Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. marz 196lB - EFTA Framhald af bls. 14 fengið. Hófust þær tilraunir í október 1963 og voru endurtekn- ar nokkrum sinnum, unz tilmæl- um okkar var algerlega synjað sumarið 1964. Má því telja úti- lokað, að við getum fengið toll- fríðindi í Bretlandi fyrir freð- fisk, nema gerast aðiljar að EFTA. Þá vitnaði Þórhallur Ás- geirsson í bréf frá framkvæmda stjóra Félags ísl. niðursuðuverk- smiðja til viðskiptamálaráðu- neytisins, þar sem bent er á, að með tilkomu EFTA og Efnahags- bandalagsins sé „aðstaða íslend- inga til samkeppni á erlendum mörkuðum orðin mjög erfið og fer síversnandi. Til dæmis í Bretlandi, þar sem aðal-keppi- nautar okkar á sviði niðursuðu eru Danir og Norðmenn, eru okkar vörur háðar 5—10% tolli, en vörur keppinautanna toll- frjálsar. Innan Efnahagsbanda- lags Evrópu fara tollar milli meðlimalanndanna sílækkandi, en aftur á móti hækkandi á okk- ar vörum, og nema nú 16—40%. Hins vegar geta lönd þessi flutt inn, oft tollfrjálst, hráefni frá okkur, fullunnið það og flutt landa á milli sem sína eigin framleiðslu og gera þetta nú þeg ar i stórum stíl. Hér virðist ekki annað vera framundan en að við verðum algjörlega hraktir út af þessum mörkuðum, ef ekki tekst að gera eitthvað til þess að leysa þennan vanda". Ræðumaður rakti síðan að nokftru skerðingu útflutnings- tekna okkar vegna tollamismun- arins í EFTA-löndum. Þá sagði hann, að ætluðu fslendingar að ganga i EFTA, yrði að sjálfsögðu lögð áherzla á að fá sem flestar sjávarafurðir undir EFTA-sátt- málann, en tækist það ekki, yrði reynt að tryggja sérfríðindi fyr- ir bæði sjávar- og landbúnaðar- afurðir (t.d. kindaket) í sérstök- um, tvíhliða samningum við ein- stök EFTA-lönd, en fordæmi væru fyrir slíkri samningsgerð. Aðstaða íslands til að semja um einhver fríðindi til viðbótar því, sem EFTA-sáttmálinn gerði ráð fyrir, mætti teljast sæmileg. • Norræn samvinna og EFTA Allflestir íslendingar teldu norræna samvinnu æskilega, en hve margir gerðu sér grein fyrir því, að þungamiðja norrænnar samvinnu væri nú á sviði við- skiptanna og það innan EFTA? Héldi ísland sér fyrir utan, ætti það á hættu að einangrast smám saman frá samstarfi Norður- landa, og gæti það haft óæski- legar afleiðingar. Á Norðurlönd- um væri alger samstaða um EFTA og enginn flokkaágreining ur þar um, enda samdóma álit allra Norðurlandamanna, að EF TA hefði verið þeim til góðs og mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf- ið. Norðurlöndin mundu eflaust vilja greiða götu íslands í EFTA, þó að þau teldu sig ekki hafa mikinn viðskiptalegan ávinning af slíkri aðild. • EBE OG EFTA Á Norðurlöndum hefðu menn nú vaxandi áhyggjur af þróun EBE (Efnahagsbandalags Evrópu), sem hefði torveldað þeim viðskiptin, sérstaklega sl. ár. Fyrir þessi lönd færi að verða áríðandi, að það takist að brúa bilið milli EFTA og EBE, en ef ísland á að ganga í EFTA, væri áríðandi, að ákvörðun um það yrði tekin fljótt, áður en EFTA- löndin yrðu á ný önnum kafin við undirbúning að samningi við EBE, og því áhugalítil um okk- ar örlög. Ógerlegt væri að segja fyrir, hvort eða hvenær slíkir