Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ 1 Þriðjudagur 22. marz 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Herbergið sem við vortim öll að horfa inn í, var stórt og rúm- gott og búið hræðilegustu hús- gögnum. Þarna var arinn úr marmara, veggir úr útskornu tré og einhver nýklassikur skjöldur með einhverri gyðju á, uppi yfir arninum. En húsgögn in voru eins og í einhverri ræfilslegri skrifstofu: lélegt skrifborð, ein ritvél og berar gólffjalir. Tveir menn sátu þarna, annar við skrifborð en hinn á hörðum eldhússtól andspænis honum. Maðurinn við skrifborðið tal- aði af miklum ákafa, og pataði út í loftið. Hann var hár og þrekinn og hafði þessar mjúk- legu hreyfingar, sem feitir menn hafa oft. Hann var með undirhöku og augun voru sokk- in í fitupoka, en höfuðið var sköllótt. Hinn maðurinn var Ijóshærður og úfinn, og illa klæddur. v Við gátum ekki heyrt til þeirra og það var óþolandi, og eftir að hafa horft á þennan lát- bragðsleik þeirra í eina mínútu, sagði Rod: — Þetta þýðir ekki neitt. Ég ætla að reyna að lyfta glugganum. — í guðs bænum farðu var- lega, sagði Steve. — Ég nota þennan, sagði Rod og veifaði einhverju, sem var lík- ast blaði í vasahníf. Ég ætla að ýta honum ofurlítið upp og ef hann hreyfist ekki, höfum við ekki meira hér að gera. Án þess að vita, hvað ég var að gera, greip ég í handlegginn á Steve og kleip hann fast, en Rod staulaðist að glugganum og gætti þess að vera fyrir neðan ljósgeislan frá honum. Svo lyfti hann hnífnum í myrkrinu og stakk honum undir gluggann, en hann hreyfðist ekkL Við lágum þarna á hnjánum, grafkyrr. En Þá lyftist glugginn ofurlítið og við heyrum eins vel til mann- anna og við hefðum verið inni hjá þeim. Rod skreið til okkar og hreyfð ist ekki nema um þumlung í einu. — Við hefium herferðina strax. sagði feiti maðurinn við hinn, Hann hallaði sér fram og rétti yngri manninum skjala- hrúgu. „Hér er verkefnið handa þér. Tónlistarunnendur allra þjóða. Ungi maðurinn kinkaði kolli og horfði niður á hendurnar á sér eins og honum leiddist þetta. — En vertu ekki nærgöngull, sagði feiti maðurinn. — Það er svo auðvelt að ganga of langt, þegar maður talar þetta mál. Hann seildist til og tók í forn- legan bjöllustreng, sem var rétt hjá arninum eins og leifar af fornri dýrð hússins. Dyrnar lengst í ‘burtu opnuð- ust og þriðji maðurinn, sem ég gat mér til, eftir lýsingu Maurice, að mundi vera bílstjór- inn kominn. Hann leit út eins D----------------------------□ 8 □——---------------------------n og brjálæðingur úr teikningu eftir Hogarth. Munnurinn var slapandL hann var geysi hár vexti og risastórar hendurnar virtust helzt vera festar á hand- leggina með vír. Hann hefði og haft gott af að þvo sér. Feiti maðurinn talaði við hann á ein- hverju sönglandi tungumáli, sem ég skildi ekki. Bílstjórinn kinkaði kolli og fór út aftur. — Hr. Rochel.......sagði ungi maðurinn. — Hafið þér heyrt nokkuð frá Monsieur Phillippe? — Viltu ekki bíða andartak. Maðurinn, sem kallaður var Rochel, hélt áfram að skrifa. Hann leit furðu ríkmannlega út, samanborið við umhverfið, lík- astur mönnum, sem eru í aug- lýsingaheiminum kallaðir „væn- legir viðskiptavinir". En nánar á litið var nú ekki víst, að hann væri sérlega vænlegur, til eins eða neins. Hann var hörkulegur, þrátt fyrir allt spikið, nautna- sjúku og