Morgunblaðið - 22.03.1966, Blaðsíða 23
Þriðjuctagur 95. marz 1966
MORCUNBLAÐID
23
Guðmundur Sæm undsson
húsusmíðameistari, kveðja
HANN VAR fæddur að Nikulás-
arhúsum í Fljótshlíð 10. -febrúar
1891, og var því liðlega 75 ára
er hann lézt. Guðmundur ólst
upp í foreldrahúsum, var hann
næst yngstur af stórum barna-
hóp og mun hafa þurft að taka
til hendi strax og þroski leyfði.
Ættarfylgja þessa fólks var mik
il handlægni, dugnaður og lífs-
gleði og fór Guðmundur ekki var
hluta af henni. Guðmundur gift
ist heitkonu sinni Guðbjörgu
Sveinsdóttur frá Grjótá í Fljóts-
hlíð og voru þau um tíma á
Lágafelli í Mosfellssveit, en síð-
an fluttu þau til Reykjavíkur.
Þar stundaði hann aðallega tré-
smíði og vann mest að húsabygg-
ingum.
En sveitabúskapurinn átti hug
hans allan og fluttu þau nú að
Grímsstöðum í Landeyjum. Þar
stundaði hann trésmíðar eftir
því sem tími vannst til frá bú-
skapnum. Eftir átta ára dvöl
þar fluttust þau búferlum að
Eyði-Sandvík í Flóa. Húsakostur
var þar mjög lélegur, en Guð-
mundur byggði þar snoturt íbúð
arhús og reisti peningshús. Komu
þau hjón þar upp góðum bú-
stofni og vegnaði vel með sinn
stóra barnahóp, fimm syni og
fimm dætur.
' Þar andaðist Guðbjörg og var
hennar sárst saknað, enda var
hún hin ágætasta kona.
Guðmundur bjó áfram og kom
sér nú vel hve barngóður hann
var og umhyggjusamur heimilis-
faðir. Síðar giftist hann eftirlif-
andi konu sinni Margréti Krist-
jánsdóttur frá Hnífsdal. Þessi
unga kona tók nú að sér vanda
samt starf, þar sem var uppeldi
barna Guðmundar, þeirra er ung
voru, en leysti það svo vel af
hendi að fá dæmi munu um slíkt.
Bjuggu þau nokkur ár í Eyði-
Sandvík, en fluttu síðan til
Reykjavíkur. Þá bjuggu þau um
skeið í Kópavogi, en síðast að
Þórsgötu 21 í Reykjavík.
' Þau eignuðust fjórar dætur.
Guðmundur vann við smíðar eft
ir að hann hætti búskap. Síðustu
árin vann hann í Landssmiðj-
unni. Heilsa hans var nú tekin
að bila og þurfti hann að gang-
ast undir marga uppskurði og
dvelja á sjúkrahúsum lengri og
skemmri tíma. Öllu þessu tók
hann æðrulaust og með þeirri
karlmennsku, sem honum var
svo eiginleg. Hann andaðist á
sjúkrahúsi Hvítabandsins aðfara
nótt 15. marz sl.
'Fyrir handan vetrarkvöldin
sé ég glampa á sólartjöldin.
Mikla drottning láðs og lagar
ljóssins móðir skin mér háttl
Kom að nýju úr austurátt.
Um mér, Brjóttu rökkurvöldin.
(E. Ben.)
Ég votta eftirlifandi konu
hans, börnum, systkinum og öðr
um ástvinum mína innilegustu
samúð.
Ásgeir Guðmundsson.
Xil mlnnlngar um Guðmund
Sæmundsson frá vinkonu hans
og frænku.
Nú hér cr liðinn dagur dáðaríkur,
við drjúpum höfði klökk,
er honum lýkur.
Og minningarnar milt um
hugann streyma,
þau minjagull, sem ávallt
munum geyma.
En drengur góður: er þitt
aðalsmerki.
Það ávallt sýndir þú, í hverju
verki.
Og listræn hönd þín lék í
löngu starfi,
að liðnum degi skilar dýrum
arfi.
Þín ástúð sönn í hlýjum
heimaranni,
og höfðingslund, var rík hjá
sæmdarmanni.
En ástvinirnir áttu hlutinn
stærsta,
í elsku þinni, um samfylgd
fagra og glæsta.
Nú vinir þakka þér á
kveðjudegi,
og þjóðin blessar störf, sem
gleymast eigi.
í þínum dáðum, þar fór allt
að vonum,
því þú varst einn af íslands
traustustu sonum.
Sv. Sv.
—Alþingi
Framhald af bls. 8
á hendur Seðlabankans. Hér væri
ekki rétt á mál-
um haldið. Stöð
ugt væri að
færa verkefni
Seðlabankans
lengra en ætlast
hefði verið til í
upphafi. Nauð-
synlegt væri að
að skilja hlut-
verk hans sem
mest frá hlutverki viðsjripta-
bankanna. Heppilegra væri einn
ig að byggja þannig upp að
stofnlánasjóðirnir yrðu sem mest
aðgreindir frá viðskiptabönkun-
um.
