Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 12
ir 12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1960 Guðmundur Gíslason Hagalín: Islenzk menntun og menning á árinu 1965 Upphafsorð MÖRG undanfarin ár hefur það verið venja dagblaðanna hér á landi að flytja um og eftir ára- mótin yfirlitsgreinar um gengi atvinnulífsins á liðna árinu, fjár- hagsafkomu þjóðarbúsins og það, sem gerzt hefur á vettvangi stjórnmálanna. Greinarnar um stjórnmálalífið og þróun þess hafa jafnan ritað formenn stjórnmálaflokkanna, og hafa þær að vonum verið samdar sem stuttur leiðarvísir í sókn og vörn áhugasömum flokks mönnum um land allt —- og þá jafnframt til styrktar rétttrúnaði almennra kjósenda flokkanna, en kjósendurnir eru vitanlega allir meira og minna umsetnir af vélráðum freisturum og reyn- ast sumir svo veikir fyrir, að við þá mundu 'hæfa hin ávítun- ar- o g alvöruþrungnu ávarps- orð: Þér trúarveikir. En í öllum þesstun yfirlitsgreinum felast . staðreyndir og sjónarmið, sem hverjum þjóðfélagsborgara er skylt að glöggva sig á, en ekki imunu þær sízt þykja fróðlegar þeim mönnum síðari kynslóða, sem skoða þær grandgæfilega í Ijósi sögunnar og freista að kom- ast að raun um, hvað í þeim kynni að vera vanhermt og mis- hermt vitandi vits. Þær munu þykja mjög góður og merkilegur vitnisburður um siðferðis- og ábyrgðartilfinningu foringja og forustusveita hins pólitíska lífs á íslandi á fyrsta aldarfjórðungi lýðveldisins — og þá ekki síður spegill þess mats, sem hinir reyndustu mannvitsbroddar á vettvangi stjórnmálalífsins lögðu á þroska- og þekkingarstig hinna upplýstu íslenzku kjósenda á þessu tímabili. Höfunda yfirlitsgreinanna um atvinnulíf og fjárhagsafkomu hafa ritstjórarnir valið með til- liti til þekkingar og áhuga á þessum mikilvægu málum, en samt yfirleitt úr hópi flokks- bræðra sinna — eða að minnsta kosti manna, sem standa þeim nærri í skoðunum og viðhorfum. í öllum þessum greinum er fólg- inn raunhæfur, og handhægur fróðleikur, en samt sem áður eru þær oftast hver út af fyrir sig dálítið viðsjál heimild. Mis- jafnlega mikil áherzla er þar lögð á hinar ýmsu staðreyndir, það mál, sem þær tala sumar hverjar, túlkað á furðu ólíkan hátt, jafnvel dregnar mjög mis- jafnar ályktanir af svo órækum rökum sem niðurstöðutölum frá opinberum stofnunum, og er stundum ærið auðsætt, að þar gætir ekki aðeins ólíkra við- horfa, heldur líka hagræðingar é orsökum og afleiðingum stjórn . arathafna, aðgerða forustu- manna á sviði atvinnulífsins, meira og minna óhjákvæmilegra verkana erlendra aðstæðna og ástands og síðast en ekki sízt, misjafnrar rausnar og margvís- legra dutlunga náttúrunnar. En þrátt fyrir það, að sú þarfa venja hefur verið upp tekin að gera upp í blöðunum reikninga atvinnu- og fjárhagslífs þjóðar- innar, hefur menningarmálum hennar ekki verið slíkur sómi sýndur. Þó er það menningu hennar ótvírætt að þakka, að hún er til sem sérstæð og sjálf- stæð þjóð, — já, ef til vill, að hún féll ekki úr hor og harð- rétti á nauðöldunum mörgu og löngu, — og ennþá og máski aldrei |rekar en nú eru menn- ingarmálin grundvöllur alls hennar réttar og gengis á öðr- um