Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 10
10
MORGU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. febrúar 1966
. sinfónía Beethovens
lippfærsla hennar markar tímamót
í tónlistarflutningi á íslandi
FYRSTA júnii árið 1812, barst
Breitkx>pf & Hártel útgáfufyrir-
tækinu í Leipzig bréÆ fná Beet-
hoven, og í Iþví stóð meðal ann-
ars: „Ég er að vinna við 3 sin-
fóníur þessa stundina og er ein
þeirra þegar fullgerð". í hinni
svonefndu Petters skissulbók
Beethovens, frá árinu 1811, sem
hefur að geyma upþköst að 7.
og 8. sinifóníu meistarans, er
einnig að finna upplýsingar
um „d-moll sinfón.íu“, sem þá
var einnig í smíðum og getið
er uim í áðurnefndu bréfi. Beet-
hoven lauík við sinifóníurnar
nr. 7 og 8 árið 1812, en þeirri
„þriðju“ varð ekki að fullu
lokið fyrr en í ágúst 1828, og
var hún frumflutt í Vín 7. maí
1824.
Þessi d-moll sinfónía, sem nú
er nefnd níunda sinfónía Beet-
hiovens, á sér langa sögu og
eru fyrstu drögin að stefjum
hennar að finna í skissulbókum
meistarans frá seinasta áratugi
18. aldarinnar.
Árið 1815 var Beetihoven
byrjaður á sinfóníu í h-moll,
sem aldrei varð fullgerð, en
árið 1817 tók hann aftur til við
þá „níundu“, og lagði einnig
drög að sinfóníu, sem átti að
verða sú tíunda. í seinasta
þætti 9. sinfóníunnar notar
Beethoven söngraddir til flutn-
ings á ljóðinu „An die Freude“
eftir Sdhiller. Þó kórstef sein-
asta þáttarins sé að finna í görnl
um skissutoókum Beebhovens, er
talið að þá áikvörðun, að nota
ljóð Sdhillers í 9. sinfóníuna,
hafi Beebhoven ökki tekið fyrr
en árið 1818.
Að því er enskir fræðimenn
telja, samdi Sdhiller „Óðinn til
gleðinnar“ árið 1785, og eins og
áður segir, hafði Beethoven
lagt drög að tónlist við ljóðið
árið 1793, og á þeim tíma
áíformaði tónsikáldið að verkið
yrði sjálifstætt kórverk. Hinir
ensku fræðimenn, Ralph Hill
og prófessor Abraham, telja að
Ijóð Söhillers hafi í upþhafi
borið nafnið „An die Freiheit“,
(Óður til frelsisins), en þar eð
ljóðið var ort í dagrenningu
frönsku byltingarinnar, hafi
Skáldið sjálft gert breytingar
á því og sett orðið Freude í
staðinn fyrir Freiheit. Hinir
áðurnefndu ensku fræðimenn
telja, að Beethoven hafi verið
kunnugt um hið upprunalega
nafn ljóðsins og hafi hann
fremur meðhöndlað það sem
„Óð til frelsinsins“ en „Óð til
gleðinnar".
Eins og áður er getið, var 9.
sinfónían lengi í deiglunni. Á
árunum 1821-22 fór London
Fhiiharmonic Society þess á
leit við Beetftioven, að hann
Skrifaði sinfóníu fyrir félagið
og er talið að þessi beiðni hafi
flýtt fyrir 9. sinfóníunni, sem
tónskáldið ráðgerði að senda
til London að henni fullgerðri.
Beethoven átti að fá 50 £ fyrir
sinfóníuna, og að því er margir
telja, féklk hann einhverja
fyrirframgreiðslu fyrir verkið.
Aldrei varð Iþó úr því að I>on-
don Phillhormonic Society
fengi verkið og var 9. sinfónían
ekki flutt í London fyrr en
rúmu ári eftir að hún var
fruimflutt í Vín. Beethoven
gékk milli útgefenda með sin-
fóníuna og var tilbúinn að selja
útgáfuréttinn þeim er hæst
bauð. Eftir mikið þjark við út-
gefendur og röfna samniniga
við suma þeirra, var 9. sinfón-
ían að lokum gefin út af fyrir-
tæikinu B. Schott’s Sons, May-
ence og París. Sinfónían var
tileinkuð Friedrich Wilhelm
III. Prússakóngi.
Beethoven lifði í rúm þrjú
ár ©ftir að hann lauk við sin-
fóniíu þessa, og hans merkustu
verk frá þessum seinustu árum,
eru strengjakvartettar. Beet-
hoven andaðist 26. marz árið
1827 í Vínaiborg og talið er að
um 20 þúsund manns hafi fylgt
honum til grafar. Ókunnur
maður spurði sölutoonu á mark-
aðsborgi, hvað um væri. að vera
daginn sem meistarinn var til
moldar borinn. Hann fékk eftir-
farandi svar: „Vitið þér það
ökki? Það er verið að jarða
höfuðsmann allra tónlistar-
manna“.
(Heimildarmenn: prófessor
Willhélm Altmann, Ralph
Hill, George R. Marek.)
Dr. Róbert A. Ottósson.
★
f kvöld verður þetta sögu-
fræga verk frumflutt á fslandi
og uppfyllist þar með draum-
ur margra tónistarunnenda hér.
Sá er mestan heiðurinn á skil-
ið fyrir framtalk þetta, er dr.
Róibert Abralham Otbósson, sem
stjórna mun flutningi verksins.
