Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 3
Stmnudagur 27. marz 1966 MÓRGUNBLADIÐ 3 Leiff íslenzk-franska leiffangu rsins um Vatnajökul og er jökulþykktin sýnd meff tölum á mæl- ingastöffum. Fyrir 15 árum kom í Ijós að »1 , ■i! í> i! Vatnajökull er þykk ís- hetta á lágu fjalllendi UM þetta leyti fyrir 16 árum var að leggja upp merkileg- asti rannsóknarleiðangur, sem farinn hefur verið á Vatna- jökul, íslenzk-franski leiðang- urinn undir forustu Jóns Ey- þórssonar. Voru í honum gerðar fyrstu maelingar á þykkt íslenzkra jökla, sem komu mjög á óvart og þóttu ákaflega merkilegar. Míbl. rif- jaði af þessu tilefni upp þessa rannsóknarferð með Jóni. — Þessi ferð var farin á vegum Rannsóknarráðs að öðru leyti en því að Expediti- on Polaire Francaise undir for ustu heimskautafarans Paul Emils Victors lánaði mæli- tæki, hina ágætu snjóbíla þá fyrstu sem komu á Vatna- jökul og sérfræðinga til að gera mælingar, sagði Jón. — Ég tel þetta merkileg- ustu rannsóknarferte sem far- in hefur verið á jökulinn, sagði hann ennfremur, þvi hún skar úr um svo merki- legt atriði. Þarna voru gerðar fyrstu mælingar á þykkt ís- lenzkra jökla. Fram að þeim tíma höfðu menn gizkað á að Vatnajökull væri 50—100 m. á þykkt, en hann reyndist vera 600—800 m þykkur og 1000 m. þar sem dýpst var. Þetta skar úr um það, að f jalllendið und- ir jöklinum er víðast hvar svo lágt, að það nær ekki upp í núverandi snjólínu. Ef jökul- skjöldurinn væri horfinn af Vatnajökli, þá mundi hann sem sagt ekki myndast aftur nema á hæstu tindunum, sem eru um og yfir 2000 m. á hæð, svo sem á Hvannadalshnjúk og Bárðarbungu. En Vatna- jökull er jökulfjall, sem hefur byggzt og heldur sér við, af því hann fær næga úrkomu. 1 leiðangrinum voru þrír ís lendingar, þeir Jón Eyþórs- son, Árni Stefánsson og Sig- 4 urjón Rist, og tveir Frakkar, l eðlisfræðingurinn Joset og bíl stjórinn á snjóbílnum. — Það voru mikil. viðbrigði fyrir , okkur sem vanir vorum að tosast áfram kófsveittir með sleða, með 2ja til 3ja km. hraða á klukkustund, að kom ast nú á snjóbílum allt upp í 20 km. hraða, sagði Jón. Og þarna lærðum við að komast upp á að nota slík farartæki. Þeir félagar lögðu upp 20. marz og héldu upp Breiða- merkurjökul og fóru á 6 vik- um um nær allan jökulinn, norður á Brúarjökul, vestur í Grímsvötn, norður á Dyngju- jökul og vestur á Köldukvís'l- 1 arjökul. Og þeir mældu með 5 km. millibili þykktina á jökulhettunni með þeim ár- angri að í ljós kom að hún er allt að 1000 m. á þykkt, en fjalllendið undir henni alls ekki hátt. Leiffangursmenn vlff snjóbíliinn taliff frá vlnstri: Franski bíl- stjórinn, efflisfræffingurinn Joset, Jón Eyþórsson, leiffangurs- stjóri, Sigurjón Rist. Á mynd- ina vantar Árna Stefánsson, sem tök myndina. 