Morgunblaðið - 20.01.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.01.1966, Qupperneq 12
13 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. Janúar 1966 Skaitmat ríkisskattanefndar RÍKISSKATTANEFND hefir samþykkt, að skattmat framtals- árið 1966 (skattárið 1965) skuli vera sem hér segir: I. Búfé til eignar í árslok 1965 A. Sauðfé í Austurlandsum- dæmi, Suðurlandsumdæmi, Vest- mannaeyjum, Reykjavík, Reykja nesumdæmi og Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu: Kr. Ær................. 900. Hrútar ............ 1200 Sauðir ............ 900 Gemlingar ......... 700 B. Sauðfé ar.nars staðar á landinu: Kr. Ær ................ 950 Hrútar ........... 1200 Sauðir ............ 950 Gemlingar ......... 750 C. Annað búfé alls staðar á landinu: Kr. Kýr .......................... 7000 Kvígur 1% árs og eldri .. 5000 Geldneyti og naut............. 2700 Kálfar yngri en Vz árs .. 800 Hestar á 4. vetri og eldri . . 4000 Hryssur á 4. vetri og eldri 2000 Hross á 2. og 3. vetri .... 1500 Hross á 1. vetri.............. 1000 Hænur .......................... 90 Endur ......................... 120 Gæsir ........................ 150 Geitur ........................ 400 Kiðlingar ..................... 200 Gyltur ....................... 4500 Geltir ....................... 4500 Grísir yngri en 1 mán. .. 0 Grísir eldri en 1 mán... 1200 H. A. Skattmat tekna af land- búnaði skal ákveðið þannig: 1. Allt sem selt er frá búi, skal talið með því verði, sem fyrir það fæst. Ef það er greitt í vör- um, vinnu eða þjónustu, ber að færa greiðslurnar til peninga- verðs og telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi vörur, vinnu eða þjónustu, sem seldar eru á hverjum stað og tíma. Verðuppbætur á búsafurðir teljast til tekna, þegar þær eru greiddar eða færðar framleið- anda til tekna í reikning hans. 2. Heimanotaðar búsafurðir (búfjárafurðir, garðávextir, gróð urhúsaafurðir, hiunnindaafrakst- ur), svo og heimilisiðnað, skal telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi afurðir, sem seldar eru á hverjum stað og tíma. Verði ekki við mark- aðsverð miðað, t.d. í þeim hrepp- um, þar sem mjólkursala er lítil eða engin, skal skattstjóri meta verðmæti þeirra til tekna með hliðsjón af notagildi. Ef svo er ástatt, að söluverð frá framleiðanda er hærra en út- söluverð til neytenda, vegna nið- urgreiðslu á afurðaverði, þá skulu þó þær heimanotaðar af- urðir, sem svo er ástatt um, tald- ar til tekna miðað við útsölu- verð til neytenda. Mjólk, sem notuð er til búfjár- fóðurs, skal þó telja til tekna með hliðsjón af verði á fóður- bæti miðað við fóðureiningar. Þar sem mjólkurskýrslur eru ekki haldnar, skal áætla heima- notað mjólkurmagn. Með hliðsjón af ofangreindum reglum og að fengnum tillögum skattstjóra, hefur matsverð verið ákveðið á eftirtöldum búsafurð- um til heimanotkunar, þar sem ekki er hægt að styðjast við markaðsverð: a. Afurðir og uppskera: Kr. pr. lítra Mjólk, þar sem mjólkur- ursala fer fram sama og verð til neytenda 6,14 Mjólk, þar sem engin mjólkursala fer fram, miðað við 500 1 neyzlu á mann .................. 6,14 Mjólk til búfjárfóðurs, sama verð og reiknað er til gjalda af Framleiðslu- ráði landbúnaðarins .. 2,70 kr. pr. kg. Ull ...................... 25,00 Slátur ................... 57,00 Hænuegg (önnur egg hlut- fallslega) ............. 57,00 kr. pr. 100 kg. Kartöflur til manneldis 645,00 Rófur til manneldis .... 495,00 Kartöflur og rófur til skepnufóðurs .......... 150,00 Gulrætur .. ............ 1200,00 Rauðrófur .............. 1800,00 b. Veiði og hlunnindi: kr. pr. kg. Lax ...................... 80,00 Sjóbirtingur ........... 40,00 Vatnasilungur ............ 25,00 c. Búfé til frálags: Skal metið af skattstjórum, eftir staðhtátum á hverjum stað, með hliðsjón af markaðsverði. d. Kindafóður: Metast 50% af eignamati sauð- fjár. B. Annað teknamat. 1. Fæði og húsnæði: kr. pr. dag Fæði karlmanns ....... 