sviðum, þó að ýmsir vel upp- fræddir og að því er virðast mætti ábyrgir dánumenn tali þannig og skrifi um mál, sem ótvírætt varða gæzlu fjöreggs íslenzkrar menningar, að engan veginn leynir sér, að þeir eru sneyddir- þeim reynsluskilningi, að því fjöreggi má aldrei í hugs- anlega hættu stofna — nema slík nauð blasi við að velja verði þann kostinn, sem skárri er af tveimur vondum — hvað þá að fjöregginu megi búa vá sakir tómstundaafþreyingar svo mak- ráðra velsældarborgara, að líkja mætti við það, að þeir nenntu ekki að bera sig eftir mat sín- um, en sætu í hægindastóli og kostuðu ærnu fé til að láta mata sig á amerískum dósamat.... Upp úr síðustu áramótum varð tilrætt um það milli tveggja af ritstjórnum Morgunblaðsins, að óviðurkvæmilegt væri. að menn- ingarlífi þjóðarinnar væru engin skil gerð í yfirlitsgrein og væiri að því leyti minna við þau haft en atvinnuvegina, fjánmálin og framvinduna á vettvangi stjórn- málanna. í»eir komu svo að máli við mig seint í janúar og spurðu, hvort ég mundi fáanlegur til að ríða þarna á vaðið og bæta úr skák. Ég kvað þá ákvörðun þeirra að láta að einihverju getið með nýju ári menntunar og menningarmála' á svipaðan hátt og annars, sem mikilvægt væri þjóðinni, sannarlegt gleðiefni, en hins vegar ssei ég á því ýmsa vandhæfni, að ég tæki þetta að mér, — að minnsta kosti gæti ég ekki svarað beiðni þeirra án þess að taka mér frest. Þeir kváðu hann velkominn, og síðan ræddum við málið iítillega, og kom okkur saman um, að sá maður, sem ætlað væri að gera slíku verkefni sæmileg skil, yrði helzt að hafa tekið það að sér með árs fyrirvara, svo að hon- um gæfist kotur á að gefa náinn gaúm að sem flestu á þessu sviði, jafnóðum og það gerðist, leita sér um það glöggra upplýsinga og eiga viðtal við ýmsa þá menn, sem þar væru aðilar eða ráða- menn — og kynna sér þannig atburði, aðstæður, ástand og horfur, þótt aðeins safnaði hann efni í yfirborðslegt og næsta óná kvæmt greinarkorn. Ég gerði mér ennfremur ljóst, að í flestum greinum þessara mála yrði ekki á sama hátt og á sviði atvinnu- og efnahagslífs stuðzt við áþreifanlegan árangur frá ári til árs, og loks kom það til, að ég þóttist sjá, að í fyrstu gerð hlyti form sl'íks yfirlits frá minni hendi að verða ófullkomnara en svo, að það væri málefninu sam- boðið, enda stóð þannig á af ófyrirsjáanleg'um ástæðum, að ég var svo önnum kafinn við bein skyldustörf, að ég varð að taka til þeirra allar mínar venju legu tómstundir. Hins vegar virtist mér, að all- mikils gæti verið um það vert, að stærsta og víðlesnasta blað landsins tæki upp þann hátt að birta slíka yfirlitsgrein upp úr hverjum áramótum. — líklegt væri, að önnur dagblöð færu að dæmi þess, og þá er fram í sækti yrðu þessi ýfirlit heiltækari og forvitnilegri en frumsmíðin, ykju áhuga og yfirsýn og þá jafnframt almennari og gleggri skilning á þeirri staðreynd, að menntun og menning fslendinga er grund- völlur tilveruréttar þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar og aflgjafi þess metnaðar þeirra að sýrna að þeir séu færir um að leiða sjálf- ir sjálfa sig á vettvang atvinnu- lífs, viðskipta-, félags- og fjár- mála. Ennfremur