Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 5
iflTI Fimmtudagur 10. feb'rúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM VIÐ brugðum okkur upp til Hans Petersens í Bankastræti til þess að skoða hjá honum oýja gerð kvikmyndavéla, er nú fara sem eldur í sinu um heim allan. Ljósmyndataka, svo ekki sé talað um kvikmyndatöku, hef ir alla jafna verið talin list eða ílþrótt tiitölulega fárra manna, sem talið er að hefðu til ‘þess hæfileika. Beztu myndavélar hafa jafnan verið fremur flókin verkfæri oig því erfið þeim, sem ekki hafa sjálfsögðu enn færri kvik- myndatöku. Fyrir tveimur árum varð bylting á sviði myndatöku fyrir almenning. Kornnar eru á markaðinn ljósmyndavélar sem hvaða „tössi“ sem vera skal, getur tekið á mjög fram bærilegar myndir svo fremi hann snúi vélinni í áttina að þeim hlut, er hann hyggst taka mynd af. Hann þarf eng- ar áhyggjur að hafa af ljós- opi eða fjarlægð, þetta er allt sjálfvirkt og aðeins þarf að styðja á einn takka og smella af. Nú er svo komið að þessi sjálfvirtkni er komin til skjai- anna í kvikmyndavélum og einmitt slíkar vélar fórum við að skoða hjá Hans Petersen. Hans segir okkur frá hinni nýju vél. — Undirstaða þessarar nýju vélar er hin nýja Kodak Super 8 mm. filma, sem fram- leidd er í ljósþéttu hylki, sem sett er í vélina á augnabliki og er á samri stundu tilbúin til notkunar. Þarna þarf enga þræðingu, eins Og áður var. Þessi nýja filma hefur 50% stærri myndflöt en gamla 8 mm. filman og stafar þetta af því að gatjaðar filmunnar Auðvelt er að hlaða nýju vélamar, ekkert þarf að þræða. Hér sést hvar filmhylkinu er stungið inn í vélina og þá er aðeins að setja vélina í gang. ar frá Kodak eru mótordrifn- ar með straumi frá rafhlöðum og þarf því ekki að trekkja þær upp eins og gilti um eldri gerðir. Þá er þess að geta að hjá því að taka fullkomna mynd þ.e. ef myndatökumað- urinn hefur auga fyrir „motívinu" sem taka á mynd af. Þess ber að geta að sama gildir fyrir bæði myndatöku innanhúss og utan, en sérstak- ur Ijósbúnaður er settur í vél- ina fyrir innimyndatöku. I sama mund og hann er settur í samband fer frá linsunni filter, sem gerður er fyrir úti myndatöku. Raunar er hér um að ræða innifilmu, sem filtra þarf til útimyndatöku. Kvikmyndavélar þær, sem hér um ræðir, eru £if þremur gerðum og kosta frá rúmum 3 þús. kr. og upp í tæpar 10 þús. kr. Hin dýrasta með svo nefndri zoomlinsu sem inni- heldur í einu breiðlinsu, fær- anlega aðdráttarlinsu og normallinsu. Að sjálfsögðu þarf sérstak- ar sýningarvélar fyrir þessar nýju filmur og eru þær af Framhald á bls. 23 Nú getur hver sem er tekið kvikmyndir Sem næst sjáifvirk vél komán á mðrkaðinn haft auga, eyra eða fingrafimi til að fara með slik tæki svo nokkur mynd hafi verið á. Kannske væri rétt að orða það svö, að fjöldi fólks hefur ekki haft þá trú á sjálfum sér að það treysti sér til að leggja fyrir sig ljósmyndatöku og að hefur verið minnkaður og filman er ekki iengur tekin sem tvískipt 18 mm. filma. í hverri spólu eru 50 fet af lit- filmu ,en aðeins hefur verið framleidd litfiima af þessari gerð til þessa. Hinar nýju kvikmyndavél- Hér sést greinilega stærðarmunur myndflatarins á nýju Súp- er 8 mm. filmunni og gömlu gerð sömu filmu. mörgum fannst 8 mm. filman lítil og gefa lélegan mynd- flöt á tjaldi í þeirri stærð, sem hún áður var, en með stækkuninni nú verður mynd- flöturinn að sjálfsögðu 50% stærri Og filman því mun skemmtilegri til skoðunar, en hinar eldri voru. Þá er í hinni nýju véi rafknúinn ljósmælir. Ekki er annar vandinn fyrir myndatökumanninn en at- huga hvort ör, sem gengur inn á ljósskerminn er sýnileg eða ekki. Sjáist örin er ljós ekki fullnægjandi til myndatöku, en hverfi örin er vélin stillt á það ljós, sem fyrir hendi er og því óhætt að taka myndina við öll skilyrði, og því bók- staflga ekki hægt að komast Hans Petersen með eina hinna nýju kvikmyndavéla, hinar gerðimar eru á borðinu fyrir framan hann. AFMÆLISFA6NAÐUR Landsmáiafélðg ið V0RDUR 13. febr. 1926 verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 13. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30. — Húsið opnað kl. 18.45. DAGSKRÁ: 1. Afmælishófið sett. Form .Varðar Sveinn Guðmundsson. 2. Borðhald. 3. Ávörp: Form. Sjálfstæðisflokksins dr. Bjarni Benediktsson. Borgarstjórinn í Reykjavík Geir Hallgrímsson. Form. Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna Baldvin Tryggvason. Veizlustjóri Ágúst Bjarnason. 4. Skemmtiatriði: Svavar Gests og Ómar Ragnarsson. 5. Dansað til kl. 2. 13. febr. 1966 Samkvæmisklæðnaður eða dökk föt. Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins frá og með þriðjudegi á venjulegum skrifstofutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.