Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 31
Sunnucfagttr 27. marz 1966 MORGU N BLAÐIÐ 31 Laxness viS píanóið. Ýmsar breyfing- ar á Fálkanum Sigvaldi Hjálmarsson tekinn við ritstjórn blaðsins SIGVALDI Hjálmarsson, rit- stjóri, hefur tekið við ritstjórn vikublaðsins Fálkans. Hafa ýms- ar breytingar verið gerðar á blaðinu og nýir þættir teknir upp. — Dæmdar Framhald af bls. 32 miskabætur, eða 45 þúsund kr. alls. Þá var ábyrgðarmaðurinn dæmdur í 4.500 kr. sekt og 12 daga varðhald til vara, birtingar- kostnað að upphæð 6 kr. og til að greiða málskostnað að upphæð 12 þúsund krónur. Ummæli blaðsins voru dæmd ómerk og ábyrgðarmanni gert að birta forsendur dómsins og dómsorð í blaði sínu. Ekki tók dómurinn til greina fjárkröfur á hendur ábyrgðar- manninum. í blaðinu, sem kemur út á mánudag, er myndafrásögn um Halldór Laxness, sem nefnist: „Hvernig vinnur Nóbelsská'ld- ið?“, þá hefst nýr dálkur, sem nefnist „Svarthöfði segir“, sagt er frá heimsókn í Húsmæðra- loennaraskóla íslands, þá er grein er nefnist „Er hugsanaflutningur vísindaleg staðreynd?“, þáttur er nefnist „í sviðsljósinu“, frásögn er nefnist „Maðurinn, sem dó ellefu sinnum", birt er saga eftir Agatha Christie, Ófeigur Ófeigs- son, læknir, ritar þáttinn „Líf og heilsa“, þá er fróðleiksgrein, er nefnist „Sendibréf úr fortíðinni". Loks má geta þess, að fram- haldssagan í blaðinu er frá herragarði í Dölum í Svíþjóð og Kristjana Steingrímsdóttir skrif- ar þáttinn „Kvenþjóðin“. Ýmis'legt fleira efni er í næsta tölublaði Fálkans, t.d. krossgáta, skrítlur og stjörnuspá. — Kaldur sjór Framhald af bls. 32 var þó klakastangl skammt norður af Sléttu. Eftir það vék ísjaðarinn frá, því vindur hélzt lengst af austurlægur þar í grenndinni. Fyrir rúmri viku eða 17. marz lá jaðarinn 90 sjómílur norður af Rauðu- núpum. En um síðustu helgi mun ísbrúnin hafa byrjað að færast suður á við undan norð vestan strekkingi, sem þarna var. Síðan hefur norðangarð- urinn á þriðjudag og miðviku dag hert á rekinu suður á bóg inn. Það eina, sem hindrað getur að ísinn leggist að land inu núna er að austanátt geri þarna samfleytt í nokkra daga. Þá mundi þetta dreifða ísrek safnast að megin ísnum á ný og reka vestur á bóginn. — Hefur verið mikil úr- koma, fyrst allur þessi snjór hefur safnast? — Úrkoma í vetur hefur ekki verið sérlega n‘— >• e landinu. En það sem hefur snjóað, hefur lítið tekið upp fyrir norðan og austan, því engar teljandi hlákur hafa verið. Ég sá í bréfi úr Laxár- dal fyrir skömmu, að ekki hefðu komið nema tveir blot- ar síðan um nýjár. Og þegar sagt er blotar, þá hefur rétt aðeins linnt. í vetur hefur vindur verið á norðaustan og gengið á með éljum því á Norðausturlandi er hafáttin norðaustur. Og hefur því alltaf bætt á snjó. Strax fyrstu viku vetrar byrjaði að snjóa, en snjór var ekki svo mikill um nýjár. Hefur síðan snjóað öðru hverju. Frostakaflar voru miklir í nóvember og desember. Ég man sérstak- lega eftir að skömmu fyrir jól var 25 stiga frost norður í Aðaldal, sem er mesta frost á láglendi í vetur. Hér fyrir sunnan hafa komið nokkuð mörg hörð veður í vetur og jafnvel um allt land. Síðast norðangarðurinn á þriðjudag. — Talað hefur verið um að þið hafið séð fyrir og aðvarað um fleiri af þessum ofsaveðr- um í vetur en oft áður. — Það má vera að við höf- um séð óveðrin meira fyrir, svaraði Jónas. Kannski stafar það af sömu ástæðu og hjá veðurglöggu körlunum í gamla daga. Þegar einsýnt var, sáu þeir veðrin fyrir, en síður þegar var óstöðug veðr- átta. Það koma kaflar, þegar veðurspár rætast nokkuð vel. Veður hreyfist þá reglulegar og eðlilegar, að manni finnst. En í fyrra var tekin upp sú regla, að þegar búizt er við stormi eða 9 vindstigum, þá er það tekið fram í byrjun hverrar veðurspár. Má vera að fólk taki betur eftir því, sé orðið þreytt á að hlusta þegar áliðið er lestrinum. — Það