Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 17
í'ímmtudagur 10. febrúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Velferðarrikið Framhald af bls. 15. afbrotamál. Hlutfallstala upp- lýstra afbrotamála hefur lækk að, og í dag er aðeins hægt að finna skaðvaldana í um 30% allra afbrotamála. Að- eins 10% allra þjófnaða og inn brotamála tekst að leysa. Ný- lega varð lögreglan í Gauta- en þau höfðu svo mikið sem borg að „loka“ um 1000 þjófn- aðar- og innbrotamálum áður verið rannsökuð, til þess að geta snúið sér að því að leysa stærstu og alvarlegustu af- brotamálin. Náið samband virðist vera milli hinar vaxandi afbrota- öldu og hinni ámóta alvarlegu aukningu á neyzlu eiturlyfja, alkóhólisma og lauslæti sið- spilltra unglinga. Rannsóknir sýna, að a. m.k. helmingur allra þéirra unglinga, sem sett eru í fang- elsi, hafa áður verið fundnir sekir um ölvun á almanna- færi. Um 30% alvarlegri af- brota eru framin undir áhrif- um áfengis. Alkóhólismi er gamalt vanda mál í Svíþjóð — og hefur síð- ur en svo dregið úr því undir handleiðslu velferðarríiksins. Miklir tollar og skattar á áfengi og landslög, sem banna sölu þess til ungmenna, hafa ekki megnað að snúa þessu flóði við. Tala sjúklinga í sjúkrahúsum, sem þar eru haldnir geðveiki eða öðrum kvillum, sem kenndir eru of- neyzlu áfengis, fer stöðugt vax andi — einkum í röðum kvenna og tiltölulega ungra manna. Fyrir 20 árum var að- eins einn kvenáfengissjúkl- ingur í Svíþjóð móti hverjum 50 karláfengissjúklingum. Nú er hlutfallið einn á móti tíu, og sjötti hver maður og þriðja hver kona, sem handtekin eru fyrir ölvun, eru yngri en 2ll árs. Vaxandi nautnalyfjaneyzla Auk alls þessa, fer fjöldi ungra nautnalyfjaneytenda stöðugt vaxandi, og er nú að komast á það stig, að ugg- vænlegt þykir. Lögreglumála- Velferðarríki frá vöggu til grafar sér ungum mæðrum fyr- ir aöstoðarfólki við húsmóðurstöríin. sérfræðingar telja, að í Stokk- hólmsborg einni séu nú fimm eða sex þúsund nautnalyfja- sjúklingar, flestir á aldrinum 15 til 30 ára. Þrír af hverjum fjórum karlmönnum, sem lögreglunni er kunnugt um að eiturlyfja neyta, og tvær af hverjum þremur konum eru einnig á skrá um afbrotafólk. En hins vegar kvartar lögreglan und- an því, að dómstólarnir taki ekki nægilega hart á nautna- lyfjasmyglurum og neytendum lyfjanna. Nautnalyf það, sem útbreidd ast er í Svíþjóð, eru töflur sem ætlaðar eru til þess að grenna fólk. Töflur þessar eru frámleiddar á Spáni af dótt- urfyrirtæki þýzks fyrirtækis. Þeim er smyglað til Svíþjóð- ar, og rnun venjulegur nautna lyfjaneytandi þar eyða frá 860 ísl. kr. til 2000 kr. fyrir dag- skammtinn af þessum lyfjum. Mörg ungmenni, sem neyta lyfjanna, stunda afbrot, eink- um ávísanafals, til þess að komast yfir peninga til lyfja- kaupanna. Kynsjúkdómar: Stórvandamál Þá er ótalið það, sem marg- ir Svíar nefna „geigvænlega" aukningu á kynsjúkdómum meðal unglinga, sem einkum hefur átt sér stað frá 1959. Heilbrigðisyfirvöldin skýrðu frá því, að 1964 hefðu fundizt 23,000 ný lekandatilvelli í landinu, eða helmingi fleiri en sex árum áður, og 487 tilfelli af sárasótt (sýfilis), en það er sexföld aukning miðað við sama tíma. í þriðja hverju nýju