Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rit.stjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið._____ FRAMTÍÐ ATLANTS- HAFSBANDALA GSINS Tt/falefni Atlantshafsbanda- lagsins hafa mikið verið til umræðu að undanförnu. Er það fyrst og fremst vegna ákvörðunar de Gaulle, Frakk- landsforseta að leyfa engar herstöðvar bandalagsins á franskri grund, nema þær séu undir yfirstjórn Frakka. Afleiðing þessa verður óhjá- kvæmilega sú, að hersveitir B^ndaríkjamanna í Frakk- landi verða fluttar þaðan á brott, en de Gaulle hafði áður tekið allar franskar hersveit- ir undan stjórn Atlantshafs- bandalagsins. Verður Frakk- land því ekki lengur virkur aðili að varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins, þegar þess- ar breytingar hafa verið fram kvæmdar. Franskir stjórnmálamenn hafa að vísu lýst því yfir, að Frakkland yrði enn um sinn aðili að Atlantshafsbandalag- inu, en óneitanlega virðast þessar aðgerðir vera undir- búningur að úrsögn Frakka úr bandalaginu. Þá hefur einn ig heyrzt önnur rödd frá að- ildarríki Atlantshafsbanda- lagsins, Portúgal, en Salazar, einræðisherra hefur lýst því yfír, að Atlantshafsbandalag- ið gegni ekki hlutverki sínu sem skyldi, og að Portúgal muni hafa samvinnu við þau ríki sem samvinnu vilja hafa við það. Aðgerðum de Gaulle hafa fjórtán aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins svarað með samhljóða yfirlýsingu, þar sem áherzla er lögð á nauðsyn þess, að Atlantshafsbandalag- ið haldi starfsemi_sinni áfram, og á það bent ,að áhrifamátt- ur vanarkerfis þess hefur glögglega komið í ljós frá stofnun þess. rauninni þarf engan að undra þótt ágreiningur komi upp innan samtaka eins og Atlantshafsbandalagsins. Það væri vissulega óeðlilegt, ef svo væri ekki. Hins vegar hlýtur afstaða Frakklands að vera litin mjög alvarlegum augum, fyrst og fremst vegna þess, að engin skynsamleg rök mæla með þeirri afstöðu. Atlantshafsbandalagið hef- ur skapað jafnvægi í Evrópu, sem ekki hefur verið fyrir hendi í þeirri heimsálfu fyrr á þessari öld, enda tvær heim styrjaldir brotizt út þar með tveggja áratuga millibili. Reynsla Evrópuþjóðanna af því að standa sundraðar og ætla sér að verja lönd sín hver fyrir sig er heldur ekki slík, að hún renni stoðum undir afstöðu Frakka og ætti þeim manna bezt að vera kunnugt um það. Slík var reynsla þeirra í heimstyrjöld- inni síðari, þegar þýzkir herir flæddu yfir franska grund, þrátt fyrir það, að varnir Frakka væru taldar öruggar. Þá er á það að Kta, að þau deilumál í Evrópu, sem jafn- an hafa getað kveikt þar ó- friðarbál allt frá stríðslokum, eru enn óleyst. Engir friðar- samningar hafa enn verið gerðir við Þýzkaland, og land ið er enn tvískipt, þótt krafan um samginingu Þýzkalands magnist stöðugt í báðum hlut um þess, sérstaklega meðal æskufólks. Berlín er enn sem fyrr púðurtunna, sem sprung- ið getur í loft upp á hverri stundu. De Gaulle, Frakklandsfor- seti, hefur sýnt það á ævin- týralegum stjórnmálaferli, að hann er í röð fremstu stjórn- málaleiðtoga heimsins á þess- ari öld. Hann hefur unnið mikil afrek í þágu Frakka, — það er óumdeilanlegt. Hitt er svo öllum Ijóst, að sú utan- ríkisstefna, sem hann hefur rekið og átt hefur að efla á- hrif og orðstír