Morgunblaðið - 09.03.1966, Side 1

Morgunblaðið - 09.03.1966, Side 1
28 síður Báturinn Eyjaberg á strand stað í Faxaskeri, þar sem hann var að brotna í gær. Báturinn strandaði vestan í i skerinu (neðarlega til vinstri á myndinni). Faxasker er rétt norðan við Heimaklett. Á því miðju má greina skipbrots- mannaskýii, sem sett var upp þar eftir að báturinn Helgi lenti á skerinu í janúarmán- uði 1950 og 10 manns fórust. Tveir komust upp í skerið, sem brimlöðrið gekk yfir og náðust þeir ekki fyrr en eftir 40 tíma, þá látnir. Sjá nánar um strandið á Eyjabergi á baksíðu. Ól. K. Mag. i Óeirðír í Ktiala Lumpur Kuala Lumpur, Malasiu 8. marz KTB: — UM 200 manns réðust að bandaríska sendiráðinu í Kuala Lumpur í dag í mótmæiaskyni við styrjaldarþátttöku Banda- ríkjanna í Vietnam. Voru marg- ar rúður brotnar og rauðri máln- ingu atað á bygginguna. Sendi- ráðið er á efstu hæð í bygging- ■unni, sem er í eigu aibjóðlegs tryggin.gafélags. Tjónið lenáir á tryggingafélaginu. JAKARTA LOGAÐI I ÚEIRDUM í GÆRDAG Stúdentor tnko utanrikisráðun eytið herskildi 09 stórskemma byggin gana Jakarta, 8. marz. — NTB UM 10.000 æpandi stúdentar ®g aðrir námsmenn réðust í dag að utanríkisráðuneytinu í Jakarta og létu táragas- sprengjur og aðvörunarskot hermanna lítt á sig fá. Stúd- entarnir ruddust inn í ráðu- neytið og unnu þar mikið her virki. Er ráðuneytisbygging- in sögð stórskemmd. — Jafn- framt hrópuðu stúdentarnir kröfur þess efnis, að ýmsir af helztu ráðamönnum Indó- nesíu segðu af sér embættum. Ennfremur var upplýst í Ja- karta, að ýmis samtök í Indó- nesíu styðji nú kröfur stúd- entanna, en þeir krefjast þess m.a. að dr. Subandrio, utan- ríkisráðherra, segi tafarlaust af sér. Umferðin í Jakarta lamaðist gjörsamlega er stúdentar og námsmenn hófu óeirðirnar fjórða daginn í röð. Hermenn Frh. á bls. 27 Dönsku kosning- arnar Kaupmaimahöfn, 8. marz. — NTB: — FYRSTU tölur, sem birtar hafa verið, eftir að talning hófst, að lokinni atkvæðagreiðslu í borgarstjórnarkosningunum í Danmörku, benda til þess, að Sósialdemokrataflokkurinn hafi unnið nokkuð á. Hins vegar hafi stuðningsflokkurinn, Radí- kali Vinstriflokkurinn, misst nokkuð fylgi. Tölur þær, sem hér er stuðzt við, hafa borizt frá 20 kjördæm- um. Þátttaka í kosningunum var góð um iand allt í Danmbrku, oig talið er, að 2.5 milljónir, af 3.1 milljón kjósendum, hafi greitt atkvæði. Veður var gott í flestum sveitum Danmörku í dag. 1 kosningabaráttunni var mik- il áiherzla lögð á húsnæðismál og skattamál. Kosningarnar að þessu sinni hafa vakið mikia at- hygli, einkum vegna þess, að miiklar breytingar hafa orðið é skipulagi einstakra bæjarfélaga að undanförnu, og mörg þeirra sameinazt. Fréttir frá Kaupmannahöfn seint í gærkvöldi hermdu að hráðaibirgðatölur bentu til þess, að sósialdemókratar hafi tapað um 3,4% atkvæða miðað við síð ustu kosningar. Hinsvegar var þá talið, að Sósíalíski þjóðarflokk urinn. flokkur Aksel Larsen, hefði unnið verulega á víða þar sem flokkurinn bauð fram, eða um 2,8% til jafnaðar. Þá hafa borgaralegu flokkarnir einnig unnið á, aðallega Venstre. FundurumFær- eyjaflugið éjinkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 8. marz. FÆREYJAFLUG var til um- ræðu á fundi í dönsku ríkis- stjórninni í dag. Ekki var tek in nein endanleg ákvörðun og eftir fundinn átti Kai Lind herg, samgöngumálaráðherra, fund með Krag, forsætisráð- herra, og var þar ákveðið að halda fund á fimmtudag með samgöngumálaráðherramun og fulltrúum flugfélaganna Framhald á bis. 27. frland : Minnismerki Nelsons sprengt í loft upp Sex menn hondfeknir — Lög- reglan óttast fleiri skemmdarverk Dublin, írlandi, 8. marz — AP — NTB — SNEMMA í morgun var minnismerki Nelsons að- míráls við aðalgötu Dubl- in sprengt í loft upp, en minnismerkið var þekkt- asta kennileiti borgarinn- ar. Minnismerkið var 41 meter á hæð — súla, er stóð á stöpli, en efst var stytta af Nelson, hinni frægu brezku sjóhetju. — Lögreglan í Dublin hefur handtekið sex menn vegna skemmdarverks þessa, en vill ekki upplýsa hverjir þeir séu, né hvaða stjórn- málaskoðanir þeir hafa. — Flestir telja að meðlimir írska lýðveldishersins (Ir- ish Republican Army) hafi verið valdir að sprenging- unni. Lýðveldisherinn hefur ver- ið bannaður í írlandi í mörg ár, en samtökin stefna að því að greifadæmin sex, sem mynda Norður-írland, og eru mótmælendatrúar, sameinist írska lýðveldinu, sem er ka- þólskrar trúar, og með valdi ef ekki á annan hátt. Lögreglan óttast að Lýð- veldisherinn muni nú auka Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.