Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 14. apríl 1966
Þórhallur Gunnlaugsson
símstjóri — Minning
F. 29. nóv. 1886, d. 5. marz 1966.
ÞEIM fækkar óðum, sem sáu
roðann á hnjúkunum háu á
morgni þessarar aldar, og í dag
verður eínn þeirra borinn til
grafar, Þórhallur Gunnlaugsson.
Hann var fæddur á sögufrægum
stað, Breiðabólstað í Vesturhópi,
því að þar var þá prestur faðir
hans, síra Gunnlaugur Halldórs-
son prófasts og alþingismanns á
Hofi í Vopnafirði, Jónssonar pró
fasts í Steinnesi Péturssonar.
Fyrri kona síra Halldórs á Hofi
og amma Þórhalls var Gunnþór-
unn, dóttir síra Gunnlaugs Odds
sonar, dómkirkjuprests í Reykja-
vík, og Þórunnar Björnsdóttur
prests í Bólstaðarhlíð Jónssonar,
en kona síra Jóns í Steinnesi var
Elísabet dóttir síra Björns, og
voru því báðar langömmur Þór-
halls í föðurætt dætur hins dætr
um frjóva og kynsæla klerks í
Bólstaðarhlíð. Þórhallur var ein-
birni móður sinnar, frú Halldóru,
síðari konu síra Gunnlaugs, en
hún var Vigfúsdóttir, bónda á
Arnheiðarstöðum í Fljótsdal,
Guttormssonar, alþingismanns
s.st., Vigfússonar, og er sú ætt
einnig alþekkt.
Síra Gunnlaugur á Breiðaból-
stað andaðist hálffimmtugur
1893 og stóð þá ekkja hans ein
uppi með dreng sinn og efnalít-
il, því að það óhapp hafði hent
í stuttri búskapartíð hennar, að
bærinn á Breiðabólstað brann á
sem engu bjargað. Bjó hún þá
jólanótt í stórhríð og varð litlu
fyrst eitt ár á Fossi, sem var
kirkjujörð frá Breiðabólstað og
er nú komin í eyði, en fluttist
síðan til Akureyrar og tók við
forstöðu spítalans þar, en hann
var þá í húsi því, er Jón Finsen
héraðslæknir, hafði búið í, og
stendur það enn, eitt af elztu
húsum kaupstaðarins. Starfaði
hún þar undir stjórn Guðmundar
Hannessonar og aðstoðaði hann
við svæfingar, en lét af þessum
starfa, er nýi spítalinn var reist-
ur, og varð kennari við barna-
skólann þar, en áður en hún gift
ist hafði hún verið kennslukona
vió kvennaskólann á Laugalandi.
Þórhallur heitinn lifði því æsku-
ár sín á Akureyri og var eitt af
síðustu fermingarbörnum þjóð-
skáldsins síra Matthíasar Joch-
umssonar, en á sumrum var
hann stundum austur í Mjóafirði
hjá föðurfróður sínum, síra Þor-
steini Halldórssyni. Frú Halldóra
var gáfuð kona, trygglynd og
hjartahlý. Hún andaðist á heimili
sonar síns í Vestmannaeyjum
1939, komin að áttræðu.
Þórhallur varð gagnfræðingur
frá Akureyrarskóla, gekk síðan
í þjónustu hins unga fyrirtækis,
Landssímans, og fluttist ásamt
móður sinni til Reykjavíkur 1914
en þar höfðu þau mæðginin fest
kaup á húsi því við Traðarkots-
sund, er varð heimili þeirra í
Reykjavík og aftur hans og konu
hans síðustu æviár hans. Hann
dvaldist í Kaupmannahöfn 1911-
12 við framhaldsnám sem sím-
ritari, var símstöðvarstjóri á
ísafirði 1918—21, en síðan í Vest
mannaeyjum, þar til hann lét af
störfum fyrir aldurssakir 1956.
Á ísafirði kvæntist hann 25.
marz 1922 heitmey sinni, Ingi-
björgu Ólafsdóttur verzlunar-
stjóra Davíðssonar, og lifðu
tengdaforeldrar hans síðustu ár
sín á heimili þeirra hjóna í Vest-
mannaeyjum. Mjög ánægjulegt
var að kynnast þeim gömlu hjón
um, sem áttu í ríkum mæli hátt-
prýði og göfuga fyrirmennsku
kynslóðar, sem nú er horfin sjón
um. Þann heimanmund flutti hin
unga brúður símstöðvarstjórans í
Vestmannaeyjum í búið, því að
hún á fáa sína líka að háttprýði
og göfugmennsku.