Frakka í hin- um stóra heimi hefur ekki borið neinn slíkan árangur. Afleiðing hennar hefur ein- faldlega orðið sú, að Frakk- land stendur nú einangraðra á vettvangi alþjóðastjórn- mála. Ekki verður því annað séð en að utanríkisstefna de Gaulle hafi algjörlega mistek- izt og greinilegt er, að meðal frönsku þjóðarinnar eru mjög skiptar skoðanir um hana, svo ekki verði meira sagt. En Frakkar hafa nú til góðs eða ills, markað sína afstöðu til varnarsamstarfs Evrópu- þjóða, sem tryggt hefur ör- yggi þeirra í nær tvo áratugi. Það er auðvitað þeirra mál, og ekki ástæða til fyrir aðr- ar Evrópuþjóðir að reyna að hafa vit fyrir þeim. Hitt er svo alveg Ijóst, og ástæða til að undirstrika, að önnur að- ildarríki Atlantshafsbanda- lagsins hafa staðfest vilja sinn til þess að halda áfram því varnarsamstarfi, sem tryggt hefur öryggi Evrópu og stöðvað heimsvaldastefnu Sovétríkjanna í vesturátt. íslendingar hafa skipað sér afdráttarlaust í hóp með þess um þjóðum, og er það í fullu samræmi við utanríkisstefnu okkar, eftir að landið hlaut sjálfstæði og í samræmi við vilja þjóðarinnar. Þess vegna skyldu andstæðingar Atlants- hafsbandalagsins varast að hlakka yfir þeim ágreiningi, sem orðið hefur innan þess. Frakkar fara sína leið, — At- lantshafsbandalagið stendur sterkt eftir sem áður. Og jafn lpsmmEBSŒW Sovézkir rithöf undar veitast að dómaranum í máli Sinyavskys og Daníels Fyrir helgina fréttist frá Sovétríkjunum að dómari sá er kvað upp þrælkunarvinnu- dómana yfir sovézku rithöf- undunum Sinyavsky og Dan- iel vegna birtingar „andsov- ézkra bókmennta“ erlendis hafi sætt aðkasti af hálfu fjölmargra sovézkra rithöf- unda. Fór rithöfundasamband Sov étríkjanna þess á leit við Lév Smirnov, háyfirdómara Sov- étríkjanna, að hann gæfi op- inberlega skýringu á máli Sin yavskys og Daniels o-g með- ferð þess fyrir réttinum. Varð dómarinn við þessari ósk og mætti á fimdi með mörg hundruð fulltrúum úr Rithöf- undasambandinu í samkomu- sal sambandsins nokkru fyrir helgina. Varð þetta allsfigulegur fundur og veittust margir fundarmenn harkalega að dómaranum fyrir meðferð málsins. Minntu rithöfundarn ir m.a. á gagnrým þá sem fram hefði komið á réttar- höldunum meðal kommúnista í öðrum löndum og kröfðust þess að upplýst yrði, hvers vegna erlendum fréttamönn- um hefði ekki verið leyft Yuli Daniel að vera þar viðstaddir og bentu á að ekkert fordæmi væri fyrir slíku í sovézkri réttarsögu. Smirnov dómari kvað fjölda handrita og hálfu „spilltari" en verk þau sem gefin hefðu verið út á Vesturlöndum und- ir dulrpfnunum Abram Tertz og Nikolai Arzhak, hafa fund izt í fórum rithöfundanna Sinyavskys og Daniels eftir handtöku þeirra. „En við sóttum þá ekki til saka fyrir birt handrit þeirra'* „Okkur stendur á sama um hvað þið skrifið og hvað þið geymið í handraðanum“ sagði hinn gamalreyndi dómari, sem m.a. sat í dómarasæti við Niirnbergrétarihöldin yfir þýzku stríðsglæpamönnununi, „en Sinyavsky og Daniel voru sóttir til saka fyrir að brjóta sovézk lög. Samkvæmt 70. grein sakamálalaga Sovétríkj- anna“, sagði Smirnov, er bannað að dreifa andsovézk- um bókmenntum erlendis." Að lokinni framsöguræðu sinni svaraði Smirnov spurn- ingum rithöfundanna, sem margar hverjar voru illskeytt