Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 22. marz 1966 k. • v tj ;í t Aukið sumræmi í lúnusjóðum utvinnuvegunnu Þingkjörin stjóm Framkvæmdasjóðs dkveður útldn hans Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra mælti í gær í neðri- deild fyrir stjórnarfrumyarpinu um Framkvæmdasjóð íslands. Vék ráðherra fyrst að því, að Framkvæmdabanki íslands hefði verið stofnaður 1953 og honum ætluð ýmis verkefni. Segja mætti þó það, að það sem menn hefðu ætlað sér að vinna með stofnun þess banka hefði verið það, að auðvelda lántökur til fjárfesting ar og verkefni bankans hefði utanlands og innan. Bnnfremur verið að afla slíkra lána, bæði átti bankinn að greiða fyrir því, að greint yrði á milli fjárfest- ingalána og venjulegra rekstrar- lána. Þá hefði enn fremur verið til þess ætlast, að bankinn yrði ríkisstjómum til ráðuneytis í ýmis konar fjárfestingarlánum. Hann hefði átt að hafa rannsókn arstörf með hendi og enn frem- ur hefði honum verið veitt heim- iid til þess að eiga og verzla með verðbréf og hlutabréf í fé- lögum, er beittu sér fyrir fram- kvæmdum. Ælast hefði verið til þess að þessi banki hefði samstarf við Seðlabankann, með þeim hætti að Seðlabakanum yrði falin sam- starf við Seðlabankann, með yrði falin dagleg afgreiðsla bank þeim hætti að Seðlabankanum ians með samningi, sem kvæði á um hverja þóknun Seðlabank- dmn fengi fyrir þessi störf. N|ú mætti segja, að þetta hefði far- ið nokkru öðruvísi en ætlast hefði verið til. Samvinnan milli Framkvæmdabankans og Seðla- bankans hefði aldrei komist á með þeim hætti er var fyrirhug- aður og bankinn hefði aflað all imikilla lána, fyrst og fremst er- iendis, og veitt þau lán hér aft- iut, en þó hefði Seðlabankinn orðið til þess í meira mæli en séð varð fyrir þegar lögin um Framkvæmdabankann voru sett, örðið aðalmilliliður ríkisvaldsins um lántökur, bæði innanlands og utan. Segja mætti því að á þessu gviði hefði verkefni Fram- kvæmdabankans því orðið minna en efni stóðu til um. Með stofnun Framkvæmda- bankans hefði verið stefnt að því, að hann lánaði út fé með tvennu móti. Annars vegar til annarra fjárfestingarsjóða og hins vegar til einstaklinga eða einstakra fyrirtækja, og hefði sú starfsemi orðið mun umfangs- meiri heldur en séð væri að ætl- ast hefði verið til. Sú breyting sem á hefði orðið með eflingu annarra fjárfestingasjóða, bæði iðnlánasjóðs, fiskveiðasjóðs, stofn lánadeildar sjávarútvegsins og iandbúnaðarsjóðanna hefði gert það að verkum, að æskilegt væri að koma á meiri samræm- inu í þessum efnum, heldur en orðið hefði samkvæmt þeirrí þróun, sem orðið hefði með setn- ingu laganna 1953. Því væri nú þetta frumvarp flutt. Samkvæmt frumvarpinu væri ætlast til, að Fram- kvæmdabank inn breyttist í Framkvæmda- sjóð íslands. Þess mætti geta, að á sínum tíma hefðí nokkuð verið um það rætt, að deila mætti um, hvort banka- nafnið væri í raun og veru rétt. hvort það ,væri ekki betra að kalla þetta framkvæmdasjóð eða eitthvað slíkt, og það hefði nú orðið ofan á, að taka upp þann hátt. Nú væri fyrst og fremst fyrirhugað, að sjóðurinn hefði eingöngu skipti við aðrar fjár- festingarstofnanir og einnig við opinbera aðila, ef þeir réðust í meiri háttar framkvæmdir. Lán til einstaklinga og einstakra fyr- irtækja mundu verða úr sög- unni. Frumvarp þetta bæri því að skoða í nánu samhengi við önnur frumvörp sem lögð hefðu verið fram og sum væru komin til umræðu. Væru það frum- vörpin um Fiskveiðasjóð íslands, breytingu á Seðlabankalögun- um, frumvarpið um Iðnlánasjóð, frumvarpið um lánasjóð sveitar- félaga og væntanlegt væri einn- ig frumvarp um atvinnujöfunar- sjóð. Segja mætti, að afgreiðsla þessara mála væri mjög lengd og yrðu þau að nokkru leyti að