Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 30
30
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. marz 1966
FH vann KR eftir
jafna baráttu 18:17
Staðan var jöfn i hálfleik og
FH mátti þakka fyrir sigurinn
KR o£ FH eigast við.
Eyleifur kominn í KR
Aðdragandinn langur en í sátt
við öll félög og handalög
EYLEIFUR Hafsteinsson —
einn af beztu liðsmönnum
Aksanes og landsliðsins, hef-
ur nú gerzt liðsmaður KR. —
Að vísú er að þessu allnokk-
ur undirbúningur, en í gær-
dag var gengið frá öllum
skjölum varðandi félagaskipt-
in og er Eyleifur löglegur fé-
lagsmaður KR hvenær sem
er.
Sigurður Halldórsson, for-
maður knattspyrnudeildar KR
staðfesti að ofangreind frétt
væri rétt. Sagði hann KR-inga
ekkert hafa gert til að örfa
Eyleif til félagaskiptanna, en
hins vegar yrði koma slíks
knattspyrnumanns liðinu á-
reiðanlega til styrktar.
Ástæða félagaskiptanna á
sér fyrst og fremst rætur í því
að Eyleifur, sem er við raf-
virkjanám, getur ekki fulllok
ið því á Akranesi. Hefur hann
því áhuga á að koma til höf-
uðstaðarins til að ljúka námi
sinu en vill um leið halda
áfram knattspyrnuiðkun sinni
þó það kosti félagaskipti.
Allur aðdragandi þessa máls
mun — eftir því er Mbl. bezt
veit hafa átt sér þann aðdrag-
anda að allir séu sáttir um
málsniðurstöðu. Hefur KSÍ
fjallað um málið, svo og KR
og ÍA.
Eyleifur er sem allir knatt-
spyrnuunnendur vita einn
okkar beztu knattspyrnu-
manna og myndi styrkja
hvaða lið sem væri. KR-ingar
mega sannarlega happi hrósa
yfir því að hann skyldi hafa
valið það félag fram yfir önn
ur. Eyleifur getur ráðið úr-
slitum í stærstu mótum.
EFTIR JAFNAN en heldur lé-
legan leik tókst FH-ingum að
merja sigur gegn KR að Háloga-
landi í fyrrakvöld. Mátti vart
á milli sjá lengi framan af, hvort
liðið bar íslandsmeistaratitilinn
eða hvort liðið barðist fyrir tií-
veru sinni í fyrstu deildinni, —
svo jöfn voru liðin. Að vísu
mætti FH ekki með Guðlaug,
sem verið hefur þeirra helzta
langskytta undanfarið, til leiks,
en þrátt fyrir það, hefðu FH-ing
ar átt að sýna meiri yfirburði en
þeir gerðu í þessum leik.
mínútur eftir, og sóttu KR-ing
ar hart á mark FH, en fleiri
urðu mörkin þó ekki í leikn-
um.
Liðin
FH liðið átti slæman dag í
þessum leik, og lék langt undir
getu. Eflaust hefur munað mik-
ið um að Guðlaugur skyldi ekki
vera með í þessum leik, en það
afsakar þó alls ekki frammistöðu
liðsins. Beztir voru þeir Geir
Hallsteinsson og Karl í mark-
inu.
Ur leik Hauka og Vals.
Haukar lögöu Val að velli
r >
Armatin og KR berjast
á botninum
Jafnt í hálfleik
Það var Birgir Björnsson,
sem skoraði fyrsta mrkið í leikn
um, og skömmu síðar bætti Örn
öðru við. KR-ingum tókst þó að
jafna á næstu mínútum og ná
yfirhöndinni, en síðan skiptust
liðin á forystu það sem eftir var
fyrri hálfleiks. í hálfleik var
staðan 11:11.
•fc Hörð barátta
í síðari hálfleik bjuggust
menn við, að nú myndu FH-ing-
ar taka völdin í sínar hendur
og gera út um leikinn á fyrstu
mínútum hans. En svo fór þó
ekki, því að KR-ingar héldu
fast við FH-inganna, og höfðu
þeir fyrrnefndu sjaldnast nema
eins marks forystu, þegar bezt
lét.
