Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 19
Þriðjuííagtrr 22. marz 1966
MORGUNBLAÐIÐ
19
Finnbogi Guðmundsson, útgerðarmaður:
ER LÍFÆÐ ÞJÖÐARINNAR AÐ BRESTA?
1 KVÆÐINU „Sumarmorgun í
Ásbyrgi“ eftir Einar Benedikts-
son, er ein sígild setning, sem
sýnir skilning skáldsins á hinni
miklu auðlind, umhverfis landið.
Setningin kemur fyrir í eftirfar-
andi stefi:
l „Norðan að Sléttunnar stálblá
strönd
starir úr lognboða róti.
Fóstra, hún réttir þar hægri
hönd,
harðskeytt og fengsæl, í
útstrauma rönd.
Lætur við eyra sem lífæð
I Þíóti.
j Leikur þar „Jökla" í grjóti.*4
Lætur við eyra sem lífæð
þjóti. Auðlindin umhverfis land
ÍS, lífæð þjóðarinnar,
Kvæði þetta mun Einar hafa
ort nokkru fyrir aldamót, senni-
lega um 1890, en þá voru fisk-
veiðarnar ekki orðnar verulegur
þáttur í efnahagsafkomu þjóðar-
innar, enda voru þær þá ekki
upp á marga fiska. Fljótlega upp
úr aldamótunum er almennt far-
ið að gera sér ljóst, að fiskur-
inn í hafinu við strendur lands-
ins er mikil auðlegð og getur ver
ið lífæð þjóðarinnar, ef kapp er
lagt á að afla hans og verka til
útflutnings. Það ætti að vera
óþarfi að minna íslendinga á
þann stóra þátt, sem fiskveiðar
og fiskiðnaður hefur átt í þeirri
miklu byltingu, sem orðin er um
afkomu og lifnaðarhætti þjóðar-
innar síðastliðna 5-6 áratugi.
Af nytjafiskum þeim, sem
við strendur okkar eru og hafa
verið, hefur þorskurinn verið
þýðingamestur og gefið okkur
mest í þjóðarbúið.
Nú nýlega hafa fiskifræðing-
•r okkar komið fram með þá
kenningu, að þorskstofninn við
landið sé svo ofveiddur, að meira
sé tekið úr stofninum, en hann
virðist þola og ekki unnt að gera
ráð fyrir aukinni þorskveiði í ná-
inni framtíð.
Á árinu 1964 skrifaði ég grein,
sem ég nefndi „Skiptar skoðanir
um sjávarútveginn' og birtist í
tveimur blöðum Morgunblaðsins
þann 4. og 5. september. Þar lét
ég í ljós mikla bjartsýni um
áframhaldandi góðan afla af að-
al nytjafiskum okkar og ekki
sízt þorskinum. Það kom hvergi
fram, að fiskifræðingar okkar
hefðu neitt að athuga við þær
skoðanir mínar þá. Það virðist
hafa orðið ótrúlega snöggar
breytingar á þessu máli hjá
þeim. En mínar skoðanir hafa
ekki breytzt. Ég trúi því enn,
sem ég hélt fram í september
1964.
Þótt ég dragi ekki í efa mennt-
un, hæfni og samvizkusemi fiski-
fræðinga þeirra, sem hafa kom-
ist að fyrrnefndi niðurstöðu, og
efast ekki um, að þær séu rétt
metnar samkvæmt þeim gögn-
um, sem þeir hafa haft í hönd-
um, en tel að þau séu ekki _il-
gerlega fullnægjandi. Ég geri
mér því góðar vonir um að
ástand þorskstafnsins sé ekki
eins alvarlegt og þeim virðist.
Samt sem áður tel ég að ekki
komi til mála annað en taka
þetta sem alvarlega viðvörun og
haga sér eftir því, Og mun ég
koma að því síðar.
Þó ég nefni hér nokkur atriði,
sem mér finnst geti dregið úr
trú minni á óskeikulleik fiski-
fræðinganna, er það ekki gert til
þess að reyna að koma inn hjá
almenningi vanmati á þeim og
störfum þeirra.
