Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. febrúar 1966 MORGU NBLAÐID 3 — Onógar Framh. af bls. 1. þær ná, en það er skilyrði til að unnt sé að segja eitt- hvað um myndirnar sjálf- ar. — — Það lítur helzt út fyr- ir, að flaugin hafi lent á há- lendi, en á þeim myndum, sem ég hef séð, hefur ekki horið á gígum. En eins og menn muna frá þeim mynd um, sem tunglflaugar Bandaríkjamanna tóku, sá- ust mjög smáir gígar á yfir- borðinu, gígar, sem voru innan við metra í þvermál. Tunglið er ekki alls staðar eins. Yfirborð þess er mis- jafnt. — Eitt, sem gerir erfið- ara með að draga ályktan- ir, er, hversu nærri tungl- röndinni flaugin hefur lent, en mér þykir ólíklegt að hún hafi átt að gera það. — Á síðustu árum hafa fæstir vísindamenn verið þeirrar skoðunar, að mikið ryklag væri á tunglinu, þótt margir hafi haldið það áður fyrr, en það var talin ein helzta hindrunin til að senda menn þangað. En nú þykir ljóst, að ekki sé þar nema þunnt ryklag, sem yrði geimförum ekki til hindrunar. — Varðandi lendingu rússnesku tunglflaugarinn- ar þarf að ganga úr skugga um, að hve miklu leyti staðurinn er einkennandi fyrir tunglið í heild. í því sambandi má benda á, að yfirborð tunglsins er álíka stórt og yfirborð Afríku. Þar er því um ólík svæði að ræða, sum eru mjög f jöll ótt; en önnur sléttari. • WASHINGTON _ Til- vonandi tengdaforeldrar Luci Johnson, yngri dóttur Banda- ríkjaforseta, munu heimsækja forsetahjónin uni þessa helgi. Luci trúlofaðist eins og sagt hefur verið frá í fréttum Patrick Nugent á jólakvöld sl. og á brúðkaup þeirra að standa í sumar. BRYNJÓLFUR Jóhannesson leikari fer innan tíðar til Kanada í boði Þjóðræknisfé- lagsins og mun ferðast þar um íslendingabyggðir í einn mánuð, lesa upp úr leikrit- um, m.a. Gullna hliðinu og fslandsklukkunni, og auk þess syngja vísur og kvæði. Gísli Halldórsson tekur á meðan við hlutverki hans í Ævintýri á gönguför, og lék hann það í fyrsta sinn á þriðjudagskvöldið. Gaf Bryn- SjónvarpiÓ kemur sér upp /jósmyndasafni í PRÉTTAATJKA útvarpsins í gærkyöldi skýrði Emil Björns- son dagskrárstjóri sjónvarpsdeild ar Ríkisútvarpsins, frá því, að allir bæjarstjórar landsins hefðu ákveðið, að láta fréttadeild fyrir hugaðs sjónvarps í té ljósmynd- ir frá viðkomandi stöðum og hefur fréttadeild sjónvarpsins í framhaldi af því ákveðið að freista þess, að kom-a sér upp safni ljósmynda úr öllum byggð arlögum landsins. Verður bráð- lega leitað til allra sýslumanna, sveitarstjóra og hreppsnefndar- oddvita á næstunni með ósk um að þeir athugi hvort héruð þeirra geti lagt eittbvað af mörk- um til fyrirhugaðs ljósmynda- safns sjónvarpsins eins og bæjar stjórarnir hafa þegar ákveðið að gera. Er hugmyndin sú, að sjónvarps menn geti gripið til þessa ljós- myndasafns, ef ekki fengjust kvikmyndir, eða ljósmyndir frá viðkomandi byggðarlögum vegna jólfur Gísla hlóm og lukku- tröll eftir sýninguna. Við hlutverki Brynjólfs í Sjóleið- in til Bagdad, tekur Guðmund ur Pálsson. Myndin er frá leikslokum í Ævintýri á gönguför.