sárasáttartilfelli var um ungar stúlkur á aldrinum 15 —19 ára að ræða. Læknar segja að lekandi og sárasótt séu nú útbreiddari í Svíþjóð en í hokkru menningarlandi öðru í heiminum. Rannsókn, sem nýverið fór fram, leiddi í ljós, ' þá geig- vænlegu staðreynd, að um helmingur allra þeirra pilta, sem fengið höfðu kynsjúk- dóma, viðurkenndu að hafa haft kynferðismök við a.m.k. 40 stúlkur — og 10% sögðu að þeir hefðu haft kynferðis- mök við allt að 200 stúlkur. Margir þessara drengja skelltu skuldinni á hversu heimilislíf fjölskyldna þeirra væri „leiðinlegt", hversu auð- veldan aðgang þeir ættu að bílum, og hve „siðgæðis- kennd stúlknanna væri sljó.“ Leitar skýringa Lögregluyfirvöld, félags- fræðingar, læknar og vel- ferðarstarfsmenn geta ekki gengið að neinum einföldum skýringum á því, hversu það má vera að afbrot og önnur ur þjóðfélagsmein eru að verða slíkt vandamál og raun ber vitni varðandi ungu kyn- slóðina, sem ekkert hefur þekkt nema velmegun og hef- ur vaxið upp í háþróaðasta velferðarríki Evrópu. Þeir benda á, að hér sé lít- il og menntuð þjóð, óblönd- uð, sem komizt hafi hjá tveim ur heimsstyrjöldum, og hefur engin stórborgafátækra- hverfi. Eina stórborg landsins —• Stokkhólmur og nágrenni með 1,2 millj. íbúa — er tiltölu- lega lítil og henni er auð- stjórnað miðað við borgir á borð við New York eða Lond- on. Og hundruð æskulýðsráðs manna bjóða ungu fólki úr- val íþrótta- og menningar- málastarfsemi. Margir sérfræðingar eru nú teknir að benda á hinar djúpstæðu breytingar, sem. átt hafa sér stað í þjóðfélags- byggingu Svíþjóðar, sem or- sökina til hinna vaxandi vandamála landsins. Knut Sveri, prófessor, yfir- maður Afbrotavísindastofnun- arinnar í Stokkhólmi og leið- andi sérfræðingur á sínu sviði, heldur fram þeirri skoð un að hinir miklu fólksflutn- ingar frá sveitum til borga og bæja hafi flutt rót- og eirðar- leysi inn í líf Svía og inn á heimili þeirra. Hann segir, að foreldrum á slíkum heimilum hafi reynzt erfitt að aðlaga sig nýjum, hraðahi og flóknari lifnaðar- háttum og nýjum siðgæðishug myndum. Afleiðingin hafi orð ið sú, að fjölskyldubönd og agi hafi veikzt og foreldrar hafi misst fyrra vald sitt. „Velferðarafbrot“ Prófessor Sveri segir, að aukin hagsæ'ld neytenda í Sví þjóð hafi orðið til þess að auka tækifæri — og freistingu — til þess að brjóta gegn eignarréttinum. Hann segir svo um þetta: „Enginn stelur nú vegna fá- tæktar. Við stöndum nú and- spænis nýrri tegund velferð- arafbrota, sem virðast aukast með bættum lífsskilyrðum, aukinni iðnvæðingu og auknu þéttbýli." Reyndur lögregluforingi seg ir eftirfarandi: „Lífið er auðveldara fyrir unglingana en það var í mínu ungdæmi. Störfin bíða eftir þeim. Þeir hafa gnægð fjár til skemmtana og ferðalaga. Menntun og starfsþjálfun standa öllum opin.“ „Engu að síður er það svo, að stórum og vaxandi hópi ungra pilta og stúlkna finnst þau vera nánast heimilislaus. Mörg þeirra eiga í reynd ekk- ert heimili sökum þess að for- eldrar þeirra hafa skilið eða kæra sig einfaldlega kollóttan um framtíð barna sinna.