Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 2
2 MORCU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 14 apríl 1966 Skemmdarverk yfir páskahelgi Börn finna fimm mifllj. mðflia SKEMMDARVERK voru unnin á húsum og mannvirkjum yfir páskahelgina og er álitið, að um börn eða unglinga hafi verið að xæða. ^ Gluggar voru brotnir í verk- smiðju húsi við Rauðarárstíg og einnig komust krakkar inn í byggingu Hallgrímskirkju, brutu jþar upp læsingar á geymsluhurð um og fóru auk þess upp í turn kirkjunnar og settu straum á vörulyftuna. Sökudólgarnir hafa ekki náðst. enn. Börn, sem voru að leik í fjör- unni neðan við Baugsveg í Skerjafirði annan í páskum, fundu þar peningaseðil, sem hljóaði upp á fimm milljónir Listi Sjálf- stæðis- manna á Stokkseyri L.AGÐUR hefur verið fram fram boðslisti Sjálfstæðisflokksins við hreppsnefndarkosningar í Stokks eyrarhreppi, sem fram eiga ,.ð fara 22. maí n.k. Er hann þannig skipaður: 1. Helgi ivarsson, bóndi. 2. Steingrímur Jónsson, múrari. 3. Jósef Zóphoníasson, skipstjóri. 4. Tómas Karlsson, skipstjóri. 5. Henning Fredreksen, skipstj. 6. Magnús I. Gíslason, gæzlum. 7. Sigurjón Jónsson, trésmiður. 8. Einar Steindórsson, skipstjóri. 9. Guðm. R. Einarsson, sjómaður. 10. Jón Zóphoníasson, sjómaður. 11. Sigurjón Sigurðsson, vélstj. 12. Árelíus Óskarsson, sjómaður. 13. Bjarnþór Bjarnason, bóndi. 14. Bjarni Júníusson, bóndi. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks ins við kosningu á sýslunefndar- manni og varasýslunefndar- manni fyrir Stokkseyrarhrepp er fram á að fara 22. maí 1966. 1. Þorgeir Bjarnason, bóndi, Hræringsstöðum. 2. Helgi Ivarsson, bóndi, Hólum. Frá Færeyjum á kvöldvöku Ferðafélugsins FBRÐAFÉI.AG íslands heldur kvöldvöku í Sigtúni föstudaginn 15. þ.m. kl. 8.30 e.h. Þar sýnir Gísli Gestsson, safnvörður, lit- kvikmynd og litskuggamyndir lfrá Færeyjum. Gísli var í fyrra- sumar í Færeyjum og ferðaðist þá mikið um og tók litskugga- myndir. Verður því vafalaust fróðlegt að sjá og heyra frásögn hans. Á eftir verður myndagetraun og síðan dansað til kl. 24.00. þýzkra marka. Seðill þessi var frá árinu 1923, þegar kreppan stóð sem hæst í Þýzkalandi og einn brauðhleifur kostaði þar margar milljónir marka. Börnin fundu einnig í fjörunni aðra mynt, aðallega frá A-Evrópu og auk þess kápu og frakka. Ekkert af þessu var sjórekið, og er allt á huldu um uppruna þess. Færð butnar í Eyjufirði Akureyri, 12. apríl. VEGIR eru óðum að verða færir hér í nágrenni bæjarins, enda hefir verið unnið ósleitilega við mokstur undanfarna sólarhringa. Öxnadalsheiði opnaðist um há- degi í dag. Þá hafði hún verið lokuð síðan í desember, nema 5 daga snemma í febrúar. Fært er jeppum fram Svarfaðardal báð- um megin og búið er að ryðja veginn út í Höfðahverfi og að Hálsi um Dalsmynni og að aust- an er búið að ryðja að Krossi í Kinn. Þá er Ljósavatnsskarð eftir, en þar eru geysilegar fann- dyngjur. Þó er búizt við að það opnist á morgun eða hinn dag- inn. Vegir fram Eyjafjörð eru allir vel færir. — Sv. P. : ■ Sólfar um dagaf en nokkurf næturfrost Frétfapistill úr Mývatnssveit Vogum, 13. apríl. f