Morgunblaðið - 10.02.1966, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. feb'rúar 1966
Kringum
hálfan
hnöttinn
Einkaskrifstofa Minourus var
stór og glæsileg. Clothilde og
Ken komu fyrst manna, og síð-
an kom Heather, eftir að hún
hafði þurrkað af sér málninguna
og farið í hversdagsföt. Hún
settist á leðurfóðraðan legubekk
og brátt kom lítil japkinsk stúlka
og bar þeim te. Minouru færði
sig að legubekknum og settist
við hliðina á henni.
— Var ekki konuefnið mitt
falleg í dag? spurði hann, og
lagði arminn um Heather með
hreyknisvip.
Clothilde sá, að Heather kippt
ist við og eymdarsvipur kom á
andlitið. Og andartaki síðar
stóð hún snögglega upp.
— Ég hef stefnumót við hár-
greiðslukonuna í Imperial hótel-
inu eftir stutta stund.
Það var eins og Minouru yrði
hissa. — bað vissi ég ekkert um,
elskan min. Á ég að láta bílinn
fara með þig þangað?
— Nei, hugsaðu ekki um það,
þetta er ekki nema smáspölur.
Ég hitti ykkur ÖU seirma.
Heather kom ekki í kvöld-
verð og Clothilde og faðir henn-
ar voru ein síns liðs um kvöld-
ið. Það var gott, að hafa hann
einan út af fyrir sig einhvern-
tíma. Þau borðuðu ágætis jap-
anskan mat, töluðu um „gömlu
daganna", og Jack spurði Cloth-
ide, hvað hún hefðist að heima
og hvemig henni líkaði í skrif-
Stofunni. Og án þess að vilja
það sjálf, fór hún að segja hon-
um talsvert margt frá Gary.
— Ertu skotin í honum, elsk-
an? sagði Jaok og leit á hana
með glettnislegu brosi.
Hún roðnaði. ’— Ég kann á-
gætlega við hann.
— Já, en þú ert bálskotin í
honum, sagði faðir hennar og
brosti aftur. — En hvað þá um
þennan náunga, hann Ken
Brooks? Hann er alls engin rit-
höfundur, það sá ég samstundis.
Þið eruð hér í einhverjum erind-
um í sambandi við vinnuna
þína. En vertu óhrædd, ég skal
ekki kjafta frá neinu.
— Hvar er Yoshiko í kvöld?
spurði Clothilde.
— Hún er að vinna við ein-
hverja veizlu, sem húsmóðir
hennar er að halda fyrir eitt-
hvert aðkomufólk
Hún heyrði það á málróm-
num,að hann var ekkert hrif-
inn af þessu.
— Þér er eitthvað lítið um
það, pabbi? sagði hún lágt.
— Já, það er vægasta, sem
sagt verður. En hvað get ég
gert? Eins og ég var búinn að
segja þér, er hún skuldbundin
mamma-san að lögum, þangað
til kostnaðurinn við kennsluna
hennar er greiddur. Og okkar
á milli sagt, er atvinnan mín
hjá Kudo & Hasui hangandi í
lausu lofti, enda þótt Kudo lát-
ist vera mikill vinur minn. Ég
verð að sjá fyrir henni mömmu
þinni og það hefur stundum ver-
ið engin barnaleikur. Ég veit
ekki', hvernig ég færi að, ef hún
Heather legði ekki til heimilis-
ins. Hann brosti vandræðalega
og bætti við: — Ég hef nú allt-
af verið hálfgerður flækingur,
Clothilde, en ég vildi bara óska,
að ég hefði verið svolítið stöð-
ugri í rásinni. Ég mundi vilja
gefa aleigu mína til að geta
losað hana Yoshiko frá mamma-
san.
Heather kom bráðlega heim.
Hún leit rétt inn til þeirra, en
sagðist vera þreytt og ætla að
fara að hátta. Andlitið var tek-
ið og augnaráðið órólegt.
Clothilde fór með Heather inn
í herbergið hennar. — Get ég
hjálpað þér að hátta? Þú ert
eitthvað ekki vel hress.
Heather leit á hana, ögrandi.
— Þú vilt sjálfsagt fá að vita,
hvort ég hafi hitt hann Rodney
í dag?
— Nei, farðu ekki að segja
mér neitt, sem þú vilt ekki segja,
bað Clothilde hana.
— Þú vissir. að ég ætlaði að
hitta hann aftur. Þegar við Min-
ouru erum orðin gift, fæ ég
aldrei að sjá hann framar.
— Elskarðu hann, Heather?
Heather rak upp tryllingshlát-
ur en fleygði sér þvínæst á rúm-
ið grátandi.
Clothilde setist hjá henni og
lagði arminn utan um hana. —
Ertu ástfangin af honum, Heath-
er?
— Auðvitað er ég það. Ég
tilbið hann, snökti Heather
milli gráthviðanna.
— Til hvers ertu þá að gift-
ast Minouru? sagði Clothilde með
ákafa. — Hættu við hann! Hvað
hafa þessir peningar að segja?
