Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. marz 1966 S,MI 31Í-60 WMfíffW Sóé&éeúgte Volkswagen 1965 og ’66. bIlaleigan FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 KEFLAVÍK Leigi Volkswagen í Reykja- víkurferðir. Verð kr. 500,- miðað við 5 klst. Söluskattur innifalinn. Bílaleiga Harðar Skólaveg 16. — Sími 1426. Braubstofan S'imi 16012 Vesturgötu 25 Smurt brauð, snittur, öl, gos og sælgæti. — Opið frá kl. 9—23,30. BOSCH Flaufur 6 volt, 12 volt, 24 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. ísland ber nafn með rentu Okkur gleymist stundum í góðærum, hve ísland er norð arlega á hnettinum. Tröllabotn- ar eru skammt undan, og það- an fljóta jakaborgir og klaka- breiður að ströndum landsins. Gaddurinn í síðustu viku minnti okkur á, að líf okkar hér er háð Frosta konungi í rik ara mæli, en okkur sjálfum gott þykir. Morgunblaðið flutti þær ískyggilegu fréttir í föstudags- blaðinu, að ísbreiðuna væri að reka að landinu. Vönandi hef- ur vihdáttin breytzt, þegar þetta birtist, svo að ísinn hefur lagt frá eða rekið suðaustur með landi þar sem hlýir haf- straumar vinna á honum. Engu að síður er þetta áminning til okkar íslendinga, um að við búum í landi, sem getur orðið harðbýlt og kostnaðarsamt að lifa í, hvenær sem veðurguðun um þóknast. ÍT Eins og Færeyingar á Azoreyjum ? Steingervingafræðingar segja okkur, að hér hafi einu sinni sprottið vínviður og aðrar suðrænar jurtir, svo að eitt- hvað hefur veðurfar breytzt hér á norðurslóðum síðan þá. Kann ske ber okkur að fagna því, — annars byggjum við við Azor- eyja-loftslag og hegðuðum okk- ur samkvæmt því, en norður á Svalbarða eða Spitzbergen byggi fimm milljóna manna þjóð af norrænum víkingastofni sem talaði enn fornlegri nor- rænu en við og hefði varðveitt á bókum sínum eldri sögur og sagnir en við. Við værum þá í mesta lagi eins og Færeyingar á Azoreyjum. íslendingar og Færeyingar Þetta síðastnefnda er ekki sagt Færeyingum til lasts. Þeir hafa geymt ýmislegt, sem okk- ur er gleymt. En að okkar áliti hafa þeir „dependarað meira «if Dönum“ en við á umliðnum ’öld um, enda nær danska valdinu en við, svo að tunga þeirra er ekki jafn-hrein og helztu „and- þjóðvillingar“ okkar mundu kjósa. Hér er hvorki staður né stund til þess að ræða áhrif loftslags á svokallaða þjóðmenn ingu, en ekki er ólíklegt, að hlýrri vindar en þeir, sem blása hér nú inn um gluggana, hefðu haft varanleg áhrif á menningu innflytjendanna frá Noregi á níundu, tíundu og elleftu öld. ÍC Prinzinn flaug sjálfur Það þótti tíðindum sæta, þá er Filippus prinz, hertogi af Edínborg, kom hingað frá Vest- urálfu á leið sinni til Englands, að hann skyldi lenda flugvél sinni sjálfur oghefja hana til flugs að nýju á föstudagsmorg- un. íslendingar treysta kónga- fólki ekki til eins eða neins af gömlum vana, og má það heita eðlilegt. Samt flaug drottningar maðurinn sinni vél sjálfur! Fil- ippus er þekktur fyrir að „hafa ákveðnar skoðanir á hlutun- um“, eins og sagt er. Hann reyn ir að láta embætti sitt sem drottningarmanns og einkalíf sitt sem eiginmann Elízabetar Georgsdóttur, Bretadrottning- ar, sem minnst áhrif á áhuga- mál sín, en tekst misjafnlega til. Hann hefur stofnað sjóð, sem veitir hraustum unglingum verðlaun fyrir drýgðar dáðir, framdar í útilífi, og ber sjóður- inn nafn hans. Ágengni blaða- manna reynir sterklega á taug- ar hans, enda á hann bágt með að stilla sig, þegar honum finnst blaðamenn seilast of langt inn í einkalíf sitt. Stund- um gleymir hann því, að hinir óþolandi blaðasnápar eru að- eins að gera skyldu sína við fréttaþyrstan almenning. Fyrir nokkru var hann staddur á eynni Trinidad. Þar gekk hann inn í móttökusal og sá blaða- menn híma í einu horni salar- ins, til hægri við inngöngudyr. Um leið og hann gekk fram hjá, hreytti hann út úr sér: „Æ, greyin, eruð þið svo leiðinlegir, að þið hafið enga til að tala við, nema sjálfa ykkur?