grimmur. Ég fékk hroll af að horfa á hann. Nú lagði hann frá sér penn- ann og sagði: — Nú, þegar Chepp er afgreiddur, verðum við strax að taka til við Romford. — Eigum við að sjá fyrir hon- um, eða hefur Philippe gert ein- hverjar aðrar ráðstafanir? — Smávegis slys í sambandi við rafmagn, virðist vera, sagði Rochel og fór að hlægja. — Glade fer með ykkur alla í biln- um, setur ykkur svo út og fer leiðar sinnar. Tekur ykkur svo upp í bakaleiðinni. Hérna eru áætlanirnar fyrir þrjá þá næstu. Ungi maðurinn laut fram og tók við blaðinu, og sagði: — Firth, Meadows og Caxton. Ágætt. Caxton síðast, Hún verð- ur líka áreiðanlega erfiðust. Vel á minnzt: Hvar er Kyle.... ? En þá varð hörmulegt slys. Steve hnerraði. Mennirnir tveir snarsneru sér I að glugganum, og hlustuðu svo í spenningi. Bak við vatnsgeym- inn hvíslaði Steve: — Flýtið ykk ur í bílinn, Svo læddist hann burt. Mennirnir inni í herberginu stóðu uppi og gengu út að glugg- anum. — Hver andskotinn........ byrjaði Rochel, þegar Steve kom út úr myrkrinu og gekk beint á ljósið og barði létt á gluggann. — Halló! kallaði hann kæru- leysislega, og andlitið var bros- andi kurteist og sviplaust. — Þið vilduð víst ekki vera svo vænir að hleypa mér gegnum garðinn og út á götuna. Hún litla systir mín fleygði skónum mínum í vatnið og það hefur verið fjandans fyrirhöfn að klifra yfir girðinguna. Ég nenni ómögulega að klifra yfir hana aftur. Hvorugur mannanna bærðist. — Þakka ykkur fyrir, sagði Steve. — Ég vissi, að þið mund- uð taka þessu vel. Steve gekk hratt gegnum borg arstrætin, sem voru manntóm, og einum tvisvar sinnum leit ég um öxl til þess að sjá, hvort við værum ekki elt. En enginn bíll sást koma eða hverfa á auðum götunum og brátt vorum við komin inn í umferðarskröltið í borginni, sem færðist í aukana, alla leið að Trafalgartorgi. Við vorum ekki elt. Steve var ekki margorður og það var ekki fyrr en við vorum komin heim til hans og kaffið komið á borðið, að hann sagði: — Gott og vel, þá skulum við byrja. — Byrja á hverju? sagði Rod. — Ég á við, hvað við gerum næst. — Gerum hvað? — Ég fyrir mitt leyti held, sagði Steve, — að þetta sé nú bara eitthvert plat, og ekki þess virði að vera að eyða tíma í það. Eigum við ekki alveg að sleppa því? Rod svaraði kæruleysislega úr sæti sínu við eldinn: — Ég hef nú svo sem heldur engan sér- stakan áhuga á þvi. — Hversvegna fara þeir svona laumulega með þessa prent- smiðju, ef þeir eru sárasaklaus- ir? tók ég fram í. — Og hvers- vegna voru þeir að taka russ- nesku, eða hvað það nú var? — Það er ekki hægt að kæra fólkið fyrir lögreglunni, þó að það tali framandi tungur, sagði Rod og brosti niður fyrir sig. — Ég held að þetta sé allt meinlaust, Ginny, sagði Steve og sendi mér þetta sakleysislega augnatiliit, sem aldrei var hægt að botna í. — Það er sennilega einhver kommúnista-áróður. N.I 5 veit allt, sem vitað verður um slíkt. Þessir náungar, sem við sáum í kvöld, taka sennilega sjálfa sig óþarflega alvarlega. Eins og til dæmis þessi ljóshærði. Hvort maður þekkir ekki þá teg- und. Við höfðum einu sinni einn af alveg sama tagi, þax sem ég vann. — En það er eitt, sagði Rod, án þess að líta upp. Hver er Romford? Eiga þeir við James Romford, þingmanninn? Og hver er Chepp? Ég var ekkert hrif- inn af þessu umtali þeirra um rafmagnsslys. — Romford á að flytja