54,00 Fæði kvenmanns........ 43,00 Fæði barna, yngri en 16 ára 43,00 Húsnæði starfsfólks í kaup- stöðum og kauptúnum, fyrir hvert herbergi kr. 165,00 pr. mán. eða kr. 1980,00 á ári. Húsnæði starfsfólks í sveitum kr. 132,00 pr. mán. eða kr. 1584,00 á ári. 2. Fatnaður: kr. Einkennisföt .......... 2400,00 Einkennisfrakki ....... 1800,00 Annar einkennisfatnaður og fatnaður, sem ekki telst ein- kennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð i stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. 3. Eigin húsaleiga: Sé öll húseign eiganda til eig- in nota, þá skal eigin húsaleiga metast 11% af gildandi fasteigna mati húss og lóðar, eins þó um leigulóð sé að ræða. Þar sem lóðarverð er óeðlilega mikill hluti af fasteignamati, má víkja frá fullu fasteignamati lóðar og í sveitum skal aðeins miða við fasteignamat íbúðarhúsnæðis. í ófullgerðum og ómetnum í- búðum, sem teknar hafa verið í notkun, skal eigin leiga reikn- uð 2% á ári af kostnaðarverði í árslok eða hlutfallslega lægri eftir því, hvenær húsið var tekið í notkun á árinu. Ef húseign er útleigð að hluta, skal reikna eigin leigu: herb. og e. kr. á ári á mán. 1 2064 172 1 4228 344 2 6192 516 3 8256 688 4 10320 860 5 12384 1032 6 14448 1204 7 16512 1376 verður haldinn í félagsheimilinu við Sigtún fimmtu- daginn 27. jan. kl. 8,30 e.h. Dagskrá: Venjuieg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. f gömlum eða ófullkomnum íbúðum, eða þar sem herbergi eru lítil, má víkja frá þessum skala til lækkunar. Ennfremur má víkja frá herbergjaskala, þar sem húsaleiga í viðkomandi byggðarlagi er sannanlega lægir en herbergjamatið. III. Gjaldamat kr. pr. dag Fæði karlmanns .......... 46,00 — kvenmanns ......... 37,00 — barna, yngri en 16 ára 37,00 — sjómanna, sem fæða sig sjálfir ....... 46,00 2. Námskostnaður: Frádrátt frá tekjum náms- manna skal leyfa skv. eftirfar- andi flokkun, fyrir heilt skóla- ár, enda fylgi framtölum náms- manna vottorð skóla um náms- tíma. A. kr .21.000,00 Háskóli íslands Kennaraskólinn Menntaskólar 5. og 6. bekkur Verzlunarskóla íslands. B. kr. 17.200,00 3. bekkur miðskóla 3. bekkur héraðsskóla Gagnfræðaskólar Húsmæðraskólar Loftskeytaskólinn íþróttaskóli íslands Vélskólinn í Reykjavík 1. —4. bekkur Verzlunarskóla íslands Samvinnuskólinn 2. bekkur Stýrimannaskólans (fiskimannadeild) 3. bekkur Stýrimannaskólans (farmannadeild) Tækniskóli íslands. C. kr. 13.000,00 Unglingaskólar 1.—2. bekkur miðskóla 1.—2. bekkur héraðsskóla 1.—2. bekkur Stýrimanna- skólans (farmannadeild). D. Samfelldir skólar kr. 13.000,00 fyrir heilt ár Bændaskólar Garðyrkjuskólinn á Reykjum. Kr. 7.000,00 fyrir heilt ár Hjúkrunarkvennaskóli íslands Ljósmæðraskóli íslands Fóstruskóli Sumargjafar Húsmæðrakennaraskóli íslands. E. 4 mánaða skólar og styttri. Hámarksfrádráttur kr. 7.000,00 fyrir mánuði. Að öðru leyti eftir mánaðaf jölda. Til þessara skóla teljast: Iðnskólar, 1. bekkur Stýri- mannaskólans (fiskim.deild), varðskipadeild Stýrim.skólans. Matsveina- og veitingaþjóna- skóli, þar með fiskiskipamat- sveinar. F. Námskeið, frádráttur eftir námstíma 1—5 þús. kr. G. Háskólanám erlendis Vestur-Evrópa kr. 34.000,00 Austur-Evrópa. Athugist sér- staklega hverju sinni, vegna námslaunafyrirkomulags. Norður-Ameríka kr. 55.000,00 H. Annað nám erlendis Frádráttur eftir mati hverju sinni sbr. hliðstæða skóla hér- lendis. I. Atvinnuflugnám Frádráttur eftir mati hverju sinni. Sæki námsmaður nám utan heimilissveitar sinnar, má hækka frádrátt skv. liðum A til F um 20%. í skólum skv. liðum A til E, þar sem um skólagjald er að ræða, leyfist það einnig til frá- dráttar. Heimur á hvolfi „ÞEGAR um er að ræða hagsmunamál manna er allt- af hægt að komast að samkomulagi“, sagði kennari minn, heimspekingurinn Alain. „En þegar tilifnning- -arnar koma til skjalanna gegnir allt öðru máli“, bætti hann við. Þetta eru orð að sönnu. Þegar fjármál eða