Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID Fimmtudagur 10. febrúar 1966 I»essi mynd var tekin fyrir skemmstu úr mjög lágfleygri vél af suðurgígnum í eldfjallinu Etnu á Sikiley, hæsta og virkasta eldfjalli Evrópu, sem gosið hefur af og til undanfarinn hálfan mánuð. Búizt við bardögum í Lao-dal Mikið mannfall skæruliða í S-Vietnam Saigon, 9. febrúar, NTB. VIET CONG menn hafa nú aukið hernað sinn í suður-héruðum S- Vietnam og hafa fellt margt manna fyrir stjórnarliðum und- anfarna daga. Talsmaður S-Vietnamstjórnar sagði í dag að skæruliðar hefðu Rækjuveiðar við ísafjarðadjúp hafnar RÆKJUVEIÐAR við Isafjarðar- djúp hófust aftur um 20. janúar. Stunda nú 17 bátar veiðarnar og leggja upp á ísafirði, Lang- eyri, Bolungarvík og Hnífsdal. Sú breyting hefur nú orðið á, að afnumin hafa verið ákvæðin um að hver bátur megi ekki fiska nema 650 kg á dag. Hefur Fiskifélag íslands nú veitt leyfi til þess, að bátarnir fái að fiska eins og þeir geta dag hvern, og ekki er ákveðið hvert heildar- magn af rækju má veiða á út- haldinu, heldur eru veiðileyfi bátanna gefin út til 30. apríl, en þó með þeim fyrirvara, að Fiski félagið geti stöðvað veiðarnar með viku fyrirvara ef rækjan verður smá og lítt hæf til vinnslu. Áður en garðinn gerði leit vel út með veiði og komst einn bát- urinn upp í 17 kg einn daginn. Var það allgóð rækja, sem kom á land. ráðizt á herdeild stjórnarliða í gær skammt frá landamærunum að Kambodsja. Fyrir þremur dögum réðust skæruliðar á bíla- lest eina um 58 km. suðvestan Saigon og féll þar margt manna af stjórnarliðum. 1 gær réðust skæruliðar aftur á varðstöð eina 54 km. norðvestan Saigon. Meðan þessu fer fram sunnan til í landinu halda Bandarí'kja- menn og bandamenn þeirra áfram hernaðaraðgerðum í fjall- lendinu í Mið-Vietnam og hafa fellt mörg hundruð skæruliða á þeim slóðum. Bandaríkjamenn halda enn uppi loftárásum á skotmörk í N-Vietnam, einkum á vegi, járn- brautarteina, brýr og stæði flutningabifreiða. Mannfall Bandaríkjamanna í fyrri viku er sagt 89 menn en 499 sagðir særðir eða týndir. Herlið Ástralíumanna, Ný-Sjá- lendinga og S-Kóreumanna missti 21 mann en 3'9 særðust. Herlíð stjórnar S-Vietna-m missti 181 mann og 121 er sa'knað. Af Viet Cong féllu þessu viku 1.541 maður en 245 yoru teknir til fanga. Mörg þúsund bandarískir her- menn brutust í dag yfir hrís- grjónaekrur og skóga í Lao- dalnum, 450 km. norðaustur af Saigon og leita mikils liðsafla Viet Cong sem talið var að hefð- ist þarna við. Ekki hafði þó enn borið saman fundum þeirra er síðast fréttist. Annars staðar í dalnum kom til átaka með skæru liðum og Bandaríkjamönnum og voru þyrlur kallaðar til liðs við hina síðarnefndu. Tíu féllu af í GÆR var ýmist stilla eða stig í innsveitum, en minna NA-gola hér á landi. Smáél við sjávarsíðuna. íslenzkur voru norðaustan lands en sumarhiti var í Frakklandi en annarsstaðar bjartara. frost í New York og á Norð- Frostið var víða yfir 10 urlöndum. skæruliðum í þeirri viðureigin en tveir voru teknir til fanga. Norðarlega í dalnum fundu