið við landareigendur, en það yrði væntanlega innan skamms. Norrœnt samnmgu Eftirlit með félagasam- steypum komi inn í lögin samstarf við hlutafél.laga í gær bar Jónas G. Rafnar fram fyrirspurn til dómsmála- ráðherra um hvað liði endur- skoðun laga um hlutaféiög. Sagði Jónas að niúgildandi Jög væru írá 1921 og hefðu þá ver- ið sniðin nokkuð eftir dönskum lögum um hlutafélög. 1952 hefði verið samið frumvarp um þessi mál, og það sniðið eftir sænsk- um lögum, en það frumvarP hefði ekki hlotið afgreiðslu. Að- stæður væru raú mikið breyttar frá því er þær voru 1921 og væri nauðsyn þess að setja nýja löggjöf með til'liti til þess. Jóhann Hafstein dómsmálaráð herra svaraði fyrirspurninni og vitnaði í greinargerð frá Árna Tryggvasyni en hann hafði, ásamt Þóri Eyjólfssyni hæsta- réttardómara endurskoðun á Ihiutafélögunum til meðferðar. í greinargerð Árna kom m.a. fram lögin frá 1921 væru orðin úrelt og ófullkomin miðað við hina mikhi notkun og þýðingu hlutafélagafroms í nútíma þjóð- félagi. Árið 1981 hefði hafizt norrænt samstarf í þeim tilgangi að koma á auknu samræmi í nor- rænni hlutafélagalöggjöf og hefðu umræður um þessi efni síðan farið fram tvisvar á ári með þátttöku fulltrúa allra Norð urlanda. Til notkunar við þær umræður hefði m.a. legið frammi erlend þýðing á íslenzka frum- varpinu frá 1952. Að ósk þess- arar nefndar hefði formaður finnsku nefndarinnar fyrir nokkru samið drög að frumvarpi um samkynja norrænum reglum á sviði hlutafélagalöggjafarinn- ar, og væri það uppkast nú til athugunar. Ráðherra sagði síðan að segja mæt-ti að endurskoðun hluta- félaganna væri tvíþætt, annars vegar endurskoðun á islenzku síð- láta löggjöfinni og hinsvegar á ara stigi þessa máls, að þessa endurskoðun íslenzku lög- gj'afarinnar eftir því sem verða mætti, verða samferða norrænni endurskoðun hlutafélagalöggjaf- ar. Mundi í marz næstkomandi verða haldinn fundur í sambandi við þessa endurskoðun og kynnu málin að liggja nánar fyrir eftir þann fund. Lögð yrði áherzla á þátttöku frá íslands hönd í þess- ari ráðstefnu, og þyrfti að leggja meiri vinnukraft í það, en gert hefði verið hingað tiL Ráðherra vék síðan að álits- gerð frá Svavari Pálssyni um þá þætti löggjafarinnar, sem fjallaði um bókhald, bókhaldsskyldu og reikninga, en Svavar sat einn af fundum Norðurlandafulltrúa og fjallaði hann^ öðrum fremur um þessi mál. í álitsgerðinni kæmi m.a. fram að um svo veru legar breytingar væri um að ræða frá núgildandi löggjöf um sama efni, að full þörf væri á að láta athuga öll þessi mál mjög vandlega áður en lengra væri haldið og fá þá t.d. fulltrúa frá bönkunum, atvinnurekend- um og endurskoðendum til þeirra athugana, auk þeirra lögfræðinga, sem að málinu hefðu unnið. Ráðherra sagði að þær ábend- ingar er fram kæmu í þessari álitgerð væru athyglisverðar og það gæti verið heppilegt eftir áðstefnuna í marz að fá full- trúa frá áðurnefndum aðilum til þess að ganga betur í málið út frá þvi sjónarmiði, hvort við ættum að reyna að undirbúa íslenzka löggjöf, sem fyrst og binda okkur ekki eins mikið og verið hefði nú á síðustu árum við hugsanlega samvinnu við hin Norðurlöndin á þessu sviði, enda mætti þá endurskoða slíka löggjöf síðar, ef þurfa þætti. Inn í setníngu hlutafélagalög- gjafar kynnu einnig að bland- ast önnur atriði sem að vísu