mundu slíkar greinar reynast í framtíðinni nokkur heimild um megindrætti í þróun íslenzks meinningarlífs. Að þessu athuguðu — og þar eð mér voru fengnar að fullu frjálsar hendur — ákvað ég að svara óskum ritstjóranna ját- andi, ríða þarna á vaðið, þegar mér gæfist til þess tóm, þótt vanbúinn yrði ég og vinningur- inn fyrst og fremst sá, að síðar riðu á sama vað aðrir, sem væru til þess betur búnir og hefðu meira og mætara að flytja. Fræðsla bama og unglinga. Allt frá því að almenn fræðslu lög voru samin og samþykkt hér á landi — eða í um það bil sex áratugi — hefur víðast verið mikill munur á skólagöngu barna og unglinga í strjálbýli og þétt- býli. Enn er það svo, að mjög mörg fræðsluhéruð, þar sem ekki er neinn þéttbýliskjarni, veita börnum fræðslu í færri ár og styttri tíma á ári hverju en veitt er í fjölbýlinu, og unglinga- fræðsla hefur engin verið í fjöl- mörgum sveitum, þó að gert sé ráð fyrir henni í núgildandi fræðslulögum. Sú undanþágu- heimild, sem er í þeim lögum, mun hafa verið hugsuð sem mjög tímabundið ákvæði, en nú — eft- ir tvo áratugi — er sú skipan sem leyfð er í skjóli hennar, orð- in víða 'hið fasta og lítt haggan- lega form fræðsiunnar. Margt þykir og er raunveru- lega athugavert og úrelt í þeim kennsluháttum, sem nú eru yfir- leitt ríkjandi í barna- og ung- lingaskólum fjölbýlisins, og víst er um það, að góðir og skyldu- ræknir kennarar, jafnvel ekki Guðmundur G. Hagalín sérmenntaðir, hafa náð ótrúlega góðum árangri á stuttum tíma í mörgum af sveitum landsins. En trúin á, að slík fræðsla vegi upp á móti þeirri, sem börn fá, þar sem skólatíminn er lengri, hefur mjög tekið að bila hin síðustu árin. Ærið erfitt hefur reynzt að fá hæfa menn til kennslustarfa — og þá fyrst og fremst í fá- mennum og afskekktum héruð- um, og fleiri og fieiri forráða- menn sveitanna hafa komið auga á þá staðreynd, að unglingarnir úr strjálbýlinu, sem ekki hafa fengið þar þá fræðslu, sem fræðslulögin gera raunverulega ráð fyrir, eiga ekki jafngreiða leið og jafnaldar þeirra í fjöl- býlinu til þess námsárangurs i gagnfræða-, héraðs- og jafnvel iðnskólum, sem er þeim skilyrði til frekara framhaldsnáms. Þetta kom greinilega fram á Aliþingi í hittiðfyrra. Allþingis- menn, sem gera sér sérlegp títt Fyrri hluti um hag sveitanna, hófu umræð- ur um það misrétti, er fram kæmi í ofangreindum staðreynd- um. En menntamálaráðherra upp lýsti, að um þetta yrði ekki yfir- stjórn fræðslumála sökuð, heldur sú deyfð. og tregða, sem ríkt hefði meðal forustumanna sveit anna, en nú hefði raunar kom- izt meira kvik á þá en áður. Námsstjórarnir og fræðslumála- stjórnin hefðu lengi hvatt tM þeirrar þróunar, að smátt og smátt risu upp einn eða tveir heimavistarskólar handa börnum og unglingum í hverju héraði. Nú væri unnið að þessari þróun af mikilli elju, og hefðu náms- stjórarnir lagt sig fram um að sameina sveitirnar um slík úr- ræði — í fyllsta samstarfi við fræðslumálastjóra og mennta- málaráðuneyti. Árangur þessa starfs á liðnu ári hefur ljóslega sýnt, að þarna hafa beinlínis orðið straum- hvörf. Ekki færri en 20 fræðslu- héruð hafa á árinu sameinast öðrum um rekstur