Bandaríkjamenn um þaS bil 100 smálestir hrísgrjóna, sem geymd voru þar í fjórum kofum og er haft til marks um að þarna hafi verið ein af meiriháttar birgða- stöðvum skæruliða. í dal þessum búa um 20.000 manns og hefur Viet Cong haft þar tögl og 'hagld- ir síðan í desembermánuði 1964. — Verður réttur Framh. af bls. 1 gærkvöldi og hefur haldið kyrru fyrir í gistihúsi sínu, en á morg- un munu brezkir bókaútgefendur kynna hann á fundi með frétta- mönnum og gera menn sér vonir um að þá verði eitthvað upp- skátt látið um málið. Valery Tarsis stendur nú á sex- tugu. Hann hefur í bók sinni „Sjöunda deild“ lýst kommúnísku þjóðfélagi sem allsherjargeð- veikrahæli. Bókinni var komið úr Sovétríkjunum með leynd og nú gefin út í Englandi. Tarsis hef ur verið borið það á brýn heima fyrir, að hann gengi með stór- mennskubrjálæði. — Sjálfur er hann sagður hafa gefið í skyn að brottför hans frá Sovétríkjun- um stæði í sambandi við réttar- höldin gegn Sinyavsky og Daniel. Að því er sagt hefur ver- ið, lét hann þau orð falla við einn samferðamann sinn í flug- vélinni til London, að sovésk yfir völd óttuðust nærveru hans við réttarhöldin. Tarsis hefur gagn- rýnt Sinyavsky og Daniel fyrir að hafa ritað undir dulnefni, en heldur því engu að síður fram að þeir hafi ekki gert sig seka um neinn glæp og yfirvöldin hefðu getað látið sér nægja að veita þeim áminningu. Tarsis er einnig sagður hafa átalið það að réttar- höldin skyldu eiga að fara fram fyrir luktum dyrum, ef réttar- höld fari fram á annað borð beri að halda þau fyrir opnum dyrum, annað beri einungis vott um van- mátt stjórnarinnar sem í hlut eigi. Tarsis byggði bók sína á reynslu sinni af því að vera send- ur á geðveikrahæli vegna and- stöðu hans við stjórnina. í>egar hann kom til London neitaði hann því eindregið að hann væri þangað kominn til þess að biðj- ast hælis sem pólitískur flótta- maður. „Ég er hingað kominn sem rússneskur rithöfundur til þess að halda fyrirlestra við Leicester-háskóla og til þess að kynnast lesendum minum“, sagði hann. Bottomley: „Það dregur að þvá innan tíðar## London, 9. febrúar, NTB. Bottomley, samveldismálaráð- herra Breta, sagði í I.ondon í dag, að ekki væri unnt að segja fyrir um það nú, hvenær hin ólöglega stjórn Ians Smith í Ródesíu yrði að hverfa frá, en að því myndi draga innan tíðar. Sagði samveldismálaráðherr- ann að allt væri undir því kom- ið, hvenær hvítir Ródesíubúar létu sér segjast. „Við vonum, sagði Bottomley, að hækkandi verðlag, lokun atvinnufyrirtækja atvinnuleysi og samdráttur í við skiptum við útlönd muni leggj- ast á eitt um að flýta þessari þróun mála.