Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 3
Þriðjucfagrrr 22. marz 1966 MORGU NBLAÐIÐ 3 S TA K S TII \ \ lí FORSÆTISRÁÐHERRA Dana Jens Otto Krag, átti stuttan fund með íslenzkum blaða- mönnum síðdegis á sunnudag og var kona hans, Helle Virkner Krag, einnig viðstödd fundinn. Formaður Blaðamannafé- lags Islands, Emil Björnsson, kynnti þau hjónin fyrir blaða mönnum þeim, sem fundinn sátu, og gaf forsætisráðherr- anum því næst orðið. Krag kvaðst vilja þakka Blaðamannafélagi íslands fyr- ir að bjóða þeim hjónum til íslands og ágaetan fagnað í Lídó kvöldið áður. Hefðu þau hjónin mætt mikilli hlýju og vináttu og haft mikla ánægju af því að hitta og ræða við íslendinga. Forsætisráðlherrann var spurður að því, hvað hann vildi segja um úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna Jens Otto Krag og Helle Virkner Krag á fundi með íslenzkum blaðamönnum s.l. sunnudag. . Ljósm.: ó.K.M. Hðfum mætt mikilli hlýju og vináttu sagði Jens Otto Krag á fundi með blaðamönnum á sunnudag í Danmörku, sem fóru fram fyrir skömmu. Svaraði hann því til að jafnaðarmenn hefðu tapað nokkxu fylgi, einkum í Kaupmannahöfn, fyrst og fremst vegna þess að þar hefði þuirft að gera óvinsælar ráðstafanir í húsnæðismálum. Þessar ráðstafanir hefðu ver- ið nauðsynlegar og því hefðu jafnaðarmenn ekki hikað við að gera þær, þótt þær hafi komið óþægilega við suma. Jafnaðarmenn myndu aldrei hika við að gera það, sem þeir teldu vera rétt og nauð- synlegt. Sagði Krag, að hann teildi ekki að úrsliit kosninganna myndu hafa áhrif á stöðu flokkanna í þingkosningum og því.ekki vera fyrirboði um straumhvörf í dönskum stjórn málúm. Aðspurður um vandamálin sem Atlantshafsbandalagið á við að stríða um þessar mund ir, sagði forsætisráðherrann, að þau ættu rætuir sínar að rekja til óska franska forset- ans um breytingar á banda- laginu og kvað hann de Gaulle svipaðan dragbít á starfsemi þess og hann væri á starfsemi Efnaihagsbanda- lags Evrópu. Kvaðst Krag vantrúaður á að de Gaulle vildi Frakkland úr NATO, en hins vegair hefði hann gert kröfur um breytingar á skipu lagi hermála bandalagsins. En því væri ekki að neita að nokkur óvissa væri um fram- tíð NATO. Þegar hér var komið var þeirri spurningu beint til frú Kraig, hvað hún vildi segja um íslandsiheimsóknina. Hún sivaraði þvi til, að ferðin hefði verið sérstaklega ánægjuleg og hefði hið breytilega veður- fax ekki spillt þar fyrir. Sum- arveður hefði veirið er þau hjónin komu og nú hefðu þau fengið að sjá vetrarveður. Kom fram hjá frú Krag, að þau hjónin munu heimsækja Grænland næsta sumar og munu fljúga frá Kaupmanna- höfn til Thule. Þá var þeirri spurningu beint til forsætisráðherrans, hvaða álit hann hefði á styrj- öldinni í Vietnam. Kvað hann hana mikinn harmleik. Ekki aðeins vegna þjáninganna sem íbúar landsins verða að Mða, heldur og vegna þess skugga sem styrjöldin varpaði á heimsmálin og færi ástandið síversnandi. Krag kvað Dani ekki trúa á hernaðarlega lausn Vietnam vandamálsins. Allir aðilar, sem þar ættu hlut að, og þar á meðal Viet Cong, yrðu að setjast að samningaiborðinu. En hann kvaðst ekki vera þeirrar skoðunar, að það væri nein lausn að Bandaríkja- menn drægju sig einhliða til baka. Vandamálin í SA-Asíu yrði að ld'ta á sem eina heild og væri hin efnahagslega hilið ekki sízt mikilvæg. Loks var Jens Otto Krag spurður um erlenda fjárfest- ingu í Danmörku og kvað hann hana fyrst og fremst vera á sviði oMuiðnaðar. — Hefðu verið byggðar miklar olíuhreinsunarstöðvar. Þetta hefði skapað alveg nýja iðn- grein í Danmörku og ef til vili færi svo í frambíðinni, að Danir flyttu út oiíuvörur til hinna Norðurlandanna. Forsætisráðherrann kvað dönsk fyrirtæki fes'ta miikið fé erlendis og næmi það nú um 200 millj. d. kr. og kvað hann dönsku