Morgunblaðið - 20.01.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 20.01.1966, Síða 14
14 MORGUNBLAOIO Fimmtudagur 20. janúar 196« Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. A UKUM FJÖLBREYTNI A TVINNULÍFSINS r'yrir nokkru komu samn- inganefndarmenn þeir sem semja fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar við sviss neska alúmínfyrirtækið um byggingu alúmínverksmiðju í Straumsvík, heim frá samn- ingafundum í Sviss, en samningar þessir eru nú að komast á lokastig. Samninga- viðræðurnar hafa verið mjög umfangsmiklar og rækilegar athuganir verið gerðar á öll- um meginþáttum málsins af hálfu beggja aðila. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur málsmeðferðin verið með þeim hætti, að til fyrir- myndar er. Sérstök þing- mannanefnd, skipuð fulltrú- um allra þingflokka, hefur fylgzt nákvæmlega með samn ingaviðræðunum eftir að þær komust á verulegan rekspöl. Alþingismenn hafa fengið í hendur trúnaðarskýrslur um málið, og ríkisstjórnin hefur skýrt Alþingi frá gangi mála á ýmsum stigum þess, nú síð- ast í desember, skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna. Að máli þessu hefur því verið unnið mjög rækilega af hálfu samninganefndarinnar og ríkisstjórnin hefur kostað kapps um að láta Alþingi og raunar landsmenn alla fylgj- ast sem bezt með því, sem gerzt hefur á öllum stigum málsins. Enn er endanlegum samningum þó ekki lokið, og meðan svo er verður ekki hægt að leggja endanlegt mat á þau tækifæri, sem okkur munu nú væntanlega bjóðast til þess að virkja orku fall- vatna okkar í þágu stórfelldr- ar iðnþróunar hér á landi. Meðan endanlegt samnings- uppkast liggur ekki fyrir og allar upplýsingar eru ekki fyrir hendi, er afar óskynsam- legt að taka ákveðna afstöðu til málsins, eins og þingflokk- ur Framsóknarflokksins kaus að gera í desember. Hinsvegar er naðsynlegt og rétt, að lands menn allir fylgist með því sem í þessu máli gerist, og leitist við að mynda sér skoð- un á því eftir því sem meiri og ítarlegri upplýsingar koma fram. Nokkrar höfuðstaðreyndir málsins eru þó ljósar. Það er óumdeilanlegt, að fyrirhuguð alúmínverksmiðja mun greiða % hluta virkjunarkostnaðar við Búrfell á 25 árum. Þessa miklu stórvirkjun eignumst við því á mun hagkvæmari hátt en ella hefði orðið, og það stuðlar jafnframt að lægra rafmagnsverði, en ef við hefðum sjálfir ráðizt í þessa miklu framkvæmd án stóriðju. Það er einnig óum- deilanlegt, að hreinar gjald eyristekjur á hvern vinnandi mann eru þrefalt meiri hjá alúmínverksmiðjunni en sjávarútvegi og fiskiðnaði. — Hreinar gjaldeyristekjur hvern vinnandi mann í hin um fyrirhugaða alúmíniðnaði eru áætlaðar 600 þúsund krónur. En láta mun nærri að þessi sama upphæð í sjávarút vegi og fiskiðnaði nemi 200 þúsund krónum á hvern vinn- andi mann. Má því öllum ljóst vera, hversu hagkvæmur þessi iðnaður er. En um leið og landsmenn gera upp hug sinn til alúmín- málsins og Búrfellsvirkjunar, er einnig enn önnur stað reynd, sem þeim ber að hafa í huga. Á undanförnum árum hefur samsetning sjávarafla okkar breytzt á þann veg, að síldaraflinn nemur nú tæp- um % hlutum heildarafla magnsins, og af verðmæti heildaraflamagnsins nemur síldaraflinn um helming. All- ir þekkja þær sveiflur, sem orðið hafa í síldveiðum okkar undanfarna ára- tugi, og þess vegna má það heita fífldirfska ein að ætla að tryggja bætt lífskjör þjóð arinnar í framtíðinni á jafn- miklum síldarafla á næstu ár- um og við höfum búið við síð- ustu árin. Þær spurningar sem íslend ingar standa því væntanlega innan skamms frammi fyrir eru þessar: Eigum við að halda áfram að byggja þjóð- félag okkar og lífskjör á fisk- veiðunum einum? Eigum við að taka áhættuna, sem leiðir af hugsanlegum sveiflum í síldveiðunum á næstu árum, með þeim afleiðingum, sem það kann að hafa fyrir lífs- kjör þjóðarinnar? Eða viljum við nota tækifærið nú, þegar allt leikur í lyndi til þess að treysta undirstöðu þess, sem við höfum skapað, og draga þannig úr þeim afleiðingum, sem hugsanlegar neikvæðar sveiflur í fiskveiðum á næstu árum mundu hafa fyrir okk- ur? Þetta eru þær spurningar, sem hver einasti íslendingur, sem lætur sig einhverju skipta málefni þjóðar sinnar, verður að svara. Og þetta eru einnig þær spurningar, sem stjórnmálamennirnir verða að svara. Á þeim hvílir mikil á- byrgð, og á þeim stjórnmála- leiðtogum, sem þegar hafa tekið neikvæða afstöðu til alúmínmálsins, hvílir ennþá þyngri ábyrgð. Eru þeir menn