heimavistar- skóla handa börnum og ungling- um. Víða hefur þessi skipan fræðslumálanna gefizt vel, þar sem slíkir skólar hafa starfað jm skeið, en ýmsir örðugleikar hljóta að vera á starfi þeirra í fyrstu, meðan festa er að kom- ast á starfshætti og skipan kenn- araliðs og fólkið í þessum héruð um er að átta sig á hinum nýju viðhorfum. Börnin koma af fá- mennum heimilum, oft einangr- uðum, og þau þurfa að venjast tillitssemi hvert við annað og þeirri staðreynd, að ekki sé sér- stakt tillit tekið til eins öðru fremur, og þau þarfnast náinnar og skilningsríkrar handleiðslu ekki aðeins við námið í og utan kenslustunda, heldur engu síð- ur í leik og starfi í tómstundun- um. Þurfa því kennarar að vera sem allra samhentastir og gera sér enn gleggri grein fyrir þeirri uppeldislegu samábyrgð sem á kennaraliðinu hvílir heldur en þeir, sem koma til vinnu sinnar í heimagönguskólum og hverfa heim til sín að lokinni kennslu. Á síðasta skólaári var meira en fjórði hver íslendingur í skólum, þar af fimmtungur allrar þjóðar innar við skyldunám í barna- og unglingaskólum. Hún er ærin, sú á'byrgð á framtíð þjóðarinnar, sem hvílir á herðum íslenzkrar kennarastéttar, en hennar er sjaldan minnzt nema út af ein- hverju, sem miður þykir fara, — og foreldrarnir minnast flest- ir síður, hver hlutur þeirra sjálfra þarf að vera til þess að vel takist. Þjóðfélagið gerir sér yfirleitt gleggri grein fyrir þvi, hvað það leggur af mörkum til fræðslumálanna, heldur en hinu, hverja steina það leggur með margvíslegu móti í götu hinnar ungu kynslóðar og þeirra, sem hafa tekið að sér og búið sig undir að fræða hana og leiða. Endurskoðun fræðslulaganna Á síðasta ári var því hreyft meira en áður, hvar sem skóla- mál bar á góma, að nauðsyn bæri til að endurskoða fræðsluiögin og samræma þau þeim breyting- um, sem orðið hafa á aðstæðum og fræðsluþörf á þeim 20 árum, sem liðin eru, síðan lögin voru samin og samþykkt, og hefur nú komið fram á Alþingi, bæði hjá þingmönnum úr ’hópi stjórnar- andstæðinga og hjá menntamála róðherra, að slík endurskoðun sé óhjákvæmileg. Þegar rætt er um þörfina á endurskoðun, munu menn ekki sízt hafa í hug þá tæknilega þró- un, sem hér hefur orðið á sein- ustu áratugum og þá framhalds- skóla, sem við hana miðast, sem sé breytta' og bætta iðnskóla og hinn stórmerka tækniskóla, sem starfaði í fyrsta sinn á síðasta skólaári og hefur að dómi þeirra, sem til þekkja, tekið verkefni sín mjög föstum og tímabærum tökum. En ekki má heldur gleyma endurbótum á þeirri fræðslu, sem stefnir að varð- veizlu íslenzkra menningarerfða og þjóðernis. Tel ég mig hafa sérstaka ðstöðu og jafnvel skyldu til að víkja hér að atriði, sem er jafnmikilvægt, hvort sem litið er til þessarar fræðslu eða hinn- ar, er stefnir að þekkingu, sem þörf er á sakir hraðvaxandi tækni í atvinnuvegum" þjóðar- innar. Vegna beggja þessara fræðsiu- greina þykir nú í öllum þeim löndum, sem ég hef haft fregnir af, vestan hafs og austan og jafnt í Austur- sem Vestur-Evrópu, bera brýna nauðsyn til að kenna nemendum sem allra fyrst að vinna sjálfstætt — í skólunum og utan þeirra — safna heimUd- um um ýmis atriði, sem þeim