Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 22. marz 1966 Frá ráðstefnu Varðbergs um EFTA: Sætta íslendingar sig við verri lífskjör og minni framfarir en nágrannaþjóðir þeirra? Sagt trá erindi Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytissfjóra Á RÁÐSTEFNU Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, sem haldin var sl. fimmtudag í Sigtúni (Sjálfstæðishúsinu), flutti Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri viðskipta- málaráðuneytisins, erindi, sem hann nefndi „EFTA og , ísland“. Hann hóf mál sitt á ]>ví að segja, að hér væri um mjög tímabært umræðuefni að ræða. Þörf væri á að upplýsa sem flesta um þau vandamál, sem við ættum í vaxandi mæli við að stríða vegna tilkomu markaðs- bandalaganna. Til einskis væri að segja, að við værum á móti markarðsbandalögum; þau væru staðreynd, sem við yrðum að taka tillit til, hvort sem okkur líkaði það betur eða verr. Ræðumaður rakti síðan sögu Fríverzlunarbandalagsins (EF TA) og viðhorf íslendinga til þess frá stofnun þess í maí 1960, en stofnsamningur hafði verið undirritaður í Stokkhólmi 1959. Að EFTA stóðu sjö OEEC-lönd, sem ekki voru í Efnahagsbanda- laginu, þ.e. Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Portúgal, Svissland og Austurríki, en fjög- ur OEEC-lönd urðu utangarðs, ísland, írland, Grikkland og Tyrkland. Finnland fékk auka- aðild í júní 1961. ísland hefði eflaust fengið að gerast stofnað- ili, hefði þess verið óskað, en tvennt var því til fyrirstöðu: jafnvægisleysi og öngþveiti í efnahagsmálum um þetta leyti, sem útilokaði þátttöku að ó- breyttum aðstæðum, og fiskveiði lögsögudeilan við Breta. Með viðreisninni og lausn deilunnar við Breta breyttust viðhorfin til EFTA. • Skaði, aff fsland gerðist ekki aðili 1961 Þórhallur Ásgeirsson sagði síðar, að nú mættí fullyrða, að það hefði verið mikill skaði og óhapp, að ísland gerðist ekki að- ili 1961. Vissulega hefði þá sem nú þurft að semja um mörg vandamál, en aðalkosturinn við að gerast aðili þá, hefði verið skuldbinding um skipulega lækk un ísl. tolla í áföngum, sem ís- lenzkur iðnaður hefði þá verið á flestum sviðum fær um að *næta. Slíkar árlegar tollalækk- anir hefðu vafalaust getað stuðl- aji að miklu stöðugri þróun verð lags og kaupgjalds en raun hefði orðið á. Staðreynd væri, að við fulla atvinnu og þar af leiðandi hækkandi verðlag og kaupgjald væru tollalækkanir og aukið inn- flutningsfrelsi áhrifamestu og beztu ráðstafanirnar til að við- halda jafnvægi. • Lengd aðlögunartimans mikilvæg Ráðuneytisstjórinn rakti síð- an vandlega aðalskuldbindingar EFTA-sáttmálans, þ.e. afnám á tollum og innflutningshöftum á vörum, sem fluttar eru inn frá Fríverzlunarsvæðinu. Vegna þess, hve tollar á iðnaðarvörum væru hér háir, jafngilti einhliða tollalækkun á þeim frá EFTA- löndum innflutningsbanni á þess um vörum frá öðrum löndum, svo að óhjákvæmilegt væri að lækka einnig tollana gagnvart öðrum löndum. Ekki væri held- ur hægt að lækka tolla á iðnað- arvörum nema lækka um leið (eða jafnvel fyrr) tolla á hrá- efnum, sem innlendi iðnaðurinn notaði, og á iðnaðarvélum. Kæmi til samninga við Fríverzlunar- svæðið, yrði lengd aðlögunartíma í tollaniðurfellingu eitt veiga- mesta atriðið, og væri óvarlegt að ætla, að hægt væri að semja um lengri tíma en tíu ár. • Atvinnurekstrarréttindi erlendra aðilja > höndum hvers einstaks ríkis Þórhallur lagði áherzlu á, að framkvæmd EFTA-sáttmálans væri í höndum aðildarríkjanna sjálfra, og enga ákvörðun væri unnt að taka í málefnum eins aðildarríkis, nema með sam- þykki þess. Ástæða væri til að minnast á þá grein sáttmálans, sem fjallar um atvinnurekstrar- réttindi erlendra aðilja, en reg- inmunur væri