Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. febrúar 1966 MORGUNBLAÐID 15 Velferðarríkið og reynsla Svíþjdðar Afbrotaalda gengur yfir landið — 22% afhrota- aukning á tveimur árum — Rán og Ifkamsárásir aukast um 40% á einu ári Eftirfarandl grein birtist f hinu virta, bandaríska tímariti „U.S. News & World Report** um s.l. mánaðamót. Greinin er rituð af Aifred Zanker, frétta- ritara blaðsins, sem dvalið hef- ur árum saman í Skandinavíu og þekkir vel til máia í Sví- þjóð. Stokkhólmi. —- „E F menn eru að velta fyrir sér hverja uppskeru þcir muni hljóta úr aski velferðarríkisins, þar sem fátækt og atvinnuleysi eru óþekkt fyrirbrigði, getur Svíþjóð hjálpað mönnum að skilja. Hér hefur í tvo áratugi verið reynt vel- ferðarríki, þar sem ríkis- valdið sér um allar grund- vallarþarfir horgaranna. Barátta er ekki nauðsyn- leg, og' fátt til að hafa á- hyggjur af. Þrátt fyrir þetta kemur allt annað í ljós en ánægja, ef skyggnzt er ofan í kjöl- inn. Svíþjóð stendur nú and- spænis vaxandi öldu glæpa og afbrota unglinga, svo og alkóhólisma, eiturlyfja- notkunar, sjálfsmorða og siðferðislegs rótleysis ungl inga. Jafnframt þessu stendur hin almenni borg- ari í Svíþjóð andspænis himinháum sköttum, al- varlegri verðbólgu, stöðug- um skorti á húsnæði og heilbrigðisþjónustu, og kreppu í menntamálum þjóðarinnar. Stórt á litið virðist það vera að koma á daginn — ef reynsla Svíþjóðar skal vera leiðarvísir — að næg atvinna og efnalegt öryggi geta ekki sem slík læknar þau efnahags- og þjóðfélagsmein, sem steðja að nútíma iðnaðarþjóðfélagi. Ýmsir aðilar í Bandaríkj- unum telja að hægt sé að rekja orsök afbrota og ann- ara þjóðfélagsmeina til at- vinnu- og öryggisleysis, en ljóst er að ekki er hægt að skella skuldinni á þessi atriði varðandi Svíþjóð. Ekkert atvinnuleysi Atvinnuleysi hér í Svíþjóð er svo komið, að það gæti ekki hugsanlega verið minna. Lausar stöður hafa verið 5 til 7 sinnum fleiri á sl. árum en það fólk, sem atvinnulaust hefur verið talið. Flestir þeirra, sem atvinnulausir telj- ast, eru naumast hæfir til þess að hafa í nokkru starfi. Þar sem hörgull hefur verið á vinnuafli, hafa laun hækk- að mjög ört á árunum 1950— 1960 og það sem af er þessa áratugar. Meðallaun á klst. hafa hækk að um 8 eða 9% á ári. Meðal- laun iðnverkamanna á viku eru frá 3,900 ísl. kr. til 4,300 kr., og meðalvikulaun verka- manna í byggingaiðnaðinum nema um 6,500 ísl. kr. Lífskjör í Svíþjóð eru um 2/3 þess, sem gerist í Banda- ríkjunum, og eru þau beztu í Evrópu. Hér er einn fólks- bíll á hverja fjóra íbúa. 440 símar og 260 sjónvarps- tæki á hverja 1,000 íbúa. Efnaleg velferð er tryggð frá vöggu til grafar með full- komnu almannatrygginga- og bótakerfi. í þessu kerfi er innifalið ókeypis fæðingarhjálp, fjöl- skyldubætur, sem nema um 7,700 ísl. kr. á hvert barn á ári, ókeypis menntun, ókeyp- is skólabækur og máltíðir í skóla, og „mánaðarlaun“, sem nema um 1,500 ísl. kr. sem eru greidd menntaskóla- og háskólanemendum. í>á má telja óekypis sjúkrahús, sjúkrabætur, verulegar end- urgreiðslur á læknishjálp og lyfjum, ellilaun og örorku- bætur, sem allt greiðist án tillits til eigna manna og tekna, húsnæðisstyrki og veru legar húsaleigutilslakanir fyr- ir lágtekjufjölskyldur, og fólk, sem hætt hefur störfum, og ekki hefur miklar tekj- ur. Næg atvinna hefur fært há laun — þeim, sem vilja vinna. einn í Stokkhólmi segir um þetta allt: „Við höfum I raun og veru afnumið fáttækt og atvinnu- leysi. Enginn þarf að þjást vegna lélegrar heilsu, örorku eða elli, eða af neinum öðr- um ástæðum. Þeir, sem nú eru fátækir, eru and-þjóð- þjóðfélagslegir einstaklingar, svo sem drykkjusjúklingar, Velferð handa öllum og enginn er fátækur — en Svíþjóð er orðin Iand hrjáð afbrotaöldu, og með vaxandi