Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. febrúar 1966
A-Þýzku stúlkurnar léku sér
að Val sem köttur að mús
IMáðu 11-1 forskoti i fyrri hálfleik
og unnu leikinn 19-7
Á EFTIR leik landsliðsins og pressuliðsins í Laugardalshöll-
inni í gær mættust íslandsmeistararnir í handknattleik
kvenna, Valur, og Austur-Þýzkalandsmeistararnir, Sportclub
Leipzig, og var sá leikur liður í annarri umferð Evrópubikar
keppni kvennaliða í handknattleik. Þetta var sannkallaður
Jeikur kattarins að músinni, þar sem þýzku valkyrjurnar
höfðu allan tímann leikinn í hendi sér, og lauk honum með
yfirburðarsigri þeirra, 19-7.
Það er ómögulegt að segja, að
handknattleikur sá, sem hinar
karlmannlega vöxnu þýzku stúlk
ur sýndu, hafi borið eitthvert
kvenlegt yfirbragð. Þvert á móti
einkenndist faann af öryggi í
Pólland
vann
Danmörk
í GÆR léku Danir og Pólverjar
síðari leik sinn í undankeppni um
heimsmeistaratitilinn í hand-
knattleik. í þeim riðli eru íslend-
ingar, Danir og Pólverjar saman.
Pólverjar unnu Dani með 18-14.
Standa því leikar þannig í riðl-
ínum:
Pólland
Danmörk
ísland
L
3
2
2
Mörk
61-55
53-46
31-45
Ann Arbor, Michigan: —
Öryggismálanefnd sjúkrahúss
Michiganháskóla hefur nú gef-
ið út ársfjórðungslega skýrslu
sína fyrir síðasta ársfjórðung
1965. Segir þar m.a. að einn
starfsmanna sjúkrahússins faafi
verið bitinn af hundi, býfluga
hafi stungið einn sjúkling illi-
lega en 17 starfsmenn sjúkrahúss
ins hafi sjúklingar þess bitið.
sendingum og skotum, hraða og
oft fallegu línuspili. Valsstúlkurn
ar gerðu það sem þær gátu til
þess að stöðva ágang þýzku
stúlknanna, en vörnin var í al-
gjörum molum, ónákvæmni gætti
í sendingum og skotum. Þetta lag
aðist þó nokkuð í síðari hálfleik,
en það dugði þó skammt, því að
þýzka liðið er heilum flok'ki fyr
ir ofan íslenzkt kvennahandknatt
leikslið — og vel það — og þann
mun er ekki hægt að yfirstíga í
einum leik.
Þýzika liðið tóik þegar í upp-
faafi forystuna, og skoraði sex
mörk í röð, án þess að Valsistúlk
um tækist að svara í sömu
mynt. Þá skoraði Sigríður Sig-
urðardóttir eitt marik, en síðan
ekki söguna meir, því að þýzku
stúl'kurnar skora næstu fimm
mörk, og lauk fyrri faiálfleik
þannig að Sportclulb Leipzig
faafði skorað 11 mörk en Valur
eitt.
Síðari hálfleikur.
Síðari hálfleikur var aftur á
móti nökkru jafnari, enda virtist
manni þá sem þær þýzku reyndu
ekki eins mikið á sig og í þeitm
fyrri. Höfðu Valsstúlkurnar
lengi vel yfirfaöndina í síðari Ihálf
leik, en undir lokin tókst þýzka
liðinu að jafna metin, þannig að
síðari faáifleik lauk 8-6, þýzka
liðinu 1 vil, og urðu lokatölur
leiksin-s þwí 19-7 fyrir Sportclufa
Leipzig.
Liðin.
Eins og fyrr segir, léku þýzku
stúlkurnar af miklu öryggi og
faraða. Sendingar allar voru
mjög nákvæmar ,og sömu sögu
er að segja um skotin sem all
flest lentu í marknetinu.
Beztar í þýzka liðinu voru: mark
vörðurinn, sem varði af miklu
öryggi, Maria Rúdricfa, Rita
Zimmermann og Hella Meisel,
en þær faafa allar saman leikið í
landsliðinu. Mörkin skoruðu:
Rúdrioh 6, Zimmermann 4, Múll-
er 3 Meisel 2, og Herrmann og
Oofaen 1 hvor.
Valur átti þarna heldur dapr-
an dag, enda var við ofurefli að
etja, og getur enginn láð þeim
tapið. Stórskyttur liðsins, Sig-
ríður, Sigrún Guðm., og Sigrún
Ingólfsdóttir áttu erfitt með að
finna leiðina gegnum faina sterku
vörn þýzka liðsins. í Valsliðinu
bar mest á Sigrúnu Guðmunds-
dóttur og Sigríði Sigurðardóttur,
sem skoruðu favor tvö mörk.
