Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Koma Jens Otto Krag K O M A Jens Otto Krag, for- sætisráðherra Dana, og konu hans hingað til lands til að mæta á hátíð blaðamanna var undir- strikun vináttu þeirrar, sem rík- ir milli íslendinga og Dana og hinna nánu tengsla þjóðanna. Þegar forsætisráðherrahjónun- um var boðið að koma hingað til lands til að sitja hóf blaðamanna, þar sem ráðherrann héldi ræðu, hefur sjálfsagt eins verið búizt við þvi, að ráðherrann gæti ekki þegið þetta boð og varið til ferð- arinnar þeim dögum, sem raun varð á, jafn miklar og annir þess manns eru, sem gegnir embætti forsætisráðherra Dana. Það leikur því ekki á tveim tungum að boðið hafa þau hjónin þegið til að undirstrika vináttu þessara frændþjóða. Fyrir það eru íslendingar allir þakklátir. Framfarir um land allt Morgunblaðið birtir um þessar mundir þætti frá fréttariturum sínum viða um land, þar sem getið er helztu framkvæmda »g athafnasemi á landsbyggðinni. Af þessum þáttum er það ljóst, að hvarvetna ríkir mikill fram- farahugur, og framkvæmdir eru víðast eins miklar og mannafli frekast leyfir. Geta fslendingar reist álverksmiðju norðan lands af eigin rammleik eftir áratug? Myndin er af hugmynd að áiverksmiðju á Gáseyri nálægt Akureyri. REYKJAVÍKURBRÉF ___ Laugard. 26. marz . Vissulega er þetta mjög á- nægjulegt og stingur í stúf við fullyrðingar þeirra barlóms- manna, sem vísvitandi — eða ó- afvitandi — hvetja fólk til þess að flytja búferlum frá hinum dreifðari byggðum. Fólkið úti á landsbyggðinni er ekki haldið ineinni móðuharðindasvartsýni, heldur er það staðráðið í að toyggja upp sín byggðarlög, treysta atvinnuöryggi og bæta lífskjör. Það hlustar sem betur fer ekki á þann kór, sem kyrjar söng um, að hvergi sé lífvænlegt nema á Suðurnesjum, og því bezt fyrir þá, sem háð hafa baráttu sína í öðrum landshlutum, að leggja upp laupana. Sjóður til atvinnu u[>|)byS«in«ar En þótt mikið sé gert um land allt, er Ijóst, að auka þarf fjár- veitingar til uppbyggingar hinna einstöku landshluta, og sérstak- lega þarf að treysta atvinnulífið með nýjum og öflugri atvinnu- tækjum í kaupstöðunum og kaup túnunum, bæði á sviði sjávarút- vegs og iðnaðar. f þessum tilgangi er nú fyrir- hugað að gera stórátak, sem á að geta gjörbreytt atvinnuafkomu úti um land, er fram líða stund- ir. Hugmyndin er að stofna sjóð, sem innan fárra ára verður mjög öflugur, og getur veitt fé til stór- átaka til uppbyggingar atvinnu- fyrirtækja víða um land. Tekjur þessa sjóðs verða m.a. megin- hluti skattteknanna, sem fást af álverksmiðjunni. Er þar um að ræða miklu stærri upphæðir en áður hafa verið til ráðstöfunar til að styrkja atvinnulífið úti um land og munu þau atvinnufyrir- tæki, sem byggð verða fyrir þetta fjármagn í náinni framtíð, geta veitt þúsundum manna trausta og örugga atvinnu. Stundum er því haldið fram, að álverksmiðja með 450 manna starfsliði muni mjög draga fólk til Suðvesturlandsins. En skatt- tekjurnar, sem fást munu af þessu fyrirtæki, verða undir- staða atvinnurekstrar, sem marg- falt fleira fólk mun starfa við. Og þau atvinnufyrirtæki verða staðsett víða úti um land. Þannig verður álverksmiðjan ekki ein- ungis til þess að styrkja efnahag íslendinga almennt, heldur munu tekjurnar af henni einnig verða til þess að treysta mjög atvinnulífið úti á landi og þann- ig hamla gegn því, að fólk flytj- ist