Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ k. Þriðjudagur 22. marz 1966 Lokaræða Adenauers 7 stjórnmálum? Sovétríkin hafa skipað sér með þjóðum er óska friðar f — Adenauer kjörinn heiðursforseti Kristilegra demókrata til dauðadags — Erhard tekur við formannsstöðunni Bonn, 21. marz — NTB. ý DR. Konrad Adenauer, fyrrum kanzlari Vestur- l>ýzkalands, lýsti því yfir í dag, mánudag, að Sovétríkin hefðu nú skipað sér í röð með J»eim þjóðum sem óskuðu friðar í heiminum. fc Adenauer, sem alla tíð hefur verið hinn hatramm- asti andstæðingur kommún- ismans, viðhafði þessi um- mæli í ræðu, er hann hélt við setningu landsfundar kristi- legra demókrata í Bonn. Er litið svo á, að þetta hafi verið einskonar lokaræða hans í stjórnmálum, því að hann lætur nú af starfi sem for- maður flokks síns, en við tek- ur dr. Ludwig Erhard, núver- andi kanzlari V-Þýzkalands. Adenauer sagði, að Sovétstjórn in hefði sannað friðarvilja sinn með hinni farsælu málamiðlun sinni í deilu Pakistana og Ind- verja. Hefði samningafundurinn í Tashkent borið undraverðan ár- angur þegar þess væri'gætt, að ihermenn Indverja og Pakistana hefðu staðið augliti til auglitis, gráir fyrir járnum, meðan á við- ræðunum stóð. Adenauer gerði að umtalsefni þá ráðstöfun de Gaulle Frakk- landsforseta að draga herstyrk Frakka undan yfirstjórn NATO. Kvað hann það nú skipta mestu máli að komið væri á viðræðum um ágreiningsmálin. „De Gaulle getur sagt það sem honum sýn- ist . . . og hafi hinir eitthvað á móti því, sem hann segir, geta þeir sagt svo. Það er ekki til neins að skiptast á orðsending- um öðru hverju“. Og Adenauer bætti því við, að hann vonaðist til þess að orð sín bærust bæði til Parísar og Washington. Adenauer kvaðst sjaldan hafa orðið fyrir meiri vonbrigðum en þegar franska þingið greiddi — árið 1954 — atkvæði gegn hug- myndinni um stofnun evrópsks varnarbandalags. Franz Josef Strauss, fyrrum landvarnaráðherra V-Þýzkalands hafði í ræðu fyrr um helgina minnt á þessa hugmynd, sem hugsanlega lausn á vandamálum NATO — og Adenauer sagði, að þétta væri góð hugmynd. Hann lagði kapp á, að V-Þjóðverjar yrðu að halda áfram að berjast fyrir einingu Evrópu. „Við meg- um ekki gefast upp .... við verður að sýna mikla þolinmæði. Þolinmæði er mikilvægt vopn þeim, sem hafa verið sigraðir, og við erum nú sem áður þjóð, sem hefur verið sigruð“, sagði hann. Adenauer sagði, að í Evrópu væri ekki lengur neitt stórveldi. Hins vegar væru Bandaríkin og Framhald á bls. 31 Ég reynt ekkn að réttlæta tnig Havana, 21. marz — NTB • Einn af elztu og nánustu samstarfsmönnum Fidels Castros, Efigenio Ameijeiras, sem í síðustu viku var rekinn úr embætti fyrir svall og skemmtanafíkn, segir í blaða grein í dag, að hann hafi unnið til þessarar meðferðar. „Ég reyni ekki að réttlæta sjálfan mig, segir hann í grein inni og bætir við: Ég kenni engum öðrum um afbrot mín, ásakanir mínar beinast allar gegn sjálfum mér.“ Ameijeir- as tekur það fram, að hann skrifi greinina í fullu frelsi og hreinskilni. Ameijeiras var bæði svipt- ur stöðu aðstoðarráðherra, majórtign sinni í hernum og félagsskírteini í kúbanska kommúnistaflokknum. Þegar frá þessu var skýrt í Havana fylgdi fregninni, að hann hefði ekki rofið hollustu við flokkinn og fengi því tæki- færi til þess að vinna sig í álit á ný. Þessa mynd tók finnski blaðam aðurinn Jorma Nuorsalo uppi á Hellisheiði á sunnudaginn. Bílar lentu þar í vandræðum í stór- hríðinni, en þegar myndin er tekin er kófið svo þétt að varla sér í bílana. Bæði henti það að bílar lentu út af veginum, þótt ekkl yrðu um alvarleg slys að ræða og svo draps á vélunum í hrið- inni. Þurfti því að aðstoða þá af og til. Sigurlílcur brezka verkamannafl. — svipaðar og ábur London, 21. marz — NTB-AP • Skoðanakannanir um síðustu helgi