Þau frú Ingibjörg og Þórhallur
eignuðust þrjú börn: Ásu Magda
lenu, sem hefur lengi verið bú-
sett í Florida, gift Birni Gunn-
laugssyni, skipstjórnarmanni hjá
Shell-félaginu, Halldór sýningar
stjóra við Kópavogsbíó, og er
hann heitinn eftir Halldóri hér-
aðslækni í Vestmannaeyjum,
hálfbróður föður síns, og Ólaf,
útvarpsverkfræðing, sem átt hef-
ur alllengi heima vestan hafs.
Þórhallur var tryggur vinur
vina sinna og bar mikla ræktar-
semi til fæðingarstaðar síns, sem
hann fluttist frá átta ára gamall
og hlakkaði innilega til að sjá
aftur, þegar hann átti þess kost
fjörutíu árum síðar. Sú ræktar-
semi kom einnig fram á fagran
hátt gagnvart móður hans og
tengdaforeldrum, eins og þegar
hefur verið lýst.
Þórhallur Gunnlaugsson gaf
sig lítið að félagsmálum, nema
innan Oddfellow-reglunnar, en
var góður húsbóndi starfsfólki
sínu og vinsæll meðal þeirra,
sem hann gaf sig að á annað
borð, enda skemmtilegur í vina-
hópi og naut sín þar vel, þótt
hann ætti það til að slá um sig
nokkurrum kæruleysishjúp á
stundum. Hann varð svo sam-
gróinn starfi sínu og félögum í
Vestmannaeyjum, að honum
tókst ekki að aðhæfa sig lífi upp-
gjafa-embættismanns í Reykja-
vík, svo að aldurinn varð honum
til byrði, enda áttu þau hjónin
við bilaða heilsu að stríða sið-
ustu ár hans.
Ýmislegt varð þó þeim til ynd
isauka. Þau dvöldu veturinn
1956-57 vestan hafs í sjö mánuði
hjá Ásu dóttur sinni, sem einnig
dvaldist hjá þeim um.tíma síð-
astliðið sumar ásamt börnum
sinum, og Ólafur sonur þeirra
kom fyrir síðustu jól í heimsókn
til þeirra nýkvæntur ásamt konu
sinni. Þá var Þó'rhallur yngri,
sonarsonur þeirra, yndi afa síns
og ömmu, ' en hann var alltaf
heimagangur hjá þeim.
Þórhallur lagðist í lungna-
bólgu skömmu eftir áramótin
síðustu og var lengst af rúmfast-
ur síðan, þar til hann andaðist
á Landakotsspítala 5. þ.m. Þakkir
skulu tjáðar -honum og hans
göfugu konu fyrir langa og góða
viðkynningu.
P.V.G. Kolka.
íslenzku tónlistamennirnir. Frá vinistri: Gunnar Egilsson, —
Ingvar Jónasson, horkell Sigurbjörnsson og Pétúr Þorvaldss.
Búslóð
Til sölu vegna brottflutnings af landinu, stereofónn,
sjónvarp, heimilistæki, húsgögn o. m. fl. —
Allt nýlegt. — Upplýsingar 1 síma 23137 frá
kl. 4—6 e.h.
Kona óskast
til bókhaldsstarfa
hjá góðu fyrirtæki.
Tilboð, merkt: „Bókhald — 9531‘
sendist afgr. Mbl.
islenzkir tónlistar-
menn í Stokkhólmi
Stokkhólmi, 23. marz. —
SUNNUDAGINN 13. marz
héldu fjórir ungir islenzkir
tónlistarmenn hljómleika í
Hásselbyhöll í Stokkhólmi.
Það voru þeir Ingvar Jónas-
son, Gunnar Egilson, Pétur
Þorvaldsson og Þorkell Sigur-
björnsSon. Var þeim mjög vel
tekið af áheyrendum. Því
miður var þó ekki fullsetið,
en eftir hádegi á sunnudög-
um er sá tími, er flestir Svíar
iðka útilíf og íþróttir. Auk
þess var þetta sérstaklega fag-
ur dagur, sólríkur og bjartur,
„fyrsti vordagurinn“. Sænska
útvarpið tók upp tónleikana á
segulband, til flutnings síðar
í sænska útvarpinu. Ég hafði
í hlénu tal af tónlistarmönn-
unum og sögðu þeir mér, að
þeir vildu gefa þverskurð af
íslenzkri kammermúsik síð-
ustu hundrað árin. í samræmi
við það byrjuðu þeir með því
að leika verk eftir Sveimbjörn
Sveinbjörnsson, „Trio“ fyrir
fiðlu, cello og píanó og fluttu
því næst ,,Sonötu“ fyrir
klarinett og píanó, eftir Jón
Þórarinsson. Eftir hléið voru
flutt verk, sem meira voru
í samræmi við nafnið „Musica
Nova“, svo sem „Sonorities“
fyrir píanó eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson, „Rota“
(fiðla, klarinett og cello),
eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
og „Trio“ (klarinett, cello og
píano) etfir Leif Þórarinsson.