samningar hæfust. í þessum mán uði hefði frkvstj. EFTA sagt, að engar horfur væru á, að EBE tæki við nýjum aðiljum fyrir 1970, en nokkru síðar lýsti franski utanríkisráhðerrann yf- ir því, að hann væri hlynntur aðild Bretlands að EBE, og brezki utanríkisráðherrann segði nú, að öll EBE-ríki væru á sömu skoðun um inngöngu Bret-lands í EBE. Engu væri því hægt að spá, en það ættum við að hafa lært af reynslunni af láta ekki bollaleggingar og blaðaskrif um inngöngu einstakra EFTA-landa í EBE villa okkur frá þeirri stefnu, sem við teldum rétt að taka í þessu máli. Til allrar hamingju fyrir okk- ur hefði dregizt hjá EBE að koma sér saman um sameigin- lega fiskimálastefnu, en nú væri búizt við samningum um fiski- mál innan EBE í ár, og væri hætta á, að þeir stefndu að vernd fiskveiða og fiskiðnaðar bandalagsríkjanna á kostnað inn fluttra sjávarafurða. Hingað til hefðu ákvarðanir EBE um ytri toll á sjávarafurðum ekki bitnað verulega á útflutningi okkar, því að mestu viðskiptaþjóðir okkar í EBE, Þjóðverjar og ftal- ir, hefðu fram að þessu fengið samþykktan af EBE tollkvóta fyrir fisk (þ. á m. síld), sem hefðu heimilað tollfrjálsan inn- flutning á ákveðnu magni árlega frá löndum utan bandalagsins. Þessir kvótar ættu ekki að gilda að loknum aðlögunartíma banda- lagsríkjanna, og teldu sumir, að þeir yrðu niður felldir þegar á næsta ári, en aðrir ekki fyrr en 1970. Tekur þá ytri tollurinn gildi, sem er 15% á ísfisk á tíma- bilinu 1. ágúst til 31. des., en 10% á öðrum árstíma, 18% á freðfisk og 13% á saltfisk og skreið. Áhrif þessara bandalagstolla væru mun alvarlegri fyrir út- flutning okkar til EBE-landa og jafnframt af hugsanlegu sam- starfi eða samvinnu sumra EFTA landa og EBE. Með þessum orð- um kvaðst ræðumaður þó ekki gefa í skyn, að með því að ganga í EFTA værum við að komast bakdyramegin inn í EBE, eins og haldið hefði verið fram. EFTA-aðild fylgdi engin slík skuldbinding, enda væri erfitt að skýra þátttöku Finna, Svía og Svisslendinga í EFTA, ef svo væri. Hins vegar yrði staða okk- ar óneitanlega sterkari til að semja við EBE einhvern tíma síðar, ef við hefðum áður byrj- að að lækka innflutningstollana vegna EFTA og farið að aðlaga okkur að almennri fríverzlun Evrópu, eins og írar hafa gert. • Er hagsmunum okkar bezt þjónað með því að vera utangátta? Að lokum kvaðst ræðumað- ur vona, að sumt af því, sem hann hefði sagt, kæmi mönnum til að hugsa um, hvort hagsmun- um okkar sé bezt þjónað með því, að ísland standi áfram, eitt Vestur-Evrópulanda, ásamt Spáni, utan markaðsbandalag- anna. Til lengdar sagðist hann ekki halda, að svo væri, því að hann teldi, að íslenzka þjóðin væri ekki fús til að sætta sig við verri lífskjör og minni framfar- ir en nágrannaþjóðir hennar. , ★ ^ Síðar verður sagt frá erinðum Guðmundar H. Garðarssonar, Gunnars J. Friðrikssonar og Hilmars Fengers. Kjörskrárstofn Kjörskrárstofn til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogl 22. maí 1966 liggur frammi almenningi til sýnis á Póst- og símstöðinni í Kópavogi Digranesvegi 9 alla virka daga frá 22. þ.m. til 19. apríl n.k. frá kl. 9 til kl. 18. — Kærur yfir kjörskránni skulu hafa borizt bæjarstjóra eigi síðar en 2. maí n.k. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Lampaúrval Draglampar, Loftlampar Vegglampar, Borðlampar Ljósakrónur (nýjar gerðir) Gólflampar, Brauðristar Nýkomnir katlar. Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI Garðastræti 2 ( Vesturgötumegin) Sími 15184. — íslenzk menntun Framhaid af bls. 12 reyndust yfirleitt verr undir- búnir framhaldsnám en úr hin- um skólunum, og því brugðu Danir á það ráð í hittiðfyrra að lögbjóða stofnun og starfrækslu bókasafna í öllum bama- og unglingaskólum lands síns. Þess er fastlega að vænta, að sú nefnd, sem skipuð mun verða hér til að endurskoða fræðslu- lögin, kynni sér notkun og gildi skólabókasafna og leggi til, að í áföngum verði komið upp slík- um söfnum í öllum skólum landsins og notkun þeirra gerð að föstum lið í fræðslukerfinu. Kennaraskólinn Eitt af því, sem háð hefur síðustu áratugi almennri fræðslu hér á landi, er vöntun á hæfum kennurum, og enn er það svo, að 14,5 af hundraði allra barna- kennara hafa ekki tilskilin rétt- indi. Raunar hafa ýmsir þessara manna kennt í mörg ár og eru ógætlega hæfir, en það breytir engu um þá staðreynd, að hér er tilfinnanlegur skortur á sér- menntuðum kennurum — og það ekki aðeins til barnakennslu. Orsakir þessa eru fleiri en ein. Launin voru lengi vel svo lág, að menn með kennararéttindi hurfu frá kennslu til annarra starfa, sem betur voru launuð, og enn mundi fyllsta vafamál, hvort launakjör kennara eru í samræmi við þá ábyrgð, sem á þeim hvílir og þær kröfur, sem til þeirra verður að gera um áhuga á starfi sinu og viðleitni til að afla sér sífellt nýrrar þekkingar, sem hæfi aukinni reynslu þeirra og þroska og sé í samræmi við nýjar órækar niðurst^ður fræðimanna á vett- vangi uppeldis- og fræðsiumála. Þá hefur og valdið miklu um vöntun kennara úti um land hin ærið almenna fikn fjölmargra í að búa í Reykjavík eða svo nærri þeim stóra stað, að ekki sé þangað meira en hálftíma akst ur. Loks er sú orsök, að Kennara- skólinn gamli með næsta óhag kvæmum seljum og útibúum, var látinn duga löngu eftir að hann var orðinn með öllu óviðunandi og aðstaðan til kennslunnar að flestu leyti hin hörmulegasta. Nú hfeur verið úr þessu bætt með nýju og glæsilegu húsi, og nú eru í skólanum hærfeilt 400 nemendur. En betur má ef duga skal. Hinn nýi skóli er þegar orðinn of l'ítill. Þar er meðal annars ekkert rúm handa bókasafni, en kennaraskóli án bókasafns mundi hvarvetna annars staðar en ef til vill hér þykja næsta furðu- legt menningarlegt fyrirbrigði. Nú er það vitað, að Kennara- skólinn á kost á sem gjöf — með vissum skilyrðum — einu hinu merkasta og um leið vand aðasta bókasafni í eigu einstaks manns hér á landi, þar sem er safn Þorsteins M. Jónssonar, og ber brýna nauðsyn til að upp- fylla þau skilyrði, sem eigand- inn setur — og að reist sé bók- hlaða handa skólanum og ráð- inn lærður og vel hæfur bóka- vörður. Síðan verði safnið not- að við almenna kennslu í skól- anum og þá ekki síður til að kenna nemehdum notkun bóka- safna í skólum við fræðslu barna og unglinga. En auk þess ætti þarna að verða, áður en langt