á ákvæðum EFTA samningsins og Efnahagsbanda- lagssamningsins um þetta efni. Ákvæði EFTA-samningsins að þessu leyti hefði verið túlkað svo þröngt, að aðildarríki EFTA gætu á sama hátt og áður haft fulla stjórn á því, hvaða erlend- ir aðiljar fengju atvinnurekstr- arréttíndi í hverju landi. í fram- kvæmd hefði það verið svo, að ekki hefði yerið talið leyfilegt, að fyrirtæki stofnuðu til atvinnu rekstrar í öðru aðildarríki til þess að selja framleiðsluvörurn- ar í sínu heimalandi. Hins vegar hefði af flestum ,þ. á m. Norð- urlöndunum, verið litið öðru vísi á það, ef selja ætti fram- leiðsluvörurnar í því landi, þar sem útibúið væri stofnað. Þó væri gengið mislangt í túlkun á atvinnurekstrarákvæðunum, og hefðu Portúgalar ekki einu sinni viljað ganga jafnlangt í túlkun- inni og Norðurlanddbúar. Þeir teldu einungis koma til greina að leyfa erlendum fyrirtækjum atvinnurekstur, ef um samsetn- ingu vara eða varahluta til sölu í Portúgal væri að ræða. í Nor- egi hefði EFTA-sáttmálinn haft þá einu breytingu í för með sér, að því er snerti atvinnurekstrar- réttindi, að umboðs- og heild- sölufyrirtækjum frá öðrum EF TA-löndum hefði verið heimilað af norskum yfirvöldum að starfa í Noregi, en EFTA-sáttmálinn nær ekki til bankastarfsemi, trygginga, ferðastarfsemi og flug samgangna. • Vandamál vegna EFTA- aðildar minni og auffleystari nú en 1961 Þá sagði ræðumaður, að helztu vandamálin í sambandi við hugsanlega aðild að Fríverzl- unarsvæðinu væru hih sömu og 1961, þ.e.: 1) Samkeppnisaðstaða inn- lenda iðnaðarins við afnám toll- verndar. 2) Viðskiptin við jafnkeypis- löndin. 3) Áhrif tollalækkana á fjár- mál ríkisins. Hann kvað vandamál þessi yfirleitt minni og auðleysanlegri nú en 1961, er fyrst var rætt um aðild að EFTA. M.a. hefði þýðing jafnkeypisviðskiptanna minnkað, innflutningurinn verið gefinn frjáls á flestum vörum, sem innlendi iðnaðurinn fram- leiddi, mikill gjaldeyrisvarasjóð- ur hefði orðið til, tollaflokkunin samræmd Brússel-tollskránni, og síðast en ekki sízt hefði efna- hagslífið efUl stórum, svo að ekki þyrfti að óttast atvinnu- leysi, þótt einhver samdráttur ætti sér stað í einhverjum iðn- greinum vegna aukinnar erlendr ar samkeppni. Þórhallur Ásgeirsson ræddi því næst ýtarlega um þrjú fram- angreind vandamál, og verður hér drepið á nokkur ummæli hans. • 1) Ræðumaður rakti hvern- ig aðild að EFTA yrði stuðning- ur en ekki áfall fyrir mörg ís- lenzk iðnfyrirtæki. Þá minntist hann á, að einhver fækkun í viss um iðngreinum væri e.t.v. ekki alvarlegt vandamál frá sjónar- miði þjóðarheildarinnar, en fyr- ir eigendur fyrirtækja og starfs- fólk (65—70% þess er kven- fólk) væri framtíð þessara iðn- greina að sjálfsögðu áhyggjuefni. Yrði að grípa til ýmissa ráða til að auðvelda þeim aðlögunina, og kæmi helzt til greina eftir- farandi: a) að lækka hráefnistolla í fyrstu meira eða fyrr en tolla á fullunnum vörum, b) að veita fyrirtækjum styrk, lán eða tækniaðstoð til hagræð- ingar og framleiðniaukningar, c) að auka samvinnu milli innlendra fyrirtækja í skyldum greinum. • 1) Til skamms tíma kvaðst ræðumaður hafa talið, að jafn- keypisviðskiptin væru erfiðasta Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri. vandamál okkar samfara þátt- töku okkar í fríverzlunarbanda- lagi, en á fáum árum hefðu við- skipti okkar við Austur-Evrópu tekið svo miklum breytingum, að gerlegt væri að finna lausn á því vandamáli að viðhalda við- skiptum við löndin þar, enda þótt við gengjum í EFTA. Viðskiptin við A-Evrópu námu meira en þriðjungi heildarvið- skipta okkar árið 1959, en árið 1965 ekki nema tæpum sjöunda hluta þeirra. Ástæðurnar væru margvíslegar, svo sem betri og stærri freðfiskmarkaðir