er þá ekki það, að þið séuð farnir að fá betri upplýsingar, t. d. frá gerfi- hnöttum? — Nei, við hagnýtum lítið upplýsingar frá gerfihnöttum, erum ekki farnir að fá þær ennþá fyrr en svo seint og í formi, sem erfitt er að hag- nýta sér. En ég .býst við að þróunin verði sú, að stærri stöðvarnar noti mikið upp- lýsingar frá gerfihnöttunum og spá þá fyrir stærri svæði. Hlutur fslands í norrænu menn- ingarvikunni í Strassburg ágætur NORRÆNU menningarvikunni, sem staðið hefur yfir í Strass- burg undanfama viku á vegum Loltleiðir geio nt stsrismnnnablnð LOFTLEIÐIR hafa hafið út- gáfu blaðs fyrir starfsfólk sitt. Er því ætlað að flytja fréttir á milli deilda og starfsmanna fé- lagsins og er áætlað, að það komi út annan hvern mánuð. Blaðið er aðallega skrifað á ensku, en að nokkru á íslenzku. Heitir það Loftleiðir New Letter. Enska er notuð vegna hinna fjöl- mörgu erlendu starfsmanna. Ritstjórn blaðsins annast Sig- urður Magnússon, blaðafulltrúi, og Helga Ingólfsdóttir. Fundur í flugmanna- deilunni á mánudag ENN er allt við hið sama í kjaradeilu flugmanna, en fundur verður með sáttasemjara og flug mönnum, flugvirkjum og vlug- vélstjórum á mánudag n.k. - 'iiliögur Frakka Framhald af bls 1 stjórn varnaihers Atlantshafs- bandalagsins. Aðeins hafa borizt beinar yfirlýsingar frá fjórum ríkjum af fjórtán, Bandaríkjun- um, Bretlandi, Ítalíu og V.- Þýzkalandi. Viðbrögð franskra ráðamanna við orðsendingu bandarisku stjórnarinnar hafa verið mis- jöfn, vegna tveggja atriða eink- um. í fyrsta lagi mun Johnson, Bandaríkjaforseti, hafa lýst þvi yfir, að hann óski eftir sam- eiginlegri stjórn varnarmála, svo framarlega sem um sé að ræða þátttöku fleiri landa en Bandaríikjanna sjálfra. Er talið, að ummæli þau, sem Andre Malraux lét hafa eftir sér í gær, föstudag, á þann veg, að sú spurning, sem svar þurfi að fá við, sé sú, bvort Atlants- hafsbandalagið eigi að vera varnartæki Evrópu, eða Banda- ríkjanna einna sé svar við þess- um þætti yfirlýsingarinnar. Mal- raux situr í írönsku stjórninni. ' í öðru lagi mun Jo'hnson, for- seeti, hafa lýst því yfir, að sæti Frakklands í bandalaginu muni framvegis standa autt, ef vera skyldi, að stjórn landsins ákvæði síðar að taka upp þráðinn, þar sem nú hefur verið frá hortfið. Talsmenn frönsku stjórnarinn- ar hatfa látið hafa eftir sér, í þessu sambandi, að Bandaríkja- forseti virðist ekki hafa skilið til fullnustu, að ákvörðun sú, sem De Gaulle hefur nú tekið, sé endanleg, og muni engin breyting verða á síðar. Séu þessi ummæli Bandaríkja'forseta á þann veg, að jafngildi næstúm því, að hann vilji blanda sér í frönsk innanríkismá'l, með því að reyna að hafa áhritf á and- stæðinga De Gaulle, svo að þeir sameinist á þingi gégn forsetan- um. Þingkosningar fara fram í Frakklandi næsta ár. Strassborgarháskóla lýkur í dag. vikunni í Strassbourg. Og við- Dr. Sigurður Þórarinsson, jarð- | staddir opnunina voru Henrik ingur, flutti þar tvo fyrirlestra. Sv. Björnsson, sendiherra íslands Hann er kominn heim og leitaði Mbl. frétta hjá honum af menn- ingarvikunni. Sigurður sagði, að mikið hefði verið um að vera á norrænu menningarvikunni og hún hefði verið mjög fjölbreytt. í hei'ld hefði þáttur íslands verið ágæt- ur, einkum kannski hvað snerti málverk og bækur. Þarna var norræn listasýning, bókasýning í háskólabókasafninu, skugga- myndasýningar frá Norðurlönd- unum, sem gengu allan daginn, svo og stöðogar kvikmyndasýn- ingar í kvikmyndahúsi í borg- inni o. fl. Tóku íslendingar þátt í öllu, að undanskildri kynningu á mat frá þátttökuþjóðunum í ákveðnu veitingahúsi. Sigurður Þórarinsson flutti tvo fyrirlestra, sem voru vel sóttir. Var annar fluttur í landfræði- deild háskólans og fjallaði um sögu íslands í ljósi landfræði- legra staðreynda. Og hitt var al- mennur fyrirlestur um Surts- eyjargosið. Sýndi Sigurður með honum