er ■ á bent, og lesa sig til um eitt og annað, sem varðar nám þeirra, en ekki er að finna í sjálfum námsbókunum. Þetta þykir gefa þá raun, að það auki á skilning nemenda og áhuga á náminu, veiti þeim aukið sjálfstraust og síðast en ekki sízt þjóni með afbrigðagóðum árangri því tví- gilda og merkilega hlutverki að leiða í ljós sérgáfur þeirra og gera þeim slíka sjálffræðslu fram að eðlilegri þörf, sem knýi á ævilangt, hvert sem lífsstarf þeirra verður. Við þennan þátt fræðslustarfs ins eru fyrst og fremst notuð skólabókasöfn, en hér eru slík söfn víða alls ekki til, og þau, sem til eru, eiga tilviljunar- kenndan bókakost, eru sum alls ekki notuð, önnur einungis sem tómstundagaman — og aðeins sárfá í þeim tilgangi, sem að ofan greinir, — og ekki nema að litlu leyti og næstum að segja í ósamræmi við þá skipan fræðsl unnar, sem nú ríkir. Aðeins hér í Reykjavík veit ég til, að stjórn fræðslumálanna hafi gert ráð- stafanir til rækilegrar athugun- ar áð hvernig við verði komið starfsemi slíkra safna sem lið í fræðslukerfinu, en það var gert með þeim hætti, að fræðslu- stjóri fékk hingað á síðastliðnu sumri sérfróðan og reyndan mann frá Svíþjóð, sem kynnti sér starfsemi Bæjarbókasafns Reykjavíkur og aðstöðu til starfrækslu skólabókasafna í framtíðinni í samstarfi við Bæj- arbókasafnið, og skilaði loks all- rækilegu áliti um þessi mál. En til sönnunar því, hve -fjarri það er uppalendum hér á landi að hugsa sér, að bókasöfn séu börnum og unglingum nokkurs virði, get ég nefnt tvö ærið þung væg dæmi. Nefndir hafa verið skipaðar út af vandamálum ung- linga. í þær hafa verið valdir þeir menn, sem bezt hefur verið treyst til skynsamlegra úrræða, en í álitum þeirra hefur alls ekki verið á það drepið, að notkun bókasafna til tómstundaiðju og fræðslu geti verið nokkurs virði. Þá hef ég orðið þess áþreifan- lega vís á þeim tólf árum, sem ég hef haft náin kynni af bóka- söfnum víðs vegar á landinu, að í heimavistarskólum — og þá einkum héraðsskólum — hefur reynzt nauðalítill áhugi á aukn- ingu og starfrækslu bókasafna, — já, ég hef jafnvel orðið þess var, að finnanlegir eru skóla- stjórar, sem telja það geta orðið til tafar við nauðsynlega ítroðslu, að nemendur taki sér í hönd ann i að lesmál en námsbækurnar. Hirðing þeirra safna, sem til eru í heimavistarskólum, hefur og víða verið næsta bágborin, enda hefur það verið svo til algild regla að reisa skóla, án þess #ð bókasafni og lesstofu handa nem- endum væri ætlað þar nokkurt rúm. Við íslendingar höfum jafnan haft mikil og náin skipti við Dani, og margt er „frá Dönum, sem gæfan oss gaf“, — enda mun það almennt viðurkennt hér á landi, að Danir séu flestum þjóðum fremri um skipan menn- ingarmála sinna og þar ærið raunsæir á, hvað vel megi henta. í Danmörku hafa skóla- bókasöfn lengi verið til, og meira og meira hefur verið að því stefnt að gera notkun þeirra sem allra virkastan þátt í fræðsl- unni. Þó Voru þar árið 1964 all- margir skólar, sem ekki áttu nein bókasöfn, þrátt fyrir það, þótt slík söfn hlytu ríflegan ríkisstyrk. Sú varð raunin, að nemendur úr þeim skólum Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.