Hér ber þó að áthuga, að þrátt
fyrir mikla þekkingu, sem menn
hafa aflað sér á liðnum öldum
og aukizt hefur hvað mest nú á
síðustu áratugum, þá er þar ekki
um að ræða altæka né óskeik-
ula þekkingu, því að margt kem-
ur til greina. Þótt flest í tilver-
unni lúti ákveðnu lögmáli, virð-
ist náttúran svo fjöllynd, að
erfitt sé að reikna hana út, svo
að um óskeikulleik sé að ræða.
í þessu sambandi má minna á,
að fjarri fer því, að menn þekki
sjálfa sig og eðli sitt til hlítar.
Að vísu er talið, að menn þekki
að mestu líkamann og eðli hans,
en sumir telja að við séum meira
en líkaminn, þar komi einnig
sál til greina og til er fræðigrein,
sem nefnist sálfræði. í hópi
þeirra fræðimanna eru þó til
þeir menn, sem draga fullkom-
lega í efa tilveru sérstakrar sál-
ar. Þegar nú hinir lærðustu vís-
indamenn hafa ekki getað öðlast
fullkomna þekkingu á sjálfum
manninum, hvernig er þá hægt
að ætlast til að við lærðir leik-
menn trúum því að nokkrir
menn hafi öðlast altæka þekk-
ingu á öðrum lífverum á landi
eða i sjó.
Þetta mun nú sennilega ýms-
um finnast útúrdúr, sem komi
þessu máli ekki við, en þeir um
það.
Þótt ég viðurkenni, að fiski-
fræðingarnir muni geta farið
mjög nærri um fiskigöngur og
horfur vgrðandi fiskveiðar, þá
tel ég þá ekki geta búið yfir néin
um óskeikulleik í þessum efnum,
sökum hins áður nefnda marg-
breytileik í ríki náttúrunnar, og
megi því ekki áætlanir þeirra
um þverrandi aflaskilyrði leiða
til neinnar almennrar bölsýni í
þeim efnum og skal hér bent á
nokkur atriði þessu til staðfest-
ingar.
Hér má fyrst taka dæmið um'
síldarstofninn við Noreg. Á síð-
asta áratug allt til 1957 veiddu
Norðmenn geysilegt magn af síld
við strendur Noregs. Náði veið-
in hámarki 1956, 1.300.000 hektó-
l'ítrum, en féll á næsta ári nið-
ur í 800.000 hektólítra og fór eft-
ir það hraðminnkandi, þrátt fyr-
ir aukna sókn.
Ýmsir vel færir fiskifræðingar
héldu því þá fram, að hér hefði
verið um ofveiði að ræða og
myndi taka tugi ára þar til síld-
arstofninn kæmi upp aftur.
Þetta reyndist þó ekki rétt.
Fljótlega eftir 1960 fór að veiðast
síld við Noreg aftur og hefur far
ið vaxandi síðan. Ennfremur er
vitað, að góð síldveiði okkar við
Austurland sl. 4 ár og mokafli
tvö síðustu árin byggist að mestu
á norska stofninum. Hér hefur
því betur rætzt úr um styrk
norska síldarstofnsins, en fiski-
fræðingar þeirra gerðu ráð fyrir.
Þegar fiskifræðingar reikna
þunga söknarinnar á þorskstöfn-
inn á ýmsum fiskirfvæðum, miða
þeir við togveiðar eingöngu eins
og fram kemur í áliti þeirra er
tala um milljónir tonntíma á ári,
og er þá miðað við fjölda tog-
skipa og stærð þeirra. Ég geri
ráð fyrir, að ekki sé framkvæm-
anlegt að nota neina aðra aðferð
til að fá réttari viðmiðun, en vil
benda á, að það eru ýms atriði í
hegðun fiskanna, sem gera þessa
viðmiðun ótrúlega ónákvæma, til
dæmis það, að til þess að
fiskur veiðist í botnvörpu, þarf
hann að halda sig niður við botn,
sem sé það sléttur að hægt sé
að draga þar botnvörpu áfalla-
lítið.
