Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 8
8 MORCU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. febrúar 1966 1 FRÁ ALÞINGI: 8 þingsályktunartillögur ræddar f GÆR voru 12 þingsályktun- artillögur á dagskrá sameinaðs Alþingis og komu átta þeirra til umræðu. Voru þær um lagn- ingu Vesturlandsvegar; Sumar- heimili kaupstaðarbarna í sveit; 16 ára kosningaaldur; lækkun dráttarvaxta í fiskveiðasjóði og •tofnlánadeitd Búnaðarbankans; klak- og eldisstöðvar fyrir lax- fiska; Garðyrkj uskóla á Akur- eyri; Fulltrúa íslands á þjóða- ráðstefnum; Verkefna- og tekju- •tofnaskipting milli rikis og sveitarfélaga og hlutverk Seðla- bankans að tryggja atvinnuveg- unum lánsfé, en um þá tillögu haiði fyrsta umræða farið fram og kom hún nú til atkvæða- greiðslu. Lagning Vesturlandsvegar Jón Skaftason (F) mælti fyr- ir þeirri tillögu, sem er svohljóð andi: Alþingi ályktar að skor á ríkisstjórnina að nota lántöku- heimild í III. kafla vegaáætl- unar fyrir árin 1965-1968 vegna Vesturlandsveg- ar, til þess að endurbygging vegarins geti hafizt á næsta sumri. Flutningsmaður sagði, að Vest urlandsvegur væri annar af tveim fjölfömustu þjóðvegum landsins. Öll umferð frá höfuð- borginni til Vestur-, Norður-, og Austurlands, svo og til Þingvalla væri um þennan veg, og auk þess væri mestallt byggingarefni möl og sandur, sem Reykjavík og nálæg sveitafélög þörfnuðust, flutt eftir honum á stórum og þungum bifreiðum. Álagið á veginn væri því allt of mikið, og ástand hans því oft mjög slæmt. Tilgangur með flutningi tillögunnar væri að freista þess að kanna, hvort ekki væri þing- meirihluti fyrir hendi við tillög- una. Sumardvalarheimili bama í sveit Flutningsmenn þeirra tillögu eru Einar Ágústsson (F) og Sig- urvin Einarsson (F). Mælti Ein- ar fyrir tillögunni sem er svo- hljóðandi: Alþingi álykt- ar að fela ríkis- stjórninni að skipa fimm manna milli- þinganefnd til þess að gera til lögur um stofn- un sumarheim- ila í sveitum kaupstöðum og Skal að því stefnt, að á slík- um sumarheimilum hafi börnin viðfangsefni, er geti orðið þeim að sem mestum andlegum og líkamlegum þroska, þ.á.m. rækt- unarstörf, gæzlu húsdýra og um gengni við þau. Nefndin skal hafa samráð við borgarstjórn Reykjavíkur, bæj- arstjórnir kaupstaða, sveitar- stjórnir kauptúnahreppa og bamavemdarráð íslands. Ráð- herra skipar fjóra nefndarmenn eftir tilnefningu þingflokkanna, einn frá hverjum, en fimmta nefndarmanninn án tilnefningar, og Skal hann vera formaður nefndarinnar. Nefndin skili áliti fyrir næsta reglulegt Alþingi. Kostnaður af störfum nefnd- arinnar greiðist úr ríkissjóði. Flutningsmaður sagði, að þörf- in fyrir sumardvöl kaupstaðar- barna í sveit væri vaxandi og hefðu ýmias félagasamtök reynt á virðingarverðan hátt að bæta fyrir börn úr kauptúnum. úr þessari þörf og á vegum Reykjavíkurborgar hefði verið starfræktur vinnuskóli með góð- um árangri, en þetta hvort tveggja leysti ekki nema mjög takmarkað það viðfangsefni er hér um ræddi. Yæri þessi tillaga sem miðaði að úrbótum í þess- um efnum því flutt. 18 ára kosningaaldur Benedikt Gröndal (A) mælti fyrir þeirri tillögu, en auk hans eru Birgir Finnsson, Friðjón Skarphéðinsson, Jón Þorsteins- son og Sigurður Ingimundarson flutningsmenn að tillögunni. Er tillagan svohjóðandi: Alþingi álykt- ar, að gerð skuli athugun á því, hvort ekki sé tímabært og taka upp 18 ára æskilegt að kosningaaldur á Islandi. Athugun þessa skal gera nefnd sjö manna, kosin af Alþingi. Nefndin kýs sér sjálf formann. Nefndin skal skila áliti fyrir setningu reglulegs Alþingis 1966. Flutningsmaður sagði m.a. það hefði frá öndverðu verið eitt af mestu áhugamálum Alþýðu- flokksins