í Banda- ríkjunum og Bretlandi, stórkost- leg framleiðsluaukning á síldar- lýsi og síldarmjöli og sívaxandi fiskveiðar (þ. á m .síldveiðar) í Sovétríkjunum, Póllandi og á hernámssvæði Rússa í Austur- gætu á sama hátt og áður haft freðfiski. Pólverjar, Austur-Þjóð verjar og jafnvel Sovétmenn væru farnir að flytja út freðfisk, og hefðu tveir hinir fyrrnefndu lítinn áhuga á að kaupa hann af okkur. Taka yrði tillit til hinnar öru þróunar fiskveiða Austur- Evrópuþjóða. í Sovétríkjunum er gert ráð fyrir því, að fiskafli aukist úr 5,8 millj. tonnum í 8,5 til 9 -millj. tonn á árabilinu 1966 —1970, og fjöldi nýtízku fiski- skipa aukist á sarpa tíma um 150%. Áhugi Rússa á síldarkaup- um er nú orðinn lítill, þótt tek- izt hafi að semja um kvóta fyr- ir freðsíld og saltsíld til næstu 3ja ára. Einnig væri áberandi minni áhugi á síldarkaupum frá öðrum A-Evrópuþjóðum nú en áður var. Þá virtust flest A-Evrópuríkin nú aðhyllast frjálsari viðskipta- stefnu en áður og hafa lagt til, að hætt verði við jafnkeypisvið- skiptin, svo að búast má við, að næst, er samið verður við þessi ríki, verði frjáls gjaldeyr- isviðskipti tekin upp, og því ekki lengur nauðsynlegt að viðhalda greiðslujöfnuði milli íslands og hvers einstaks þessara landa í sama mæli og áður. • 3) Þá ræddi Þórhallur Ás- geirsson um það, hvernig bæta mætti ríkissjóði væntanlegt tekjutap vegna tollalækkana, en allir spádómar um það væru mjög hæpnir. Hugsanlega gæti tolltekjutap ríkissjóðs numið 100 milljónir kr. á ári næstu tíu árin. Miðað við sömu þróun og síðustu ár, mundi þetta vænt- anlega þýða í reynd, að heild- artolltekjur lækk.uðu ekki, held- ur yrði aukning þeirra ekki eins mikil og hún ella hefði orðið. Meðalaukning tolltekna á árun- um 1961—1965 var 166 millj. kr. á ári, þrátt fyrir lækkun tólla á þessum árum. Sú aukning hefði þö ekki nægt til að standa undir vaxandi gjöldum ríkis- sjóðs, og því væri rétt að at- huga, hvaða sambærileg ríkis- útgjöld mætti lækka á móti eða ríkistekjur mætti hækka. Fyrst mætti benda á, að tollalækkan- ir lækka að öðru jöfnu verð á innfluttum vörum fyrir neytend- ur, sem aftur ætti að verka til lækkunar vísitölu framfærslu- kostnaðar, og því væri eðlilegt, að ríkissjóður lækkaði um leið niðurgreiðslur á neyzluvörum á móti. Niðurgreiðslur á innlend- um neyzluvörum nema 559 millj. kr. á ári. Athuga mætti og, hvort ekki mætti hækka tolla á ýmsum neyzluvörum, sem nú eru næst- um tollfrjálsar, svo sem korn- vörum, sykri og kaffi. 10% toll- ur á þessum vörum gæfi ríkis- sjóði 36 millj. kr., miðað við innflutning 1965. Þá væri ekki útilokað fyrir ríkissjóð að leggja á vörur, sem undanþegnar eru innflutningstolli, ef slíkur skatt- ur yrði látinn gilda jafnt um innflutta og innlendu vöruna. Eitt prósentustig í söluskatti væri nú talinn gefa ríkissjóði um 150 millj. kr. Möguleikar til uppbóta fyrir ríkissjóð væru því miklir, og varla hægt að halda því fram, að vegna hags ríkissjóðs væri ekki hægt fyrir fsland að gerast aðili að EFTA. • Albanía, ísland og Spánn ein eftir í niðurlagskafla erindis sins gat ræðumaður þess, að þróun alþjóðaviðskiptamála síðustu 20 árin hefði verið fráhvarf frá beztu kjarareglunni. Ný markaðs bandalög hefðu verið stofnuð og forréttindasamningar gerðir, og væri nú svo komið, að öll ríki Evrópu, nema Albanía, ísland og Spánn, væru nú aðiljar að slíkum samningum. Austur-Ev- rópuríkin eru í viðskiptabanda- laginu Komekon. • írska fordæmiff Ræðumaður vitnaði til íra, en frland hefur nú gert fríverzl- unarsamning við Bretland, og er það gert í því skyni að undir- búa Irland undir þátttöku í víð- tækari fríverzlun Evrópulanda. Las hann úr skýrslu írsku stjórn- arinnar um