Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1966 Ðr. Kefiil IngóEfsson: Albert Einstein og Otto Hahn — Hugleiðingar á afmæSi tveggja eðlisfræðinga TVEIR eðlisfræðingar Albert Einstein og Otto Hahn! Ég sé fyrir mér svip þeirra, sem þetta lesa og betur þykjast vita. Var ekki sá fyrrnefndi stærðfræð- ingur og sá síðarnefndi efna- fræðingur, annar höfundur af- stæðiskenningarinnar, hinn frumkvöðull að einangrun og klofningu úraníums og þórí- ums? Eðlisfræðingur er vítt hugtak á okkar dögum. Fræði- greinin er yngst allra höfuð- greina náttúruvísinda, til kom- in fyrst fyrir alvöru á síðasta hluta renaissance-tímans, en er nú orðin eitt höfuðaflið í and- 'legu og efnalegu lífi nútíma- þjóða. Sjálf eðlisfræðin skiptist í fjölda undirgreina, en út á við þenur hún sig yfir skyldar greinar náttúruvísínda. Það er sinni frá þeirri ógæfu að eign- ast þetta vopn. Hafði hann pó á örlagastundu meirL þekkingu um það en nokkur annar. Þess- ir ólíku þættir í lífi og starfi Einsteins og Hahns gefa okkur einmitt ástæðu til þess að minn ast þeirra beggja raú í sömu andrá. Þeir urðu báðir að leita að lausn vandamála, sem valda mörgum ábyrgum vísindamönn um óróa og kvíða nú á okkar tímum: Annars vegar breikkar bilið milli fræðilegrar og áþreif anlegrar þekkingar, hins vegar ríkir aukinn skilningsskortur hinna alþjóðlegu vísinda á sið- ferðilegum sjónarmiðum. Albert Einstein og Otto Hahn eru samlandar og jafnaldrar. Þeir áttu báðir afmæli fyrir nokkrum dögum, og nýlega var Albert Einstein (1879—1955) stutt bil á milli stærðfræði og kennibundinnar eðlisfræði og •innig á milli efnafræði og kjarneðlisfræði á þessum tím- um. Albert Einstein og Otto Hahn eru tveir afreksmenn í hópi þeirra vísindamanna, sem gert hafa eðlisfræðina að því stórveldi, sem hún er nú. Það er ekki erfitt að benda á margt, sem ólíkt er með þess- um tveim mönnum. I fræði- grein sinni sátu þeir öll mann- dómsár sín við sinn hvorn enda hinnar nýju atómfræði, annar senn kennibundinn eðlisfræð- ingur, hinn sem tilraunaeðlis- fræðingur. í stjórnmálalegum efnum áttu þeir ólíkan feril. Annan þeirra neyddi kynþátta- stefna nazista til þess að yfir- gefa föðurland sitt og færa þá- verandi óvinum þess í hendur lykilinn að ægilegasta vopni nú tímans. Hinn var trúr þessu sama föðurlandi, en þegar misk unnarlausir ofstækismenn voru þar við völd, forðaði hann þjóð enn eitt afmæli: Þann 18. marz 1905 barst ritstjórn vísindarits- ins „Annalen der Physik“ hand rit Einsteins með þessum óþjála titli: „Ueber einen die Erzeug- ung und Verwandlung des Lichts betreffenden heurist- ischen Geschichtspunkt.“ Þessi grein varð hornsteinn í kenni- bundinni eðlisfræði nútímans, upphaf Ijósskammtakenningar- innar. Albert Einstein fæddist þann 14. marz árið 1879 í Ulm í Þýzkalandi. Hann fluttist ung- ur með foreldrum sínum til Múnchen, þar sem hann hóf skólagöngu, en föðurbróðir hans veitti honum þar fyrstu kennslu í stærðfræði. Þegar fjölskyldan fluttist til Ítalíu var Albert sendur á svissnesk- an menntaskóla, þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1896. Síðan nam hann stærðfræði og