stjórnina styðja fjárfestingu danskra fyrir- tœkja erlendis. Á fundi blaðamannanna með Jens Otto Krag kom einn ig fram, að Danir hafa boðizt til að þjálfa hjúkrunarfóik frá Vietnam. Varðandi Fríveralunarbanda lagið (EFTA) sagði forsætis- ráðherrann, að allt væri undir því komið, hvernig færi með aðild Breta að Efnahagsbanda lagi Evrópu. Harold Wilson hafi lýst því yfir, að hann teldi Breta ekki eiga að gerast aðilar, nema ákveðnum skil- yrðum yrði fullnægt. Á sam- runa þessara tveggja mark- aðsbandalaga kvaðst Krag ekki trúaður í náinni fram- tíð enda myndu samningar í þá átt verða erfiðir og taka langan tíma. — Kosningarnar Framhald af bls. 1 að jafnaðarmenn myndu vinna allverulega á, og komast í stjórn- ina, en þar hafa þeir ekki átt sæti frá því árið 1058. Flestum Finnum til mikils ama hafa So>vétmenn oftsinnis haft óbein áhrif á stjórnmálastarf- semi í Finnlandi og árið 1058 tilkynntu þeir, að jafnaðarmenn væru ónothæfir í stjórn landsins, því þeir væru mjög fjandsamleg- ir Sovétríkjunum. Ráðamenn í Moskvu hafa einnig saglt, að því aðeins geti þeir fallizt á að jafn aðarmenn verði í næstu stjórn Finnlands, að kommúnistar verði þar einnig. Þessi afskiptasemi Sovétmanna hefur maelst illa fyr ir í Finnlahdi þó vitað sé, að stjórn, sem ekki nýtuir virðingar Sovétmanna. á erfitt uppdráttar. Hver er skoðun annarra flokka á aðild kommúnista að stjóm- inni? Miðflokkurinn, sem er stærsti flokkur Finnlands, hefur enn ekki tekið afstöðu. Johannes Virolainen, forsætisráðherra frá- farandi stjórnar, hefur þó lýst sig fúsan að reyna stjórnarmynd un með aðild allra flokka, ef á þurfi að halda. Leiðtogar íhalds- flokksins og frjálslynda flokksins hafa hinsvegar lýst því yfir, að þeir muni ekki taka þátt í neinni stjórn sem kommúnistar eigi aðild að. Flokksleiðtogi jafnaðar manna, Rafael Paasio, hefur lýst því yfir, að þótt kommúnistar, jafnaðarmenn og hinn Mtli flokk ur óháðra jafnaðarmanna, sem nefnast „Simonitar", fái meiri- hluta í þessum kosningum, þá verði hann það naumur, að eng- ar Mkur séu á því, að þeir geti myndað varanlega samsteypu- stjórn. Skoðanakannanir fyrir kosning arnar bentu til þess, að jafnaðar- menn myndu auka verulega við fylgi sitt og fá aftur þau 10 þing- sæti, sem þeir töpuðu í kosning- unum árið 1962. Til þessa hafa þeir haft 38 þingsæti. í ár gengu 300 þúsund nýir kjósendur að kjörborðinu og var það ein'kum könnun meðal þeirra, sem benti til fylgisaukningar jafnaðar- manna. Sá hópur, sem nú kýs í fyrsta skiptið, er nálega 10% kjósenda. Endanleg kosningaúrslit verða ekki kunn, fyrr en búið er að telja utankjörstaðaatkvæði. Talið er sennilegt. að utankjörstaðaat- kvæðin, sem í ár verða u.þ.b. 100 þús., geti haft nokkur áhrif á þær tölur sem birtast í blaðinu 1 dag. í kosningunum árið 1962 fengu borgaraflokkarnir meiri- hlutann af utankjörstaðatkvæð- unum og búist er við því að svo verði einnig í ár. Fyrstu kosningatölur frá Finn landi bentu til þess að jafnaðar- menn myndu bæita við sig 12 þingsætum og ásamt kommúnist um fá meirihluta á þingi. Rétt er að geta þess, að aðeins höfðu verið talin 11% atkvæða er þess ar tölur voru birtar, en sam- kvæmt þeim var áætlað að borg araflokkarnir fengju 99 þingsæti en stjórnarandstöðuflokkarnir 101. Þessar fyrstu tölur juku mjög á spennuna í Finnlandi, að því er NTB-fréttastofan sagði. Þegar um 70% atkvæða höfðu verið talin var greinilegt, að jafnaðarmenn myndu vinna stór- sigur í kosningunum, og mun meiri, en hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vöna. Þeir höfðu þá unnið 16 ný þingsæti og tald- ar Mkur á því, að þeir ynnu eitt tii viðibótar. Kommúnistar og Simor.ifar höfðu staðið í stað, en borgaraflokkarnir höfðu alliir tapað þingsætum. í Helsinki fengu jafnaðarmenn 7 þingsæti, en höfðu