væru viðtækari og snerta ekki aðeins hana. Kvaðst ráðherra með þessu eiga við tillögur sem samþykktar hefðu verið á Al- þingi um eftirlit með félagasam- steypum hér á landi og það kynni að hafa sína þýðingu að taka tillit tU þess við endurskoð- un hlutafélagalöggjafarmnar. Ráðherra sagði að það hefði t.d. vakið mikla athygli hér á landi á þessu ári, að annað af hinum stóru flugfélögum hefði gert verulega tilraun til þess með hlutabréfakaupum, að verða ráðandi um rekstur hins flugfélagsins, Flugfélags íslands. Það væri enginn vafi á því, að b::ði þessi félög hefðu notið mikillar velvildar frá ríkisvald- inu á hverjum tíma, og einnig í sölum Alþmgis, Þó væri á það að lita, að mikil auðsöfnun hjá öðru þessara félaga væri að veru legu leyti vegna sérstakrar &3- stöðu íslands í sambandi við önn- ur ríki, og að verulegu fyrir tilstuðlan opinberra stjórnvalda, og ætla mætti að það væri ekki að öllu leyti vel séð, að slík auðsöfnun væri notuð til þess að kaupa sér yfirráð í öðrum félög- um, sem rekin væru á sama vettvangi. Allt þetta gæti verulega kom- ið til athugunar í samfoandi við endurskoðun á hlutafélagalög- inni. í>að risu upp fleiri vandamál, eins og t.d. varðandi eins og t.d. varðandi stórt hlutafélag Eimskipafélag fslands en á hendur þess félags hefði á undanförnum árum færst æ meira hlutafé, sem stjórn félags- ins hefði farið með sjálf, og hefði þetta valdið töluverðum umræð- um og erfiðleikum á aðaifund- um félagsins, og vitað væri, að það væri mikið áhugamál þeirra, sem þarna stæðu í fyrirsvari, hvernig skipta ætti þessum mál- um. Því að eftir því, sem hluta- bréfin færðust meir á hendur félaganna sjálfra og þá meira og minna ótakmörkuð yfirráð félagsstjórnanna, þá færðist úr skorðum það eðlilega hlutafélaga form, sem löggjöf okkar gerði ráð fyrir. Á síðasta aðalfundi Eimskipafélagsins hefði þetta mál komið nokkuð til umæðu, og kvaðst ráðherra þá hafa vik- ið að því, að það kynni að vera eðlilegt, að áðurnefnd at- riði, kæmu verulega til athug- unar í sambandi við endurskoð- un hlutafélagalaganna, og ábend ingar sem komið hefðu fram um nauðsyn eftirlits með félagasam steyPum og hringmyndunum í landinu. Á siðari á'rum hefði einnig kom ið upp vaxandi áhugi almenn- ings hlutafélögum hérlendis. Löggjöf okkar gerði í sjálfu sér litla sem enga grein fyrir þeim. Að svo miklu leyti, sem menn vildu örfa slíka félagamyndun, yrði að sjálfsögðu að taka af- stöðu til þess í sambandi við endurskoðun hlutafélaganna. Og loks mætti enn minna á eitt atriði, sem væri ekki hvað veigaminnst, en það væri að koma hér upp verðbréfamarkaði. Á síðari árum hefði verið gert ráð fyrir því að Seðlabankinn hefði forgöngu um það, að koma upp slíkum almennum verðbréfa markaði, sem mikla þýðingu gæti haft í sambandi við starfsemi hlutafélaga. Tako sæti a Alþingi í GÆR tók sæti á Alþingi Oddur Andrésson 'bóndi á Hálsi í Kjós. Tekur hann sæti Matthisar Á. Mathíesen, sem mun verða er- lendis næstu vikur. Oddur hefur áður setið á AJþingi. Einmg tók Ragnar Guðleifsson kennari í Keflavík sæti á Alþingi í gær í fortföllum EmiJs Jónssor.ir utan- ríkisráðherra. Ragnar hef ur áður setið á þingj, en ekki á þessu kjörtiimafoili og var kjörtoréf hans rannsakað í gær. VANDIÐ VALIÐ -VELJID VOLVO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.