(Ljósm.: Sv. Þorm.) samkomuleysis eða af öðrum or- sökum. f athugun er einnig að halda námskeið á þessu ári fyrir kvik- myndatökumenn, sem eiga 16 mm. kvikmyndatökuvélar og hafa hug á að taka reglulega fiéttamyndir fyrir sjónvarpið. Þá hefur sjónvarpsdeildin undan farið látið gera skrá yfir allar íslenzkar kvikmyndir, 16 mm. og mun það vera fyrsta heildar- könnun kvikmyndakosts lands- manna. Fékk3000tunnur af loðnu á tveim dögum Barnsránið / Óð/ns- véum enn óupplýst Kaupmannahöifn, 9. febrúar NTB. ALLS hefur nú verið heitið 106 þúsundum krónum dönsk- um, eða sem svarar tæpl. 670 þús. ísl. kr., bverjum þeim, er veitt geti upplýsingar, sem leitt geti til þess að finnist sá er rændi þriggja mánaða ung- barni í Óðinsvéum sl. mánu- dag. Hefur lögreglan hei'tið 5.000 krónuim, kaupsýslukiona ein 1.000 krónum og loks befur forstjóri sá, sem áður hét 100.000 krónum fyrir upplýs- ingar um ránsmann Tinu litlu í Kaupmannahöfn, sem frægt varð, nú aftur þeitið sömu upphæð hverjuim þeim, er gefi Iþær upplýsingar er úrslit- um ráði um rán drengsins Basse úti fyrir verzlun einni í Óðinsvéum sl. mánudag. Tvær litlar stúlkur hafa gefið lögreglunni þær upplýs- ingar, að þær hafi séð konu eina taka ungbarnið úr barnavagningum úti fyrir dyrum verzlunarinnar. Telp- urnar voru ó gangi hinum megin götunnar og tóku eftir því, að konan leit í kringum sig áður en hún tók barriið. Hún bvarf þeim síðan sjónum í átt til miðborgarinnar. Lög- reglan treystir mjög á fram- burð telpnanna, ekki sízt vegna þess 'hversu greinargóð lýsing þeirra á konunni er. Segja telpurnar hana hafa verið um það bil 26 ára gamla, ekki hávaxna, um 1.60 á hæð, dökkhærða og ektki í neinn stað óvenjulega. Þá segja þær hana hafa verið döikkklædda með köflóttan hálsklút, í brúnum sokkum og skóm reimuðum og lýsa bæði litunum í bálsklútnum og handtösku konunnar af stakri nákvæmni. Fjöldi fólks hefur snúið sér til lögreglunn ar og talið sig geta veitt upp- lýsingar um málið en engar hafa verið eins greinargóðar og framiburður telpnanna. Akranesi, 9. febrúar: — VÉLBÁTURINN Haraldur kom inn í gærkvöldi með 1700 tunn- ur af loðnu, sem haann veiddi 10 sjómílur norðvestur af Staf- nestöngum. Haraldur. er á leið hingað aftur með 13—1400 tunn ur af loðnu, sem hann veiddi á sömu slóðum fyrir hádegi í dag í tveimur köstum og tvö tonn af af þorski í þokkabót. Nótina reif hann í þriðja kasti. Annar bátur héðan ætlar að stunda loðnuveið ar á vertíðinni, Höfrungur III. Nú er ýmislegt bilað í vélinni svo að Höfrungur kemst ekki út á veiðar fyrr en um helgina. — Skírnir er og búinn að taka loðnunótina um borð. — Oddur. • DAR ES Salaam, Tanzan- íu — Afrísk norn, sem byrlaði bónda sínum eitur og deyfilyf en fékk hann síðan í hendur öðrum af ættbálki sínum til mannfórnar, hefur nú verið dæmd til dauða fyrir vikið. Nornin hefur áfrýjað dóm- inum. Skýrt var frá því í Mbl. í gær, að Fiat-bifreið hefði ekið á ljósa- staur á móts við Laugaveg 171, skömmu eftir kl. 19. Ökumaður- inn skarst nokkuð í andliti og var