Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUHBLAÐID i Sunnudagur 27. marz 1968 Þessi myriid var tekin er foraeti I slandsslands, Ásgeir Ásgeirsson, kom í heimsókn til ísraels. — Heilsar hann embættismönnum á flugvellinum. Hverju svarar þú? í DAG koma bindindismenn fram fyrir hvern hugsandi Is- lending og spyrja hann hvort hann vilji leggja þeim lið í bar- áttunni við skaðsemi tóbaks- nautnar og víndrykkju. Þeim er það ofraun, að horfa aðgjörðalausir á það að meðal- aldur þeirra, er ánetjast tóbaki, lækkar stöðugt og að nú er svo komið, að í getuminni bekkj ardeildum 1. og 2. bekkjar gagnfræðastigsins eru fá börn, sem ekki þegar eru orðin þrælar þessa skaðvaldar. Þar við bætis sú staðreynd, að vísindamenn telja sanna, — að tóbaksnotkun sé ekki eingöngu peningaeyðsla heldur miklu fremur heilsueyðsla, jafnvel af sumum talið hægfara dauðalyf. Þjóðfélagslega séð hlýtur þetta að vera áhyggjuefni, því fámenn- ari þjóð veitir sannarlega ekki af óskertum þeim þrótti, er í ein- staklingum hennar býr. 1 Spurningin til þín í dag er: yilt þú hjálpa til við að forða æskunni frá því að ánetjast þessu dauðalyfi? 1 1 annan stað vil ég minnast á ▼ið þig þá tízkulygi, að gleðin verði helzt fundin með því að deyfa sóma- og sjálfsvitund mannsins. Hann verði fyrst sæll á þeirri stund, er hann losar sig undan þeirri ábyrgð, er því fylgir að vera maður, og skriður niður á stig óvitsins, sem við telj um oft að dýrin séu á. Hér á ég við það, er talið er að engin skemmtun geti verið án víns, enginn í raun viðræðuhæfur, fyr en hann hefir deyft sjálfan sig fyrir þvaðri þeirra er hann býst við að hitta. Furðulgt að slíkt skuli teljast fínt en eigi móðgun. Það er líka furðulegt, að slíkt leikfang, sem vínið er, skuli leyft, þegar það er í huga haft, að mörg eru dæmin þess að þeir, sem við leikfangið fitla koma sem örkumla menn frá leiknum, sem á engan hátt eru færir Um að axla þá byrði, sem þjóðfélagið ætlar þeim að bera. Þú kallar þetta kannske ofstæki, en leyfðu mér þá að spyrja: Hefir þú lesið í fréttum úr borgarlífi okkar, að drukknir menn hafi svo ærzt í „gleði“ sinni að þeir hafi orðið skemmtinautum sínum að bana? Hefir þú lesið um fólk, sem svo var „gleðinni" bundið að það skipti það ekki lengur máli, hvort gengið var út um glugga þriggja hæða húss eða niður stig ann? Hefir þú heyrt um unga manninn, sem eyðir mánaðar- launum sínum í algleymi vínsins með vinum sinum, meðan unga konan betlar fyrir fiski á borðið? Hefir þú mætt illa klæddum manni, sem stendur betlandi pen inga fyrir víni og það þó þú verðir að streða við vinnu þína fyrir þéssu gangandi líki manns, auk þess að sjá þér og þínum farborða? Hefir þú heyrt um manninn sem lagði heimili sitt í rúst, af því að honum þótti í fyrstu svo dæmalaust gott að fá sér einn lítinn. Kannske þú þekkir konuna, sem með drykkju sinni olli því, að sonur hennar var rekald í næturlífi borgarinn- ar, gafst upp ískólanum, og fýkur nú fyrir „golunni"? Þetta er kannske í huga þér ofstæki, og þú ert kannske einn hinna „raunsæju" manna, sem vill horfast í augu við raunveru- leikann, lækka aldur þeirra, er víngleðinnar mega njóta, jafnvel hefja bruggun sterks öls? Ég spyr í vantrú, eru lýkur fyrir því, áð mótstaðan gegn sterkum vínum aukist við þáð að þamba einn sterkan bjór áður? Ef aðalkostir íslenzks bjórs eru fólgnir í tæru vatni landsins, væri þá ékki miklu viturlegra að hefja sölu vatnsins sjálfs? Hvað- an hefir þú þann sannleik, að tryggingin fyrir því, að sonur þinn eða dóttir verði ekki víninu að bráð sé sú að gefa þeim sterk- an bjór? Kannske ert þú sá bógur, að þú getir staðhæft, að hvorki mér né þér komi það við, hvað um barnið þitt verður, aðeins þú sjálfur fáir gleðinnar notið? Ef þú kemst að þeirri niður- stöðu, að þú sért ábyrgur fyrir af þeirri framtíð, er þjóðarinnar okkar bíður, viltu þá spyrja sjálfan þig, hver ráð þú kunnir t. þ. a. kveða niður nautna-draug vínsins? Það eru margir sem vilja vinna að því með þér. Hvaða lausn getið þið fundið? Sig. Haukur Guðjónsson. Alþjóða leikhúsdagurinn Á ÞESSU sviði (einum stað meðal annarra — en stað, þar sem ekkert er raunverulegt og þó allt þrungið meiningu) er hvað sem er undursamlegt mögu legt — fráleitt jafnt sem hvers- dagslegt — af því að allt er það uppspunnið. Hér (sem nú jafn- gildir allsstaðar) — á þessu kvöldi — sem er tímalaust) er allur heimurinn