Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 1966 SÍMI3-11-60 mfiif/m Volkswagen 1965 og ’66. W—""BÍLALCICAN rALUR P Z2#í22 RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 220 22 bílaleican íERÐ Daggjalð kr. 306 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólfsstrætl 11. Volkswagen 1200 og 1300. Simi 14970 MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 5ÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381 Rúðuþurrku- mótorar fyrir: Simca Ariane — 1000 Renault Dauphine — R-8 — Estafette Peugeot 404 Varahlutaverzlun * Jdh. Olafsson & Co. Brautarholti 2. Sími 1-19-84. BOSCH Þurrkumótorar Brœðurnir Ormsson Lágmúila 9- — Sími 38820. • PESTIN Og hér er stutt bréf um ólyktina í borginni: „Kæri Velvakandi. Pestin í Reykjavík er orðin óþolandi. Dauninn leggur nú yfir miðborgina svo til alla daga — og skiptir ekki lengur máli hver vindáttinn er. Þessi pestarbæli eru í öllum áttum. Furðulegt er, að heilbrigðis- eftirlitið skuli ekki láta þetta mál til sín taka. Erlendis er fyrir löngu búið að skera upp herör gegn öllu slíku — og t.d. í Bretlandi, sem frægt hefur verið fyrir sót og óþef, er geng- ið það hart fram í þessum mál- um, að verksmiðjum er gefinn ákveðinn frestur til þess að koma lagi á sín mál, að öðrum kosti er starfsemin stöðvuð að tilhlutan stjórnarvalda. Þannig hafa verksmiðj uborgirnar hreinsað til hjá sér vegna kröfu almennings um hreint loft. En við, sem hingað til höfum búið við hreint og tært loft verðum nú að una við að vit okkar séu fyllt af óþef. Þetta er öfugþróun — hér verður að taka í taumana. — Lyktnæmur. • HÆTTULEGT Hér er bréf um vörubíla. Kæri Velvakandi. Drepið var á það í bréfi til þín nýlega, að lögreglan ætti að taka úr umferð alla þá vöru- bíla, sem ækju með fullfermi af möl, grjóti eða sandi — án þess að hafa skjólborð. Ég hef margsinnis séð þessa stóru flutningavagna akandi á mik- illi ferð, bæði hér í bænum — og úti á þjóðvegum, með full- fermi en án skjólborða. Skapar þetta mikla hættu fyrir önnur farartæki á vegunum, veldur ekki aðeins hættu af skemmd- um, 'heldur getur það líka ver- ið lífshættulegt fyrir þá, sem í bílunum eru. Ég hef séð stóra hnullunga þeytast frá þessum flutningabílum og hef oft verið að hugleiða hvílík mildi það er, að slysin hafi ekki orðið fleiri af völdum þessa kæruleysis vörubílstjóra — en raun hefur orðið. Lögreglan þarf að gefa vörubílunum meiri gaum. Sannarlega er þörf á að knýja bílstjórana með einhverjum ráðum til þess að hafa skjól- borð við flutninga. — Ferðalangur“. • SLÆM REYNZLA Ökumaður skrifar eftir- farandi: „Kæri Velvakandi. Á sunnudagskvöldið varð ég fyrir óhugnanlegri reynslu. Ég var á leið í bíó laust fyrir kl. 9 í bíl mínum (Volkswagen), er strætisvagn hafði nærri kálað mér — tvívegis — á Skúlagötunni. í bæði skiptin ók ég samhjiða honum (á tvö- faldri akbraut) er hann sveigði skyndilega inn á mina akbraut án tillits til þess að annar bíll var þar fyrir. Varð ég að hemla til þess að fá ekki ferlíkið beint yfir mig, en ég er þess fullviss, að stjórnandi strætisvagnsins sá mig í bæði skiptin, en hefur eðlilega talið, að ég mundi fremur hemla en að láta aka yfir mig. í skjóli þess hegðaði strætisvagnsstjórinn sér eins og idíót, og ég sé ekki betur jn að hann sé hættulegur um- hverfinu. Þessi vagn var merkt- ur Álfheimum, númer tuttugu og eitt. — Ökumaður. • S-AFRÍKA Bréf um viðskiptin við S-Afriku: „í dag eru liðin sex ár frá Sharperville-morðunum, en 21. marz 1960 höfðu Afríkumenn safnazt saman í Sharperville í Suður-Afríku til að mótmæla friðsamlega' hinum illræmdu vegabréfslögum ríkisstjórnar- innar. Lögreglulið Verwoerds- stjórnarinnar myrti á svívirði- legasta hátt 69 Afríkumenn úr hópnum en margir hlutu skot- sár. Ekki er úr vegi á þessum degi að fara frekar nokkrum orðum um Suður-Afríku. Al- kunnugt er það ófremdar- ástand, sem þar hefur ríkt í mannréttindamálum síðustú ár- in og sem hefur valdið þvi að málefni landsins hafa stöðugt verið á dagskrá hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir vilja- yfirlýsingar nær allra aðila í samtökunum um ráðstafanir, sem ættu að duga, ef fram- kvæmdir yrðu, til þess að koma á frelsi og lýðræði í landinu til handa öllum landsbúum, hefur sorglega lítið miðað í rétta átt. Stafar það fyrst og fremst af linku og undandrætti við að framkvæma vilja Allsherjar- þingsins. Þeir, sem bezt vita um ástand