Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 27. marz 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Hann reyndist hafa á réttu að standa. Við fórum hvort til síns húsbónda og báðum um einnar viku sjúkraleyfi. Og í heimi, sem ber virðingu fyrir magaveiki, taugaslappelsi og andlegri á- reynslu, við vinnu, sem Kaninn heldur fram, með nokkurri hreykni, að drepi menn fimm- tuga, urðu okkur engin vandræði úr því að fá leyfið. Og húsbóndi minn var svo áhyggjufullur, að ég sárskammaðist mín, rétt sem snöggvast. En ég hafði gaman af að aka út í sveit, á þeim tíma, sem ég hefði átt að vera í skrifstofunni. Við ókum til Banibury siðdegis í indælasta vetrarveðri. Banibury var viðkunnanlega líflegur stað- ur með glæsilega búðarglugga og við fengum inni í gistihiúsi þar, sem var hálfgamalt og hálf- nýtt. Við tókum upp dótið okkar, fengum okkur tebolla og athug- uðum síðan vandlega kortið yfir nágrennið. — Við skulum nú fyrst finna, hvar þessi staður er. >að er eins gott að vera ekki áttaviltur, sagði Rod, þar sem hann sat við arin- inn í salnum með glerhála gólf- inu. — Gott og vel. — Stökktu ekki svona upp. Við förum eftir eina eða tvœr mínútur. Það er rétt eins og þú vildir láta hleypa í þig raf- straumi við þvottaskálina. Þessi hrottalega gamansemi kom illa við mig. Þetta var eng- inn barnaleikur, sem við vorum að fást við. En samt var það rétt eins og þegar menn eru að leita að fjársjóðum, þegar við ókum eftir aðalgötunni fram hjá rauð- leitu húsunum. □---------------------------□ 13 □—--------------------------n Við fórum gegnum þorpið Aynhoe, og Rod athugaði vand- lega kortið, sem lá á hnjánum á honum. Eftir að hafa farið fyr- ir ein tvö eða þrjú horn, sáum við heljarmikið járnhlið. Þetta var reisulegt gamalt hús með forskála og fallegum lín- um eins og mörg hús frá þeim tíma. Grasfletirnir voru vel hirt ir, og allt húsið ríkmannlegt, með sedrustrjám milli grasbal- anna. Og húsið var þegar allt uppljómað. — Nú ætlar það að fara að VOLKSWACEN Hér á landi er Volkswagen tvímælalaust vinsælasti, eftirsóttasti og mest seldi bíll- inn, enda er hann vandaður og sígildur bíll, en ekkert tízkufyrirbæri. Volkswagen er því örugg fjórfesting og í hærra end- ursöluverði en nokkur annar bill. Sjólfstæð sneril-fjöðrun þ hverju hjóli skiptir vagnþunganum réttilega ó öxla og legur. Hjólin gripa betur í veginn og veita góða spyrnu við erfiðustu aðstæður, i snjó, aur, sandi eða leðju. Kraftur aflhjólanna er þvl fullnýttur. --------------- ® ------------------- Komið, skoðið og reynið Volkswagen. HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Sími' 2/240 Laugavegi 170-172 bera á borð, sagði Rod. — Við skulum flýta okkur heim og búa okkur uppá. Klukkan var um sjö þegar við komum aftur til Goldenhurst Court. Það var straumur af bíl- um á undan okkur, og stígur- inn var svo yfirfullur, að þetta var eins og útiskemmtun að sum arlagi. Þetta var allt afskaplega hátíðlegt. Ég var í nýjum kjól, sem ég hafði keypt vegna ein- hvers boðs fyrir viðskiptamenn, síðum og úr svörtu flaueli og ég hafði látið setja upp á mér hár- ið. Ég hafði líka notað nœstum heilt glas af ilmvatni og ákveðið að vera með herðaslagið mitt úr minkaskinni. Þegar Rod sá mig, kinkaði hann kolli. Hvort þetta þýddi, að ég liti vel út, en þetta væri bara klæðaburðurinn, sem hann bygg ist við af stúlku eins og mér, sagði hann ekkert um. Við snerum bílnum inn á braut ina að húsinu, lögðum honum við hliðina á öðrum bílum og gengum hægt að aðaldyrunum, sem fólkið streymdi inn um. All- ir voru vel búnir. Ég var hissa á sveitafólki — ég sem bjó sjálf í einu herbergi í Kensington. Þarna var það daglega í reið- fötum og allskonar kumaraleg- um vaðmálsfötum, en svo var það á einni svipstundu komið í fínustu samkvæmisföt. Og stúlk- urnar voru líka með blómlegan hörundslit. En raddirnar í þeim komu mér til að hrökkva í kút. Enginn veitti okkur neina minnsfcu eftirtekt. Við slangruð- um inn í stóran sal með viðar- þiljum, þar sem hljómsveit frá Jamaica lék viðeigandi tónlist. — Kampavín? sagði Rod og gekk yfir að næsta skenkilborði. Ég settist niður og leit í íkring um mig. Klæðaburður minn gerði mig ósýnilega — ég leit út alveg eins og allar hinar. Og tvö hundruð manna samkvæmi var of fjölmennt til þess, að hús- bændurnir tækju eftir manni, sagði ég við sjálfa mig. — Það er naumast þetta er fínt hjá Jock Eastman! sagði ein unglingsstúlkan með rödd, sem fór í taugarnar á mér, og stanz- aði við leigubekkinn, sem ég sat á, til þess að ná sér í vindling. — Euphrate hefur aldrei fyrr haldið veizlu. — Hver í ósköpunum er Eup- hrate? hvíslaði Rod í eyrað á mér, um leið og hann rétti mér glas. — Hún hlýtur að vera ung, svaraði ég. — Engin yfir tví- tugt mundi dirfast að ganga með svona nafn. Andartaki síðar sáum við fólk, sem hlaut að vera Eastman-fjöl- skyldan, því að það gekk um kring og heilsaði gestunum. East man var með heljarmikinn, lið- aðan hárbrúsk, hvítan að lit, en hinsvegar var andlitið ekki eitt þetsara jarðeigenda-andlita, sem sjá má í viskí-auglýsingum. Kon an hans var lágvaxin, ósmekk- Tökum upp á morgun: BARNASKÓ Brúna og hvíta. Stærðir: 19—27. □-------------D VAÐSTÍGVÉL Barna Telpna Drengja Kvenna □------------D SKÖHÚSIÐ Hverfisgötu 82 — Sími 11-7-88. Bankastræti. — Sími 2-21-35. Grensásvegi 50. Ungbarnaskó hvíta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.