eðlisfræðí til kennaraprófs á fjórum árum í Tækniháskólan- um í Zúrich. Þar þótti hann ekki sérstakur námshestur, féll einu sinni á prófi og hafði lítinn áhuga á þeim fræðum, sem þá þóttu nauðsynleg andleg fæða tilvonandi menntaskólakenn- ara. í þess stað sökkti hann sér í lestur verka eftir Boltzmann, Maxwell, Helmholtz, Hertz og Kirchhoff. Ekki girntist hann kennarastörf að námi loknu, en vinur hans einn, sem grunaði, hvað í honum byggi, útvegaði honum stöðu þriðja flokks sér- fræðings á opinberri einka- leyfaskrifstofu í Bern. Þessi lágt metna staða hafði þó þann kost, að nógur tími varð aflögu til sjálfstæðra rannsóknar- starfa. Næstu fimm ár skrif- aði Einstein doktorsritgerð, sem hann varði við háskólann í Zúrich árið 1905. Sama ár birt- ust eftir hann fjórar ritgerðir í „Annalen der Physik“ og vöktu allar heimsathygli. Eina þeirra höfum við þegar nefnt hér að ofan. Önnur hafði að yfirskrift „Zur Elektrodynamik bewegter Körper", og var það upphaf að afstæðiskenningunni. Á næstu árum bar snilligáfa Einsteins ríkan ávöxt. Hann varð heims- þekktur vísindamaður og hin æðstu embætti féllu honum í skaut. Árið 1909 varð hann pró- fessor við háskólann í Zúrich, síðan lá leiðin yfir Prag til Berlínar, þar sem hann varð árið 1913 þrófessor, forstjóri hinnar keisaralegu eðlisfræði- stofnunar og meðlimur prúss- nesku vísindaakádemíunnar. — Árið 1916 lauk Einstein við al- mennu afstæðiskenninguna, sem varð þar með kóróna hinn- ar -klassisku eðlisfræði. Það er alveg einstakt í sögu náttúru- vísinda, að heil fræðigrein sem þessi sé fyllilega verk eins manns, og sýnir það yfirburða- gáfur hans og andlegt þrek. Á þriðja áratug aldarinnar mótaðist hin nýjp kennibundna eðlisfræði í því formi skammta kenningar, sem enn er notað. Einstein hlaut árið 1921 Nóbels- verðlaunin fyrir störf sín á þessu sviði. Fyrir áhrif Kaup- mannahafnarskóla Niels Bohr urðu þrír Þjóðverjar, Heisen- berg, Born og Jordan, til þess að móta skammtakenninguna í fylkjaformi. Árið 1926 setti Erwin Schrödinger í Zúrich fram kenningu þessa í stærð- fræðilega abströktu formi. Um 1930 urðu báðar- myndir þess- ara fræða sameinaðar og Eng- lendingurinn Dirac samlagaði þær afstæðiskenningunni. Þetta varð upphaf hinnar miklu sig- urgöngu kennibundinnar eðlis- fræði, sem haldizt hefur fram á þennan dag. Einstein var í grundvallaratriðum andvígur þessari þróun, sem hann átti þó ríkan þátt í. Hann lék nú æ meir hlutverk gagnrýnandans, og hafa margir hugsað til hans síðustu 10 árin, þegar að því er virtist óyfirstíganlegir erfið- leikar komu fram í hinum nýju fræðum. Árið 1933 varð Einstein land- flótta vegna valdatöku nazista í Þýzkalandi. Hann starfaði síð- an i Princeton í Bandaríkjun- um, varð ríkisborgari þar árið 1940 og lézt í þessum bæ þann 18. apríl 1955. Um vísindastörf 'hans þar er enn of snemmt að dæma, því að hann var þá orð- inn nokkuð einmana og fór eig- in leiðir. Líklegt er þó að hin almenna sviðskenning hans hljóti viðurkenningu siðari tíma. Það afdrifaríkasta, sem Einstein festi á blað á Ameríku árum sínum, er bréf til Roose- velts forseta, dagsett þann 2. ágúst 1939, sem hefst með þess- um orðum: „Herra forseti. Nokkrar nýjar ritgerðir, sem mér hafa verið sendar í handriti, hafa stutt mig í þeirri skoðun, að frumefnið úraníum geti orðið mikilvæg orkulind í náinni framtíð. Það er hugsanlegt, og þó ekki eins víst, að hinar voldugustu sprengjur af nýrri gerð geti orðið til af efni þessu...