DYMBILVIKUNNI skipti hér um veðurfar. Síðan hefur hvcr dagurinn verið öðrum betri. Um páskana var logn og glampandi Alitalia óskar meiri viðskipta Hér er staddur R. C. Herman sölustjóri ítalska flugfélagsins Alitalia á Bretlandi og frlandi Kom hann hingað til skrafs og ráðagerða við umboðsaðila fé- lagsins hér á landi, Flugfélag Islands, og til þess að stofna lil sambanda við íslenzkar ferða- skrifstofur. ..Viðskipti Islendinga við Alit- alia hafa aukizt það mikið, að mér þótti rétt að koma hingað og stofna til nánara sambands við ferðamálamenn á íslandi. Við vonumst til þess að ferðalög ít- alafari vaxandi til íslands svo að íslendingar fái viðskipti á móti þeim, sem þeir veita okkur“, sagði Herman í stuttu rabbi við fréttamann Mbl. Alitalia heldur uppi flugferð- um frá Róm til borga í 49 lönd- um víðs vegar um heim. Á utan- landsleiðum er félagið einkum með DC-8 og Caravelle, en Vis- count er enn notaður í innan- landsflugi á Ítalíu. Nýlega pant- aði Alitalia 28 þotur af gerð- inni DC-9 og verður flugþoti félagsins þá 85 þotur og skrúfu- þotur. Á síðasta ári flutti Alitalia LÆGÐIN suður í hafi var heldur að nálgast í gær, cg vindinn þyngdi suður undan. Norðan lands var bjart veð- ur og sólbráð, en næturfrost víða. í Reykjavík var hitinn 4—7 stig í gær. yfir þrjár milljónir farþega og það hefur náð allgóðum árangri á markaðssvæði R. C. Hermans, því að Bretar fara gjaman í sumarleyfi til ítalíu eins og ýms- ir aðrir í norðanverðri Evrópu. „Undanfarin ár hefur Spánn haft vinninginn yfir Ítalíu um vinsældir hvað sumarferðalög varðar, en við vonumst til að jafna metin, því verðlag á Spáni fer hækkandi, en það stendur aftur á móti nokkurn veginn í stað á Italíu — þessa stundina a.m.k.“, sagði Herman, sem var staddur hjá Birgi Þorgilssyni, deildarstjóra Flugfélags íslands, þegar við hittum hann. Birgir sagði hins vegar, að heimsóknir fulltrúa erlendra flugfélaga bæru þess vott, að ferðalög til og frá íslandi væru orðin það mikil, að stóru fé- lögin teldu það nauðsynlegt að eiga náið samband við ferða- málamenn hér á landi. Þetta Framhald á bls. 31. sólskin, og þó næturfrost hafi verið er mikið sólfar á daginn, svo snjórinn hefur veruiega hjaðnað niður. Komin er sums staðar sæmileg jörð til beitar fyrir sauðfé. Vegir hafa nú verið.ruddir. Má því teljast allgóð færð til Húsa- víkur. Hætt er þó við, að vegir eigi eftir að blotna, þegar klaki fer að þiðna. Allmikið hefur orðið vart við minkaslóðir hér í sveitinni að undanförnu. Spáir það ekki góðu. Mér er aðeins kunnugt um einn mink, sem festist í boga fyrir skömmu og var étinn upp af fé- lögum sínum. Annað hefur ekki náðzt. Eitthvað hefur þess orðið vart, að álftir hafi fallið hér við Mý- vatn í vetur. Ekki veit ég ná- kvæmlega hversu mikil brögð eru að þessu, hvort um má kenna fæðuskorti eða einhverju fári í álftunum. Að vísu hefur oft komið fyrir áður, að álftir hafi fallið hér, þegar harðindi hafa gengið. Vel má vera að hægt væri að hindra slíkt, með því t. d., að gefa þeim eitthvað, en hvað ætti það þá helst að vera? Fróðlegt væri að heyra álit fuglafræðinga í þessu efni. Að