fluttur í Slysavarðstofuna. — Hann var grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin er allmikið skemmd, eins og fram kemur á myndinni og var hún flutt burt af Vöku. — (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) STAKSTFI^ÍAR Hve miklir skattar? Ef menn kynnu að halda, að það væri eitthvað sérstakt fyrir íslendinga áð kvarta undan há- um sköttum, þá er það misskiln- ingur. Hvarvetna finnst fólkí skattarnir háir, en þó sætta menn sig við þá, einfaldlega vegna þess, að þeir gera sér grein fyrir því, að ríki og sveit- arfélög verða að fá tekjur til að standa undir greiðslum vegna sameiginlegra þarfa borgaranna, En fróðlegt er að bera saman, hve mikinn hluta þjóðartekn- anna hið oþinbera tekur í sinn hlut í hinum ýmsu löndum. Við þann samanburð kemur það i ljós, að í Danmörku tekur hið op inbera 29,4%, af þjóðartekjun- um, í Noregi 37,7%, Svíþjóð 40,7%, Vestur-Þýzkalandi 37,5% og í Bretlandi 31,7%. Þótt mönn um finnist gjöldin há hér á landi er það samt svo, að hið opinbera tekur ekki nema 27,8% af þjóð- artkjunum til sín, og þvi mun lægra en í nágrannalöndunum. Þessar upplýsingar gaf Magnús Jónsson, f jármálaráðherra, á fundi í Varðarfélaginu í fyrra- kvöld. Hann gat þess að vísu, að meðal nágrannaþjóðanna væru mikil útgjöld vegna hernaðar, sem við þyrftum ekki að standa undir, á móti kæmi það, að lítið þjóðfélag væri tiltölulega dýr- 'ara í rekstri, og auk þess hyggjum við í stóru landi, og af því hlytist margháttaður kostn- aður, sem ekki legðist með sama þunga á íbúa nágrannalandanna. Fjármagn til opin- berra þarfa Auðvitað er deilt — og verður deilt — um það, hve mikil rík- isútgjöld skuli vera, hve langt skuli ganga í að styrkja þetta eða hitt, hve hraðar framkvæmd ir skuli vera, og svo framvegis. En naumast vcrður þó dregið úr ríkisútgjöldum almennt, úr því sem orðið er, þótt áfram verði vafalaust deilt um það, hvort t.d. fjölskyldubætur með fyrsta og öðru barni séu skynsamlegar eða nauðsynlegar, enda voru þær á sínum tíma bráðabirgðaráð- stöfun. Þá má auðvitað deila um það, hvort greiða eigi niður vöru verð, o. s. frv. En hvað sem því líður, þarf ríkið mikið fé til framkvæmda sinna, og svo er einnig um sveitarfélögin. Skuldabréfalán f mörgum löndum tíðkast það, að ríki og sveitarfélög afla sér fjármagns með útboði skulda- bréfalána Bréf þessi kaupir al- mennmgur og ávaxtar þannig sparifé sitt. Þá kastar ríkið ekki eignarráðum á peningana með skattlieimtu, heldur eru borgarn ir áfram eigendur þeirra, þótt hið opinbera fái þá til afnota. Inn á þessa braut hcfur nokkuð ver- ið farið hér á landi; en fyllsta ástseða er til að gera það í miklu ríkara mæli, enda fer skilningur manna nú vaxandi á nauðsyn þess, aö hér rísi verðbréfamark- aður og viðskipti með skulda- bréf og hlutabréf aukist, enda gera menn sér grein fyrir því, að lieilbrigt lýðræði þróast bezt, þegar auðlegð þjóðfélagsins er drcift meðal þegnanna, og sem flestir eru fjárhagslega sjálfstæð ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.