benda til þess að fylgi brezka Verkamannaflokksins sé óskert í heild og flokkurinn muni sigra í kosningunum 31. marz með yfirburðum. Þó segir blaðið Daily Telegraph í dag, að skoð- anakönnun blaðsins um helgina sýni, að fylgi Verkamannaflokks ins umfram íhaldsflokksins hafi minnkað úr tólf í níu prósent í fjörutíu mikilvægustu kjördæm- unum. Stjrnmálafréttaritarar telja ekki ólíklegt, að Verkamanna- flokkurinn fái um það bil 51% atkvæða. Alla vega muni flokk- urinn vinna öruggan sigur og auka meirihluta sinn á þingi margfaldlega — nema því aðeins að til komi óeðlilega léleg kjör- sókn meðal stuðningsmanna ilokksins. NTB hefur eftir áreiðanlegum heimildum í London, að Harold Wilson hafi nú þegar til athug- unar að skipa sérstakan ráðherra — vinni flokkur hans kosningarn ar — til þess að fjalla um hugs- anlega aðild Bretlands að Efna- hagsbandalaginu, — en hún er eitt helzta hitamál kosningabar- áttunnar. FÉLAGSHEIMILI Opið hús í kvöld HEIMDALLAR ________5 ÍSLENZK UPPFINNING Lmomot-vínda — Nýjnng í handfæraveiðum — Getur auhið ailamagn ómonn fró 50—1007° Rætt við uppfinningamanninn, Jón Þórðarson BLAÐINU barst í gærdag eftirfarandi frétt frá sjávar- útvegsmálaráðuneytinu um tæki til veiða með handfær- um: Samkvæmt ábendingu nefnd ar, sem nú kannar hag og af- komuhorfur þess hluta báta- flotans, sem er af stærðinni 45—120 rúmlestir hefur ráðu- neytið hlutast til um, að kunn áttumenn yrðu fengnir til að ithuga tæki til handfæra- veiða, „Linomat“, sem Jón Þórðarson, Skipholti 51, í íleykjavík, hefur fundið upp. Þessi athugun var nýlega gerð ’ vegum Fiskifélags Íslands. Hér er um að ræða sem æst sjálfvirkt tæki til að ,'cnna handfæri og draga það, tannig að einn maður getur innið með 2—3 slík tæki í inu. Skýrslur þeirra manna, em fengnir voru til að skoða cækið og reyna nytsemi þess, bera vott um, að hér sé um að ræða athyglisverða upp- finningu, sem verulega þýð- ingu gæti haft fyrir þann hluta bátaflotans ,sem hentug ur gæti talist til veiða með færum. Er talið sennilegt, að aflamagn á mann gæti verið á bilinu 50—100% meira en afli með venjulegum hand- færum. Tæki þetta hefur verið not- að um borð í mb. Andvara BE 101 og gefizt mjög vel. Vegna þessa sér ráðuneytið ástæðu til að vekja opinber- lega athygli á þessu tæki. Blaðið hafði samband við uppfinningamanninn, Jón Þórðarson, og lýsti hann því hvernig hin nýja vökvadrifna handfæravinda vinnur, á þessa leið: — Þegar færið er gefið út vinnur Linomat-vindan sjálf- virkt, þannig að aldrei getur slaknað á færinu, þótt bátur- inn falli ofan af öldu eða fisk- ur bíti á upp í sjó. Þetta er mikilvægt atriði til að koma í veg fyrir flækjur á færinu. Þegar færið svo tekur botn stöðvast vindan sjálfkrafa. — Með einu handfangi still- ir fiskimaðurinn vinduna á sjálfvirkan inndrátt. Fari átak ið á færið yfir þann þunga, sem handfangið hefur verið stillt á, gefur vindan sjálf- krafa eftir, en dregur jafn- harðan inn og umframátakinu léttir. Vegna mýktarinnar, sem næst á færið með Lino- mat-vindunni, slítur fiskur sig síður af færinu og slit á færi á þannig að verða sjald- gæft. Þegar fiskurinn kemur að bátshlið, stöðvast vindan sjálfkrafa og bíður þess að fiskurinn verði innbyrtur og færið gefið út að nýju. — Hvernig lítur hin nýja handfæravinda út og fyrir hverju gengur hún? — Handfæravindan er úr sjóheldu alúmín, nyloni og ryðfriu stáli. Hún er 21 kg. að Hin nýja sjálfvirka og vökvadrifna Linomat-vinda, þyngd og stærð hennar 24x32 cm. Vindunum er komið fyrir á borðstokk bátsins. Þær ganga fyrir sjó, sem dælt er gegnum rör, er liggur með- fram borðstokknum. Frá rör- inu liggur hálftommu gúmmí- slanga upp í hverja vindu. Tenging slöngunnar við vind- Framhald á bls. 25 I I 1 1 ! I I I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.