Söngsveitin FiiharmóAía, sem
syngja mun kórhlutverkið,
telur nú um 130 manns og hóf-
ust æfingar á verkinu í októ-
ber. Kórhlutverkið er mjög
erfitt; það gerir sérstaklega
miklar kröfur til sóprans og
bassa og er talið að heyrnar-
leysi það, er meistarinn átti
við að búa þegar hann lauk við
verkið, hafi orðið þess vald-
andi, að hann gerði sér ekki að
fullu grein fyrir iþví, hvað hann
mætti bjóða söngfólkinu.
Má.s'ke kærði hann sig líka
kollóttan um erfiðleiikana sem
hann skapaði flytjendum er
hann reit verkið; tónhugsanir
hans heimtuðu að kornazt á
blað, og það eitt kann að hafa
skipt meistarann máli. Þeir, er
fara með einsöngshlutverk i
sinfóníunni í kvöld, eru Svala
Nielsen, Sigurveig Hjaltesteð,
Guðmundur Jónsson og Sigurð-
ur Björnsson, sem bom hjngað
frá Þýzkalandi gagngert til að
taka þótt í þessum frumflutn-
ingi, sem markar tímamót í ís-
lenzkum tónlistarflutningi. ís-
lendingar eru búnir að bíða
í rúm 140 ár eftir að heyra lif-
andi flutning á 9. sinflóníunni
hér á landi, og verður það að
teljast gleðilegt, að það skuli
nú vera gert aif íslenzkum söng-
kröftum eingöngu. Annar
gleðilegur hlutur, sem komið
hefur í Ijós undanfarna daga,
er að tónlistarunnendur hafa
sýnt rnikinn áhuga á atburði
þessum og er þegar uppselt á
þrjár uppfærslur á verkinu.
í>ar sem búast má við því, að
enn séu margir, sem ekki hafa
náð í miða á aukabónleikana,
sem haldnir verða á sunnudag,
hefur Sinfóníuhljómsveitin í
abhugun hvort hægt muni verða
að flytja verk þetta enn einu
sinni, og verður það þá aug-
lýst síðar.
Eins og áður 'hefur verið
getið, hefur söngfólkið hlut-
verki að gegna í seinasta þætt-
inum og við fdutninginn á verk-
inu hér, verður sá háttur hafð-
ur á, að einsöngvararnir koma
inn á söngpallinn í lok þriðja
þáttar, og fer dr. Róbert þess á
leit við áheyrendur, að þeir
fagni einsöngvurunum með
þögn, en ekki lófaklappi.
j.s. j.
Ludwig van Beethoven.
■ Úr ýmsum áttum
Framhald af bls. 14
ið af demöntum að
heiman til að greiða leig-
una af átta herbergja lúxus-
íbúð þeirra og tíðum komum
á næturklúbba Genfar og
annarra stórborga Evrópu.
Og ekki bar á öðru en allt
gengi bærilega suður í Bur-
undi. Stuðningsmenn Mwam.
butsa tóku málin í sínar hend
ur og minnkuðu spennuna
sem komin var í innanríkis-
málin með því einfalda ráði
að leiða 86 Bahutu-menn, þar
á meðal alla landskjörna þing
menn í Burundi, fyrir aftöku-
sveitir og vaupa svo þúsund
kynbræðrum þeirra til við-
bótar í fangelsi.
En þegar Leopold Biha for-
sætisráðherra taldi heppileg-
ast að hann hyrfi einnig til
Evrópu sér til hvíldar og
hressingar eftir skotsárin og
önnur mein sem hann hafði
af uppreisninni í .Burundi í
október, fóru aðrir valda-
menn í Burundi að láta reka
á reiðanum — og nú upp á
síðkastið hefur þann reka
borið töluvert til vinstri. Með
al annars sem styður þá full-
yrðingu er það að fyrir
skömmu var sendiherra
Bandaríkjanna í Burundi
gert að hverfa úr landi. Bréf-
ið um brottvísun sendiherr-
ans barst að vísu ekki rétt-
stundis — það hafði farið
venjulega póstleið og var 12
daga á leiðinni vestur um haf
— en það hafði að geyma
ásakanir á hendur sendiherr-
anum um að hann hefði átt
einhverja aðild að uppreisn
Bahutumanna. Þeim ásökun-
um var harðlega neitað
vestra og brottvísun sendi-
herrans þar talin mótleikur
vinstrisinna í Burundi gegn
brottvísun kínverska sendi-
herrans sem rekinn var þar
úr landi fyrir ári.
Ekki hafði Mwambutsa
kóngur IV. nein orð um
hversu sér hugnaðist þetta
allt saman. Josy var skraf-
hreyfnari. „Imana“, sagði
Josy — en Imana er einn af
ótalmörgum heiðurstitlum
Mwambutsa og þýðir Guð —
,;Imana er hátt yfir allt slíkt
hafinn“. Annars sagði Josy
að þau hefðu mikið verið á
ferðalögium undanfarið og
verið mjög önnum kafin, til
dæmis hefðu þau farið til
Brússel nýverið og dansað
mikið, „tvist og watusi og
svoleiðis — en það var eng-
in pólitík með í spilinu". Josy
sagði reyndar að þau væru
svo sem á heimleið, einkaflug
vél Imana biði þeirra á Genf-
arflugvelli — en hann hefur
í ýmsu að snúast áður“. Það
þarf ekki yfinskilvitlega
greind til þess að sjá að Josy
Vellecour langar ekki sér-
lega mi'kið suður í bleik-
rauðu höllina í Bujumbura,
þrátt fvTÍr fína eldhúsið sitt
og sundlaugina í hallargarð-
inum.