að berjasit fyrir rýmkun kosningarréttarins, og hreyfði nú þessu máli við hina flokkana með því að flytja þessa þings- ályktunartillögu. Þar sem hinir flokkarnir hefðu ekki látið op- inberlega í ljós skoðun á málinu þætti eðlilegra að fara fram á skipun nefndar til að fjalla um það og veita þannig svigrúm til athugunar og umræðu. Færi svo, að hugmyndin fengi stuðn- ing, væri óþarft að láta sam- þykkt stjórnarskrárbreytingar af þessu tagi leiða til þingslita og kosninga, heldur væri rétt að afgreiða málið á síðasta þingi fyrir reglulegar kosningar. Slíkt þing yrði að öðru jöfnu vetur- inn 1966-1967. Eysteinn Jónsson (F) og Ein- ar Olgeirsson (K) lýstu það skoðun sína að málefni þetta væri verðugt rannsókna og íhug- unar og vel færi fallið að láta milliþinganefnd fjalla um það til að byrja með. Lækkun dráttarvaxta í fiskveiðasjóði Björn Pálsson (F) flytur þessa tillögu sem er svohljóðandi: Al- þingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að hlutast til um ,að drátt- arvextir í fisk- stofnlánadeild veiðasjóði og Búnaðarbank- ans verði lækk- aðir úr 1% á mánuði í %% á. mánuði, eða sem svarar 9% á ári. Flutningsmaður gat þess, að vextir af víxlum hefðu verið lækkaði úr 12% í 9%, en vext- ir af stofnlánum til landbúnaðar og sjávarútvegs hefðu ekki ver- ið lækkaðir. Lítil vanskil væru við stofnlánadeild Búnaðar- bankans, en við fiskveiðasjóð hefði hins vegar verið mikill dráttur á greiðslum og þar ríkt gengið eftir því að dráttarvext- ir væru greiddir að fullu. Oft- ast væri um að ræða getuleysi er menn greiddu ekki lán sin og óhóflegri dráttarvextir gerðu aðstöðu lánþegans erfiðari. Háir dráttarvextir kæmu í flestum tilfellum harðast niður á þeim er lökustu aðstöðuna hefðu. Verkefna og tekjustofnaskipting Fyrir þeirri tillögu mælti Karl Kristjánsson (F), en flutnings- menn auk hans eru þeir Ágúst Þorvaldsson, Jón Skaftason, Ás- geir Bjarnason og Halldór E Sigurðsson. Tillagan fjallar um að Alþingi á- lykti að skora á ríkisstjórnina að skipa sex manna nefnd til að end urskoða nú- gildandi reglur um verkefna- skiptingu milli ríkis og sveitar- félaganna, svo og í því sambandi tekjustofna- skiptinguna, eins og hún nú er orðin milli þessara aðila. Þingflokkarnir tilnefni fjóra nefndarmennina, — sinn mann- inn hver. Samband íslenzkra sveitafélaga tilnefni einn mann- inn í nefndina. Ríkisstjórnin skipi sjötta manninn án tilnefn- ingar og verði hann formaður nefndarinnar. Nefndin skili áliti og tillögum svo fljótt sem hún telur sig geta. Flutningsmaður sagði m.a. í ræðu sinni að hinar miklu breyt- ingar er orðið hefðu á starfsemi þjóðfélagsins og samfélagsverk- efnin skiptust mörg og á ýrns- an hátt milli ríkisheildarinnar og sveitafélaganna að kostnaðar- þunga og til umsjónar. Þess hefði ekki alltaf verið gætt við lagasetningar, að sveitafélögin, sem ekki hefðu vald til að á- kveða sér tekjustofna, yrðu ekki ofhlaðin Skyldum miðað við rétt og aðstöðu tli tekjuöflunar og nauðsynlegt væri, að gera at- hugun öðru hvoru hvernig sak- ir stæðu í þessum efnum og lag- færa það, sem úrskeiðis hefði farið. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra, tók til máls og skýrði frá því að slík athugun væri þegar hafin. Tveim embættis- mönnum hefði verið falið að hefja viðræður við stjórn samb. Isl. sveitafélaga og kanna hvaða leiðir kæmu helzt til greina. Klak og eldisstöðvar fyrir laxfiska Jónas G. Rafnar mælti fyrir tillögunni, en að henni standa allir þingmenn Norðurlandskjör- dæmis-Eystra. Tillagan er svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að gera ráðstaf- anir til þess, að stofnsett verði á Norðurlandi klak og eldis- stöð fyrir lax