Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 31
FimmtuáagTrT f. des. 1965 Hækjubátar hættir á VeslfjörSum TJEVI sföustu mánaðamót lauk rækjuveiðum í ísafjarðardjúpi, enda var þá aflinn farinn að trega, eins og oft vill verffa þeg- ar kemur fram í skammdegið. 16 bátar stunduðu veiSarnar og var heildarafli frá vertíðarbyrj- un 436 lestir, en leyfi hafði ver- ið veitt tU þess að veiða 500 lestir fyrir áramót. Rækjubát- arnir munu byrja á nýjan leik upp úr niiðjum janúar. í Arnarfirði stunduðu fimm bátar rækjuveiði, og fengu sam- tals 29 lestir. Einn bátur frá Hólmavík, Guðmundur frá ,Bæ, hóf rækju- veiðar í Steingrímsfirði og fékk 3.7 lestir í 11 róðrum. Yfirleitt hefur raekjan við Isafjarðardjúp verið fremur góð ¦til vinnslu og hefur verið mikil atvinna við niðursuðu og fryst- ingu á henni. — H.T. - Páll páfi Framhald af bls. 1. ¦j^- Þá var gefin út yfirlýs- ing, þar sem fallið er frá því, að Gyðingar beri sök á kross- festingunni. í yfirlýsingunni er óskað eftir auknum og betri samskiptum rómversk- kaþólskra manna og Gyðinga, og auknum skilningi í sam- búð kristinna manna og heið- inna. Verður yfirlýsing þessi að teljast heimssöguleg, því að aldrei áður hefur þessu máli verið hreyft á vettvangi kirkjunnar. -fc Kirkjuþingið lýsti því' yfir, að allir menn skuli hafa trúarbragðafrelsi, og er hér einnig um sögulegt frávik kirkjunnar að ræða, því að aldrei áður hefur þannig ver- ið mælt með náinni samstöðu kaþólskra og annarra krist- inna manná. ¦^- Þá hefur kirkjuþingið lagt fram leiðbeiningar til kaþólskra manna um afstöðu þeirra til kjarnorkustyrjalda, réttlætis, kærleika og hjóna- bands. Engin samþykkt var gerð um takmörkun barn- eigna, en það mál hefur þó ekki verið afgreitt endanlega. MORGUNBLAÐIÐ 31 Sérvirkjanir fyrir einsfðk byggðarlög á Vestf jörðtian Tillaga VesiFjarilaþingmrnir^i Staðurinn þar sem sprengingin varð. Örin bendir á staðinn, þar sem kúturinn lá í læknum. Tveimur metrum ©far í læknnm stóð Hjalti, og hann kastaðist þangað, sem krossinn er. FJÓRIR Vestfjarðaþingmenn, þeir Sisurður Bjarnason, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Matthías Bjarnason og Birgir Finnsson flytja svohljóðandi þingsályktunartillögu á Alþingi: Atþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara rannsókn á því, hvernig þeim byggðarlögum . á Vestfjörðum verði tryggð afnot raforku, sem samvcitur ná ekki til sakir strjál býlis. Skal í því sambandi athug- að sérstaklega, hvernig sérvirkj- unum verði við komið í þágu ein- stakra byggðarlaga og býla. — Láfum ekki ;i Framh. af bls. 1 \ „Efnahagsmótaðgerðir okk- \ ar, eru farnar að hafa sín á- hrif, og munu koma að gagni við að leggja áherzlu á, hve óviturlega var að farið, er lýst i var yfir einhliða sjálfstæði Rhódesíu." Þá sagði Bottomley um stjórnir þeirra Afríkuríkja, sem gagnrýnt hafa brezku stjórnina fyrir linkind í að- gerðum gegn stjórn Rhódesíu: „Við erum mjög ánægðir með afríska vini okkar, sem taka höndum saman við okkur, í inótaðgerðum við ólöglega stjórn Rhódesíu." Bottomley, sem nýlega hitti Kaunda, forseta Zambíu, að