efnahagslegt öryggi er annars vegar er sjaldan lokuð leið til samninga, þá sjá aðilar sér oftast hag í að semja sem fyrst. En um leið og tilfinningarnar blandast í málið er fráleitt að röksemdarfærslur nái þar tilgangi sínum. Oft eru menn sér meira að segja meðvitandi um að þeir láti bælda gremju, heift eða löngunina til þess að sigra, hvað sem það kosti, ráða gerðum sín- um. Stundum valda þar mestu um gamlar minningar, sem næst sokknar í djúp gleymskunnar. En nái þær undirtökunum hrekkur mannvitið skammt og skyn- semin er til lítils gagns. Það er ógæfa okkar tíma að í mörgum löndum láta þjóðarleiðtogar tilfinningarnar ráða. Eftir nokkurra árþúsunda dvöl á þessum hnetti okkar hafði mannkindinni tekizt að koma á skipulagi á nokkurn hluta hans ,skipulagi sem kallað var sið- menning. Að vera siðmenntaður borgari var að virða guð sinn og fyrirmæli hans, að lifa í sátt við nágranna sinn og halda gefin heit og gerða samninga. Sett lög komu í stað lögmáls frumskógarins. Öryggi það sem mönnum var þannig skapað fyrir gagnkvæma virðingu og traust ruddi braut listum og menningu og meiri háttar framkvæmdum á ýmsum sviðum. Eflaust hafa þó ekki allir samningar verið haldnir og líklega hefur óréttlætið skotið upp kollin- um oftar en góðu hófi gegndi og sennilega hefur líka mátt finna smugur í lögunum þá eins og nú og tæpast trúi ég heldur að þá hafi ekki líka stundað sína iðju bæði morðiingjar og þjófar og annar þokkalýður. En slíkir menn voru fyrirlitnir, eltir uppi og gert að afplána refsingu fyrir ódæðisverk sín. Siðmenningin og skipulag hennar sá til þess að þó ekki væri það skipulag fullkomið, tryggði það mannfólkinu altént meiri lífshamingju en villimennskan áður. En nú er svo komið að siðmenningin riðar til falls. Síðan 1914 hafa brostið í hana æ stærri skörð og ef ekkert er að gert stendur,hún tæpast lengi úr þessu. Þetta er mikil ógæfa, einhver sú mesta sem yfir mann- kynið gat dunið og hún skellur á einmitt nú á þessari öld þegar svo margir gerðu sér vonir um að siðmenn- ingin væri að eflast. Aldrei hefur verið eins mikið rætt um alþjóðalög, um Alþjóðadómstólinn í Haag, um Öryggisráðið, um Allsherjarþingið, um allar þær mörgu stofnanir og samtök sem settar hafa verið til höfuðs ójöfnuði og ófriði hér í heimi. Hér áður fyrr bar það að vísu við, einn og einn samningur var ekki haldinn, en það var þá talið al- varlegt brot og gat hæglega leitt til styrjaldar. Nú eru undirritaðir samningar um eitt og annað og rofnir um hæl, jafnvel áður en þornað er blekið á skjölunum sem áttu að geyma þeirra um aldur. Og því fer fjarri að þeim er slíkt gera sé refsað sem skyldi. Þeim er svo sannarlega ekki útskúfað úr samfélagi siðaðra þjóða eins og menn skyldu kannski ætla. Nei, fjölmargir sjálfskipaðir „verjendur siðmenningarjnnar“ beygja kné sín fyrir ofríkismönnunum og lúta lögmáli frum- skógarins. * Oft er reynt að réttæta slíkan heigulshátt og und- anlátssemi með því að kalla það „pólitíska nauðsyn“ eða afsaka með því að segja að þar sé einungis um „bráðabirgðalausn“ að ræða. En við skulum ekki halda að siðmenntað þjóðfélag geti þrifizt við slík skilyrði. Slíkt þjóðfélag stendur á gömlum merg, byggir á forni siðgæðishefð, heiðarleika og orðheldni. í einræðisríki tekst stundum að halda í horfinu um skipalag og ytri háttu með valdbeitingu og ótta, en slíkt og þvílíkt er ekki til frambúðar. Til siðmenntaðs þjóðfélags eru gerðar ákveðnar kröfur, hvort sem það er vestanhafs eða austan, á norðlægri breiddargráðu eða suðlægri. Það er eitt meginhlutverk Sameinuðu þjóðanna að halda uppi siðgæðisreglum þeim sem reynzt hafa haldbeztar á umliðnum öldum. Samtökin hafa unnið þarft verk og virðingarvert með gæzlusveitum sínum og öðrum tilraunum til þess að koma aftur á lögum og reglu þar sem allt var komið í bál og brand. Hermönn- um í gæzlusveitunum ber þökk og virðing fyrir. En Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.