á Reykjavíkursvæðið, sem ó- neitanlega hefur verið of mikið um síðustu árin og áratugina. Hagur lands- virkjunar En hagnaðurinn af álbræðsl- unni er ekki einungis fólginn í þeim miklu sköttum, sem verk- smiðjan mun greiða og notaðir verða til atvinnuuppbyggingar, heldur einnig í verulegum gjald- eyristekjum og þeim mikla hagn- aði, sem Landsvirkjun hefur af orkusölu til álbræðslunnar. Þann ig mun tekjuafgangur virkjunar- innar fram til ársins 1985 verða um 700 milljón krónum meiri, ef gerður er raforkusamningur við álbræðslu, en vera mundi án hans. Þetta er því hreinn hagn- aður virkjunarinnar af orkusölu til verksmiðjunnar, og þennan hagnað er hægt að nota til þess að hraða virkjunarframkvæmd- um. Þannig þyrfti t.d. ekki að líða mjög langur tími þangað til við gætum virkjað Dettifoss, og greitt verulegan hluta kostnaðar- ins með eigin fé Landsvirkjunar, enda væri hagur hennar þá orð- inn svo góður, að leikur væri að standa undir afborgunum þeirra lána, sem taka þyrfti. En 22 ár- um eftir að Búrfellsvirkjun tek- ur til starfa verða öll lán til hennar fullgreidd, og allar tekj- ur af raforkusölu til álbræðsl- unnar, að frádregnum litlum ár- Iegum rekstrarkostnaði, verða þá hreinn greiðsluafgangur fyrir raforkukerfið. Stóriðja í öllum landshlutum Þegar hagur Landsvirkjunar hefur styrkzt svo, að hún getur lagt í nýjar stórframkvæmdir án áhættu, verður að sjálfsögðu miklu auðveldara fyrir okkur ís- lendinga að ráðast einir eða í samvinnu við aðra í áhættusam- an og fjárfrekan stóriðnað eins og t.d. áliðnaðurinn er. Það er þess vegna síður en svo fráleitt að ímynda sér, að áður en ýkja langur tími er liðinn fari menn að huga að nýjum stóriðjufram- kvæmdum. Þegar allir hafa sannfærzt um þann mikla hag, sem við höfum af byggingu álverksmiðjunnar við Straumsvík, sem áreiðanlega mun verða innan tiltölulega fárra ára, munu menn huga að því að byggja aðra verksmiðju við Eyjafjörð, ef álnotkun heldúr á- fram að aukast eins og að undan- förnu og raforka frá vatnsafls- stöðvum verður enn nægjanlega samkeppnisfær við kjarnorkuraf stöðvar. Slíka verksmiðju mundum við þá geta byggt sjálfir að öllu eða verulegu leyti, og samvinnuna við Svisslendinga ætti að nota til þess að tryggja markaði. Auð- vitað yrði samhliða hugað að öðr um stóriðjuframkvæmdum og kemur þar t.d. til greina efna- iðnaður, þar sem bæði eru notuð raforka og hitaorka. Ljóst er, að fyrsta framkvæmd in á sviði stóriðju er erfiðust, bæði vegna þekkingarleysis og eins vantrúar þeirra, sem hrædd- ir eru við nýjungarnar. En þeg- ar reynslan er fengin er vissu- lega fyllsta ástæða til að ætla að fleiri stóriðjufyrirtæki rísi, og þau þyrfti að byggja í öllum landshlutum. EFTA og samband- ið við Evrópu Á ráðstefnu Varðbergs um EFTA, Fríverzlunarbandalagið, voru flutt mörg fróðleg erindi, sem Morgunblaðið hefur gert glögg skil. Var vissulega tíma- bært að efna til þessara um- ræðna, þvi að ljóst er, að við íslendingar getum ekki öllu leng ur horft aðgerðarlausir á þá þró- un, sem á sér stað í viðskipta- og efnahagsmálum Evrópulanda. — Enda erum við nú eina Vestur- Evrópuþjóðin, að Spáni undan- skildum, sem ekki tekur með einhverjum hætti þátt í efnahags samstarfinu. Hér er um að ræða mikla hags muni fjárhagslega, eins og grein hefur verið gerð fyrir, en hitt er þó e.t.v. enn meira um vert, að við erum Evrópuþjóð og viljum