máli í Lusaka, sagði, að hann hefði varað forsætisráðherr- ann við því, að stjórn Ian Smith myndi sprengja í loft upp Kariba-raforkuverið, stigu brezkir hermenn fæti inn fyrir landamæri Rhódesíu. Er það trú Bottomley, að þeg- ar hafi verið komið fyrir sprengjum í raforkuverinu, og sé allt undir eyðileggingu þess búið, ef Bretar fara sér ekki hægt, í einu og öllu, við landamærin. Brezkt gæzlulið flugmanna er nú í "Zambíu. — Megum þakko Framhald af bls. 32. hann verið kældur með vatni, var mér sagt að fara með hann niður að læknum, sem er í u.þ.b. 30 metra fjarlægð frá húsinu. Ég tók hann á öxlina og bar hann niður að læknum og rétti hann þar Hauk, sem bar hann síðasta spölinn að læknum og kom honum þar fyrir. Síðan gekk ég upp að brúnni, sem þarna er skammt frá og þegar ég sneri þar við, sprakk kúturinn, og mun þá í mesta lagi hafa verið liðin hálf mínúta frá því að Hauk- ur hafði komið kútnum fyrir í læknum. Hér tók Haukur við af Tryggva og er frásögn hans á þessa leið: — Ég tók við kútnurh af Tryggva og bar hann þessa 4—5 metra, sem eftir voru að læknum ,og kom honum þar fyrir. Síðan fór ég að hjálpa Hjalta við að hreinsa barka- sigti, en gekk síðan frá sigt- inu að vatnsdælunni, sem var þarna örskammt frá. Þá kom sprengingin og ég vissi næst af mér, þar sem ég var á f jór- um fótum að reyna að brölta á fætur, nokkuð lengra frá læknum, en hvort ég hef skriðið þangað sjálfur eða þrýstingurinn þeytt mér úr stað, veit ég ekki. Hjalta sagðist svo frá: — Ég stóð út í miðjum lækn um og var að dýpka lækinn fyrir barkasigtið, svona um tvo metra frá, þar sem kút- urinn lá í læknum, þegar sprengingin varð. Síðan veit ég ekki meira. I>ar sem Hjalti og Haukur eru ekki til frása>gnar um, hvað gerðist eftir sprenging- una, báðum við Tryggva að skýra frá því. — Já, ég var eins og áður segir, sagði hann, rétt kominn upp á brúna, sem er þarna hjá, þegar sprengingin varð. Ég sá Hjalta takast á loft, fljúga um 1% metra í loftinu og lenda á grúfu. Til Hauks sá ég aftur á móti ekki, fyrr en hann var á leið upp lækj- arbakkann, reikull í spori, en síðar frétti ég, að hann hefði dottið skömmu eftir að hann er víst, sagði Tryggvi, að lokum, að við megum allir þakka fyrir að vera nú í tölu lifenda. Loks hittum við að máli Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóra, og tjáði hann okkur, að það fyrsta sem slökkviliðið gerði, þegar það kæmi að brennandi verk smiðju, eða áþekkum fyrir- tækjum, væri að kanna, hvort þar inni væri nokkuð sem gæti sprungið. t brunamála- samþykktinni fyrir Reykja- vík væri reglugerð varðandi það ,að þegar vinnu sé lokið á vinnustöðum, skuli öllum var kominn þar upp. En eitt gas- og súrefnishylkjum kom- ið fyrir á einum stað nálægt útgöngudyrum, og skuli stað- urinn og dyrnar auðkenndar þannig, að slökkviliðið geti fundið hylkin tafarlaust. — Gunnar kvað þetta vera gert til þess að koma í veg fyrir að hylkin næðu að hitna svo mjög, að sprengihætta stafaði af þeim, en því miður væri þessari reglugerð allt of lítið sinnt. Hann kvaðst vilja geta þess að lokum, að það væri tvennt