“ Hver var ástæðan til þess, að hinn mikli mannvinur og frið- arsinni beitti persónulegum áhrifum sínum og trausti því, sem hinn siðmenntaði heimur bar til hans, til þess að hvetja til framleiðslu atómvopna? Ár- ið 1938 hafði tveim þýzkum eðlisfræðingum, Otto Hahn og Lise Meitner, tekizt að kljúfa úraníumkjarnann. Skömmu síð ar varð Meitner að flýja land, og með henni barst þekking um atómrannsóknir Þjóðverja, sem ógn og skelfingu ollu með- al hinna fjölmörgu landflótta evrópsku eðlisfræðinga fyrir vestan haf. Til þess að hinn sið- menntaði heimur yrði ekki und -ir í baráttunni við Hitler, settu þeir nú allt á oddinn til þess að Bandaríkin yrðu fyrri til um Ketill Ingólfssou Otto Hahn fæddist í Frank- furt am Main í Þýzkalandi þann 8. marz árið 1879. Hann stundaði nám við háskólana í Marburg og Múnchen og náði doktorsprófi í þeim fyrrnefnda árið 1901. Árum saman var Hahn fremsti geisla-efnafræð- ingur í Þýzkalandi. Árið 1906 starfaði hann á rannsóknar- stofu Rutherfords lávarðar i Montreal. Frá árinu 1912 var hann starfandi við hina keis- Otto Hahn f. 1879 framleiðslu þessara vopna. Hinn mikli harmleikur Þýzka- lands varð leikinn á enda án þess að atómvopnum yrði beitt. í allri sinni ógæfu varð Þjóð- verjum forðað frá þeirri ásök- un að hafa beitt fyrstu atóm- sprengjunni. Þetta eiga þeir að þakka sínum beztu vísinda- mönnum, fyrst og fremst Otto Hahn, Werner Heisenberg og C. F. Freiherr von Weizsácker, en ýmsir útlendingar studdu þá eins og B. L. van der Waerden. Þann 6. ágúst 1945, á örlaga- stund Hiroshima, skrifaði Ein- stein í dagbók sína: „Vonandi höfum við ekki gefið börnum dynamit að leika sér að.“ — Sprengjah féll og vísindamönn- um varð í fyrsta skipti ljós sektarkennd, sem ekki hefur horfið þeim síðan. Eftir stríðið voru Otto Hahn veitt Nóbels- verðlaun ársins 1944 fyrir að 'hafa gefið heiminum þekking- una um klofningu úraníum- kjarnans. aralegu efnafræðistofnun í Ber- lín og forstjóri.hennar frá 1928 til 1944. Samstarf hans við Lise Meitner hófst árið 1907 og stóð til 1938. Rannsóknum sínum á úraníum og þóríum hélt hann síðan áfram með Fritz Strass- mann og urðu þær grundvöllur fyrir allar síðari aðferðir til þess að vinna atómorku og þar með einnig fyrir þróun atóm- sprengjunnar. Fram til ársins 1942 var frumkvæðið í þessum rannsóknum í þeirra höndum. Eftir styrjöldina varð Otto Hahn forseti Max-Planck-fé- lagsins í Göttingen, sem tók þá við þeim keisaralegu eðlis- og efnafræðistofnunum, sem áður er getið. Síðan hefur félagið komið á fóti fjölmörgum nýjum rannsóknarstofnunum, og hefur Hahn helgað sig eingöngu upp- byggingu þeirra síðustu árin. Okkur hefur hér að framan orðið tíðrætt um þann siðferði- lega vanda, sem hin nýja þekk- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.