Slíttu þessari trúlofun og það
strax.
— Og láta kæra mig fyrir
þjófnað? tautaði Heather, en
en svo lágt, að Clothilde gat
varla greint orðin. En hún hristi
□----*------------------------□
15
□-----------------------------□
systur sína duglega. — Hvað
ertu að segja, Heather? Hvað
átfcu við?
— Ekkert, tautaði Hether í
hálfum hljóðum. — í guðs bæn-
um láttu mig afskiptalausa. Ég
ætla að giftast Minouru Seki.
Ekkert, sem þú segir, getur
neinu breytt!
— En þú fórst að hitta Rodn-
ey Fenwick í kvöld, nauðaði
Clothilde.
Heather fór aftur að gráta. —
Já, ég hitti hann. En það var
bara til þess að kveðja hann.
Já... við töluðumst við ... tím-
unum saman. En ég get aldrei
átt hann. Farðu frá mér, annars
fer ég að óska, að þú hefðir
aldrei komið til Japan.
12. kafli.
Ken hafði sagt henni, að hann
mundi verða önnum kafinn langt
fram eftir deginum. Hún fékk
sér leigubíl og fór til að hitta
hann í skemmtilega forsalnum
í Imperial Hotel. Þar eð Cloth-
ilde hafði ekkert haft fyrir stafni
allan daginn, kom hún óþarflega
snemma á þetta stefnumót sitt
við Ken. Hún notaði því tím-
ann til að skoða hinar glæsi-
legu silkivörur í búðunum á
neðstu hæðinni. Hún var með
eitthvað ofurlítið af peningum
á sér og freistaðist því til að
kaupa sér einn japanskan silki-
kimono, til þess að nota heima
fyrir. Hann var grænn að lit og
Skreyttur blómásaum, en beltið
var rauðblátt.
Ken hafði beðið eftir henni
nokkra stund í forsalnum, þeg-
ar hún kom frá þessum kaup-
skap. Meðal annars hafði hann
farið í heimsókn í leikfanga-
verksmiðju Kitano & Kishi.
Þeir framleiddu þessa leikfanga-
apa, sem hann hafði mestan á-
hugann á. En þeir fengust ekk-
ert við útflutning — það höfðu
Kudo & Jasui á hendi að öllu
leyti. — Allir aparnir, sem þeir
framleiða, hreifa höfuðið um
leið og þeir slá saman hand-
skellunum og hreifa fætuma.
En ég tók eftir því, að það er
engin vandi að taka af þeim
hausinn og setja hann á aftur,
án þess að það sjáist. Allir hlut-
ar þessara leikfanga eru fram-
leiddir sér og svo settir saman,
sagði Ken henni.
Þau drukku te í forsalnum og
svo spurði hann hana, hvort hún
vildi koma með sér upp og
hjálpa sér að taka saman dótið,
þar eð hann ætlaði þá um kvöld
ið að flytja sig í japönsku krána,
Wanaka.
— Ég fór þangað í gærkvöldi,
sagði hann henni. — Ég hafði
heyrt hjá honum pabba þínum,
að aðalbókhaldarinn hjá Kudo
& Jasui, sem heitir Arao Hos-
oya, byggi þar. Ég spurði um
hann og hann bauð mér inn í
herbergið sitt. Við áfcfcum langt
samtal . . . . og að mörgu leyti
eftirtektarvert. Svo virðist sem
Arao sé að hætta við starf sitt.
Hann bað nýlega um kauphækk-
un og Kudo svaraði með því að
segja honum upp. Ég held, að
Arao sé talsvert fégjarn. Ef rétt
verður að honum farið, held ég
að hann geti orðið okkur að
miklu gagni. Ég er hræddur um,
að þessi kauphækkunarkrafa
hans, hafi verið einskonar fjár-
kúgun. En Kudo hefur fundizt
hann ekki vita nógu mikið til
þess að geta kúgað hann, eða
líka hann hefur ekki þótzt hafa
efni á að láta Arao vita, að hann
væri hrædur við hann.
— Þú heldur þá raunverulega
að Kudo sé í samibandi við þenn-
an smyglarahring.
— Ég hef enn engar sanhan-
ir, sagði Ken. — Ég veit bara,
eins og ég sagði þér, að eitur-
lyf fyrir þúsundir sterlings-
punda fundust í einu leikfangi,
sem var útflutt á vegum fyrir-
tækis hans. Og ég er viss um,
að Arao veit eða grunar tals-
vert um það sem er á seiði. Eins
og ég sagði, er þessi litli skrif-
stofumaður fégjarn. Ég á að
tala betur við hann aftur í
kvöld. En þangað til held ég, að
gofct sé að hafa vandlega auga
með honum. Það er svei mér
heppni, að hann pabbi þinn
skyldi segja. við mig, að ég
mundi kunna vel við mig í þess-
ari Wanaka-krá. Það er vist-
legur staður, en eins ólíkur
venjulegu hóteli og hugsast get-
ur. Japan er að sumu leyti und-
ir áhrifum frá vesturlöndum, en
svo er það líka að hinu leytinu
óbrotlegt virki gamalla siða og
siðvenja. Komdu og borðaðu
kvöldverð með mér í kránni í
kvöld, Clothilde. Það verður á-
reiðanlega nýnæmi fyrir þig.