þessara mála, telja að aðeins utanaðkomandi aðgerðir, eins og algert viðskiptabann, muni geta bjargað Suður-Afríku frá tortimingu blóðugs kynþátta- stríðs, og megi ekki dragast lengi að koma í framkvæmd slíkum aðgerðum. Viðskipti íslendinga við Suð- ur-Afríku nema ekki hárri fjárhæð árlega, en þau eru stjórnarvöldum lögreglulríkis- ins mikilsvirði, eins og állt er í pottinn búið. Þessum viðskipt- um eigum við að hætta og leggja þannig okkur hlut fram til stuðnings þeim öflum, sem vilja leysa vandann í landinu og koma þar með í veg ifyrir blóðugt kynþáttastríð, er gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar, ekki eingöngu fyrir S- Afríku heldur alla álfuna og víðar. 21. — 3. — 1966 Einar Hannesson". • SÖGULESTUR „Ég er roskinn maður og helzta dægrastytting mín á kvöldin a.m.k., er að hlusta á Ríkisútvarpið. Yfirleitt er ég ánægður með það, en mér leið- ist þessi sífellda hljómiist. Það er hávaði, sem ég kann ekki að meta. Líklega er það ekki rétt, sem ég hef heyrt ungt fólk segja, að það láti sér ekki nægja Ríkisútvarpið til kvöldskemmt- unar. Þá eru bióin, kaffihúsin og dansstaðirnir meira við þess hæfi. Er ekki hægt að miða efnis- val útvarpsins á kvöldin við óskir og hæfi aldraðs fólks. Og þvi ekki að leita álits hlustenda um efnisval með fyrirspurn- um? Sögulestur er áreiðanlega vinsæll, þó hætt sé við að vand- fenginn verði lesari sem kemst í nokkurn samjöfnuð við Helga Hjörvar. En samt er vafalaust hægt að fá sæmilega lesara (ekki konu) og útvarpsstjóri er bókfróður maður, og honum er vel treystandi til að velja góðar sögur. Af nógu er að taka, eink- um af þýddum sögum. Hlustandi". • TÆKNIATRIÐI „Kæri Velvakandi. Ég vona að þér ljáið þessum línum rúm í dálkum yðar. Að mínu áliti fjalla þær um mál- efni, sem ekki er ómerkilegra en ýmislegt annað er þar birt- ist. En það, sem mér liggur á hjarta er þetta: 1 Morgunblað- inu í dag (25. feb.) er þess get- ið að hingað sé kominn fransk ur kvartett í boði Ríkisútvarps- ins, og haldi hljómleika í há- tíðasal Háskólans mánudaginn 28. febrúar. Síðar í frásögninni segir svo: „Þungamiðja á efnis- skrá Parísarkvartettsins eru allir barrokkmeistarar Evrópu frá 17. og 18. öld. Úrval þeirra bitist á háskólahljómleikum, nefnilega Frakkinn Couperin, Englendingurinn William Young og Þjóðverjar Telemann og Bach.“ Fyrr á árum þótti það goð- gá hin mesta að trúa ekki því sem „stóð á prenti“, en hvað á ég að halda? Ef ég væri viss um að þessir löngu liðnu meist arar birtust í hátíðasal Háskól- kvöld, mundi ég óðara kaupa mér aðgöngumiða, því ég get ekki neitað því að mér þætti forvitnilegt að sjá þá. Það lítur einnig út fyrir -ð hægt sé að kaupa hina látnu meistara í smábútum. Síðastlið ið sumar kom ég í bókaverzlun hér í borginni, og þar heyrði ég konu segja við afgreiðslu- stúlkuna: „Er nokkuð til a£ Shakespeare?“ Er þetta e.t.v. aðeins orðið tækniatriði? Ég bara spyr. Virðingarfyllst, Skundi.“ • ÞJÓFNAÐUR Hér er bréf utan af landi: „Kæri Velvakandi. Ég stunda kaupmennsku ut- an Reykjavíkur. Ég skrifa sjald an í blöð, en sé mig þó neydd- an til þess að reyna að koma á framfæri kvörtun, eða öllu heldur að vekja athygli á alvar legu atriði. Fyrir skemmstu fékk ég fatn aðarsendingu frá útlöndum, en þegar kassinn barst mér í hend ur — úr skipi — kom í ljós, að úr honum hafði öllu verið rænt að þremur flíkum undanskild- um. Það færist stöðugt í vöxt, að slíkur „tollur" sé tekinn af vörusendingum — og þótt vör- urnar séu þjóftryggðar bætir sú trygging. ekki allan skaðann. í fyrsta lagi fá viðskiptavinirn- ir ekki þann varning, sem oft er búið að lofa þeim — og þeir eru í þörf fyrir. í öðru lagi verður verzlunin af viðskipt- um. Skipafélögin þurfa að taka harðar á þessu. Þetta er farið að ganga einum of langt. — Kaupmaður." • LAUGARDALUR í gær kom fram sú til- laga hjá einum af bréfriturum Velvakanda, að íþróttahöllin i Laugardal hlyti nafnið „Leik- skálinn í Laugardal." Ágætt væri að fá fleiri tillögur um ans næstkomandi mánudags- nafngift. Bótagreiðslur almanna- trygginganna í Beykjavík Mælzt er til þess, að bóta verði vijað í marzmánuði eigi síðar en laugardagnn 26. þ.m., þar eð nauðsyn- legt er að hefja undirbúning að útborgun bóta í aprílmánuði fyrr en venjulega vegna páskahátíðar- innar. Útborgun ellilífeyrís hefst mánudaginn 4. apríl. Tryggingastotnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.