ólíkt, þegar eldur læsti sig í slönguna og bærist upp í mælitæki gaskútsins, og þeg ar eldur umléki kútinn sjálf- an. í fyrra tilfellinu mætti auðveldlega koma í veg fyrir sprengjuhættuna með því að loka fyrir kútinn, en í því síðara þyrfti að einangra kút- irvn alveg, þar sem hinar öru efnabreytingar í honum áf völdum hitans, gætu valdið því að hann springi allt að 48 klst. eftir að eldurinn umlék hann. Baskerville hundurinn cg Grant skipstjóri og börn hans í BÓKAFLOKKNUM „Sígildar sögur Iðunnar" eru nýkomnar út tvær bækur, Baskerville-hundur inn eftir Arthur Conan Doyle í þýðingu Kristmundar Bjarnason- ar og Grant skipstjóri og börn hans eftir Jules Verne í þýðingu Inga Sigurðssonar. Báðar þessar sögur eru gamalkunnar íslenzk- um lesendum og hafa ávallt átt miklum vinsældum að fagna, en hafa verið ófáanlegar á bóka- markaði hérlendis um langt ára- bil. Iðunn hóf útgáfu þessa bóka- flokks fyrir þremur árum. Birt- ast þar einvörðungu víðfrægar sögur, sem um áratuga skeið hafa verið vinsælt og eftirsótt lestrar- efni fólks á öllum aldri. En út- gefandi segir, að til bókaflokks- ins sé stofnað í þeim megintil- gangi að gefa æsku landsins kost á að lesa þessar sigildu bækur í góðum þýðingum og vönduð- um útgáfum. Og víst er um það, að bezt njóta menn þessara bóka á unglingsaldri, þótt þær séu ekki í raun réttri skrifaðar fyrir unglinga í upphafi. Áður eru komnar út eftirtald- ar sjö sögur í þessum bókaflokki: Ben Húr, Kofi Tómasar frænda, ívar hlújárn, Skytturnar I—III og Börnin í Nýskógum. Flestall- ar eru bækur þessar prýddar fjölda mynda, sumar myndum úr kvikmyndum en aðrar teikning- um, - v Kona fyrir bíl í GÆRMORGUN varð kona fyrir bíl á Fríkírkjuvegi. Var hún á gangi austur Skothúsveg og fór yfir götuna á gatnamótunum við Fríkirkj'Uveginn. Fólksfbifreið var á leið suður Fríkirkjuveginn og lenti konan, sem heitir Aoalheið- ur Dröfn Gísladóttir, Tjarnar- götu 41, á hægra framhorni bíls- ins og kastaðist í götuna. Hún marðist á mjöðm og fekk höfuð- högg og var lengi dags í gær í rannsókn á Slysavarðstofunni. Bifreiðin, sem ók á konuna, skildi eftir sig 16 m. hemilaför. Gatan var blaut, en ekiki veru- lega hál . Allt gengur vel með „GeminiVH" Houston, Texas, 8. desember — AP. FERÐ geimfarsins „Geraini VII" gengur enn vel, og fer allt fram eftir áætlun. Þá miðar undir- bú.ningi að „Gemini VII" geim- skotinu betur, en gert hafði verið ráð fyrir, og mun því verða skotið á loft á sunnudag, ekki mánudag, eins og áður hafði verið boðað. Geimförin tvö munu síðan hafa samfylgd, 1—3 hringi umhverfis jörðu. — Rörsteypan Framhald af bls. 32. ^r Milljónatjón þá var húsið að mestu brunnið. Mbl. átti í gærkvöldi tal við Htlmar Guðjónsson, eiganda Rörsteypunnar. Hann sagði að þarna hefði orðið gífurlegt tjón, óhætt að segja að það skipi milljónum, því bæði væri hús- ið alveg ónýtt og að auki allar þær 10-15 vélar, nýjar og gaml- ar, sem í því voru. Þetta tjón væri ekki hægt að meta, aðeins hægt að gizka á. Þó vildi svo heppilega til, að nýjar vélar, sem Rörsteypan var að fá, og komnar til landsins, voru ekki komnar