99 Oruggur akst- ur“ í Vík I VÍK 1 Mýrdal, laugardaginn 19. marz sl., var að tilhlut- an Samvinnutrygginga stofnaður klúbburinn „Öruggur akstur" fyrir Vestur-Skaftafellssýslu. Á fundinmn voru boðaðir allir þeir er hlotið hafa viðurkenn- ingu Samvinnutrygginga fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur, en þeir eru um 60 alls í vestur sýsl- unni. í stjórn voru kjörnir: Reyi Ragnarsson, Reynisbrekku, for Tómas Gíslason, Melhól; Ai Jónsson, Hrífunesi. Til vai Böðvar Jónsson, Norðurhjáleif Óskar Jóhannesson, Asi; Sigui ur Gunnarsson, Vík. Sr. Jón Auðuns, ddmprófastur: KAIFAS Af persónum þeim, sem harm- leikinn léku, er á Golgata lauk, er Kaifas skuggalegastur. Júdas svíkur Krist af því að hann misskilur hann. Pilatus dæmir Krist af hugleysi, skilur ekkert í Gyðingum, skilur ekk- ert, hvað hér er um að vera. •Kaifas einn reiknar dæmið með kaldri ró. Kaifas er af höfðingjaflokki Zaddúkeanna. Aðeins þeir gátu komist til æðstu metorða í kirkju Gyðinga. Og menn voru æðstu prestar aðeins um árabil, en ekki ævilangt. Þannig er Ann as, fyrrum æðstiprestur á lífi meðan Kaifas tengdasonur hans situr í þessu tigna embætti. Annas var vitur maður, hygg- inn og slægur stjómmálamaður. Svo voru völd hans mikil, að þótt svo héti í orði kveðnu, að vestur í Rómaborg væri því ráð- ið, hver hreppti tign æðstaprests hjá Gyðingum, hélt Annas taum- unum svo viturlega í hendi sér, að þegar hér var komið sögu, Höfðu sex æðstuprestar sam- fleytt verið úr ætt hans, og nú var sá sjöundi, Kaifas, tengda- sonur hans. Annasi hafði tekizt að raka saman óhemjumiklum auði. Hátt- settum Rómverjum hafði hann lánað stórfé og hafði þannig þeirra ráð í hendi *ér, þegar honum lá á. N|ú sat tengdasonur- inn, Kaifas, í sæti æðstaprests, harðsvíraður eins og tengdafað- ir hans, kaldrifjaður eins og hann og jaf ósveigjanlega ákveð- inn og hann í að berjast fvrir völdum sínum og áhrifum prestastéttarinnar. Það er fráleitt, sem margir hugsa, að Farísearnir hafi ver- ið megin andstæðingar Jesú. Hann átti vini meðal þeirra, og trúarlífið í Gyðingalandi átti Faríseunum margt gott að þakka. En hin volduga prestastétt var höfuðóvinur Jesú. Það var hún, sem fékk hann krossfestan. í broddi þeirrar stóð Kaifas æðsti- prestur og að baki honum jafn- vel ennþá skuggalegri ,ennþá samvizkulausari maður, Annas tengdafaðir hans. Frammi fyrir þessu óhugnan- lega valdi stóð Jesús á morgni Langafrjádags. Andspænis ein- hverju kaldrifjaðasta prestaveldi sem sagan greinir frá, stóð band- inginn Jesús frá Nasaret. Réttarhaldið fer fram svo snernma morguns, að ekki eru aðrir viðstaddir en þeir, sem hægt hafði verið með skyndingu að kveðja saman. Trúlegt er hinsvegar, að Kaifas hafi undir- búið allt kveldinu áður og senni- lega gengið sjálfur á fund Píla- tusar, sem þessa dagana er gest- ur í hinni glæsilegu höll Heró- desar rétt fyrir utan borgarmúr- ana, og þá gengið þannig frá landstjóranum, að hann er til reiðu í morgunsárið, þegar mál- inu er vísað til hans. Þögull stendur Jesús frammi fyrir Kaifasi og svarar ekki spurningum hans, þótt hann leggi fast að bandingjanum að svara. Loks ' grípur Kaifas til dýrasta eiðsins: „Ég særi þig við Guð hinn lifanda, að þú segir oss, hvort þú ert Kristur, Guðs- sonurinn". Og Jesús svarar: „Ég er það“. s Kaifas glottir, hann snýr sér frá bandmgjanum og að ráðherr- anum og segir sigri hrósandi: „Hvað þurfum vér rYú framar votta við?