Hin mörkin fyrir Val skoruðu
þær, Björg, Erla og Ragnfaeiður,
1 >mark hver.
®------------------------------—
Sigurður Einarsson skorar fyrir landsliðið. — Ljósm. Sv. Þ.
Pressuliðsmenn þorðu vart
að skjúta og tðpuðu 12-20
Dýrmæt reynsla landsliðsnefndar
fyrir leikinn gegn Pólverjum
ÞAÐ var mesta heppni handknattleikslandsliðsins í gær að fá móti
sér lið, sem ekki þorði að skjóta. Skortur á skotum var aðalgalli
„pressuliðsins" og án skota skorar ckkert lið mörk. Hins vegar
stóðu liðsmenn blaðaliðsins sig mjög vel í samleik og uppbygg-
ingu leiks. Þegar litið er á pressulið verður að hafa í huga að liðið
er valið eftir að landsliðið er valið og leikur pressuliðsins í gær var
slíkur að hann speglaði mikla breidd í handknattleiknum — hann
sýndi að það eru menn á næstu grösum, sem ættu að fá sitt tæki-
færi í landsliði. —
t GÓÐ FRAMMISTAÐA
Tveir menn sköruðu sérstak-
lega fram úr í pressuliðinu í gær,
þeir Sigurður Óskarsson (varnar-
maður og línumaður) og sýndi
hann betri grip, betri yfirsýn og
yfirleitt betri leik en sumir í
landsliðinu. Sigurður er senni-
lega eini maðurinn úr pressulið-
inu, sem ætti að vera sjálfsagður
í landsliðið.
Frábærlega vel stóð sig einnig
Jón Breiðfjörð í markinu. Hann
Austur-þýzki markvörðurinn varði af hreinni snilld.
kom sannarlega á óvart. Karl M.
Jónsson átti og góðan leik, en
flestir vissu fyrir hversu góður
markvörður hann er og sannaði
hann það þó í gær — enn einu
sinni.
Ef frá eru taldir þessir tveir
átti enginn í pressuliðinu sérlega
góðan leik. Heildarsvipur liðsins
var góður, samspilið með ágætum
og á löngum köflum hafði liðið
góð tök á leiknum og hafði undir-
tök.
I HÖRÐ BARÁTTA
Landsliðið náði sér — gegn
þessu pressuliði — eiginlega
aldrei á strik og leikurinn er vissu
lega áminning um að fastari og
sterkari taka'er þörf ef sigurvon
á að eygjast í leikjunum við Pól-
verja (13. feibr.) og við Dani (3.
apríl) í Reykjavík.
Framan af leiknum var barátt-
an hörð og jöfn. Landsliðið hafði
alltaf yfir, skoraði fyrstu mörkin
og missti aldrei forystuna. Hætt-
ast var landsliðið komið í lok
fyrri hálfleiks, er eitt mark skildi.
Staðan í hálfleik var 9-8.
Gunnlaugur og Hörður, ásamt
Þorsteini í markinu, voru beztu
menn landsliðsins og Karl Jó-
hannsson sýndi að hann á heima
í liðinu, en það er eins og Guðjón
og Karl eigi erfitt með að vinna
saman — og slíkt má ekki sjást
í landsliði. Menn keppa að vísu
um sætin í landsliðinu, en þegar
þangað er komið ætti allur rígur
að vera upphafinn og sættur.
t PRESSULIBIÐ
’Bnginn pressuliðsmannanna
brást. Liðið lék mjög vel, spilaði
vel, átti góðar sendingar og út-
færði leikinn á vissum srviðum
ekki síður en landsliðið. En á
skorti að skjóta. Við höfum pré-
dikað það faér á þessari síðu, að
lið sem er vanmáttugra (eins og
í þessu tilfelli pressuliðið) en
mótfaerjinn, má elkki skjóta í tví
sýnu færi. En það er heldur ek'ki
það sama og að skjóta aldrei,
eða næstum svo. Enginn liðs-
manna virtist vilja verða þess
valdur að láta vörn eða mark-
vörð verja sitt skot — og því var
óeðlilega lítið skotið.
í heild var leikurinn jálkivæður
og aetti að geta orðið landsliðs-
nefndinni að liði í endanlegu
vali fyrir leikinn gegn Póiverj-
um á sunnudaginn kemur.
— A. St.
» ; winnj..
að auglýsing
i utbreiddasta blaðlnu
borgar sig bezt.
Hópferðab'ilar
allar stærðir
6 í NGIMAB
Siml 32716 og 34307.