og öll saga for- tíðar og framtíðar — í nú-i sem aldrei-i — sett fram fyrir oss, svo að ímyndunarafl vort megi kanna það. Leyfið mér að hylla leikhúsið sem efnið í allra manna draum- um. ; Undursamlegar dáðir, efnis- ▼ana myndir — til yndis fram- settar augum vorum og eyrum! Hugmyndaflugið er að efnis- binda athöfn, sem á eftir að snerta upplyft hjörtu vor. At- höfn er kraftur. Kraftur kómedíu, skelfing tragedíu, óumflýjanleikinn í drama — her- taka okkur umsvifalaust; allir trúa leiknum látalátum. Leik- húsið er ekki sýning tii að horfa á; það er reynsla til að öðlast hlutdeild — að öðrum kosti ekki neitt. Leikhúsið minnir oss á, að mað urinn er athöfn — athöfnin trú. Hvílíkt vald liggur og í sam- félaginu sem þannig er fram- leitt með mönnum og gengflr þvert í gegnum aðgreiningar og landamerki upplags og stétta, jafnvel menningar. Ólíkt öðrum mannsafnaði eru gestir leikhúss ekki samsafn einstaklinga er sitt hugsar hver; þeir eru söfnuður sem er í leit að sál sinni — og finna hana þegar svo ber undir — og man það síðan. Meðan leikurinn er á sviðinu umbreytir mannlegt bræðralag gestunum í söfnuð. Og hvílíkt er vald ræðunnar — án þess væri ekkrt leikhús. Ræðu, er trjáir sannindi. Þessi orð, sem flutt eru látæði og rödd um er gera oss fært að skyggn- ast inn í leyndustu afkima hug- arfylgsna vorra; orð holdi klædd, manneskjum breiskum og elsku- verðum, er þau leiða gegnum árekstra og freistingar, deilur og gildrur, til upphafningar eða eyðingar, — glæsileg, hjartnæm eða hlægileg eftir ástæðum — ástrík eða banvæn, fáránleg eða snjöll: Það, sem undir þeim öll- um býr, gerir mig skyggnan á það sem ég ekki sé. Séð í gegn- um þau, verður mér ljóst, hverju ég £ raun og veru trúi og treysti, og ég fer að meta það að verð- ugu. Þannig mun ég fara úr þess- um sjónhverfingasal með endur- skírðan skilning á sannindum, sem verða mér að notum í eigin lífi. Sleginn töfrum leikhússins gengst ég undir próf. Látalæti leikhússins bregða birtu á mínar eigin villur — og leysa með því sjálf af mér sína eigin töfra. Það er endurskíring. Grikkir kölluðu það kaþarsis. Við þetta tækifæri — á fimmta alþjóðlega leikhúsdeginum, telur UNESCO, Uppldis-, vísinda- og menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, sér það sæmd að mega hylla mikilleik, allsherjar- gildi og eilífa æsku leikhússins. í nafni stofnunarinnar, ber ég þá fram þakklæti leikhúsgesta um allan heim við yður, höfundar, leikarar og leikhússtjórar, yður alla, sem hver með sínu fram- lagi skipið skáldskap leiksviðs- ins. Megi yður auðnast, að yðar leyti, að verðskulda ávallt vin- sældir og virðingu — megi yður auðnast að gleyma aldrei sóma listar yðar, — yður, sem búnir eruð því tvíeggjaða sverði að ráða hlótri og gráti. (Frá Islandsdeild Alþjóða- leikhúsmálastof nunarinnar). Falkinn \ MANUDAG Hver er Svarthöfði? — Svarthöfði er þjóð- kunnur maður, sem skrifar undir dulnefni í Fálkann á mánudaginn og framvegis. Svarthöfði er maður sem gjörþekkir völ- undarhús stjórnmálanna og þjóðlífsms. Svarthöfði er maðurinn sem veit — og segir: Þættir Svarthöfða verða í Fálkanum framvegis. Á mánudaginn skýrir Svarthöfði frá einu cinkennilegasta atvikinu í stjórnmálum dagsins. — Atviki, sem skeði bak við tjöld- in. í nýja og stækkaða Fálkanum á mánu- daginn birtist myndafrásögn sem nefnist: Hvernig vinnur Nóbelskáldið? — Þetta er frásögn í máli og myndum, sem sýnir okkur Nóbelskáldið í nýju ljósi. Frásögnin er prentuð á sérstakan pappír svo að myndirnar njóta sín sem bezt verður á kosið. Vandaðar myndafrásagnir verða í nýja og stækkaða Fálkanum í framtíðinni. Nýr greinaflokkur eftir Ófeig J. Ófeigs- son lækni — Líf og heilsa verður fastur þáttur í Fálkanum. Mánudagsgreinin í Fálkanum heitir: Erfðir og val föður eða móður að barni sínu. Lesið þætti Ófeigs J. Ófeigssonar í Fálkanum framvegis. í nýja Fálkanum á mánudaginn hefst ný myndasaga fyrir börnin, einnig framhalds saga fyrir þau yngstu: Sagan af Labba pabbakút eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Nýtt og skemmtilegt barnaefni verður framvegis í Fálkanum. Jón Helgason skrifar um íslenzka atburði fyrir 40 árum. — Sendibréf úr fortíðinni, birtist í Fálkanum á mánudag. Það er fjöldi annarra frásagna, greina, smásagna auk fastra þátta í nýja Fálkan- um á mánudaginn. MYTT OG STÆRRA BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.