“ Síðar sama dag var hann að skoða búgarð á eynni, og kvartaði bóndinn undan ásókn moskítóflugna. Þá sagði hertoginn nógu hátt, til þess að nærstaddir blaðamenn heyrðu: „Já, þið hafið moskító- mýflugurnar, en ég hef blaða- manna-drýsildjöflana. Þið meg- ið þó eitra fyrir ykkar plágu, en ég, . . . ja, það er bezt að segja sem minnst". Blaðamenn á Trinidad móðg- uðust svo, að hertoginn varð að lýsa því yfir við brottförina, að hefði haann móðgað einhverja stétt manna, hefði það verið ó- viljandi. í Englandi gerðist það eitt sinn á garðyrkjusýningu, að Filippus spurði, hvort vatns- slöngurnar væru virkar eða að- eins til sýnis. Þegar honum var sagt, að þær væru virkar, greip hann um einn stútinn, beindi honum að blaðamönn- um og sagði, um leið og hann hreyfði við snerli, sem lét vatn- ið buna: „Ætli að veiti af að vökva þessar plöntur, — þær eru of langt frá vökvuninni, sem þær eru vanar að fá í Fleet Street" (dagblaðagötu Lndúna borgar). Þar eru krár á öllum kj allar ahæðum. •Jr Snyrtisérfræði eða fegrunarsérfræði ? Sigríður Þorkelsdóttir, for maður Félags íslenzkra snyrti- sérfræðinga, sendir frú Mar- gréti Hjálmtýsdóttur þetta svar: „Mér virðist frú Margrét Hjálmtýsdóttir vera farin að hætta sér út á töluvert hála braut, þar sem hún minnist á snyrtisérfræði og fegrunarsér- fræði og gerir samanburð á þeim orðum. Það vill svo til, að þeir snyrti sérfræðingar, sem hafa mesta reynslu í því fagi hér á landi, stofnuðu með sér félag fyrir um það bil einu og hálfu árL Okkur kom öllum saman um að fegrunarsérfræðingur væri full-hátíðlegt orð, og ákváðum því að nefna félagið „Félag ís- lenzkra snyrtisérfræðinga". Frú Margrét stofnaði nokkru síðar „Samband lærðra fegrun arsérfræðinga", og samanstend ur þetta samband af nokkrum nemendum frú Margrétar. Þess ir nemendur eru allmargir út- skrifaðir á met-tíma. Sumar hafa ekki þurft að sækja nema sem svarar tíu til átján átta stunda vinnudögum, og eftir það leyfir frá Margrét þeim að kalla sig lærða fegr- unarsérfræðinga, (eg vil geta þess, að á aðalfundinum síðast breyttu þær nafninu í íslenzkra í stað lærðra). Hún minnist ein göngu á erlenda skóla í grein- inni, en hefir alveg sézt yfir að geta eigin skóla, sem hún segir nemendur sínum, að séu á borð við beztu skóla erlendis. Snyrtisérfræðingur segir hún að sé manneskja, sem hefir lært að snyrta fólk. Mér finnst, eins og hún sé að gefa almenn- ingi í skyn, að við séum aðeins færar um að gefa smá-kvöld- snyrtingu. En ég verð að segja, að nú verður almenningur að dæma, því að á öllum betri snyrtistof- um i borginni starfa snyrtisér- fræðingar, en ekki fegrunarsér- fræðingar. Með allt þetta lækna tal held ég væri ráðlegra fyrir frú Margréti að fara varlega. Svar til frúarinnar, sem skrif ar í sunnudagsbiaðið þann 20. þ. m.: — Ef þér hafið ekki skil ið uppskriftirnar, sem gefnar voru í útvarpinu, þá vil ég ein- dregið benda ýður á að snúa yður til réttra aðila. Félagið hef ur skráðan síma, og okkur væri ljúft að greiða úr fyrir yður, og tel ég það ráðlegra, en að hringja í einhverja og einhverja sem virðast ekki gera annað en að snúa út úr. Virðingarfyllst, Sigríður Þorkelsdóttir". - i ^ Nafni prestakallsins breytt Biskupsritari hefur kom- ið að máli við Velvakanda, vegna bréfs í föstudagsblaði, þar sem spurt var, hvað orðið hefði af hinu forna prestakalli, Helgafellsprestakalli. Biskups- ritari sagði: Þetta prestakall hefur aldrei verið lagt niður, en með lögum nr. 31 frá 4. febr. 1952 var nafni þess breytt, og heitir það skv. þeim lögura Stykkishólmsprestakall. Sendisveinn óskasft á ritstjórn blaðsins. — Vinnutími kl. 1—6. Afgreiðslufólk Stúlkur og piltur sem hefur bílpróf óskast strax í nýja kjörbúð og kvöldsöluturn. Verzlunin Herjólfur Skipholti 70, sími 31275 og 17370. Til sölu Glæsilegt einbýlishús við Sæviðarsund. — 4 svefnherbergi, borðstofa, dagstofa, bað og eld- hús. — Alls 150 ferm. — Húsið er fokhelt ásamt 30 ferm. bílskúr. Upplysingar gefur: FASTEIGNASALAN Tjarnargötu 14. Símar 23987 og 20625. Guðmundur og Agúst Vöruflutningar Akranes, Reykjavík. Afgreiðsla Reykjavík Verzlunarsambandið sími 38566. Akranes sími 2217 heimasímar 1373 og 1186. » )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.