Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 16
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞrifSjudagur 22. marz 1966 JllírripilttM&ISril* Súkarnó og Suharto. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. 17ins og kunnugt er hefur kommúnistamálgagnið að undanförnu flutt gróusögur um vafasaman undirbúning við Búrfellsvirkjun og jafn- vel talið sig vita að leggja þyrfti í aukinn kostnað til að tryggja rekstur Búrfellsvirkj unar. Allt er þetta úr lausu lofti gripið og vísvitandi ó- sannindi, eins og Ijóst er af fréttatilkynningu, sem Lands virkjun hefur sent frá sér. Þar er á það bent, að út- reikningar byggðir á nýjustu lýsingum dr. Deviks, norsha eðlisfræðingsins, sem hér hef- ur rannsakað ísamyndanir, sýni, að orkuskortur vegna ísa yrði aðeins um 1% af áætlaðri heildarorkusölu Landsvirkjunar, en ástæða sé til að ætla að þessir út- reikningar séu um of varkár- ir og orkuskorturinn verði þeim mun minni. Dr. Gunnar Sigurðsson, yf- irverkfræðingur Landsvirkj- unar, skýrir og frá því í við- tali við Morgunblaðið, að at- huganir Norðmannannahefðu ekki gert annað en staðfesta það, sem vitað var um þessi mál hérlendis, enda hefur ekkert óvænt fram komið í skýrslum þeirra, gagnstætt því sem kommúnistamálgagn- ið hefur haldið fram . Auðvitað hafa menn frá upphafi gert sér grein fyrir því, að ísamyndanir væru í Þjórsá, og hafa virkjunar- áætlanir að sjálfsögðu verið við það miðaðar. Sjálfsagt var samt talið að gera allar þær athuganir, sem hugsan- legt væri og tilraunir. Hafa þær athuganir og tilraunirn- ar einmitt staðfest, að sú virkjunartilhögun, sem ákveð in er, sé hin heppilegasta. Andstæðingar stóriðjufram kvæmda og stórvirkjunar hafa reynt að tína til marg- háttuð „rök.“ Einna líklegast til árangurs fannst þeim lengi vel að halda því fram, að virkjunarkostnaður myndi fara langt fram úr áætlunum, vegna hækkandi verðlags inn anlands. Þær fullyrðingar féllu um sjálfa sig þegar opn- uð voru tilboðin í virkjunina, en 4/5 hlutar kostnaðarins eru á föstu verði, svo að sýnt er, að áætlanir standast full- komlega og engin ástæða til að ætla að virkjunarkostnað- urinn verði hærri en upphaf- lega var gert ráð fyrir. Þá var gripið til ósanninda um ísmyndanir og stanzlaust á þeim hamrað, líklega að undirlagi Sigurðar Thorodd- sens, verkfræðings, sem finnst fram hjá sér gengið, og var svo klaufskur, þegar hann lét fyrst frá sér heyra Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaistræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. um þetta mál, að auglýsa að afstaða hans byggðist á póli- tísku mati. Um áramótin hrakti Jakob Gíslason raforkumálastjóri þennan ósæmilega málflutn- ing í ágætri grein. Sljákkaði þá nokkuð í „Þjóðviljanum.“ En brátt var tekið til við iðj- una á ný. En nú liggja stað- reyndir málsins fyrir, svo að um þær verður ekki deilt. Hins vegar gera víst fæstir ráð fyrir því að kommúnist- ar virði þær fremur en sann- leikann almennt. Úrtölumenn munu vafa- laust búa sér til röksemdir, svo mikið kapp sem lagt er á það að hindra, að íslending- ar hefji stóriðju og stórvirkj- anir. RÆÐA DANSKA FORSÆTISRÁÐ- HERRANS Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, flutti ágæta og athyglisverða ræðu á árshátíð íslenzkra blaða- manna síðastliðið laugardags- kvöld. Bar ræða hans öll vott einlægum hlýhug og góðum skilningi og velvild í garð ís- lands. — Forsætisráðherrann kvaðst líta á heimboðið hing- að til lands sem nýja stað- festingu á hinum nánu tengsl- um, sem eru milli íslands og Danmerkur. Hann kvaðst vilja nota tæikfærið til þess að hylla íslenzku