liði, skóli handa bókavörðum í almenningsbókasöfnum, því að þeir bókaverðir, sem læra bóka safnsfræði í Háskóla íslands, taka einnig próf í öðrum grein- um og velja svo frekar kennslu í þeim en bókavörzlu — minnsta kosti úti á landi, jafnvel þótt hún sé dável launuð og gefi skilyrði til víðtæks menningar- starfs. En þá er vel menntaður bókavörður væri starfandi í Kennaraskólanum, þyrfti ekki að fylgja því geipilegur aukakostn- aður, að þar færi fram kennsia handa þeim stúdentum, sem kysu að stunda nám í bókasafns- fræðum einum saman — og þeim kennaraefnum, sem vildu nema þau fræði auk þeirra, sem eru skilyrði fyrir kennaraprófi. Menntaskólar ng Háskóli Á árinu 1965 var lokið við- i I bótinni við hinn gamla Mennta- [ skóla í Reykjavík og unnið að byggingu nýs, sem að nokkru mun verða tekin í notkun á hausti komanda. Til þessara fram kvæmda bar brýna nauðsyn, hvað sem líður framtíðaráætlun- um um stofnun og starfrækslu slíkra skóla á Vestfjörðum og Austurlandi. Nú eru í mennta- skólunum hálft 17. hundrað nemenda, en fleiri munu að tiltölu vilja stunda slíkt nám, þegar til þess verða skiiyrði, og er nú af flestum viðurkennt, að það sé ekki óæskileg þróun, því að menn hafa nú látið sér skil- ast, að auk þess sem þörfin vex sifellt á ekki aðeins fleiri, heldur líka hiutfallslega fieiri mönn- um, sem hafi próf til ýmiss kon- ar háskólanáms, er engan veginn að því neinn þjóðarskaði, að fólk með stúdentsmenntun sé til í stétt barnakennara, útgerðar- og iðnrekenda, bænda, skipstjóra, kaupsýslumanna og jafnvel þeirra mæðra, sem helga sig ein- vörðungu hlutverki móður og húsfreyju — en sú er og orðin raunin hér á landi, að stúdentar eru í öllum þessum stéttum. 1 Háskóla Islands eru nú ijúm- tega 1100 nemendur — og álíka margir stunda nám við erlenda háskóla. Þetta sýnist 1 fljótu bragði allhá tala, en mennta- málaráðherra hefur aftur og aftur á það bent, að þó að hlut- fállstala stúdenta af íbúafjölda hafi hækkað á seinustu áratug- um að miklum mun, sé hún þó lægri en í ýmsum öðrum lönd- um. Nýlega ræddi hann og um það í blaðagrein, að kannað hefði verið hjá einni nágranna- þjóð okkar, hve margir þeirra sem væru innritaðir í háskóla þar í landi, stunduðu ekki nám, og gat þess, að þetta væri ó- rannsakað hér, en vitað væri, að svipuðu mundi hér til að dreifa. Segjum svo, að þeir séu að- eins eitthvað á öðru hundraðinu yfir tvö þúsund, stúdentarnir ís- lenzku, sem raunverulega stunda háskólanám hér og erlendis. Þá eru það einungis 11 af hverju þúsundi allra landsmanna, og i mundi sú tala sízt hærri en æskilegt er, hvernig sem á það mál er litið. Efling Háskóla íslands mun nú flestum augljóst nauðsyhja- mál, og þá einkum að því, er til kemur kennslu í öllu, sem talizt getur til framdráttar þró- un atvinnuveganna. En hitt má sizt verða hornreka í æðstiu menntastofnun þjóðarinnar, og hef ég drepið á gildi þess hér að framan. Var það því sannar- legt gleðiefni, þegar skipaðir voru í haust sem leið tveir lekt- orar í íslenzkum fræðum við Háskólann, annar í bókmennt- un, hinn í málfræði, og er þess að vænta, að sú verði stefnan: framvegis, að hvorugt gleymist að við þurfum