samninginn, þar sem áherzla er lögð á nauðsyn þess, að írland tengist markaðsbanda- lögunum á meginlandinu og í Englandi. írar telja, að með þátt* töku í slíku samstarfi séu þeir að treysta efnahagslegt sjálf- stæði sitt og styrkja írskan iðn- að. Ekki sé um annað að ræða en afnema tollvernd iðnaðarins innan svæðis frjálsra viðskipta, því að í rauninni komi ekki lengur til greina að viðhalda verndinni. Slík vernd hefði í för með sér viðskiptalega einangrun, þar sem samkeppnisskortur mundi hefna sín, efnahagsleg stöðnun, slæm lífskjör almenn- ings og flótta fólks úr landi í stórum stíl. • Minnimáttarkenndin: „Fáir, fátækir, smáir“ Ræðumaður spurið síðan, hvað það væri í íslenzku atvinnu lífi og þjóðlífi, sem væri svo frábrugðið írsku atvinnulífi og þjóðlífi, að við gætum ekki fylgt fordæmi íra i því að tryggja hag okkar gagnvart markaðs- bandalögunum. Sagði hann sér vera ókleift að. svara þessari spurningu. Oft brytist minnimátt arkennd okkar út í hinni al- kunnu setningu, að við værum „fáir, fátækir, srnáir", en hefði lítið land með mikla framleiðslu- möguleika ekki meiri þörf fyrir frjálsan aðgang að stórum, er- lendum mörkuðum en stóru lönd in, sem hafa sinn stóra heima- makað? Hefðu litlu löndin ekki meiri hag af alþjóðaviðskiptasam starfi en stórveldin? Væru ekki smáríkih, eins og t. a. m. Nor- egur, Danmörk, Holland og Belgía, einmitt eindregnustu stuðningsaðiljar alþjóðasamstarfs bæði á vegum Sameinuðu þjóð- anna og í viðskipta- og varnar- bandalögum, af því að þar með gætu þau tryggt sér meiri áhrif á gang heimsmálanna en ef þau stæðu utan samtakanna? Einir hefðum við íslendingar kannske ekki mikil áhrif í þessum sam- tökum, en með því að vinna með þeim þjóðum, sem hefðu sömu viðskiptahagsmuna að gæta og við, gæti okkur orðið verulega ágengt. • EFTA og sala sjávarafurffa Stundum heyrðist, að ísland ætti ekki erindi í EFTA, því að EFTA-samvinnan tæki ekki nema að litlu leyti til sjávar- afurða, en árið 1964 hefði þó 60% af útflutningi okkar til EFTA- landa (43% áf heildarútflutn- ingnum) verið afurðir, sem fengju svæðismeðferð. Með þátt- töku íslands í EFTA ykist vænt- anlega möguleikinn á því að láta friverzlunina ná til fleiri spvarafurða en nú er. Helzta skýring þess, hvers vegna verulegur áhugi hefði ekki vaknað hér á aðild að öðru hvoru markaðsbandalaganna, væri eflaust hagstæð þróun út- flutningsins síðustu ár, svo að við hefðum lítt fundið fyrir á- hrifum bandalaganna enn. Verð á freðfisk og síldarlýsi hefði hækkað svo, að útflytjendur hefðu ekki talið ástæðu til að kvarta, þótt við þyrftum að greiða 10% toll af þessum af- urðum, — eða fá samsvarandi lægra verð fyrir þær —, á sama tíma og Norðmenn og Danir slyppu með 2% toll og losnuðu alveg við hann um næstu ára- mót. Ræðumaður vitnaði í ný- leg skrif Gunnars Guðjónssonar, stjórnarformanns Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, í „Ægi“, þar sem segir m.a.: „Tollamis- munurinn á frystum fiski eftir upprunalandi, þ.e. hvort hann er fluttur inn á brezka markað- inn frá EFTA-riki eða ríki utan bandalagsins, er orðinn veruleg- ur og hefur að sjálfsogðu nei- kvæð áhrif á viðskiptakjör ís- lendinga samanborið við önnur ríki, sem verzla með fisk...... Er nauðsynlegt, að unnið sé að því, að íslendingar geti boðið sinn fisk á brezka markaðinn með sambærilegum kjörum og aðrar þjóðir. Að öðrum kosti er hætta á, að útflutningur þangað dragist saman, eða að hlutur ís- lendinga verði minni af hverri útflutningseiningu, sem fer inn á brezka markaðinn". Reynt hefur verið að ná sams konar tolla- lækkun fyrir íslenzkan freðfisk í Bretlandi og EFTA-löndin hafa Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.