Nú er það oft svo, að fiskur
er ekki við botn nema lítinn
hluta af sðlarhringnum, en hinn
hlutann upp um allan sjó og því
ekki hægt að veiða hann í botn-
vörpu nema lítinn hluta sólar-
hringsins.
Hinsvegar getur fiskast á línu
þó fiskurinn sé upp um sjó. Eins
er það algengt, að fiskur leiti
ekki til botns, dögum saman, en
heldur sig svo við botn í nokkra
daga og er þá oft um mokveiði
að ræða. Þegar aflahrotur koma
vegna slíkra aðstæðna, hefur það
veruleg áhrif á sóknina, hvernig
skipin eru mönnuð. Hér kemur
til greina mannafjöldi, sem starf
ar á dekki meðan á aflahrotun-
um stendur og þá einnig dugn-
aður og verkkunnátta skipverj-
anna. Enn þýðingarmeira er af-
kastageta skipverja á dekki,. ef
togað er á vondum botni, og þá
oft mikið rifrildi á vörpunni, sem
•þá útheimtir enn meiri vinnu.
Samanburður á mannafla togar-
anr.a frá ári til árs er svo til
óframkvæmanlegur. Þó ég vilji
ekki vanmeta dugnað fiskimanna
á togurum hinna ýmsu þjóða,
sem nú stunda þær veiðar, vil ég
þó láta þá skoðun mína koma
fram, að ég tel vel útilokað að
togaraflotinn, sem stundar veið-
ar við ísland nú, sé eins Vel
mannaður og var t.d. á 3ja ára-
tug aldarinnar.
Samdráttur línuveiðanna off afla
möguleikar á línu miðað við
sóknareiningu
Ég hefi aflað mér upplýsinga
um róðrafjölda og aflamagn á
línu í tveim verstöðvum sunnan-
lands, Keflavík og Sandgerði, og
þrem verstöðvum á Vestfjörðum,
Patreksfirði, Bolungavík og Súg-
Finnbogi Guðmundsson.
andafirði. Er hér miðað við janú-
ar-febrúar hvort ár, í Sandgerði
og Keflavík þó til 15. febrúar og
1954 er ekki með. Líta tölur þass
ar þannig út:
verðbólgan bitnað mest á henni.
Það skal viðurkennt, að ver-
stöðvar þær, sem hér eru tekn-
ar sem dæmi, eru þær verstöðv-
ar, sem bezt liggja við línuveiða
svæðum þeim, sem helzt hefir
verið sótt á. Hins vegar hefir orð
ið samdráttur, eða línuveiðar ai-
veg lagzt niður í þeim verstöðv-
um, sem verr liggja við, eða svo
fjarri góðum línufiskmiðum. að
ekki er unt að halda uppi dag-
legum róðrum frá heimahöfn.
Með tiliti til þess, að afli línu-
báta er tvímælalaust bezta nrá-
efni, sem fiskiðnaðurinn getur
fengið, tel ég mikinn skaða, að
þessar veiðar hafa ekki verið
stundaðar af meira kappi jafn-
vel frá þeim stöðvum, sem verr
liggja við. Ég álít þetta fullkom-
lega framkvæmanlegt, ef rétt er
að staðið.
í þessu sambandi má benda á,
að ýmsar aðrar þjóðir, sem liggia
enn fjær, svo sem Færeyingar og
Skotar, stunda línuveiðar við
strendur íslands og í hafinu milii
Islands og Grænlands, af miklu
kappi, og ágætum árangri.
Þegar hugleitt er, að í Reykja-
víkurborg hefir verið mjög mik-
ill skortur á neyzlufiski allt síð-
astliðið haust, og margar stórar
og vel búnar fiskvinnslustöðvar
verið svo til hráefnislausar um
sama tíma, þá er vitað að fær-
eysk veiðiskip hafa fiskað á
línu á svæðum, sem liggja að-
eins 10-12 tíma siglingu frá
Reykjavík, og aflað svo vel, að
mér er kunnugt um skip, sem
náð hafa 70-120 tonna vikuafla.
Þessar veiðar hafa þeir stundað
frá því í september 1965, allt
fram í miðjan febrúar í ár.