brauð — og að við lifum ekki sem sjálfstæð þjóð á einu saman brauði. Almenningsbókasöfn Lögin um almenningsbókasöfn frá 1964 bættu mjög fjárráð safn- anna í bili, en þar sem skyldu- framlög til þeirra hækka ekkert þó að verð á bókum og annar kostnaður fari sívaxandi, mun brátt komá þar, að aðsaða safn- anna verði engu skárri en áður. Er það eitt dæmið um skortinn á skilningi á því hlutverki, sem söfnin þurfa að rækja, að fram- lög til þeirra skuli ekki hækka að sama skapi og kostnaðurinn við rekstur þeirra, svo sem fram lög til skóla og allra annarra nauðsynlegra útgjaida í þágu þjóðfélagsins. Annars hefur skiln ingur ráðamanna í flestum bæj- ar-, sveitar- og sýslufélögum á hlutverki safnanna farið vax- andi með aúknu starfi þeirra — og mega þau bæjar- og sveitar- félög heita undantekningar, sem ekki leggja fram meira fé til safna sinna en sem svari lág- marksskyldu samkvæmt lögum — jafnvel svo komið, að mörg greiða hærri upphæð en það há- mark, sem á móti fæst fé úr ríkissjóði, enda hefur heildar- upphæð heimaframlaga aukizt svo mjög frá 1957 til 1964, að aðeins aukningin nam jafnmiklu fé og öll framlögin frá ríki, bæj um, sýslum og sveitarfélögum árið 1957, og þessi þróun hefur haldizt á árinu 1965. Notkun safnanna hefur farið sivaxandl og á næst síðasta ári voru lán- uð hartnær tvþfalt fleiri bindi að meðaltali á hvern íbúa í landinu heldur en árið 1957, þrátt fyrir það, að íbúatalan hafði á þessu tímabili aukizt um milli 25 og 30 þúsund. Hef- ur það sýnt sig, að notkun safn- anna vex hröðum skrefum, hvar sem fyrir hendi er verulegt fó til bókakaupa, viðunandi hús- næði og áhugasamir bókaverð- ir. Enn er þó langt í land, unz söfnin geta rækt hlutverk sitt svo sem nauðsyn krefur, og þar meðal annars sá þrándur í götu, að ekkert samstarf er milli þeirra og skólanna, en til þess að það samstarf geti hafizt, þarf að stofna til skólabókasafna og skynsamlegrar notkunar þeirra. Húsnæðismál safnanna eru næsta erfið úrlausnar, jafnvel þar, sem góður vilji er fyrir hendi. Langflest bókasöfn strjál býlla sveita eiga sér ekki neinna kosta völ um húsnæði, annarra e.n þeirra, að einhver áhuga- samur bókamaður veiti þeim húsaskjól á heimili sínu. Svo hefur það þá aftur og aftur komið fyrir, þegar hagir á slíku heimili hafa breytzt, að söfn hafa orðið óstarfhæf vegna hús- næðisleysis, þar eð sveitunum hefur verið ofvaxið sökum fá- mennis og fjárhagslegrar van- getu að bæta þar úr. Annars hefur áhugi á húsabótum safna vaxið með ári hverju, og á ár- inu sem leið voru teknar ákvarð anir um byggingu bókasafnshúsa í þremur kaupstöðum, en tvö slík safnhús eru í smíðum og fjögur þegar verið reist og tek- in í notkun, auk þess sem nokk- ur söfn kauptúna og héraða hafafengið inni í nýjum félags- heimilum og til stendur, að fleiri fái slíkt húsnæði þegar á þessu ári. Mjög háir það húsabótum bókasafna, að um fé til þeirra gilda ekki svipaðar reglur og um skólabyggingar. Hins vegar mun vart líða á löngu, unz hús- næðisþörf safnanna verður gert jafnhátt undir höfði og slíkum þörfum annarra fræðslu- og menningarstofnana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.