Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 16
iö
MORGU NBLADIÐ
Fimmtudagur 10. febrúar 1966
S. Helgason hf.
Súðarvogi 20. — Sími 36177.
Vinnustofa Sjálfsbjargar
Reykjavík
vill ráða karl eða konu til að sníða. Hálfsdags-
vinna. (Gæti verið hentug aukavinna).
Upplýsingar á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðra-
borgarstíg 9 sími 16538.
Frú Soffía
Claessen—Minning
missti frú Soffía mann sinn og
eftir það hélt hún heimili að
Reynistað með dóttur sinni, Krist
ínu, og manni hennar.
Frú Soffía var ein stofnenda
Rebekkustúkunnar no. 1, Berg-
þóru I.O.O.F. og starfaði geysi-
mikð að málum Oddfellowregl-
unnar. Það var árið 1937, sem ég
átti því láni að fagna að kynn-
ast frú Soffíu. og á næstu árum
störfuðum við mikið saman inn-
an vébanda reglunnar. Myndað-
ist með okkur kunningsskapur og
síðan einlæg vinátta, sem entist,
þar til dauðinn kvaddi dyra.
Oft dáðist ég að, hve frú Soífía
bar mikla umhyggju fyrir þeim,
sem einhverra hluta vegna stóðu
höllum fæti í lífsbaráttunni.
Einkanlega átti þetta við hina
blindu, og má með sanni segja,
að frú Soffía hafi helgað þeim
starfskrafta sína í ríkum mæli.
Innan stúkunnar gekkst hún
fyrir því, að stofnuð yrði sér-
stök deild, sem hafa skyldi það
hlutverk, að afla fjár til- að gleðja
hina blindu árlega, fyrir hver
jól. Einnig átti frú Soffía frum-
kvæði að því, að efnt var til ár-
legrar skemmtunar fyrir blinda
fólkið vor hvert, og sá þá jafn-
framt um, að góðir skemmti-
kraftar kæmu í samkvaemið.
Aldrei sá ég frú Soffíu ánægðari,
en þegár hún gekk um meðal
hinna blindu, talaði til þeirra
hlýjum orðum, og gætti þess, að
þeir færu ekki varhluta af því,
sem á borðin var borið.
Mér var frú Soffía sem góð og
umhyggjusöm systir, og kom það
bezt í ljós, eftir að heilsa mín bil-
aði. Oft heimsótti hún mig, en
þess á milli hringdi hún og
spurði um líðan mína. Daginn
áður en hún dó hringdi hún til
mín og tjáði mér, að nú væri hög-
um sínum þannig komið, að hún
treysti sér ekki lengur til að
starfa í nefndinni okkar og
mundi því segja starfinu lausu.
Ég var ekki sömu skoðunar og
lét það í ljósi. Þá svaraði frú
Soffía: „Elsku Guðrún mín. Þar
sem ég hef ekki lengur getu til
að starfa vil ég ekki að ég sé
skráð í nefndina einungis til að
sýnast“. Þetta svar hennar er
táknrænt fyrir lífsviðhorf henn-
ar og lífsstarf. Hún gekk óskipt
til allra verka, sýndarmennska
var hénni óþekkt fyrirbrigði.
Það leyndi sér ekki, að frú
Soffía var af góðu fólki komin.
Glæsileg og virðuleg framkoma
var henni í blóð borin og per-
sónuleika bar hún umfram flesta
aðra.
Ég veit ég mæli fyrir munn
okkar allra, Rebekkusystra, þeg-
ar ég segi, að söknuður okkar er
mikill, en minning um þessa
mikilhæfu konu er skýrlega
greypt í huga minn.
Fjölskyldu frú Soffíu flyt ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Góð kona er gengin. Guð blessi
minningu hennar.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Þráinn Magnússon
sjómaður - Minning
Fædd 22/7 1885, dáin 20/1 1966.
Systir kær ég sendi þér
síðla kveðju mína.
Drottinn, sem að líf oss lér
lýsi upp vegu þína.
FRÚ Soffía Jónsdóttir Claessen
var fædd 22. júlí 1885 í Hafn-
arfirði. Foreldrar hennar voru
þau Jón Þórarinsson prófasts,
Böðvarssonar, þá skólastjóri
Flensborgarskóla, síðar fræðslu-
málastjóri, og kona hans, frú
Lára Hafstein, dóttir Péturs amt-
manns.