þjóðina, vegna þess hvernig hún hefði komið til móts við Dani og sýnt viija á að draga fjöður yfir liðna atburði. íslendingar þakka hinum danska forsætisráðherra þessi drengilegu og hreinskilnis- legu ummæli. Orð hans um hin dýrmætu menningaráhrif, sem á öllum tímum hafa bor- izt milli Danmerkur og ís- lands, eru íslenzku þjóðinni einnig mikils virði. Hann kvað íslenzku handritin vera ímynd einhvers þess dýrmæt- asta, sem Dönum hefðu bor- izt. Þau hefðu opnað þeim heim íslendingasagna, og af þeim hefðu Danir öðlazt þekkingu á frelsishugmynd- um Norðurlandabúa til forna, og sameiginlegum hugsunar- hætti þeirra. íslendingar taka einnig undir þau ummæli Jens Otto Krags, að þróun hinnar góðu og nánu sambúðar milli ís- lenzku og dönsku þjóðarinn- ar muni halda áfram, og sam skiptin milli þessara þjóða verða æ nánari. íslendingar líta á Dani sem nánustu vina- þjóð sína og hafa einlægan á- í Indó- nesíu EKKI er, allt sem sýnist í Indónesíu þessa dagana. Eftir októberbyltinguna á síðasta ári, kvisaðist það út í Djakarta, að Súkarnó væri annaðhvort dauð- ur, alvarlega veikur, í fangelsi eða flúinn. En hann kom fram á sjónarsviðið skömmu síðar og í síðasta mánuði var hann kom- inn í essið sitt, farinn að egfa út stórorðar yfirlýsingar og allt virtist vera komið í sama horf og áður. í síðustu viku ýttu svo hershöfðingjar landsins Súkamó til hliðar og tóku öll völd í sínair hendur með samþykki hans. Hershöfðingjarnir höfðu sann- arlega yfir ýmsu að kvarta. Efnahagur landsins var og er í mesta ólestri, kommúnistar höfðu verið settir inn í stjórnina og Súkarnó hafði vikið Abdul Nasution. úr stjórninni, en hann er aðalleiðtogi and-kommúnista í Indónesíu. Það var Nasution sem stjórnaði aðförum að bylt- ingarmönnunum í október sl. Þrátt fyrir brottvikningu Nasuti- ons, héldu harshöfðingjarnir að sér höndum. Stúdentar og and- kommúnistar stofnuðu aftur á móti til óeirða til að mótmæla gerðum stjórnarinnar. Stúdent- arnir brutust inn í opiniberar byggingar og einnig inn í kín- verska sendiráðið, en herinn lét þá að mestu afskiptalausa. Þetta afskiptaleysi kom heiminum ein- kennilega fyrir sjónir, en nú hef- ur komið á daginn, að herinn undir stjórn Suhartos, var í raun inni hlynntur aðgerðum stúd- entanna. Óeirðirnar voru liður í vel útreiknaðri áætlun hersins um að ná völdunum í sínar hend- ur, en alilt skyldi fara löglega fram. Þegar óeirðirnar höfðu skapað hið mesta öngþveiti í Djakarta, lagði herinn úrslita- kostina fyrir Súkarnó: annað- hvort að víkja öilum kommún- istum úr stjórninni og láta handtaka dr. Subandrio, eða láta öll völd í hendur hersins. Af tvennu illu valdi Súkarnó síðari kostinn, en krafðist þess að verða áfram forseti landsins. Hersihöfðingjarnir höfðu í raun- inni aldrei ætiað að setja Súkarnó „alveg af“, þeir vildu hafa goðin áfram á stalli og láta þannig líta út sem þeir væru að- eins að vernda stjórnarskrána með því að taka völdin. Maðurinn, sem stóð á bak við Iþessi átakalausu valdaskipti var Suharto, sem er 4ö ára gamall. Hann er hershöfðingi og kom. huga á að treysta sem bezt gömul og ný tengsli milli þjóð anna. Þess vegna taka allir íslendingar undir lokaorð for sætisráðherrans, er hann mælti á þessa leið: „Á umbrotatímum finna menn betur til ættartengsla. Ef til vill er sannleikurinn sá, að íslendingar og Danir standa hvorir öðrum nær en nokkru sinni fyrr. Við skul- um styrkja þessi tengsl, ganga til móts við sameigin- lega framtíð Norðurlanda- þjóðanna og annarra Evrópu- þjóða, og sameiginlegt tak- mark okkar skal vera aukin verzlun landa á milli, vöxtur menningarinnar oe friður