til þess að standa undir þeim alvarlegu afleiðingum, sem það mundi.hafa fyrir lífs- Ö UTANÚR HEIMI RAFREIKNAR HAFA KÍMNIGÁFU OG SJÁLFSÁLIT! SAGAN segir að bandarískur hershöfðingi haii morgun einn loomið í miðstöð rai- reikn anna í Pentagontoygg- inguimi í Washington. Hann hafði hug á að leggja nokikr- ar spurningar fyrir rafreikni stofnunarinnar. Eftir að hann hafði lagt margar og flóknar spurningar fyrir rafreikninn, var komið að þeirri síðustu og jafnframt veigamestu: „Hvað getið þér sagt mér um þriðju heimsstyrjöldina? Eftir stutta þögn svaraði rafreiknirinn með einsat- kvæðisorðiniu „j'á“. „Já“ rumdi í hershöfðingj- anum. „Hverskonar svar er þetta? Já hvað?“ „Já, herra“, svaraði reikn- irinn af mikilli auðmýkt. Margar góðar kímnisögur hafa spunnizt í kringuim raf- reiknana, enda eru þeir víða umgengnir sem lifandi verur. í sumurn stofnunum í Banda- rílkjunum, hefur starfsfólkið krafizt þess, að rafreiknarnir taki þátt í samskotum starfs- fólksins í sambandi við brúð- kaup og afmælisgjafir. Ein- Ihverjir gárungar haifa jafnvel stungið upp á því, að rafreikn arnir leggi sitt til blóðbank- anna, eins og annað stanfsifólk fyrirtækjanna! Sú setning, sem ósjaldan heyrist í skrifstoium í Banda- ríkjunum er þessi: „Gleymdu því ekki góðurinn, að við get- um alltaf fengið vél í staðinn fyrir þig“. Þrátt fyrir hinar fjölmörgu til'búnu sögur um rafreikn- ana, þá eru hinar sönnu skoplegastar. Pyrir skömmu var einn starfsmaður stjórnar innar í Waáhington eitthvað að eiga við rafreikni, þar sem hann hugðist leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Manninum mun hafa farizt eitfhvað óhönduglega, því raf- reiknirinn svaraði með mikl- um þjósti: „Hættu þessari vitleysu". Vegna skekkju á IBM korti kvenstúdents í háskólanum í Midhigan, var honum vikið úr skóla um óákveðinn tíma. Rafreiknirinn gaf stúlkunni að sök að hafa ekki mætt á Framhald á bls. 19 kjör fólks í þessu norðlæga landi, ef sjávaraflinn brygð- ist allt í einu og á engu öðru væri að byggja? Vilja þeir Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson taka á sig þessa á- byrgð? Vilja flokksmenn aeirra taka á sig þessa á- byrgð? Þessum spurningum verða þeir að svara sjálfir og hafa í huga að hér er um að ræða mál, sem ekki þýðir að ræða um á sama hátt og venju leg pólitísk dægurmáh RITHÖFUNDAR í SOVÉTRÍKJUNUM OG Á ÍSLANDI k fundi Rithöfundasambands ■^ íslands í fyrrakvöld var samþykkt ályktun frá for- manni sambandsins, Birni Th. Björnssyni, á þá leið, að víta bæri þá ráðstöfun ríkisstjórn- ar Sovétríkjanna að rúss- nesku rithöfundarnir Abram Tertz og Nikolai Arzhak hefðu þolað frelsisskerðingu í heimalandi sínu. í forsend- um sínum fyrir þessari álykt- un sagði Björn Th. Björnsson, að ein af skyldum rithöfunda um gjörvalla veröld væri að standa vörð um, að skáldbræð ur þeirra hvar sem væri, fengju að rita hvað sem væri óáreittir af stjórnvöldum síns heimalands. Ástæða er til að fagna því, að Rithöfundasamband ís- lands hefur tekið svo ske- legga afstöðu til handtöku hinna tveggja sovézku rithöf- unda, sem vakið hefur mikla athygli um heim allan og ver- ið fordæmd. Meðferðin á hin- um tveimur sovézku rithöf- undum sýnir betur en margt annað, að lítið virðist hafa breytzt í Sovétríkjunum, þrátt fyrir ýmsar tilhneiging- ar á undanförnum árum til aukins frjálsræðis og er vissu- lega ástæða til að harma það. Fátt sýnir e.t.v. betur mun- inn á aðstöðu rithöfunda í kommúnistalöndunum og frjálsum löndum heims, en einmitt það, að á sama fundi Rithöfundasambands íslands og þessi ályktun var gerð, var samþykkt, að allir þeir, sem við bókaritun og þýðingar fást, gæti þess frá og með 1. maí 1966 að algjört bann sé lagt við því, að bækur þeirra séu lánaðar til afnota frá al- menningssöfnum nema greiðsla komi fyrir. íslenzkir rithöfundar geta látið sínar skoðanir í ljós án þess að eiga frelsissviptingu á hættu. Því miður búa starfsbræður þeirra í kommúnistalöndun- um ekki við sama öryggi. En hér er um að ræða mikilsvert mál fyrir íslenzka rithöfunda. Sem betur fer hefur stefnan verið sú á und- anförnum árum, að ritlaun til þeirra hafa heldur hækkað. Og skiljanlegt er, að íslenzkir rithöfundar verði að fá greiðslu fyrir vinnu sína eins og aðrir menn. Um það skal ekki sagt að sinni, hver leíð er færust til þess, en vel má vera að sú leið, sem Rithöf- undasamband íslands bendir á í ályktun sinni sé hin rétta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.