í verksmiðjuna og mundu nú aldrei komast þang- að. Hilmar býr sjálfur 600-800 m. frá Rörsteypuhúsinu. Hann var vakinn um nóttina, leit út um gluggann og sá að verksmiðjan var alelda. — Það fer ekki beint vel með mann að sjá svoleiðis, sagði hann. í greinargerð sem fylgir frum- varpinu segir svo: Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um framhald rafvæðingar landsins, er aug- ljóst orðið, að vegna strjálbýlis á Vestfjörðum er ekki gert ráð fyrir að allmargir sveitabæir í þessum landshluta fái raforku frá samveitum. Hins vegar er þörf fólksins í þessum héruðum fyrir lífsþægindi raforkunnar ekki minni en annars staðar. Án raforku getur nútímafóik ekki verið. í>ess vegna verður að fara aðrar leiðir til þess að tryggja sveitum Vestfjarða raforku. — Koma þar til greina sérvirkjanir fyrir einstök byggðarlög og auk- in aðstoð hins opinbera við diesel orkuver í þágu einstakra býia og sveita. Flutningsmenn tillögu þessarar telja, að fólkið í hinni strjálustu byggð í landinu eigi ekki siður rétt á því en aðrir landsmenn að njóta lífsþæginda raforkunnar. Þess vegna beri að gera sérstakar ráðstafanir til þess að rafvæða strjálbýlustu sveitirnar. Smith Framhald af bls. I Þær fregnir bárust í dag frá Lusaka í Zambíu, að forseti lands ins, Kaunda, hefði tilkynnt ríkj- um þeim, sem aðild eiga að sam- bandinu Afrísk eining, OAU, að stjórn Zambíu myndi ekki fara að tilmælum sambandsins og slíta stjórnmálasambandi við Bretland, hefði brezku stjórninni ekki tekizt að knésetja stjórn Smith í Rhódesiu, fyrir 15. des. í ræðu sinni í dag, sagði Ian Smith ennfremur, að nauðsynlegt myndi reynast að grípa til sér- stakra mótaðgerða, vegna þeirra ráðstafana, sem mörg riki hefðu nú gripið til gegn Rhódesíu. Sagði forsætisráðherrann m.a., að kæmi til atvinnuleysis í Rhódesíu, myndi erlendum monn um, sem nú starfa í landinu, sagt upp störfum sínum, -og þeir send- ir tii síns heima. Fréttaritarar í Salisbury minna á í þessu sambandi, að Smith hafi áður hótað að senda úr landi um 250.0000 verkamenn frá Malawi og Zambíu, sem nú starfa í Rhódesíu. Þá lét Smith að því liggja, að til greina kæmi að hækka út- flutningsverð á kolum frá Rhód- esíu. Mun ráðstöfun þessi, ef til framkvæmda kemur, einkum eiga að bitna á Zambíu, sem kaupir kol frá Rhódesíu, í all- miklum mæli. Fyrir tæpri viku lagði brezka stjórnin hald á gjaldeyrisvara- sjóði Rhódesíu i Bretlandi, alls um 22 milljónir punda (um 2.600 millj. ísl. kr.) Fjármálaráðherra Rhódesíu tilkynnti í dag, að fram vegis yrðu öll viðskiptalönd Rhódesíu á sterlingssvæðinu að greiða með kanadiskum eða bandarískum dölum, eða evrópsjk um gjaldeyri. Þá sagði ráðherr- ann, að framvegis yrðu nokkur viðskiptalönd, þ.á.m. Zambía, að greiða fyrir vörur fyrirfram. Franska olíuskipið \„AntiniaM kom í dag i höfn í Mozambique. Olía sú, sem skipið flytur, verður send til Rhódesíu. ¦t, Móðir okkar INGIBJÖRG STEINGBÍMSDÓTTIR Vesturgötu 46 A, andaðist í Landakotsspítalanum miðvikudaginn 8. des- ember. Anna Kr. Bjarnadóttir, Inga LiIIý Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.