‘ Bottomley taldi að efnahags- Mannlaus olíubíll rennur á bifreið MANNLAUS olíubíll rann síð- degis í gær á kyrrstæða Opel- hifreið, sem stóð fyrir utan skrifstofuhyggingu Olíufélagsins á Akranesi. Mun olíubíllinn ekki hafa verið í gír en handhemlar voru á honum og þeir í góðu lagi. Er því ekki fullkannað hvað slysinu olli. Opelbifreiðin var eign eins af starfsmönnum Olíufélagsins og skemmdist hún og olíubíllinn mikið. Mun afturhurð Opelbif- reiðarinnar vera gjörónýt, en við höggið, sem á hana kom kastaðist hún utan í húsið og eyðilagði annað afturbrettið. Vatusleysi á Akranesi Akranesi, 9. febrúar: — VATNSLAUST er í dag og vatns laust hefur verið hér í bænum undanfarna tvo til þrjá daga, en um ellefu-leytið á kvöldin kem- ur vatnið. Það mun vera þegar hætt er að vinna í hraðfrystihús- unum. Vatnsveitukerfi bæjarins þarfn ast meira vatns. Reynslan sýnir að ekki er á vísan að róa hvar bora eigi eftir köldu vatni. — Oddur. Kópavogur 10 ára á kvikmynd KJARTAN Ó. Bjarnason heldur sýningar á nokkrum kvikmynda sinna í Kópavogi í dag, föstu- dag og laugardag. Myndir eru m.a. frá 10 ára afmæli Kópa- vogs, 17. júní hátíðahölum, skólum bæjarins o.fl. Þá eru myndir, sem sýna hafís á Húnaflóa, vor í Danmörku, frá Vetrar-Olympíuleikunum 1964, gamlar og nýjar knatt- spyrnumyndir, gamlar og nýjar skíðamyndir og einnig af fim- leikum, lyftingum, sjósikíðum, sirkus o.fl. — Humphrey Framhald af bls. 1. og telur hann sig hafa sýnt það og sannað fyrir öllum heimi með Honolulu-ráðstefnunni. Banda- ríkjamenn séu staðráðnir í því að byggja upp nýtt þjóðfélag í S-Vietnam. FELAGSHEIMILI Fimmtudagur: Kvöldráðstefna um ísland og EFTA. HEIMDALLAR i ráðstafanirnar gegn Ródesíu myndu fara að segja til sín o,g fyrr eða síðar ráða úrslitum i málinu. Þá átaldi hann harðlega ritskoðun þá sem í gildi er i Ródesíu og sagði að Bretar hefðu ekki einfl sinni beitt slíkum við- urlögum í stríðinu. Frá Salisbury berast þær fregn ir að einu blöðin sem út koma i landinu, „The Rhodesia Herald“ og „The Bulawayo Chronicle1* hafi komið út hvítflekkuð í dag, með auða hvíta bletti á forsíð- unum þar sem ritskoðunin hafði farið höndum um efni Það sem í blaðinu átti að birta. Gefin hef- ur verið út tilskipun um að héðan í frá skuli blöðunum meinað að vekja athygli á rit- skoðuninni með þessum hætti. Frá og með morgundeginum munu bæði blöðin fylgja sett- um reglum og fylla ritskoðaöa dálka sína með öðru efnL Níræður í dag: Gisli Bjömsson, trésmiður GÍSLI Björnsson, trésmiður, Hverfisgötu 86 hér í borg er níræður í dag. Hann er fæddur á Gíslastaða- hóli austur í Breiðdal hinn 10. febrúar 1876, sonur hjónanna Björns Eiríkssonar bónda þar og Kristínar Marteinsdóttur. En for- eldrar hans fluttust síðar að Höskuldsstaðarseli í sö'mu sveit. Árið 1897 kom Gísli til Reykja- víkur, og lærði hér trésmíðL Hann var svo hjá foreldrum sín- um fyrir austan aldamótavetur- inn, en fluttist síðan alfarinn til Reykjavíkur. Skömmu eftir alda- roótin kvæntist hann Guðrúnu Þorláksdóttur Sohram, en hún lézt á brúðkaupsa/fmli þeirra hjóna hinn 30. desember 1950. Gísli er enn við beztu heilsu, og gengur út daglega. í Kjósarsýsb AÐALFUNDUR F.U.S. í Kjósar- sýslu verður haldinn að Hlégarði mánudaginn 14. febrúar kl. 9 e.h, Dagskrá: Venjuleg aðalfundar störf. Axel Jónsson alþingismaður mætir á fundinum. Allir félagsmenn eru hvattir til að saekja fundinn og taka með sér nýja félaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.