Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 10. febrúar 1966 MORGUNBLAÐID 21 Þannig vill teiknari danska blaðsins Ekstra Bladet gefa lesendum kost á að gera sér grein fyrir þyngd sovézku tunglflaugarinnar, og erfiðleikunum á því að láta hana lenda mjúk- lcga á yfirborði tunglsins. En eldflaugin vegur svipað og fullsetin Volvo Amazon bifreið. Úr Áastar-Skagafirhi Bæ, Höfðaströnd, 29. janúar. Frá áramótum hefur verið mjög þráviðrasamt, fannalög töluverð annað slagið, en nú síð ari hluta janúar greiðfært um allt héraðið, en frost hafa verið mikil, svo að vatn hefur víða frosið í leiðslum og orðið að því töluverður bagi. Einnig er nú farið að bera á vatnsskorti á nokkrum stöðum. Allir, sem að heiman komast, eru nú farnir á vertíð sem kall- að er, og eru jafnvel til hús á Hofsósi, sem lokuð eru af þeim ástæðum. Ekkert er litið til sjávar þenn- an tíma, og verður líklega ekki fyrr en í marz, en menn undir- búa sig mikið undir grás'leppu- veiði, sem stunda á af kappi þeg ar vorar. Ekki heyrist annað en að heil- brigði sé í fénaði bænda, en verulegur faraldur hefur gengið um héraðið og kvefpest, barka- bólga, lungnabólga og eitthvað er um kíghósta. Hefur því verið mi'kið annríki j hjá læknum héraðsins að undan- förnu. Laugardaginn 15. janúar var gerð á Sauðárkróki útför Gísla Sigurðssonar, sérleyfishafa í Sig- túnum. Menn muna ekki fjöl- mennari jarðarför í héraðinu. Gísli var líka mjög hugþekkur öllum þeim fjölda, er hann hafði kynni af. 22. janúar var einnig gerð fjölmenn jarðarför að Mikla bæ í Blönduhlíð, Þar var jarðað ur Jóhannes Jónsson, sem fórst í bílslysi skammt frá Silfrastöð- um. — Björn. Nairobi, Kenya: — .Jomo Kenyatta forseti Kenya ó- gilti í dag þá ákvörðun borgar- stjórnar Nairobi að kaupa Rolls Royce-bifreið til handa for- manni borgarstjórnarinnar. Bif- reiðin átti að kosta hátt á aðra milljón ísL kr. (1.302 þús.). Mál þetta heíur vakið mikla ólgu og reiði manna í Kenya og kom loks til kasta bæði þings og stjórnar. JAMES BOND Eítir IAN FLEMING James Bond BY IAN FLEMIN6 ORAWINfi BY JOHN McLUSKY f CRAB KEY FOURTEEN YEARS^^ZTC AND HIGHLyl Ég keypti þessa eyju fyrir fjórtán árum. Hún var staðurinn sem ég þurfti, algjör- lega einangruð frá umheiminum, mjög á- kjósanleg til ýmissa leyniverka . . . . . . og gefur af sér góðan arð af fugla- dritinu . . . JtJMBÖ —áK— . . . en það liggur meira að baki, herra Bond, miklu meira. Kvöldverðurinn er til, Dr. No. Teiknari: J. M O R A Júmbó virti skipið, sem nálgaðist stöð- ugt, fyrir sér í kíkinum sínum frá öruggum felustað — og hann sá að frá skipinu var eyjan grandskoðuð. Það voru auðkýfing- arnir tveir, sem reyndu nú ákaft að koma auga á þá, sem þeir áttu sjálfir sök á að voru skipreka þarna. Og hvað sáu þeir? Jú, þeir komu auð- vitað strax auga á það, sem þeir höfðu átt von á að sjá, nefnilega hrörlegan kofa, sem vart gat verið neinn skjólstaður fyrir stór- rigningunni, og fjórar aumkunarverðar mannverur, sem störðu vonlitlum augum fram á við. Þannig virtist það a.m.k. að vera. — Nú getur síðasti þáttur gamanleiks ins hafizt, sagði annar þeirra. — Við út bjuggum skipreika þeirra, og nú komun við sem