Að því er ég bezt veit, er
þetta í fyrsta skipti, sem ís-
lenzkir tónlistarmenn fara
utam til flutnings eingöngu á
íslenzkum tónverkum og voru
hljómleikarnir til sóma og
góðrar kynningar fyrir ísland.
Sögðust þeir félagar vera
ánægðir með för sína og hafa
hlotið mjög góðar móttökur
hér. Áður en haldið vsnr heim-
leiðis voru aðeins einir aðrir
hljómleikar haldnir og var
það í ABF-ihúsinú, miðviku-
daginn 16. marz.
Folke Hahnel skrifar um
tónlistarmennina í Dagens
Nyheter, föstudaginm hinn
18. marz og fer lofsamlegum
orðum um þá. Fyrirsögnin er:
„Válorienterade Islanningar“.
Hann skrifar m.a.: „Hin land-
fræðilega einangrun íslands
hefur ekki hindrað íslenzk
tónskáld frá því að fylgjast
með straumhvörfum tónlistar
innar. Það sannaðist án afláts
við báða hljómleikana, sem
Musica Nova frá Reykjavík
hélt í Stokkhólmi s.l. sunnu-
dag í Hásselbyhöll og á mið-
vikudaginn í ABF-húsinu“.
Hann fer góðum orðum um
verkim, sem flutt voru og höf-
unda þeirra og segir undir
lokin: „Tónlistamennirnir,
Ingvar Jónasson, fiðla; Gunn-
ar Egilsson, klarinett; Pétur
Þorvaldsson ceilo og tónskáld
ið Þorkell Sigurbjörnsson,
píanó, standa á háu stigi, bæði
hvað snertir tækni og list. Sá
síðastnefndi gaf verkinu
„Sonorities“ eftir Magnús
Blöndal Jóhannseon, dæmi um
mikla túlkunarlist í Tudors
anda og hann fór einnig vel
með nokkur píanóverk eftir
Jón Leifs........“
Það er ekki einungis í tón-
listinni, sem íslendingar hafa
látið til sín taka um þessar
mundir í höfuðborg Svíaríkis.
A tímabilinu 26. febrúar til
20. marz hefur staðið hér yfir
málverkasýning, sem ABF,
(Arbetaramas Bildningsför-
bund) gekkst fyrir. Sýningin
var í sýningarsölum ABF-
hússins/Svea Galleriet/. Þar
voru til sýnis málverk eftir
5 íslenzka listamenn, þau
Eirík Smith, Guðmundu
Andrésdóttur, Hjörleif Sig-
urðsson, Jóhannes Jóhannes-
son og Þorvald Skúlason.
1 lok sýningarinnar var ég
þar og hafði þá um leið tal
af frú Lindquist, sem var þar
til aðstoðar sýninagrgestum.
Hún gat ekki svarað spurn-
ingu minni um það, hversu
margir hefðu sótt sýninguna,
en inngangur var ókeypis
og því engin tala höfð á sýn-
ingargestum. Hún sagði, að
einkum í byrjun hefði sýning-
in verið allvel sótt. Frú Lind-
quist skýrði svo frá, að fólk
hefði verið mjög hrifið af mál
verkunum, en sumir sýningar-
gesta hefðu búizt við þjóð-
legri stíl. Alimörg listaverk
hafa selzt og meðal kaupenda
eru ýmsar opinberar stofnan-
ir, eins og t. d. Stockholims
Skoldirektion og Örebro láns
landsting.
Lars Erik Áström, skrifaði
12. marz um málverkasýning-
una í Svenska Dagbladet og
komst þannig að orði m.a.:
„Meiri hlutinn af íslenzkri
málaralist er abstrakt. íslend-
ingar eiga enga eiginlega
tradition í málaralist, flestir
íslenzkir listmálarar hafa
mjög alþjóðlega menntun“. —
Hann segir ennfremur: „Mál-
ararniT fimm sýna alþjóðlega
margbreytni og gætu komið
frá hvaða heimshluta sem
væri“..
Stokkhólmi, 23. marz 1966
Æsa Karlsdóttir Árdal.
Frá tónleikunum í Ilasselby
Málverkin á veggjunum eru
höll sunnudaginn 13. marz.
eftir íslenzka listamenn.