landa á milli“. fyrst fram á sjónarsviðið er hin misheppnaða bylting var gerð í október sl. Suharto hefur verið forsetanum tryggur þjónn, þó hann hafi ekki alltaf verið fylgj- andi hinni vinstrisinnuðu stefnu Súkarnós. Ekki varð það til að bæta samkomulag þessara manna, er Suharto sá lík sex and-kommúnistisikra hershöfð- ingja, sem myrtir höfðu verið í októberbyltingunni. Eins og áður er sagt, veik Súkarnó Nasution úr stjórn Dr. Subandrio sinni 21. febrúar, er forsetinn endurskipulagði hana. Á þeim tíma setti Súkarnó ýmsa komm- únista inn í stjórnina og einnig höfuðleiðtoga múhameðstrúair- manna, Undanfarnar vikur hef- ur Suharto setið á leyniilegum fundum með Nasution og öðrum and-kommúnistiskum hershöfð- ingjum og er talið að Nasution UMMÆLI PÉT- URS OTTESENS Árið 1905 var hin fræga bændaför farin, og hefur bændum að vonum löngum gramist, að sú för skyldi við þá kennd. En sagan endur- tekur sig. Nú hafa nokkrir menrt gert bændastéttinni þann grikk að samþykkja á búnaðarþingi andmæli gegn stóriðju. Um það sagði Pétur Ottesen, stjórnarmaður -Bún- aðarfélags íslands: „Ég tel alveg fráleitt að bændastétt þessa lands geri nokkuð til þess að hamla á móti aukinni fjöibreytni í at- hafi átt hugmyndina að leggja úrslitakostina fyrir Súkarnó. Súkarnó, sem oftsinnis hafði gefið út stórorðar stríðsyfirlýs- ingar vegna uppþotanna, og sagt m. a. að hann myndi ekki „hopa um tommu, ekki einu sinni millimetra*1 varð að gefa sig. Fyrsta verkefni Suhartos var að banna „Partai Kommunis Indonesia“. Komimúnistaflokkur- inn í Indónesíu er sá stærsti ut- an Kína og Sovétríkjanna. Stjórrx Indónesíu hefur opinberlega til- kynnt, að í októberbyltingunni hafi 87 þúsund meðlimir flokks- ins verið dreppnir, en ýmsar aðrar heimiildir telja að tala þessi sé allt of lág og að meira en 100 þúsund hafi verið drepnir. Stúdentaóeirðunum var fyrst og fremst stefnt gegn hægri hönd Súkarnós s. s. dr. Suibandr- io. Suibandirio hefur ávallt verið einlægur talsmaður Sukarnos og hringsnúist með honum á hverju sem hefur gengið. Andkommún- istarnir hafa haldið >ví fram, að það hafi einkum verið fyrir til- stilli Subandrios, að kommún- istarnir voru teknir inn í stjórn- ina. Hann er sagður hafa kapp- samlega unnið að því að styrkja stjórnmálaleg tengsl við Peking. Því hefur einnig verið haldið fram, að þegar Indónesía hefur sent fulltrúa á ráðstefnur er- lendis, hafi Subandrio ávalit séð svo um, að kommúnistar eða menn hlynntiir kommúnistum væru sendir. Eins og fram kom í úrslita- kostunum, sem hershöfðingjarnir lögðu fyrir Súkarnó höfðu þeir fullan hug á að fjarlægja Subandrio. Strax og Suharto hafði tekið við völdum, voru Subandrio og 16 aðrir ráðherrar settir í stofufangelsi í höill Súkarnós í Bogar. Stúdentarnir tóku þetta ílla upp og heimtuðu að Subandrio yrði tafarlaust dreginn fyrir dómstóla. Þeir álitu að Subandrio væri enn í aðstöðu til að undirbúa gagn- Framhald á bls. 25 vinnulífi þjóðarinnar. Engum ríður meira á því en bænd- um að kaupgeta geti ríkt í landinu. Þeir hafi í stórvax- andi mæli vöru að selja, og meðan erfiðleikar eru á vöru- sölu til annarra landa, þá er það undirstaða vaxandi þró- unar í landbúnaðinum, að fyrir hendi sé jafnan örugg kaupgeta og sem tryggast og fjölbreyttast atvinnulíf. Þær stórframkvæmdir, sem rætt er um ,verða án efa rík- ur þáttur í atvinnuöryggi landsins“. Færi betur að þessi andi Péturs Ottesens, andi fram- sýni og stórhugs, fengi að ríkja í samtökum bænda, en ekki hugsunarháttur úrtölu- og afturhaldsmanna. UNDIRBÚNINGUR B ÚRFELLS VIRKJUNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.