bjargvættir þeirra. — Ég hef sér staklega gaman að því að dulbúa mig sagði félagi hans þá glottandi. KVIKSJA •-K" Fróðleiksmolar til gagns og gamans — Luna-9 Framhald af bls. 13 frá því að þeir muni reyna að koma manni eða mönnum til tunglsins „fyrir 1970“, þ.e. í síðasta lagi á árinu 1969. En eftir lendingu Luna-9 eru margir, sem spá því að þá þegar hafi sovézkum vísinda- mönnurn tékizt enn einu sinni að vera á undan í kapphlaup- inu. Sumir telja jafnvel lík- legt að í Sovétríkjunum sé stefnt að því að koma mönn- uðu geimfari til tunglsins í nóvember 1967, á fimmtíu ára afmæli rússnesku byltingar- innar. / -------------------- — Grein Gunnars Framhuld af bls. 17 kaupmenn og brezkar húsmæð- ur um, að taka skuli íslenzka kjötið fram yfir hitt, sem þekkt er af langri reynslu, og helzt Iborga heldur meira fyrir það, sökum meiri gæða. íslenzka kjötið hefur verið selt til Bretlands um langt ára- Ibil og er orðið þekkt meðal kjötinnflytjenda, sem senda það til dreifingarstöðva sinna á þeim stöðum úti á landi, þar sem reynslan 'hefur sýnt að helzt er markaður fyrir kjöt með eiginleika íslenzka kjötsins. Þrátt fyrir okkar litla magn höfum við yfirleitt getað selt kjötið á verði, sem er mjög nálægt því nýsjálenzka og verður Því að teljast viðunandi. Breyting á nú- verandi sölufyrirkomulagi er því aðeins réttlætanleg, að hún hafi í för með sér hærra nettóverð, en erfitt er að sjá möguleika til þess á brezkum markaði eins og hann er í dag. Ef Bretar skyldu hinsvegar breyta sínu núverandi fyrirkomulagi á sölu og dreif- ingu kjöts, gætu lambakjötinu okkar opnast nýir og mikils- verðir möguleikar, en fátt bend- ir til að svo verði næstu fimm eða tíu árum. dþ.“ Þessi hugleiðing Guðjóns er athyglisverð og tímabær til at- hugunar fyrir okkur. París: — Jacques Massu, sá er var leið- togi uppreisnar liðsforingjanna I Alsír 1958 hefur nú verið skip aður hæstráðandi frönsku herj- anna í V-Þýzkalandi, að því er franska stjórnin tilkynnti í dag. Massu tekur við stöðunni 1. marz nk. Massu er 57 ára gam- all hermaður barðist í heims- styrjöldinni síðari, í Indó-Kína, við Súez 1956 og síðast í Alsír. Hann hefur verið yfirmaður herliðs Frakka í Austur-Frakk- landi síðan 1961. SANNUR SAMSON Á árunum 1730—40 höfðu all- ir Englendingar heyrt eða séð smíðalærlinginn Henry Top- ham, sem ekki af lítilli ástæðu var kallaður Samson þeirra tima. Hann gat rúllað saman tinfati eins og við rúllum sam- an servíettu og klemmt tinkrús í hendi sér, lyft 100 kílóum með litlafingri og borið í tönnunum tveggja metra eikarborð sem á höfðu verið sett þung lóð hvorum megin. Þegar hann eina nótt fann næturvörð sof andi í litlu varðhúsi bar hann allt saman inn í nærliggjandi kirkjugarð, svo að veslings næt- urvörðurinn hélt að hann væri dauður, þegar hann vaknaði. Maður einn, sem móðgaði Henry varð skelfingu lostinn, þegar hann tók heljarmikinn eldskörung og beygði hann utan um hálsinn á honum. Þessi Sam son lenti einnig í höndunum á grimmri Dalilu, sem notfærði sér allt sem hann hafði grætt á þvi, að koma fram og sýna afl- raunir. Hann dó í fátækt 10. ágúst 1749.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.