Soffía missti móður sína, er
hún var níu ára gömul og reynd-
ist það henni þungbær sorg.
Á árinu 1904 sigldi Soffía til
Danmerkur í því skyni að nema
matreiðslu. I þeirri grein lauk
hún kennaraprófi 1906 og réði sig
til starfa við Miðbæjarskólann í
Reykjavík, þar sem hún stund-
aði kennslu í samfleytt 18 ár.
27. marz 1924 giftist frú Soffía
Eggert Claessen, hæstaréttarlög-
manni í Reykjavík. Þau hjónin
bjuggu sér fagurt heimili við
Skerjafjörð og á Reynistað, eins
og þau nefndu bústað sinn,
bjuggu þau til æviloka.
Þau hjónin eignuðust tvær
dætur, Láru Friðriku, sem gift
er Hirti Péturssyni, endurskoð-
anda, og Kristínu, sem gift er
Guðmundi Benediktssyni, héraðs
dómslögmanni. 21. okt. 1950
Guðni Stígsson
löggildingar-
maður IHinning
KVEÐJA FRÁ TVEIM
SONARSONUM.
F. 20. 4. 1881. — D. 31. 12.1965.
Góðan afa er gott að eiga
í gleði og sorgum til hans mega
hlaupa og hjá honum una
hann við skulum lengi muna.
Elskulegi afi góði
í einu stuttu kveðjuljóði
hjartans þakkir þér við flytjum
þöglir nú við eftir sitjum.
Þó við sárt þín söknum lengi
sælt er fyrir unga drengi
að eiga minning yndis kæra
af þér margt var hægt að læra.
Ömmu líka glatt við getum
ef gæði lífsins rétt við metum
afa viljum verða líkir
af viljakrafti og góðleik ríkir.
Um það ungir biðja bræður
blíðan guð sem öllU ræður
að kæran afa síðar sjáum
og saman allir vera fáum.
Jesú var á jólum fæddur
Jesú kærleiks mætti gæddur
hjá honum sé þér bezt að búa
barnsleg hjörtu þessu trúa.
L. B.
Fæddur 25. júlí 1938.
Horfinn 14. janúar 1966.
BLÓMLEG jörð á bjartri sum-
arnótt, er betra en allt, sem til
oss hefur sótt.
Þegar góður drengur hverfur
sjónum vorum fyrir aldur fram,
er eins og bresti strengur „ í
brjósti voru.
Vér minnumst þá bugljúfra
minninga um þann, sem horfið
hefir sjónum vorum fyrir horn
úr heimsins skugga til himins
björtu draumsins sala.
Og allir, sem þekktu Þráin
Magnússon vissu, að þar fór
drengur góður er engum gerði
illt en öllum vildi vera góður,
þrátt fyrir allt andstreymi lífs-
ins, sem brimar í barnsbrjósti,
verður þar yfirsterkara, sem er
af guðlegum toga spunnið. Þar
sem vagga vinar míns stóð hjá
góðum foreldrum. og systkinum
skal og vonin standa.
Og um leiði Þráins sáluga
standa vissulega englar þess
ríkis, sem mannssálin þráir sér
til friðar og eilífrar fullnæging-
ar frá erfiðri leið til æðri og feg-
urri heims. Ég minnist þín sera
góðs drengs og æskufélaga og
bið þann guð sem vakti yfir
vöggu þinni að vera þitt leið-
arljós til þeirra himinssala sem
sál þín á skilið að njóta að leið-
arlokum stuttrar jarðvistar.
Þinn vinur.
Skúli Bjarnason.
Rauða myllan
Smurt brauð, heilar og nálfar
sneiðar.
Opið frá kl. 8—23,30.
Sími 13628
Tilboð óskast i
FORD TAUNUS fólksbifreið, árgerð 1964, í því
ástandi sem bifreiðin nú er í, skemmd eftir árekstur.
Bifreiðin verður til sýnis við verkstæði Bílaspraut-
unar h.f., Bústaðabletti 12 við Sogaveg í dag og á
morgun frá kl. 9 — 17 og laugardag frá kl. 9 — 12.
Tilboð sendist skrifstofu Samvinnutrygginga, Tjóna
deild, herbergi 307, fyrir kl. 12 á hádegi laugar-
daginn 12. febrúar 1966.