Japanska kráin var í sörnu
útborginni og faðir Clothilde bjó
í, en þó eldra hluta hennar. Hún
var eifct þessara gömlu húsa,
sem verða eftir uppistandandi
í strsetum, sem eru byggð upp
og þar voru forneskjulegar búð-
ir þar sem konur í þjóðbúningi
gerðu kaup sín.
Það var röð af inniskóm við
dyrnar og Ken sagði henm, að
hún yrði að setja eina þeirra
upp, áður en hún gengi inn, og
skilja eftir skóna fyrir utan.
— Ég reyndi að fara inn á
mínum eigin skóm í gær, sagði
Ken, — og þú hefðir átt að sjá
augað sem húsmóðirin gaf mér!
LítH. stúlka opnaði dyrnar.
Hún kraup á kné og hneigði sig
til jarðar. Japönsk kona, sem
var hærri vexti en flestir Jap-
anar, kom út úr skrifstofu til
hliðar.
Ken kynnti Cloe hana sem
Nabuko-san, húsmóðirina. Hún
hneigði sig djúpt fyrir Clothilde
og bauð hana velkomna í „sitt
vesæla hús“ á mjög slæmri
ensku.
Ken spurði, hvort þau gætu
fengið kvöldmat upp í herbergi
hans.
Nabuko-san hneigði sig aftur
og spurði, hvaða mat mæfcti
helzt bjóða þeim.
Ken sagði, að því skyldi hún
sjálf ráða. Hann væri alveg vit-
laus í japanskan mat, en gætu
þau fengið öi í staðinnn fyrir
sake?
— Japanska ölið er alveg á-
gætt, sagði hann við Clothilde.
Herbergi Kens líktist ekki
neinu hótelherbergi á vesturlönd
um. Þar var ekkert rúm. Gólf-
ið var þakið tatami-mottum.
Þrír veggirnir í herberginu voru
pappír á trégrind. Lágt borð
stóð á miðju gólfi og tvær sessur
hjá því, sitt hvorum megin. Einn
vegginn var hægt að opna og
þar var útsýni yfir skipulegan
japanskan garð. Rúmfötin og svo
allur farangur gestsins var vel
falin í skápum inn í veggina,
með rennihurðum fyrir.
Ken gat ekki annað en hlegið
að undrunarsvipnum á henni. —-
Þetta líkist ekki mikið svefn-
herbergi, finnst þér? sagði hann.
— Þeir taka víst bara dýnu út
úr einum af þessum skápum.
Ég verð að venja mig við að
sofa á gólfinu. Hann leit á hana
glettnislega. — Og svo hafa þeir
sameiginlegt bað, þar sem allir
baða sig allsnaktir. Þú vildir
kannski fara í bað fyrir mat-
inn? bætti hann við.
Clothilde roðnaði. — Nei, það
vildi ég sannarlega ekki. Ég
hélt ekki, að neitt svona fjar-
lægt evrópskum siðum væri leng
ur til heiminum.
— Hvað ertu með í þessum
böggli? spurði Ken.
Clothilde hló. Ég er búin að
vera ófyrirgefanlega eyðslusöm.
Heldurðu ekki, að ég sé búin að
kaupa mér japanskan kimono?
— Farðu þá í hann og lofaðu
mér að sjá, hvernig hann fer þér.
Hún hikaði. — Jæja, gott og
vel!
Hún opnaði böggulinn og fór
úr treyjunni. Svo fór hún í kinu
onoinn og hnýtti beltið að sér.
Það var snyrtiborð þarna inni,
en eins og öll önnur húsgögn,
var það mjög lágt, svo að hún
varð að begyja sig alla til þess
að geta séð sig í speglinum. En
um leið og hún beygði sig niður,
fann hún að tekið var um báða
handleggi hennar aftan frá og
kossi smellt aftan á hálsinn á
henni.
Blaðburðarf ólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Vesturgata, 44-68 Miðtún
Aðalstrœti Hátún
Laugaveg, 114-171 Túngata
Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum
3M0f$|||tIrfafr$fr
SÍMI 22-4-80
Kópavog
vantcir blaðburðarfólk
í Hlíðarvegshverfi. Talið
við afgreiðsluna Kópavogi
sími 40748
HltrgjiítiMa&ílí
Til leigu óskast
einbýlishús, raðhús eða 5—6 herbergja íbúð sem
fyrst, í Reykjavík eða nágrenni. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Reglusemi og góðri um-
gengni heitið. Tilboð merkt: „Húsnæði — 8553“
sendist til Mbl. fyrir þann 13. þ.m._