vanda- mál vegna alóhólisma og nautnalyfjaneyzlu. „Vinnufeimnir“ aðstoðaðir Auk alls þessa hafa hinir svonefndu „vinnufeimnu“ að- ilar, þ.e. fólk, sem vill ekki vinna neins konar vinnu, að- gang að fátækrahjálp. Velferðarembættismaður Unglingarnir í Svíþjóð eru stöðugt áhyggjuefni, ekki aðeins foreldrunum heldur einnig lögreglunni og öðrum yfirvöldum, sem verða vör merkja um útbreitt kæruleysi og „rótleysi“. sem einfaldlega er ekki hægt að hjálpa." Til þess að standa straum af kostnaði „Hins mikla þjóð- félags“ í Svíþjóð, hafa greiðsl ur til velferðarinnar fimm- faldazt á 15 árum, þ.e. 1948— 1963. Á aðeins tveimur síð- ustu árum hafa útgjöld ríkis- ins í þessum efnum aukizt um 30—35%. Greiðslur til vel- ferðarmála, að frátöldum mentamálum, nema því nú 107,5 milljörðum ísl. kr. ár- lega fyrir þjóð, sem telur 7,7 milljónir íbúa. Þessi útgjöld nema um 13,800 kr. á hvert mannsbarn árlega. Þetta jafn- ast ennfremur á við 17% af nettó þjóðartekjum Svía — en 1952 námu þessar greiðsl- ur aðeins 10% af þjóðartekj- unum. Maðkar í mysunni Þrátt fyrir þetta al'lt virð- ist sem lífshamingja og stöð- ugleiki séu á undanhaldi í Svíþjóð. Þess í stað er þar vaxandi alda afbrota og of- beldis, svo og annarra þjóð- félagsmeina. Opinberar tölur sýna, að afbrotastarfsemi er í miklum uppgangi í þessu vel- ferðarríki. Kunnum brotum á hegning- arlögum landsins hefur fjölg- að úr 172,000 1950 í 373,000 á sl. ári. Afbrot á hverja 1000 íbúa hafa aukizt um 97% á 15 árum. f þessum tölum eru ekki talin afbrot á borð við ölvun við akstur, smáþjófnaði og önnur smærri afbrot. Bílþjófnaðir eru nú átta sinnum tíðari en 1950. Inn- brot í íbúðarhús og önnur innbrot hafa fjórfaldazt. Á sl. tveimur árum hefur afbrotafjöldinn farið enn meir hraðvaxandi. Afbrot á þessu tímabili einu sýna aukninug um 22%. Kærðum nauðgunum og rán um fjölgaði um 55 og 60% á þessum tveimur árum. Ránum og líkamsárásum með rán fyr ir augum fjölgaði um 40% að- eins á árinu 1965. Lögreglan er þeirrar skoð- unar, að afbrot og yfirgangur unglinga sé að komast á það stig, að við ekkert verði ráð- ið. Talið er, að afbrot ungl- inga eigi alla sök á því, hversu tölur um afbrot hafa hækkað síðan á fyrri hluta síðasta ára- tugar. Lögreglumaður einn segir; „Afbrot unglinga er hið mikla, óleysta vandamál okk- ar. Meira en tveir þriðju allra afbrotamanna eru undir tví- tugu eins og nú er komið. — Unglingar innan tvítugs eru valdir að fjórum af hverjum fimm bílþjófnuðum, og meira en helmingi allra rána. Dreng- ir á aldrinum 14—15 ára, sem fylla þann hóp, sem nú veldur flestum brotum, eru of ungir til þess að vera settir í fang- elsi, eða yfirleitt að vera refs- að á nokkurn hátt.“ Lögreglan er fámenn Löggæzlan er oft hægfara og máttlaus vegna stöðugs skorts á hæfum mönnum til starfa í lögreglunni. Áhrifa- mikil dagblöð og velferðar- embættismenn taka oftlega málstað afbrotamannsins og verja hann, — og tiltoneig- ingar gætir til þess að afsaka unga afbrotamenn, einkum ef vandamál hafa verið í sam- bandi við fjölskyldu viðkom- andi. Flestir yngri afbrota- menn, þeirra á meðal margir, sem hafa á samvizkunni end- urtekin afbrot, sleppa refs- ingarlaust, ellegar fá skilorðs- bundna dóma eða eru látnir lausir til reynslu. Og fjöldi þeirra unglinga, sem fremja endurtekin afbrot, fer stöðugt vaxandi. Rann- sókn, sem fram fór á þessum málum, leiddi í ljós að meira en % þeirra unglinga, sem sendir eru til unglingafang- elsa, komast aftur undir manna hendur innan fjögurra eða fimm ára eftir að þeir eru látnir lausir. Flestar „end- urtekningar" eiga sér stað inn- an þriggja mánaða frá því þeim er sleppt úr haldi. Óupplýst afbrot Lögreglunni finnst æ erfið- ara viðfangs að rannsaka öll Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.