Ég tel ekki líklegt, að við
fengjum mannskap til að vinna
á sama hátt og útlendingarnir,
þ.e. að beita og slægja um borð.
En samt eru tvær leiðir til að
leysa þetta: Annað væri beiting-
arvél, sem- auðveldaði beiting-
una, og hitt kæligeymsla, þannig
að báturinn gæti tekið með sér
Sandgerði og Keflavík.
1951—59 6.393 róðrar Meðaltal 800 á ári
Afli 36.188.974 kg. Meðalafli í róðri 5.660 kg-
1960—64 4.010 róðrar Meðaltal 802 á ári
Afli 25.169.320 kg. Meðalafli í róðri 6.277 kg.
1966 404 róðrar
Afli 2.325.530 kg. Meðala-fli 5.756 kg.
Patreksfjörður, Súgandafjörður og Bolungarvík.
1950—59 3.380 róðrar Meðaltal 338 á ári
Afli 14.504.854 kg. Meðalafli 4.293 kg.
1960—64 2.352 róðrar Meðaltal 470 á ári
Afli 12.380.445 kg. Meðalafli 5.264 kg.
1965 325 róðrar Meðalafli 4.560 kg.
1966 221 róður Meðalafli 5.136 kg.
Það skal játað, að upplýsingar*
þessar eru ekki fullkomnar, þar
sem ég varð að miða við róðra-
fjölda sem sóknareingingu og við
heildarafla í róðri á tillits til
fisktegunda. Einnig vantaði mig
sums staðar heimildir, og varð
að taka lengri tíma, tl 1. marz,
í Keflavík og Sandgerð.
Þrátt fyrr þessa ágalla, verð
ég að telja þessar hemildir til
að meta afla á sóknareingingu
á línuveiðum, ekki ófullkomnari
en þær aðferðir, sem fiskifræð-
ingar nota til að meta sókn tog-
skipanna á fiskistofnana. Tölur
þessar bera með sér, að lítið hef-
ir breytzt um sókn né aflabrögð
á línuveiðum sl. 15 ár í þessum
verstöðvum.
Hins vegar hafa línuveiðar
dregist mjög saman, miðað við
heildarsókn þjóðarinnar á hafið
Hin mikla nýja tæknibylting,
sem orðið hefir á síldveiðunum,
hefir ekki náð til línuveiðanna,
t.d. er ekki almennt notuð lína
úr gerviefnum, þó það hafi sýnt
sig ótvírætt, að slík lína er mun
fisknari og þar sem þessi veiði-
aðferð er sú vinnufrekasta, hefir
beitta línu í nokkrar lagnir, og
yrði þá beitt í landi við beztu
skilyrði.
Áhöfnin þyrfti þá einungis að
blóðga" fiskinn vel og ísa, því
vel blóðgaður línufiskur geymist
óskemmdur í .ís í marga daga.
Það er þvi tiltölulega mjög auð-
Velt að útvega Reykjavík nægan,
góðan neyzlufisk, og fiskvinnslu
stöðvunum í Reykjavík fisk til
vinnslu, ef rétt væri að því stað-
ið, og greitt fyrir þennan fisk
rétt verð í hlutfalli við aðra verð
lagningu í þjóðfélaginu.
Nauðsynlegt að hagnýta fiski-
stofnan sem bezt, án þess að
ofveiða og eyða þeim
Ég gat þess hér að framan, að
þótt ég teldi að þorskstofninn
væri ekki í eins mikilli hættu,
eins og fiskifræðingarnir álíta,
komi samt sem áður ekki til
mála annað en að taka viðvörun
þeirra alvarlega, og haga sér eft-
ir því.
íslendingar hafa lengst af ver-
ið meðal fremstu þjóða um til-
raunir til þess að fá fram að-
gerðir til friðunar fiskistofnun-
um, og hefur sú viðleitni orðið
verulega árangursrík, svo sem
mönnum er kunnugt. Þetta er að
sjálfsögðu vegna þess, að við eig
um meira í húfi en flestar aðrar
þjóðir, ef stofnar aðalnytjafiska
okkar eyðast. Enda haa þeir ver-
ið, og eru, lífæð þjóðarinnar, svo
sem fyrr segir, og fiskimið okk-
ar verið ásótt mjög af fiskiflot-
um margra stórþjóða.