vera það áfram. Við hljótum þess vegna að taka þátt í samstarfi þessara þjóða með svipuðum hætti og þær gera hver um sig. Innan EFTA eru allar þær þjóðir, sem okkur eru skyldast- ar, og við viljum hafa sem mest og nánust samskipti við. Við- skipti þessara þjóða innbyrðis aukast vegna hins víðtæka sam- starfs, en við eigum á hættu að einangrast frá þeim viðskiptalega og þá yrðu einnig önnur sam- skipti minni. Þessar staðreyndir verða menn að gera sér ljósar og marka af- stöðu sína út frá því. Hagsmunir at- viimuvegaima Að sjálfsögðu verðum við að hafa í huga hagsmuni meginat- vinnuvega íslendinga, þegar við mörkum stefnu okkar í þessum efnum. Ljóst er, að fyrir sjávar- útveginn er það mikið hagsmuna mál, að við búum ekki við lakari kjör á erlendum mörkuðum en keppinautar okkar. Sérreglur gilda um landbúnaðinn, svo að aðild að EFTA ætti ekki að skipta hann verulegu máli. En um iðnaðinn er það að segja, að honum yrði að veita verulega að- stoð, og hann yrði að fá langan aðlögunartíma, ef að því ráði yrði horfið, að við gerðumst að- ilar að Fríverzlunarbandalag- inu. Á ráðstefnu Varðbergs kom það raunar í ljós, að þeir, sem töluðu fyrir hagsmunasamtök, höfðu meiri fýrirvara í máli sínu en hinir, sem skoðað hafa málið sem hlutlausir embættismenn og reyna sem slíkir að hafa heildar- yfirsýn yfir málin öll. En þeir virtust sammála um, að öllu leng ur gætum við íslendingar eklci beðið með að marka afstöðu okk ar í þessu mikilvæga máli. Nýjungar í fisk- veiðum Hin miklu aflabrögð. síðustu ára og auðlegð sú, sem þau hafa skapað, er fyrst og fremst að þakka tækninýjungum, fiskileit- artækjunum, kraftblokkinni og hinum stóru og glæsilegu veiði- skipum. Byltingin í sjávarútvegi hefur byggzt á atorku og kjarki at- hafnamanna, útgerðarmanna og sjómannanna, sem þorðu að leggja til atlögu við vandann og leggja út í nýjungar. Þremur mönnum er það einkum að þakka að kraftblokkin var hér tekin í notkun, þeim Ingvari Pálmasyni, Sturlaugi Böðvars- syni og Haraldi Ágústssyni. Nú berast fréttir af því, að ýmsar nýjungar séu teknar upp á fiskiskipum, sem eru að bæt- ast í flotann. Sjókæling verður í bát Jóns Héðinssonar og margt er nýstárlegt í hinu glæsilega skipi, sem hinn kunni aflamaður Eggert Gíslason hefur nýlega siglt til landsins. í sjávarútveginum hefur einka framtakið verið ríkjandi, og þar hafa afrekin verið mest, enda byggjast hin góðu lífskjör lands- manna að sjálfsögðu fyrst og fremst á afrekum þeirra dugn- aðarmanna, sem að sjávarútvegi vinna.. Islenzk uppfinning Þegar rætt er um afköst fiski- skipaflotans er ekki úr vegi að minnast á uppfinningu þá, sem Jón Þórðarson nýlega hefur gert, þar sem um er að ræða tæki til handfæraveiða, en sennilegt er talið að geti valdið því, að afla- magn á mann aukist um 50— 100% við þessar veiðar. Afkoma manna í nútímaþjóð- félagi byggist fyrst og fremst á því að tæknin sé hagnýtt, Það eru uppfinningarnar og tækni- nýjungarnar ,sem fyrst og fremst geta aukið afraksturinn, og þeg- ar full atvinna er, er líka ljóst, að ekki verður framleitt meira með öðrum hætti en þeim að hag nýta fjármagn og tækni. Þetta hafa íslendingar gert £ sjávarútveginum og þetta þarf að gera á fleiri sviðum. Þess vegna skilja menn nauðsyn þess, að hér rísi stóriðjufyrirtæki, þar sem fáir menn skapa mikil auð- ævi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.