Á 22. mín. tekst KR að ná
yfirhöndinni með 16:15, og
var þar Reynir að verki. Ör-
skömmu síðar jafnar Birgir,
og Geir bætir öðru við litlu
síðar og aftur forystunni fyrir
FH. Sigurður Óskarsson jafn
ar þá fyrir KR og er nú mikill
hiti kominn í leikinn. FH sæk
ir nú fast og eiga skot að
marki. Ellert tekst að verja
það, en boltinn hrekkur af
honum og aftur út til Árna,
sem á auðvelt með að skora.
18:17 fyrir FH. Nú voru þrjár
Oft hefur maður líka séð KR-
liðið leika betur en það gerði
í þessum leik, og með meiri ein-
beitni og ákveðnari leik, hefði
liðið auðveldlega getað farið með
sigur af hólmi í þessum leik. —
Bezti maður liðsins var sem fyrr
Karl Jóhannsson, en einnig átti
Reynir nokkuð góðan leik, og
óbrigðull virðist hann vera í víta
köstunum. Þá kom Sigurður Ósk
arsson einnig sæmilega frá leikn
um.
Dómari í þessum leik var Val-
ur Benediktsson, og gerði hann
margar yfirsjónir. Virðist hann
vera í ákaflega slæmri þjálfun,
samanber síðasta leik, sem hann
dæmdi (KR-Fram), er hann
gerði sig sekan um alveg ná-
kvæmlega sömu yfirsjónir.
Sundmót SRR
ÚRSLITALEIKIR Sigurgeirs-
mótsins í sundknattleik fara
fram mánudagskvöldið 4. apríl.
Þá verður einnig keppt í 200 m
fjórsundi karla, 200 m bringu-
sundi karla, 200 m skriðsundi
kvenna og 100 m bringusundi
kvenna.
Það er Sundráðið, sem sér um
mótið.
SATT A» segja bjóst maður við
jöfnum og skemmtilegum leik á
milli Hauka og FH, enda virðast
þessi lið nokkuð jöfn að styrk-
leika. Svo var þó ekki því að
Haukar unnu með talsverðum yf
irburðum eða 26 mörkum gegn
20.
Leikurinn var fremur jafn
framan af fyrri hálfleik, en und
ir lokin tókst Haukum að ná
þriggja marka forystu eða 12:9.
í byrjun síðari hálfleiks var eins
og Vals-liðið vaknaði til lífsins
og tókst að minnka muninn. Var
staðan orðið 14:12 fyrir Hauka
eftir um 7 mín. af síðari hálfleik.
Þá tóku Haukarnir heldur betur
við sér, því að þeir skoruðu sex
næstu mörk og náðu 20:12. Eftir
það skiptust liðin nokkuð jafnt
á mörkum og lauk leiknum eins
og áður segir með 26:20 Haukum
í vil.
Haukar sýndu í þessum leik
oft mjög skemmtilegan hand-
knattleik. Þeir léku hratt, léku
talsvert inn á línu, og tefldu
sjaldnast á tvísýnu. Beztu menn
liðsins voru: Matthías, Ásgeir,
Pétur markvörður og Stefán á
línunni.
Vals-liðið lék langt undir getu
í þessum leik, enda vantaði Sig-
urð Dagsson í liðið. Verður liðið
að sýna meira í næstu leikjum ef
það ætlar að halda sér utan við
fallbaráttuna í 1. deild. Beztur
í liðinu var Jón Breiðfjörð f
markinu, og ennfremur Bergur
Guðnason. Aftur á móti sást
fremur lítið til landsliðsmanns-
ins Hermanns.
Stjörnubíó sýnir um þessar mundir myndina „Brostin framtíð'*.
Aðalhlutverkin leika Leslie Caron, Tom Bell og Broch Peters.
Hlaut Leslie Caron nafnbótina „Bezta leikkona árisins“ í Eng-
landi. Myndin hefur fallið íslenzkum áhorfendum vel í geð
enda framúrskarandi vel gerð.