Bjami Benediktsson forsætis-
ráðherra, sagði að tillögur þær
er fram hefðu komið hjá Ey-
steini Jónssyni væru athyglisverð
ar, og bæri að kanna þær í
nefnd. Vék ráðherra síðan að
ræðu Lúðvíks Jósefssonar og
sagði, að ekki væri til þess ætlast
að Seðlabankinn færi að blanda
sér í einstakar lánveitingar. Meg
Emil Björnsson, formaður B1 aðamannafélagsins og frú Álf-
heiður taka á móti Jens Otto Krag forsætisráðherra í Lídó.
— Pressuball
Framhald af bls. 10
búnu hittu forsætisráðherra-
hjónin blaðamenn og leikara
niðri i Nausti í boði Gylfa Þ.
Gíslasonar, sem gegnir utan-
ríkisráðherrastörfum. Eftir
að hafa setið kvöldverðarboð
hjá sendiherra Dana í Reykja
vík, voru þau við sýningu á
Gullna hliðinu í Þjóðleikhús-
inu. Kvaðst leikkonan Helle
Virkner hafa haft af því
mikla ánægju, en hún hafði
búið sig undir með því að lesa
leikritið á dönsku.
í gærmorgun kl. 8 héldu
þessir góðu gestir, Jens Otto
Krag og frú Helle Virkner
Krag til Kaupmannahafnar
með Gullfaxa Flugfélags ís
lands.
inbreyting frumvarpsins væri sú,
að Framkæmdasjóður fengi ekki
að lána einstaklingum og fyrir-
tækjum. Um málefni Fram-
kvæmdasjóðs mundi fjalla til
þess kjörin sjóðsstjórn og mundi
hún taka ákvarðanir um lán-
veitingar, en ekki Seðlabankinn
Samkvæmt frumvarpinu ætti öl-l
lánveiting til fjárfestingasjóð-
anna að fara beint um þeirra
hendur, Framkvæmdasjóður ætti
að keppa við þá, að svo miklu
leyti sem væri innan við verk-
svið hvers um sig. Ráðherra
sagði að benda mætti á vegna
þess er fram hefði komið í ræðu
Eysteins Jónssonar, að til væri
Ferðamálasjóður sem hefði það
hlutverk að lána til ferðamála
og gististaða. Hitt gæti verið
spurning hvort menn vildu hafa
heimild til að veita úr Fram-
kvæmdasjóði lán til þeirra, er
engin fjárfestingarsjóður næði
til.
Hannibal Valdimarsson (K)
tók m./jg undir það er fram
hafði komið í ræðu Lúðvíks Jós-
efssonar og sagði það ranga
stefnu að færa ýmsa þætti við-
skiptamála yfir til Seðlabankans.
Að lokum tóku svo aftur til
máls Lúðvík Jósefsson og Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra,
en síðan var málinu vísað til
annarrar umræðu og fjárhags-
nefndar.
Randver Þorláksson í hlutverki Argans.
— ímyndunarv.
Framhald af bls. 17.
ar án alltof mikils tillits til
hversdagslegs raunsæis, enda er
það 'iingu viðurkennd staðreynd
að hinir klassísku gamanleikir
Moliéres, Holbergs og sporgöngu-
manna þeirra henta bezt leik-
glöðu skólafólki, sem ekki hefur
til að bera reynslu eða tækni
þjálfaðra leikara.
Eins og kunnugt er, ber Arg-
an hinn ímyndunarveiki hita og
þunga dagsins í leiknum, og var
hann í góðum höndum. Randvers
Þorlákssonar úr fjórða bekk.
Hann skapaði merkilega húg-
tæka og heilsteypta manngerð
sem vakti mikla kátínu, enda
þótt röddin brygðist endrum og
eins. Framganga hans og lát-
bragð var með ágætum, skop-
legt og hnitmiðað.
Svipað má segja um túlkun
Rannveigar Jóhannsdóttur úr
fjórða bekk á öðru aðalhlut-
verki leiksins, Toinette vinn-
konu. Leikur hennar var léttur,
kankvís og yfirleitt öruggur, og
framsögn hennar var bæði skýr
og hljómmikil.
Bryndís Guðbjartsdóttir úr
fjórða bekk lék Béline, hina
kaldrifjuðu seinni konu Argans,
og skilaði henni þokkalega, þó
ekki tækist henni að sýna inn-
rætið með sannfærandi hætti.
Hins vegar tókst Ingibjörgu Jó-
hannsdóttur úr fjórða að bregða
upp hugnæmri mynd af hinni
góðu og hjartahreinu Angelique,
dóttur Argans, enda stendur sú
kvengerð væntanlega nær
hjarta ungra stúlkna en hin kald
rifjaða norn. Hjá báðum þessum
leikendum spillti upplestrartónn
sums staðar framsögninni.