skoðast sem sama málið, þótt mjög margþætt væru. Ráðherra sagði, að til þess að ná betra samhengi og fullri sam- innu milli ólíkra aðila, hefði þótt eðlilegast að fá Seðlabank- anum meiri ráð yfir Fram- kvæmdasjóðnum heldur en raun hefði orðið á. Framkvæmdasjóð- urinn ætti að hafa sérstaka stjóm sem væri í höndum 7 manna er kosnir yrðu hlutfalls- kosningu á Alþingi til fjögurra ára í senn. Skyldi stjórn þessi hafa samráð við Efnahagsstofn- un Seðlabanka íslands og við- skiptabankanna. Þá bæri að líta á það er fram kæmi í frumvarp- inu að Seðlabankinn skuli und- irbúa fyrir stjóm Framkvæmda- sjóðs árlegar áætlanir um lán- veitingar sjóðsins og fjáröflun til hans í samráði við fjármála- ráðuneytið og Efnahagsstofnun- ina. Einnig skuli um áætlanir þessar haft samráð við viðskipta- bankanna og stjórnir opinberra fjárfestingar lánastofnana. Stjórn Framkvæmdasjóðs sæki svo á- kvarðanir um lánveitingar sjóðs- ins og ráðstöfun á fjármunum hans. Hún tæki einnig ákvarð- anir um heildaráætlun, er gera skal á ári hverju um ráðstöf- unarfé sjóðsins, bæði eigið fé og lánsfé svo og um heildarút- lán hans og skiptingu þeirra á milli fjárfestingarlánastofnanna og einstakra framkvæmda. Stjóm sjóðsins væri einnig heim ilt að setja lánastofnunum skil- yrði um notkun þess lánsfjár, er þær fengju jlr Framkvæmda- sjóði. Afgreiðsla og dagleg stjórn sjóðsins svo og meðferð hans yrði í höndum Seðlabankans, og bankastjórar hans skrifa undir lántökuskuldbindingar af hálfu sjóðsins, þó að það væri sjóðs- stjómin er tæki ákvarðanir um hvort slík lán skyldi taka. Með þessu fyrirkomulagi mundi nýtast betur það fé, sem til ráðstöfunar væri hverju sinni bæði eigið fé sjóðsins og ráð- stöfunarfé. Komið yrði með þessu móti í veg fyrir tvíverkn- að og menn áttuðu sig betur á því, hvaða möguleikar væru fyr ir hendi hverju sinni um fjárfest ingarlán, hvort heldur væri í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði á vegum atvinnubótasjóð, at- vinnujöfnunarsjóðs, eða handa sveitarfélögum samkvæmt þeim lánasjóði sem frumvarp hefði ver ið lagt fram um. Ráðherra sagði, að það væri þessi aukna samræming í störf- um sem leggja mætti mest upp úr og kæmi að mestu gagni. Þá mætti einnig til þess líta, að nokkur sparnaður ætti að fást við rekstur sjóðsins, á þann hátt, að hægt yrði að komast af með færri menn. Ráðherra vék síðan að öðrum kafla frumvarpsins er fjallar um Efnahagsstofunina og sagði hann það vera lögfesting á því skipu- lagi, sem upp hefði verið tekið og staðið hefði um nokkurra ára bil. Ekki væri á því vafi að sú stofnun hefði orðið að miklu gagni. Þar hefðu farið fram mjög markverðar athuganir og rannsóknir í efnahagsmálum og hefðu þær orðið til mikillar leið beiningar, bæði fyrir ríkisstjórn- ina, Alþingi og í samningum um ýmis konar fjárhagsleg efni t.d. kaupgjald. Þá væri loks að geta þriðja kafla frumvarpsins en þar væri gert ráð fyrir stofnun Hagráð, er verða skuli vettvangur, þar sem fulltrúar stjórnarvalda, at- vinnuvega og stéttarsamtaka geti haft samráð og skipst á skoðun- um um meginstefnuna í efnahags málum hverju sinni. í frumvarp- inu væri ákvæði um hverjir skyldu eiga sæti í Hagráði, en vitanlega mætti um þá aðila deila. Fleiri aðilar gætu vissulega kom- ið til álita, og bæri að koða það í meðferð þingsins. Ekki væri hægt nema að fenginni reynslu að segja til um gildi Hagráðs- ins, eða hverjir ættu að eiga þar sæti. Meginverkefni þess ætti hinsvegar að vera, að ræða ásand og horfur í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Efnahagsstofn- unin á að leggja hagráð tvisvar á ári yfirlitsskýrslu um þróun og horfur í efnahagsmálum og einnig skulu þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlanir ríkisins lagðar fyrir það. Eysteinn Jónsson (F) taldi að engar stórvægilegar breytingar fælust í frumvarpinu. Samt yrðu með því nokkrar breytingar og væri það skoðun sín, að sumar þeirra þyrftu nánari athugun- ar við. Gert væri ráð fyrir því að með stofnun Fram- kvæmdasjóðs i stað Fram- kvæmdabanka yrði útilokaður sá möguleiki að veita einstaklingum og fyrir- tækjum fyrirgreiðslu í lánveit- ingum. Vafasamt væri að slíkt gæti staðist, þegar tekið væri tillit til þess að margir hefðu fengið lán hjá Framkvæmda- bankanum til nytsamra hluta, sem þó væri ekki hægt að flokka undir stofnlána atvinnuvegi. Mætti þar til nefna ýmis þjón- ustufyrirtæki og ferðamál. Ey- steinn kvaðst ennfremur vilja benda á frumvarp það er Fram- sóknarmenn hefðu nú fyrir skömmu flutt um að stofna fram leiðnilánadeild við Framkvæmda bankann. Hefði það verið ætlun- in með því frumvarpi að veitt yrðu lán til framleiðniaukning- ar umfram venjuleg stofnlán. Eðlilegt væri að fella ákvæði um þetta fjölluðu inn í frum- varpið. Þá sagði Eysteinn ennfremur að eðlilegt væri að stjórn Efna- hagsmálastofnunarinnar yrði þingkjörin og fulltrúar frá Al- þingi ættu þannig þátt í ætlunar gerð um opinberar framkvæmd- ir á hverjum tíma. Um Hagráð væri það að segja, að allt yrði undir framkvæmdinni komið, hvemig tækist með það, og gagn gæti af því orðið. Eúðvík Jósefsson (K) sagði m.a. að aðalbreytingin sem frum varpið gerði ráð fyrir, væri að færa það valdsvið sem hefði ver- ið hjé Framkvæmdabankanum Framhald á bls. 23 ' Þessi hreyfing nægir mér ekki íelta er betra! Dorous Medica Egilsgötu 3. Rýmingarsala 3/4 kuldajakkar Stuttjakkar Vesti, töskur, peysur og bindi. Leðurverkstœðið Bröttugötu 3 B. „Au ■ Puir” vantar nú þegar á góð heimili í Englandi. Gott kaup og frí- tími. Amanda Agency, 15, Green Verges, Staiwnore, Eondon, England. Rúllupylsupressur /u"'\ * M* Hafnarstræti 21. Suðurlandsbraut 32. Vantar 2ja—3ja herb. góða íbúð, mikil útborgun, húseign í nágrenni borgarinnar. 7/7 sölu 2ja herb. lítil íbúð á hæð við öldugötu. Útb. kr. 200 þús. sem má skipta. 3ja herb. góðar kjallaraíbúðir í Hlíðunum, við Efstasund og viðar. 3ja herb. íbúð við Rergstaða- stræti, allt sér. Útb. kr. 375 þúsund. 3ja herb. íbúð við Skipasund, teppalögð með harðviðar- hurðum. Góð kjör. 3ja herb. risíbúð við Lauga- veg, stór geymsla, sérhita- veita. 4ra herb. nýleg íbúð I vestur- iborginnL. I smíðum í Kópax. gllæsileg 143 ferm. fokheld hæð í tvíbýlishúsi, allt sér. Útb. aðeins kr. 400 þús. Einbýliskús 115 ferm. hæð ásamt 75 ferm. kjallara selst fokheld í júnilok. — Góð kjör. AIMENNA FASTEIGN ASAt AN Sími 14226 Fokheldar 5 herb. hæðir við Kópavogstoraut, sérinngang- ur, sérþvottahús. 5 herb. endaíbúð á 4. hæð við Álfheima. Fokheld 240 ferm. einbýlishús við Hlégerði í Kópavogi. Allt á einni hæð. Góð áhvíl- andi lán. Eítið einbýlishús við Fram- nesveg. Laust strax. 3ja herb. jarðlhæð við Flóka- götu. 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Hvenfisgötu. 2ja herb. íbúð á 5. hæð við Hverfisgötu. 3ja herb. ódýr risíbúð við Ax- múla. Útborgun 200 þús. Fasteigna- og skipasala Kristjáns Eiríkssonar, hrl Laugavegi 27. Sími 14226 Kvöldsími 40396. ATHUGIÐ Höfum til sölu eftirtaldar ibúðir við Hraumbæ: 4ra herb. íbúðir með sér- þvottahúsi á hæð. Stærð 112 ferm. 5 herb. endaíbúðir, mjög skemmtilegar. Stærð 121 femi. 6—7 herb. endaíbúðir með tvennum svölum og sér- þvottahúsi á hæð. Mjög g-læsilegar. Allar þessar Jbúðir verða seldar tiiibúnar undir tré- verk og málningu og allt sameiginlegt fullfrágengið. Verða tillbúnar til afhend- ingar síðari hluta sumars. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆD SlMI 17466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.