“ Og ráðið svarar: „Hann er dauða sekur“. Fyrstu geislar morgunsólar- innar skína inn í réttarsalinn, þar sem svívirðilegasta dóms- morð mannskynssögunnar er drýgt. Nú er það formsatriði eitt eft- ir, að fá dóm Pílatusar. Kaifas kann ráð: Þegar Pílatus hikar, hvíslar hann í eyra hans: „Ef þú lætur þennan mann lausan, ertu ekki vinur keisarans." Þetta hreif, og það hafði Kaifas vit- að. Þrásinnis hafði Pílatus áð- ur orðið að þola þá auðmýkingu, að fá ofanígjöf frá keisaranum fyrir fljótfærni sína og heimsku- pör. Aðstaða hans hjá valdhöf- unum vestur í Rómaborg er orð- in svo veik, að hann verður að gæta sín. Hann þvær hendur sínar og fellir síðan dóminn. Allt fer eins og Kaifas hafði viljað og séð fyrir. Horfðu á persónur Píslarsfóg- unnar. Láttu þær stíga fram fyr- ir sjónum þínum hverja af ann- arri. Skoðaðu myndir þeirra sem léku hlutverk sínum í hinum mikla sorgarleik. Þar er skugga- legt margt en skuggalegust þó persóna prestsins, æðstaprests- ins. Kirkjur hinna ýmsu trúar- bragða hafa á ýmsum túmim orðið sannleikanum þungar í sikauti. Einnig kirkja hans, sem harðast fékk á kirkju lands sins að kenna. * En láttu þessar myndir hverfa, hverja af annarri, unz eih mynd aðeins er eftir: KRISTUR. Horfðu á hahn, gleymdu öll- um hinum. Yfir honum vakir auga Guðs, því að í honum býr sá sigrandi, mildi máttur, sem allar sálir, einnig sál hins misk- unnarlausa, kaldrifjaða Kaifasar á að leysa. Ætti svo djörf von ekki að vekja guðsbörnum gleði fremiur en afbrýðisama gremju? — Athugasemd Framhald af bls. 2 þátt í rannsóknum og uppljóstr- unum flestra hinna meiriháttar sakamála hér í Reykjavík hin síðustu ár. Hann hefur auk þess ritað bók um kynni sín af styrjöldinni. ♦ Bera þessar staðreyndir vitni um heimsiku og hæfileikaskort? Ég vil að lokum geta þess, að annar ritstjóri þessa vikublaðs var sjálfur í „prófi“ fyrir nokkr- um árum í Ríkisútvarpinu, frammi fyrir alþjóð, og ætlaði að sýna þar gáfnafar sitt og hæfi leika. Ég man ekki betur, en hann félli á því prófi, þótt hann hefði sjálfviljugur boðið sig fram til prófsins og valið efni það, sem um úr var spurt Á að meta gáfur hans og snilli eftir þeirri frammistöðu? Hvaða ástæður liggja annars til þessara skrifa í .blaðinu? Er undirrótin hefndarhugur? Er það vegna þess, að báðir ritstjrórar blaðsins hafa setið fyrir framan rannsóknarlögreglumenn og saka dómara og orðið að svara spum- ingum þeirra um athafnir, sem grandvörum og löghlýðnum borg urum hefði ekki komið til hugar að fremja? Kom Njörður Snæ- hólm þar ef til vill við sögu? Svari sá, sem veit. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík 26. marz. 1666 Tómas Einarsson, rannsóknar- lögregluþjónn. Aukinn inn og útflutningur Vlöruskiptajöfnuðurinn í febrú armánuði 1966 var óhagstæður um 13.7 millj. Var flutt út fyrir 383 millj. en flutt inn fyrir 396.8 millj. Á sama mánuði í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 43.1 millj. kr., en þá var flutt út fyrir 249.8 millj. kr. og flutt inn fyrir 293 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.