áður 4. Mið flokkurinn,- sem til þessa hefur verið stærsti flökkur Finnlands, tapaði miklu fylgi um allt land- ið og í Helsinki fékk hann eng- ann mann kjörinn. • Eftir að kosni’ngaúrslitin voru kunn, sagði fráfarandi for- sætisráðherra, Johannes Virola- inen, að landsmenn hefðu greini- lega valið stefnu stjórnarflokk- anna og nú væri augljóst, að Mið flokkurinn yrði í stjórnarand- stöðu. Flokksleiðtogi jafnaðar- manna, Rafael Paasio, sagði hins- vegar, að meirihluti fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka væri tæp lega nægilegur til að þeir gætu myndað stjórn. Jafnaðarmenn fengu 27% atkvæða og er það 7.6% aukning frá því sem áður var. Þjóðviljinn og ísvandamálið Benedikt Gröndal ræðir nm áróður Þjóðviljans gegn Búrfells virkjun í dálki sínum í Alþbl. sL sunnudag. Hann segir þar m.a.: „Þjóðviljinn hefur háð furðu- * lega baráttu gegn .stórvirkjun Þjórsár og álbræðslu í Straums- vík. Ritstjóri blaðsins Magnús Kjartansson, hefur talið væn- Xegast að beina skrifum blaðsins að einu atriði varðandi virkjun- ina: ísvandamálinu. Hann treystir sér ekki til að byggja vörn sína á almennum þjóðernis- eða efna- hagslegum rökum. Sigurður Thoroddsen stendur án efa að baki Magnúsi. Hann hefur lengi rekið verkfræðifyrir- tæki í Reykjavík, unnið mörg og góð verk á sviði virkjunarmáia og haft stórfelld viðskipti við raforkuyfirvöld. En í þessu Þjórs ármáli var gengið fram hjá Sig- urði af einhverjum ástæðum og sótt til amerísks fyrirtækis, Harza International í Chicago. “ Nú vill svo til, að í sama mund fengu íslendingar styrk frá Sérsjóði Sameinuðu þjóðanna. Voru ráðnir tveir Norðmenn til að rannsaka ísmyndun í íslenzk- um ám. Það voru Olav Devik og Edvig V. Kanavin. Þeir voru ekki ráðnir í sambandi við Þjórs árvirkjun og athuguðu einnig Hvítá, enda þótt athuganir þeirra gætu komið að gagni við virkj- un Þjórsár. Hjólin sett í gong Nú voru hjólin sett í gang. Þessum saklausu, norsku vísinda mönnum skyldi teflt gegn öllu ríkisapparati íslands. Svo fast var málið sótt, að Magnús Kjart- anssyni tókst að komast yfir skýrslu, sem ríkisstjórnin var var ekki farin að sjá. Var nú ó- spart alið á því, að stjórnin væri að fela skýrsluna, af því að hún væri óhagstæð og mundi gera álbræðslumálið óhagkvæmt. Það Þ þyrfti viðbótarmannvirki í Þjórs á fyrir 200 milljónir. Magnús hafði þarna nokkuð forskot með skýrslu, sem ann- stæðingar hans höfðu ekki séð, þótt svo ætti að heita, að þeir stjórnuðu landinu. Nú beitti hann óspart áróðursaðferðum McCarthys og reyndi að vekja efasemdir, sem áttu að berast eins og eitur um þjóðarlíkamann. Jakob Gíslason raforkumála- stjóri hefur sagt, að ekkert í skýrslunni hafi komið íslenzkum vísindamönnum á óvart. Þeir þekktu þennan vanda og höfðu alla tíð gert ráð fyrir honum við Þjórsá. Munurinn var aðeins sá, að þeir ætluðu að leysa hann að miklu leyti á annan hátt en Norð- mennirnir. Það gerist við nálega hvern vanda, að verkfræðingar benda á fleiri en eina leið — og þær oft ólikar. Verður að velja og hafna. Furðulegur áróðursvefur Allt er þetta svo furðulegur á- róðursvefur, sem mest má vera. íslenzíir, norskir og bandarískir verkfræðingar hafa um árabil glímt við ísvandamálið í Þjórsá. Módelrannsóknir. hafa verið gerð ar í Þrándheimi. Stíflan við Búr- fell er teiknuð eftir niðurstöðum þeirra rannsókna. Gert er ráð fyrir vatnsmiðlun úr Þórisvatni. Smærri stíflur og garðar verða í Þjórsá. Og loks er gert ráð fyrir hagkvæmum varastöðvum. Þetta verk hefur verið rækilega undirbúið af ágætum vísinda- mönnum, en skýrsla Deviks og Kanavins hefur haft þau áhrif, sem ástæða er til, á undirbúning verksins, meiri ekki. íslenzk yfir völd treysta sérfræðingum sínum og ráðunautum þeirra í þessu máli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.