ræðu í Sheffield annað kvöld. Það stend ur í Sjónvarps-Times. Kannski ætla vinir okkar Islington að láta ljósin slokkna, sagði Steve. — En sú dómadags vitleysa, sagði ég. — Ekki vitlausara en að gera hávaða á fundum, svo að ekki heyrist til ræðumannsins. En þarna verður heldur ekki hægt að sjá hann. Þetta er talsvert sniðugt, skal ég játa. Steve hellti í kaffibollana. Hann var eitthvað svo lungamjúkur. Hvernig hafði hann orðið það? Fyrir hálftíma, þegar hann gekk beint að glugg- anum, hafði ég óttazt, að hann væri í lífshættu. — Hver voru hin nöfnin? spurði Rod. Hann lét heldur ekki neinar tilfinningar í ljós. Þetta hvað skeður, sem okkur líktist meira fundi í skrifstof- unni en gamansamkomu okkar þriggja. —' Firth, Meadows og Caxton, var ég fljót að svara. Frith gat verið ráðherrann í ríkisstjórn- inni, með því nafni. Meadows gat verið skipakóngurinn, sem gaf allt þetta stórfé til mannúðar- mála. Caxton gat verið sú hjá Sameinuðu Þjóðunum. — Þetta gæti verið. En þyrfti ekki að vera, sagði Steve. Rod hélt áfram að minna mig á það, sem hann var, sem sé end- urskoðunarst j óri í skrifstofu. Hann leit í kring um sig, eftir samþykki okkar. — Við komumst ekkert með því að vera að skrafa um þetta í kvöld. Við skulum borða há- degisverð saman á miðvikudag, í þessari nýju matstofu í húsinu þar sem skrifstofan hennar Virgi níu er, í Baker Street. Við skul- um öll horfa á Romford í sjón- varpinu annað kvöld, og ef eitt- hvað gerist sem okkur finnst tortryggilegt, eða öðruvísi en það á að vera, förum við i lögregluna með þetta litla sem við vitum. Eruð þið með? — Gott, sagði Steve. Við skul- um þá hafa það þannig. Af því, hvað hann flýtti sér að koma bollunum fyrir í eldihúsinu og fylgja okkur til dyra, réð ég, að hann væri feginn þessari af- greiðslu málsins — og okkar. Var það kannski stúlkan niðri? Ég var alveg máttlaus, þegar Rod ók mér heim. — Það er eins og ég sé alltaf í bíl með þér, þegar mér líður verst, sagði ég, þegar hann ók inn í þykkt lag af laufi á torg- inu og stöðvaði bílinn. — Það gerir ekkert til. Ég vil hafa þig svona. — Svona hvernig? — Svolítið önuga. Það er svo góð tilbreyting frá þessum smér- brosandi kvenpersónum í tann- sápuauglýsingunum mínum. Og svo klappaði hann mér ofurlítið, rétt eins og ég hefði verið kettl- ingur. Ég opnaði dyrnar hjá mér, fann orðsendingu frá Maurice á gólfinu, þar sem hann bað mig að hringja sig upp, en ég skipti mér ekkert af því og skreið i rúmið. Ég sagði Maurice í sem fæstum orðum frá því, sem gerzt hafði, þegar hann kom til mín í kvöld- mat næsta kvöld. Þar eð hann hafði farið fyrir mig til Itchen- or, var hann kátur og áhugasam- ur. Lituð þið eftir hjólsporunum? sagði hann, allt í einu. — Steve gerði það. Það var eitt nýtt dekk í því fari, sem lá að skúrnum, svo að þetta hlýtur að hafa verið sami bíllinn. — Ágætt. Þá þurfum við ekki annað að gera en bíða, sagði hann og sneri sér að matnum. ATVINNA Viljum ráða nú þegar stúlkur við létían hreinlegan iðnað. Upplýsingar hjá verk- stjóranum eða skrifstofunni. SIGURÐUR ELÍASSON HF. trésmiðja Auðbrekku 52 — Kópavogi. Til leigu Skrifstofuhúsnæði ca. 80 ferm. á 1. hæð við Hverf- isgötu. — Laust strax. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m., merkt: „Skrifstofuhúsnæði — 8440“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.