undanförnu hafa verið kannaðar heybirgðir bænda hér í sveitinni. Virðist hey yfirleitt vera nóg. Kannske fer líka að leysa upp snjóinn, sem búinn er að liggja yfir öllu, svo vel rætist úr enda vona allir að sumarið sé á næsta leiti. — Kristján. Ný þyrla j í LOK maimánaðar er von á ; hinni nýju þyrlu Andra Heið | bergs kafara hingað til lands. ; Þyrlan er smíðuð í Bandarikj ! ; unum og er af Brantley- ; ! gerð. Hún tekur fimm manns ! ; i sæti, og verður notuð í flugi ; ! innanlands og við björgunar- ! j störf. Andri Heiðberg held- j 1 ur til Bandaríkjanna um miðj- ; j an næsta mánuð til að taka j ; við þyrlunni og mun hann ; ! einnig sækja stutt námskcið j ; í meðferð hennar. Formunnaráð- stefna Iðnneiua- sambandsins DAGANA 16.—17. apríl verður haldin á Akureyri Formannaráð- stefna aðildarfélaga Iðnnema- sambands íslands. Ráðstefnuna sækja fuiltrúar frá 10 félögum víðs vegar af landinu. Á ráð- stefnunni verða rædd öll helztu hagsmunamál iðnnemahreyfing- arinnar á landinu. Starfsemin hefur verið góð i vetur hjá iðnnemafélögunum svo og sambandsstjórn svo búast má við skemmtilegum umræðum á ráðstefnunni. Dagskrá ráðstefnunnar verður svohljóðandi: 1. Störf og stefna sambands- stjórnar. 2. Breytingar á iðnfræðslulög- gjöfinni með tilliti til aðildar I.N.S.f. að Iðnfræðsluráði. 3. Samningar og kjaramál. 4. Landsmót iðnnema á næsta sumri. 5. Lögð drög að víðtæku sam- starfi iðnnema. 6. Önnur mál. Gjaldeyrisbraskarar ráðast á sænskan stúdent í Moskva Stokkhólmi, 12. apríl (NTB) SÆNSKUR stúdent, 24 ára, varð að stökkva út um glugga á þriðju hæð í sambýlishúsl í Moskvu í síðustu viku eftir að rússneskir gjaldeyrisbrask- arar höfðu gert aðsúg að hon um. Stúdentinn hlaut alvarleg meiðsli, en fékk að fara heim til Svíþjóðar í gær, mánudag, liggjandi á sjúkrabörum í flugvélinni. Stúdentinn hafði farið á- samt jafnaldra sínum í hóp ferð til Moskvu til að skoða þar listasöfn og horfa á ball- ett. Einn daginn, er þeir voru á gangi um höfuðborgina, gaf ungur Rússi sig á tal við þá. Varð úr að þeir fóru heim til Rússans, þar sem boðið var upp á vodka. En skömmu eft- ir komu gestanna tók ungi Rússinn að tala um erlendan gjaldeyri og fatnað, sem hann vildi gjarnan festa kaup á. Hvorugur Svíanna vildi taka þátt í þeirri verzlun, og tók Rússinn því mjög illa. Svo opnuðust dyrnar og annar Rússi kom inn. Félagi stúd- entsins notaði þá tækifærið og skauzt út um dyrnar áður en sá nýkomni læsti þeim. Rússarnir tveir hótuðu nú stúdentinum með hníf, og eltu hann um herbergið til að neyða hann tii að afhenda þeim þann erlenda gjaldeyri, er hann hafði á sér. Eina ráð- ið til að losna undan Rússun- um var að stökkva út um gluggann, og það gerði stúd- entinn. Rotaðist hann við fall ið, og lá meðvitundarlaus á gangstéttinni þegar að vár komið. Hann var þegar flutt- ur í sjúkrahús, og kom þá í ljós að þótt hann væri illa meiddur, var hann ekki í Lífs hættu. Fjölskylda hans í Sví- þjóð fór þá flugleiðis til Moskvu til að sækja hann, og liggur . hann nú í sjúkrahúsj í Stokkhólmi. m—mmrTm mm mm n»mi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.