Af öðrum leikendum er sér-
stök ástæða til að nefna tvo
sveina úr þriðja bekk, þá Stefán
Unnsteinsson og Ómar Valdi-
marsson, sem báðir brugðu upp
skemmtilegum myndum af þeim
Diafoirus-feðguim. Stefán lék
Diafoirus eldra með sérkenni-
legu fasi og góðum raddblæ sem
hæfði hlutverkinu vel, en Ómar
skapaði kostulega og frumlega
marmgerð úr aulabárðinum Tóm-
asi, verulega hnyttilega mann-
lýsingu.
Ásbjörn R. Jóhánnesson (ir
fjórða bekk vakti ennfremur at-
hygli fyrir örugga framkomu og
skýra framsögn í hlutverki Bér-
aldes, bróður Argans, en hann
átti eins og fleiri leikendur dá-
lítið erfitt með hendurnar á
sér. Ung telpa, Sigurborg Matt-
híasdóttir, lék Loison litlu dóttur
Argans á skemmtilegan hátt.
Aðrir leikendur voru: Kristj-
án Karlsson úr fjórða bekk
(Cléante), Elías Ólafsson úr
öðrum bekk (Purgon), Flosi
Kristjánsson úr öðrum bekk
(Fleurant) og Sigurður Tómas-
son úr þriðja bekk (Bonnefoy).
Flautuleikararar voru Guðrún
Markúsdóttir úr þriðja bekk,
Aðalheiður Vilhjálmsdóttir og
Þórhildur Blöndal, báðar úr
fjórða bekk. Píanóleikari var
Marta Ólafsdóttir úr þriðja bekk.
Leikmyndina, sem bæði var
smekkleg og stílhrein, gerði Þor-
valdur Jónsson, en sönglag í
öðrum þætti samdi Jón S. Jóns-
son.
Leikendum, leikstjóra og leik-
tjaldamálara var innilega fagnað
í leikslok og barst þeim fýöldi
blómvanda. Þýðanda er ekki get-
ið í leikskrá, hvernig sem á því
stendur.
Sigurður A. Magnússon.
Vantrauststill-
aga og útvarps*
umræður
FJÓRIR þingmenn Framsóknar-
flokksins og kommúnista lögðu
í gær fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um vantraust á
ríkisstjórnina. Flutningsmenn
eru: Eysteinn Jónsson, Lúðvík
Lækkoðir innflutningstollar nf
húsum og húsnhlutnm
f GÆR var lagt fram á Alþingi'
stjórnarfrumvarp um breytingu
á tollskrá og fl. Kemur m.a. eft-
irfarandi fram í greinargerð
frumvarpsins: Eins og opinber-
lega hefur verið tilkynnt, hefur
ríkisstjórnin ákveðið að beita sér
fyrir lækkun á innflutningstoll-
um af húsum og húshlutum. Toll
ar af húsum og húshlutum eru
nú samkvæmt tollskrárlögum
ýmist 50% eða 60%, eftir því,
hvort um er að ræða hús úr járni
og stáli eða timbri. Tollur af
byggingavörum er ýmist 35%,
40% eða 50%, ef um er að ræða
vörur, sem einnig eru framleidd
ar hér í landinu, svo sem sam-
sett gler, saumur og fleira. Þeg-
ar tillit er tekið til þessa, þótti
ekki rétt að fara með hinn al-
menna toll af húsum og húshlut-
um neðar en í 40%, þar eð óeðli-
legt þykir að fullunnin vara sé
lægra tolluð, heldur en efnivaran
til framleiðslu hennar. Er því á
þessu stigi gert ráð fyrir, að toll-
ur af húsum og húshlutum verði
lækkaður í 40%. Þá er lagt til í
frumvarpinu, að tollur af sem-
enti lækki úr 35% í 20%. í frum-
varpinu er einnig að finna nokkr
ar tæknilegar leiðréttingar og
staðfestingar á þegar gerðum úr-
skurðum.
Jósefsson, Ólafur Jóhannesson
og Hannibal Valdemarsson. Gert
er ráð fyrir að útvarpsumræður
fari fram um vantraustið nú í
vikulokin eða í byrjun næstu
viku.
Þess má geta, að Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
höfðu fyrir síðustu helgi borið
fram sk um, að útvarpsumræða
færi fram í neðri deild við fyrstu
umræðu frumvarps um staðfest-
ingu á samningi um byggingu
álverksmiðju. Er auðséð, að sú
ákvörðun stjórnarflokkanna hef-
ur orðið tilefni þess, að stjórnar
andstæðingar flytja nú van-
trauststillögu og óska útvarps-
umræðna um hana.
Veðurblíða í Vík
VEÐURBLÍÐA hefur verið hér
undanfarna daga með töluverðri
rigningu annað kastið. Allur
snjór er horfinn nema í ein-
staka fannstæðum. Klaka er far-
ið að leysa úr jörð, en hann var
með meira móti og eru vegir
farnir að þyngjast. Á Mýrdals-
sandi var allmikið leysingarvatn
í gær og hefur grafið talsvert úr
veginum þar, en hann hefur þó
hvergi lokazt og er leiðin til
Kirkjubæjarklausturs ágætlega
fær. — Sigþór.