“ Lögreg'lumenn, sem yfir- heyrt hafa þúsundir ungra af- brotamanna, segja að marga þeirra hafi skort umhyggju og siðferðislega handleiðslu í barnæsku sökum þeas að báð- ir 'foreldrar unnu úti eða sök- um þess að faðirinn var áfeng issjúklingur. Sumir þeir, sem með þess- um málum fylgjast, skella skuldinni á hinar mjög svo frjálslyndu menntunaraðferð- ir í Svíþjóð, agaskort og hátt skróphlutfall í skólum lands- ins. Ofan í kaupið verður vart guðleysi, skey tingarleysi um trúmál og siðferðislegs stjórn- leysis (níhilisma) méðal hinna ungu og „róttæku" menntamanna, sem nú setja • mestan svip á almennar um- ræður í Svíþjóð. Bent er á, að meirihluti sænskra unglinga er löghlýð- inn. En hinn vaxandi minni- hluti afbrotaæsku og siðlausra vandræðaunglinga færist nú æ meira í sviðsljósið. „Síður en svo æskilegt“ Leiðtogar jafnaðarmanna í Svíþjóð vonuðust einu sinni til, að fullkomið velferðarríki myndi smám saman lækna eða draga úr þjóðfélagskvillum sem afbrotum og alkóhólisma. En nú heyrum við þetta álit háttsetts lögregluforingja: „Þeir stjórnmálaleiðtoga okkar, sem héldu að auðvelt yrði að hafa hemil á alvar- legum afbrotum og öðrum andþjóðfélagslegum yfir- gangi í nútíma velferðarþjóð- félagi, hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Það hefur komið æ betur í Ijós á sl. tíu árum, að velferðarþjóðfélag það, sem við nú lifum í, er síður en svo æskilegt (ideal) þjóð- félag.“ (Þýtt úr „U.S. News & World Report") Gunnar Bjarnason Bvanneyri: Er þetta „fjandskapur við bændur“ eða raunsæi? fSLENZKA LANDBÚNAHAR- ■ STEFNAN, sem mjög er rædd og um deild á síðustu tímum er póli t:'| ik() tyitrbrigði iRan. við flokka og stjórnmálastefnuskrár. I Hún virðist vera eins konar til- : finningamál, sem sverfur í taug- I ar manna, og þeim mun meir | sem styttra er síðan fólkið eða : áar þess fluttu úr sveit í borg. Atvinnufræðingar eða aðrir | raunsæismenn í atvinnumálum! hafa oftast verið stimplaðir sem | fjandmenn sveita eða þjóðlegr- j ar menningar, ef þeir hafa saigt j frá staðreyndum um framleiðslu ínál og markaðsmál landbúnað- arins, en milljónum króna er varið af almannafé eða af naum um fjármunum bænda í það, ' sem flestu fólki finnst vera | „humbug“, og má nefna mörg dæmi þess frá síðustu árum. ! ÍÞetta „humbug" lyftist venju- lega í einskonar loftbelg upp yfir alla gagnrýni hulið reyk- mekki ímyndaðrar viðleitni til að „halda jafnvægi í byggð lands ins“, eða til að vernda og við- j halda íslenzkri bændamenningu. Allt minnir þetta nokkuð á hið óraunhæfa tal danskra framá- manna á fyrri hluta þessarar aldar, þegar þeir einangruðu Grænlendinga í fátækt og sjúk- dómum undir Því yfirskyni að „bevare den grönlandske kultur“ Enn er verið að verja millj- ónum króna í markaðsleit fyrir kvistbeitar- og fjalladrapa-bragð íslenzka kindakjötsins, þótt rann sóknir hafi sannað, að lömb líta ekki við þessum gróðri, en éta nær eingöngu sams konar heil- grös á fjöllum og þau fá efst. í sjávarkambinum á vorin. Tilfinningasemin er á svo háu stigi, að rannsóknir eru stund- um hundsaðar, og þótt duglegir verzlunarmenn með reynslu geri sitt ýtrasta og nái oft ótrúlega góðum söluárangri, þá fá þeir sjaldnast annað en vanþakklæti og skammir fyrir ódugnað frá reykvaðendum landbúnaðar-til- finningaseminnar hér á landi. ■ Fyrir fáum árum létu starfs- menn S.