Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 21
"Þriðjudagur 22. marz 1966 MORGU NBLAÐIÐ 21 Herflutningar beggja vegna landamæra Guineu og Fílabeinsstrandarinnar Dakar, 21. marz — NTB Haft er eftir áreiðanlegum Gin- og klaufaveikin breiðist út Kaupmannahöfn, 2il. marz — NTB J Gin- og klaufaveikin í Danmörku hefur nú breiðzt I út í átt til Hróarskeldu. Sl. laugardagskvöld fannst I sjiúkdómstilfelli á bænum Vindinga í nágrenni Hróars- keldu og hefur öllum húsdýr- um á bænum, 19 að tölu, ver- | ið slátrað. Dyralæknar hafa lýst svæðið hættusvæði og I/ bannað er að flytja hvers jj konar landibúnaðarafurðir I þaðan. heimildum í Dakar, að öflugur her hafi verið sendur til landa- mæra Fílabeinsstrandarinnar — og hafi þeir „forsetarnir“ Sekou Toure og Kwame Nkrumah, kannað liðið í gær, Hinum meg- in landamæranna er einnig her viðbúinn sendur þangað af for- seta Fílabeinsstrandarinnar Felix Houphouet Boigny. Segir í frétt frá Monroviu í Liberiu, að í þeim her sé m.a. ein frönsk herdeild. Herflutningar þessir til landa- mæranna munu hafa farið fram í síðustu viku. Þá tilkynnti Sekou Toure, að hann mundi ekki hika við að senda her inn í Ghana ef með þyrfti og sagði að þjóð Guineu væri viðþúin átökum. Her Guineu telur, að sögn, 7.800 manns, þar af eru 4.300 manns í landher, flugher og flota — hitt eru lögreglulið og ýmsar sérdeildir, er hafa hlotið þjálfun í vopnaburði. I»au sem sáu um uppsetningu myndannaá t.v. Ingólfur Mar- geirsson, Margrét Reykdal, Sverrir Haraldsson, listmálari, Hrafn- hildur Stefánsdóttir og Bjarki Zófaniíasson. Múlverkasýning nemenda í LISTAFÉLAG Menntaskólans gengist i þessari viku fyrir „Lista viku“, þar sem á hverju kvöldi verður eitthvað á dagskrá, sem varðar listir. Einn liður í þess- ari viku er sýning á myndlist nemenda, en þar sýna um 20 menntaskólanemar olíumálverk, vatnslitamyndir, skúlptúr og teikningar, en í vetur hefur lista íélagið gengizt fyrir teikninám- skeiðum og hefur Sverrir Har- aldsson listmálari leiðbeint á þeim. Ennfremur er á sýning- unni sýnishorn af starfsemj Ljós myndaklúbbs Menntaskólans, og eru þar ljósmyndir eftir þrjá klúbbfélaga. Sýning þessi var opnuð í gær- kvöldi fyrir nemendur skólans, en sýningin verður opnuð al- menningi kl. 20 í kvöld. Sýn- , MEISTARA Jóns Vídalíns var minnzt með gúðsþjónustu í öllum kirkjum landsins sl. sunnudag, en 300 ár eru liðin frá fæðingu hins mikla kenni- manns og ræðuskörungs. Þá var minningarathöfn í hátíða- sal Háskólans síðar um dag- inn. Flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor þar er indi um Vídalín og guðfræði- stúdentar sungu undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Kl. 9 um kvöldið var haldin há- tíð í Skálholtskirkju, sem helguð var minningu Vída- lins. Biskup íslands, hr. Sigur- björn Einarsson, endurvígði Garðakirkju á Álftanesi þenn an dag í tilefni þriggja aldar minningar meistarans. Mikið fjölmenni var við enduivígslu Garðakirkju á Álftanesi. Voru þar viðstadd- ir éllefu prestar Kjalarness- prófastsdæmis, auk fyrrver- andi biskups, Ásmundar Guð- mundssonar. Gengu prestar og biskupar í skrúðgöngu til kirkjunnar ásamt sóknar- nefnd. Vígsluvottar voru sr. Garðar Þorsteinsson sóknar- presturinn, sr. Björn Jónsson úr Keflavík, sr. Kristinn Ste- fánsson og sr. Bjarni Sigurðs- Garöakirkja á Álftanesi Meistara Jóns minnzt um land allt á sunnudag Garðakirkja d Alftanesi endurvígð í til- efni þriggja aldar minningar hans son Mosfelli. Fyrir altari þjón uðu biskupinn og sr. Garðar Þorsteinsson. Eftir vígsluat- höfnina hélt formaður sóknar- nefndar, Óttar Proppé, ræðu í félagsheimili sveitarinnar á Garðaholti, og rakti bygginga sögu kirkjunnar. Garðakirkja á Álftanesi var byggð árið 1879, að tilhlutan sr. Þórarins Böðvarssonar. Var hún þá með veglegustu kirkj- um á landinu. Árið 1914 var hún síðan lögð niður og stóð ónotuð og vanrækt í 52 ár. 1953 hóf kvenfélag sveitarinn ar endurbyggingu og viðreisn kirkjunnar og 1960 var sér- stök sókn mynduð þarna að nýju og leit sóknarnefndin á það, sem höfuðverkefni sitt að endurreisa kirkjuna. Arki- tekt við endurbygginguna var Ragnar Emilsson og kirkju- smiður Sigurlinni Pétursson. Ragnar Emilsson arkitekt teiknaði einnig altari, skírn- arfont og predikunarstól og smíðaði þau Friðgeir Krist- jánsson Selfossi, en Ríkarður Jónsson myndhöggvari skar þau út. Er predikunarstóllinn helgaður minningu meistara Jón Vídalíns og setning úr einni ræðu hans skorinn í hann. Á hátíðinni í Skálholts- kirkju flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson erindi um Jón Vídalín. Biskupinn las upp úr verkum hans og dr. Róbert A. Ottósson stjórnaði söng Skál- holtskórsins og guðfræðistúd enta, forsöngvari var Kristinn Hallsson. Þá var almennur söngur og bænagjörð, sem sóknarpresturinn í Skálholti, sr. Guðmundur Ó. Ólafsson, annaðist. Þess má geta, að dr. Stein- grímur J. Þorsteinsson pró- fessor, flutti í útvarp erindi í tveimur hlutum um líf og starf meistara Jóns. Fyrri hlut inn var fluttur á sunnudags- kvöld og nefndist Ævi og At- hafnir. Seinni hlutinn var fluttur í gærkvöldi, og nefnd ist Kennimaðurinn. Frá athöfninni í Garðakirkju ingin mun a.m.k. verða opin dag lega frá því kl. 20—22. UPP ÚR hádeginu snjóaði víða suðvestan til á landinu, og var það lægðin út af Faxa- flóa, sem því olli. Var gert ráð fyrir að hún hi-eyfðist austur yfir landið í nótt, svo að í dag yrði vestlæg átt og bjart með köflum en frost um allt land eins og í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.