og silung. Skal í því sambandi athugað, hvort ekki sé heppilegt að hafa það fyrirtæki við vatnasvæði Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, m.a. vegna góðra skilyrða til hag- nýtingar á volgu vatni frá jarð- hita þar um slóðir. Flutningsmaður gat þess, að samhljóða tillaga hefði verið flutt á síðasta þingi, en hefði þá ekki hlotið afgreiðslu, og væri hún því endurflutt. Flutn- ingsmenn tillögunar teldu, að tímabært væri að ríkið kæmi upp annarri klak- og eldisstöð laxfiska, þar sem ræktun þess- ara fiska ætti að verða hagnýt atvinnugrein. Fulltrúar íslands á þjóðarráð- stefnum Ólafur Jóhannesson (F) mælti fyrir þeirri tillögu, en auk hans er Þórarinn Þórarinsson flutn- ingsmaður. Tillagan fjallar um Framhsld á bls. 27 TIL SÖLU 2ja herb. íbúð við Ljósheima, Skipholt, Hagamel, Þórs- götu og víðar. 3ja herb. íbúðir við Þórsgötu, Ásvallagötu, Sólvallagötu, Langholtsveg, Kaplaskjóls- veg og víðar. 4ra herb. íbúðir við Rauðalæk, Barónsstíg, Leifsgötu, Ás- braut, Miklubraut, öldu- götu, Lönguhlíð og víðar. 5 herb. íbúðir við Karfavog, Njörvasund, Rauðalæk, Goð heima, Hagamel, Ásgarð og víðar. 6 herb. íbúðir við Sólheima, Skeiðarvog, Nýbýlaveg og víðar. Einbýlishús á Seltjarnarnesi 6—7 herbergi, 40 ferm. bif- reiðageymsla. Einbýlishús við Aratún 137 íerm. Einbýlishús við Vallargerði. Raðhús við Kaplaskjólsveg, Ásgarð, Álfhólsveg og víðar. Tvíbýlishús á bezta stað 1 Kleppsholti. Húsið er tvær hæðir. 1. hæð: 3ja herb. íbúð. 2. hæð: 4ra herb. íbúð. Húsið er vandað, laust eftir samkomulagi. Einbýlishús og raðhús í smíð- um í úrvali í borginni og nágrenni. íbúðir í smíðum 2ja, 3ja, 4ra, 5 herbergja íbúðir í Ár- bæjarhverfi og víðar. Athugið að um skipti á íbúð- um getur oft verið að ræða. Olafur Þopgrimsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Fasteigna- og verðbréfaviðskifti Ausíursíræti 14, Sími 21785 Fallegb kjólar mjög ódýrir. EINNIG: Kjólföt Smokingföt. NOTAÐ OG NÝTT Vesturgötu 16 Minningaspjöld Blindravinafélags Islands fást á þessum stöðum: Garðs- apoteki, Hólmgarði 34, Körfu gerðinni, Ingólfsstræti 16. — Rammagerðinni, Hafnarstr. 17, Silkibúðinni, Laufásv. 2, og Trésmiðjunni Víði, Lauga- vegi 166. Reykjavík Til leigu 5 herb. íbúð í mið- bænum, frá 1. marz. Tilboð merkt: „íbúð — 8543“, lagg- ist inn á afgr. MbL fyrir n.k. föstudagskvöld. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fiður- held ver, æðardúns- og gæsa- dúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðuthreinsun Vatnsstíg 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi) Keflðvík — Suðumes Góður Skodabílf árgei ð ’56 með útvarpi og miðstöð til sölu eða í skiptum fyrir 6 manna bíl. Er til sýnis hjá Bílaverkstæði Björns J. Óskarssonar Bergi — Sími 1916. Laxveiði Ákveðið hefur verið að leita tilboða í veiðivatna- svæði Veiðifélags Kjósarhrepps, sem er Laxá, Bugða og Meðalfellsvatn. Vatnasvæðið skiptist í eftirtalin veiðisvæði: 1. veiðisvæði í Laxá. Veiðitími 92 dagar, veiða má með þrem stöngum á dag. 2. veiðisvæði í Laxá. Veiðitími 78 dagar, veiða má með tveimur stöngum á dag. 3. veiðisvæði í Laxá. Veiðitími 78 dagar, veiða má með þrem stöngum á dag. 4. veiðisvæði Bugða. Veiðitími 92 dagar, veiða má með einni stöng á dag. 5. veiðisvæði Meðalfellsvatns. — Veiðitími fjórir mánuðir. Stangardagar 525 alls. Tilboða er óskað í vatnasvæðið, sem heild, þó kemur til greina að gera tilboð í einstök veiðisvæði þess. Nánari upplýsinga má leita hjá Gísla Andréssyni Neðra-Hálsi. Sími um Eyrarkot. Tilboðum sé skilað til formanns Veiðifélags Kjós- arhrepps, Ólafs Andréssonar Sogni Kjós, fyrir 1. marz næstkomandi. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.