ar og næsta harðorðar í hans garð. Meðal annars var hann spurður hvað hann segði um yfirlýsingar Louis Aragóns, franska skáldsins og rithöf- undarins sem lengi hefur ver- ið félagi í franska kommún- istaflokksins og John Gollans, eins helzta leiðtoga brezkra kommúnista, sem báðir gagn- rýndu réttarhöldin harðlega. Smirnov svaraði því til, að hann hefði lesið yfirlýsingu Gollans og sér væri kunnugt um innihald yfirlýsingar Ara- góns, en bætti við „svo virð- ist sem ýmsir hinna erlendu félaga okkar misskilji eðli réttarhaldanna." Annar spurði hvers vegna erlendum fréttarr/innum hefði verið meinaður aðgangur að Andrei Sinyavsky réttarhöldunum. „>á spurn- , ingu verðið þér að leggja fyr- j ir Tass en ekki mig,“ svaraði j Smirnov stuttur í spuna. Var það hald manna að með þessu hafði Smirnov kefið í skyn að Tassfréttaofan sovézka hefði beitt einokunaraðstöðu sinni i til þess að útiloka erlenda , fréttamenn frá réttarhöldun- j um. Enn var dómarinn spurður hvort hann hefði verið dóm- ari við and-semitísk réttar- höld. „Já, í Niirnberg" svaraði Smirnov, þótt ljóst væri að , spyrjandi átti við tímabil það | fyrir heimsstyrjlildina síðari | er andstæðingar Gyðinga í Sovétríkjunum voru öðru hverju dregnir fyrir dómstól- ana. Er minnzt var á skáldið Lev Gumilev, eiginmann j Önnu Akmatovu, (sem nú er nýlátin) svaraði Smirnov að hann hefði ekki verið dæmd- ur til dauða fyrir ritstörf sín, heldur sem aðili að samsæri and-byltingarsinna er mið- aði að því að steypa stjóm ríkisins. Ekki var minnzt á ýmsa aðra rithöfunda, s.s. Isaac Babel, Boris Pilnyak, Osip Mandelstam og fleiri, sem að sönnu ekki komu fyrir rétt en hurfu snögglega og oft með dularfullum hætti um miðbik þriðja áratugs aldar- innar. vel þótt einræðisherrann í Portúgal sendi nú frá sér tón- inn, er það eit tunr það að segja, að hverfi Portúgal und- ir forystu hans úr Atlants- hafsbandalaginu- hefur eini bletturinn á því verið afmáð- ur. VANTRAUST Á STJÓRNARAND- STÖÐUNA IJtvarpsumræðurnar í fyrra- kvöld um vantrauststil- lögu stjórnarandstæðinga á ríkisstjórnina snerust í hönd- um þeirra í sókn stjórnarinn- ar, og algjört málefnalegt undanhald talsmanna stjórn- arandstöðunnar. Hafi einhver efast um þá margendurteknu staðreynd, að stjórnarandstað an á íslandi er sundruð og stefnulaus, munu þó væntan- lega allir hafa sannfærzt um það endanlega, sem hlýddu á útvarpsumræðurnar, að í hópi stjórnarandstöðuflokk- anna er enginn jákvæð úr- ræði að finna til lausnar á aðkallandi verkefnum og vandamálum. Þvert á móti, þar ríkir aðeins neikvætt nöldur eins og jafnan áður. Það var vissulega rétt, sem fram kom í ræðu viðskipta- málaráðherra, Gylfa Þ. Gísla- sonar, að afturhaldið og þröng sýnina í þessu landi hefur á síðustu árum verið að finna hjá stjórnarandstöðunni á ís- lgndi en ekki annars staðar. Hún heíur beitt sér gegn öll- um framfaramálum, sem rík- isstjórnin hefur haft forustu um, og hún beitir sér nú af öllum sínum mætti gegn mesta framfaramáli íslenzkr- ar þjóðar í dag. Það eina van- traust, sem hægt er að ræða um nú, er því vantraust á stjórnarandstöðuna og ekki aðra. Og það vantraust hefur þjóðin fyrir löngu samþykkt og mun gera enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.