Í.S. gera samanburð hér í Reykjavík á bragðgæðum inn- flutts, frosins dilkakjöts frá Nýja-Sjálandi og kvistlendis-1 lambakjöts af frónskum heið- um. Til átveizlu var boðið ýms- um oddvitum landbúnaðarins. Kjötbitar voru auðkenndir, en enginn vissi hvaðan kjötið var, sem hann át í hvert skipti. Nú hefur það síast út, að dómsnið- urstaðan hafi verið ný-sjálenzka lambakjötinu í vil. Þar sem út- koman þótti ekki hagstæð fyrir útflutningsstefnu landbúnaðar- ^ ins, var ákveðið að þegja um : málið, enda er þagmælska nú j talin vera höfuðdyggð sérfræð- t inga í landbúnaðarmálum. ★ í síðasta jólahefi Samvinnunn- ar er birt athyglisvert samtal við Guðjón B. Ólafsson, for- stjóra söluskrifstofu S.Í.S. í Lond on. Hér tek ég kafla úr þessu sam tali. Því að þar ræðast við raun- sæismenn landbúnaðarverzlunar innar, og gefur þetta samtal mönnum nokkuð aðra mynd af astandi þessara mála og mögu- leikum lambakjötsins íslenzka en skrumið hér heima. Guðjóni farast Þannig orð við Dag Þorleifsson: „Hvert er álit neytenda hér á íslenzku afurðunum? Guðjón B. Ólafsson. — Gæði þeirra eru almennt viðurkennd. ísland er tiltölu- lega stór fiskútflytjandi og frysti íslenzki fiskurinn er vel þekktur á brezkum markaði og viðurkenndur sem gæðavara. Svipuðu orði hefur heppnazt að koma á fiskinn okkar í Frakk- landi. Erfiðara er að dæma um álit fólks hér á íslenzkum landbún- aðarafurðum. Þær eru ekki þekktar af neytendum, en gæðin eru viðurkennd af þeim, sem með þær höndla. Aðstæður valda því, að þær eru yfirleitt ekki auðkenndar sem íslenzkar vör- ur. Þannig er það til dæmis með smjörið. Það gefur auga leið, að við seljum ekki nógu mikið af því til Bretlands til þess að hægt sé að pakka því í neyt- endaumbúðir sem íslenzku smjöri. Til þess að svo mætti verða, þyrfti ekki aðeins að auka hið útflutta magn, heldur þyrfti líka að tryggja áframhaldandi framboð til að mæta kostnaðin- um við að vinna markað fyrir vörur pakkaðar í neytendaum- búðir. Þessvegna verðum við að selja okkar smjör til iðnaðar, köku- eða sælgætisgerðar eða til fyrirtækja, sém blanda sam- an smjöri úr ýmsum áttum og selja það síðan undir eigin merki. Sennilega er nálega helm ingur alls þess smjörs, sem Bret ar flytja inn, selt á þennan hátt. Sama er að segja um ostana frá okkur. Þar kemur tvennt tli: lítið magn og sú staðreynd, að Bret- ar borða einkum cheddarost, en Islingar framleiða einkum gouda ost. Sú tegund er sáralítið seld hér sem slík, heldur mest notuð í smurosta, sem seldir eru í ör- litlum neytendapakkningum und- ir vörumerkjum nokkurra stórra fyrirtækja. — En hvað um íslenzka lamba kjötið? — Á Því leikur enginn vafi að gæði þess eru mikil. Mörgum, sem þekkja það, finnst það bera af öðru lambakjöti; þannig er um flesta íslendinga. Hitt er svo annað mál, að það innflutta kjöt, sem má heita allsráðandi á markaðnum hér — það er að segja það nýsjálenzka — hefur talsvert aðra eiginleika en okk- ar; vöðva og fitulagið er nokk- uð öðruvísi og er það auðvitað mikið atriði í sambandi við út- lit skrokkanna. Það liggur í aug um uppi, að það myndi verða harla kostnaðarsamt og erfitt verk að sannfæra brezka kjöt- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.