Allir fiskifræðingar, svo og
aðrir þeir, sem eitthvað þekkja
til mála, eru sammála um það,
að hættulegast sé fyrir fiskistofn
ana að veiða ungfiskinn, áður en
hann hefur náð fullri stærð og
skilað af sér afkvæmum til við-
halds stofninum.
Til þess að forðast veiði
smærri fiskanna, án þess að
draga úr sókn á stærri fiskana,
hefur sú leið verið farin nú um
nokkurra ára skeið að stækka
möskva á togvörpum og dragnót-
um, og enn eru fiskifræðingar
helzt að benda á þessa leið til
verndar þirskstofninum.
En ég, og margir þeir, sem
stundað, hafa veiðar með botn-
vörpu, eru þeirrar skoðunar, að
stækkun möskvanna, jafnvel þó
ennþá lengra væri gengið, en nú
er stungið upp á, hrökkvi
skammt, til þess að tryggja, uð
smáfiskur sleppi lifandi út úr
vörpunni, ef hann á annað borð
hefir lent í henni. Ástæðan fyrir
þessu er sú, að varpan er dregin
með nokkuð miklum hraða, og
mun því lokast. Ennfremur þarf
ekki að vera mikið aflamagn
til þess að þrengi að fiskinum,
þegar hann kemur í pokann,
þannig að hann drepist og þá
sérstaklega smáfiskurinn, því
hann er viðkvæmastur. Eigi að
síður tel ég sjálfsagt, að unnið
verði að því, að möskvastærð
hér við land verði ekki höfð
minni en á öðrum veiðisvæðum,
því hversu lítill ávinningur sem
af því fæst, þá er hann þó alltaf
í rétta átt. Annað mál er það,
hvort þessar aðgerðir eru raun-
hæfar, eða nauðsynlegar. Það er
staðreynd, að stri fiskurinn held-
ur sig ekki á sömuslóðum og
smáfiskurinn, a.m.k. ekki svo
neinu verulegu nemi.
Hvernig svo, sem á þessu
stendur, hefir náttúran einhvern
veginn séð svo til, enda nauð-
synlegt, til að þorskstofninn hald
ist við, þar sem þorskurinn er
sjálfæta og stóri þorskurinn etur
þann smáa. Það ætti því að vera
auðvelt að takmarka veiði
óþroskaðs fisks, með því að friða
þau svæði, sem hann heldur sig
á, en beina sókninni á þau svæði,
sem stórfiskurinn heldur sig.
• Landssamband ísl. útvegs-
manna hefur gert um þetta il-
lögu til ríkisstjórnarinnar, en til
laga þessi var afhent stjórnskip-
aðri nefnd þingmanna, og er til—
lagan svohljóðandi:
„Að ríkisvaldið beiti sér fyrir
samstarfi við ailar þjóðir, sem
veiða á N-Atlantshafi um frið-
un þeirra fiskisvæða, þar sem
alinn er að stórum hluta ókyn-
þroska fiskur“, og er þá ætlast til
að þessi riðun gildi, hvort sem
svæðin eru utan eða innan land-
helgi, og nái jafnt til veiða með
botnvörpu og dragnót.
Þó ég hafi á undanförnum ár-
um verið því meðmæltur, að
leyfðar væru dragnótaveiðar á
ákveðnum tíma á ákveðnum
svæðum, t.d. Faxaflóa, er ég nú
kominn á þá skoðun, að þetta sé
ekki rétt, og ekki megi leyfa
slíka ásókn á uppeldisstöðvar
fisksins. Mikill hluti af afla
þeirra báta, sem veiðar þessar
hafa stundað, hefur verið ókyn-
þroska smáfiskur, og ætti því að
friða sum svæði algjörlega, því
það er hér eins og annars staðar,
ákveðin svæði, sem smáfiskur-
inn heldur sig á.
Ég álít, að það sé tiltölulega
Framhald á bls. 25