Surtseyjarkvikmynd Os- valds Knudsens, sem vakti að vanda athygli. Sagði Sigurður að hver Frakki virtist þek'kja til Surtseyjar og vita að blaðamenn Paris Match stigu þar fyrstir á land og hefðu Frakkar mikinn áhuga á Surtseyjargosinu. Gerð hefur verið ein kopía af Surts- eyjarkvikmyndinni með frönsk- um texta á vegum Evrópuráðs- ins. Sigurður Hafstað, sendiráðs- ritari, hafði undirbúið þátttöku íslands í norrænu menningar- Jörgensen Framhald af bls. 32 lega glaður yfir að vera á íslandi, segja má að ísland sé mitt annað föðurland, því að hingað sigldi ég í hálfa öld og hér á ég marga og kæra vini. — Hafið þér nú alveg hætt störfum? Já, nú er ég bara heima og nýt hvíldarinnar og hugsa til íslands og hins ágæta fólks er það byggir. — Haldið þér að þetta sé í síðasta skipti sem þér kom- ið hingað? — Nei, það vona ég ekki. Ég vona að ég geti komið hingað á hverju ári meðan heilsa og ástæður leyfa. Ég vil biðja yður fyrir beztu kveðjur til allra minna f.)>l mörgu vina hér á íslandi. Mér líður alltaf vel á Islandi og Islendingar eru dásamlegt fólk. í París og Pétur Eggerz, fasta- fulltrúi íslands hjá Evrópuráð- inu, — Albert og Otto Framhald af bls. 12 ing í eðlisfræði setti vísinda- menn í, fyrir tveim áratugum. I upphafi þessa máls var einn- ig minnzt á þann vanda, sem helgazt hefur af aukinni sér- hæfingu, eins og hún birtist í sérhverri' öflugri visindagrein. Einstein og Hahn höfðu þrátt fyrir fjarska ólík vinnubrögð, víðari útsýn yfir hin ýmsu svið eðlisfræðinnar en eftirmenn þeirra. Þar við bætist skylt vandamál, sem þessir menn leystu ólikt betur en visinda- menn okkar tíma. Ég leyfi mér að vitna í orð Einsteins sjálfs um þetta efni: „Það er mjög mikilvægt, að almenningur fái tækifæri til þess að kynnast af eigin raun viðleitni og ár- angri í visindalegum rannsókn- um. Það nægir ekki að einstak- ar niðurstöður hljóti viðurkenn ingu fárra sérfræðinga, sem ein ir hafi rétt til þess að notfæra sér þær til framgangs vísind- anna. Takmörkun vísindalegrar þekkingar, sem aðeins fáeinir útvaldir eiga aðgang að, veikir heimspekilegan anda þjóðarinn ar og leiðir til andlegrar fá- tæktar". Gamall kennari minn og fyrrverandi samherji Ein- steins um viðurkenningu á af- stæðiskenningunni, Rolf Nevan- linna, tók eitt sinn enn dýpra í árinni, er hann sagði: „Það er unnt að útskýra fyrir greindu fólki án vísindalegrar þekking- ar, höfuðatriði sérhverrar vís- indagreinar. Ef það er ekki unnt, er eitthvað bogið við þá sömu vísindagrein.“ Ég vildi ekki trúa þessum orðum, þar til ég heyrði Nevanlinna sanna staðhæfingu sína með því að út skýra fyrir greindu alþýðufólkr í Zúrich höfuðatriði afstæðis- kenningarinnar, í fyrirlestrum á einu háskólamisseri. Við vísindalegum arfi Ein- steins og Hahns tóku fræði- menn, sem borið hafa vísindin langt fram á leið. Þrátt fyrir aukna einangrun þeirra frá al- mennri þekkingu fjöldans, hef- ur aldrei verið eins gaman að lifa lífi vísindamanns eins og á okkar dögum. Við skulum vona, að nútíma fræðimenn muni ávaxta sitt pund eins vel og Einstein, Hahn og samtíma- menn þeirra, að þeir geti síð- an tekið sér í munn andláts- orð þess fyrrnefnda, „Meine Arbeit ist getan.“ — „Ég lauk hlutverki minu.“ ,t, Bróðir minn lézt 25. marz. ÁRNI JÓNSSON frá Hafnarfirði, Egill Jónsson. Útför eiginmanns míns og föður okkar ÓLAFS BLÖNDAL fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. marz klukkan 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, föstu dag, að þegar Frakkar hefðu lagt fram tillögur sínar um framkvæmd breytinganna, þá myndu ríki Atlantshafsbandalags ins hafa um það samvinnu, á hvern hátt yrði bezt haft sam- startf við Frakkland framvegis. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknar- stofnanir. Guðfinna Blöndal, Ingunn Blöndal Davis, Björn A. Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.