Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Fimmíudagur 14. apríl 1966 Landsleikurinn í kvöld: Sja mátti í gær að frdnsku leikmennirnir kunna sitt fag Samiö um 12 menn í liði — Auðunn kemur í ísl. liðið Þ A Ð var létt yfir frönsku landsliðsmönnunum í handknattleik í gær er þeir komu í íþróttahölliina í Laugardal, eftir vel heppnað og ánægjulegt ferðalag til Hveragerðis fyrr um daginn. Liðið tók létta æfingu, æfði ekki taktiskt, en liðsmenn Iiðkuðu sig með mark- skotum og markmenn vörðu af kappi. Það var greinilegt að farar- stjórarnir horfðu á af ánægju og voru hreyknir — og sannarlega sást ýmislegt sem þeir máttu vera heyknir af. Það var að vísu vitað að Iandsleikurinn í kvöld verður baráttuleikur. Lið landanna hafa tvívegis áður mætzt. ís- lcndingar unnu Frakka í heimsmeistarakeppninni 1961 en Frakkar unnu landsleik í Farís, sem að mörgu leyti var misheppnaður af íslands hálfu, með 24—13 og sú marka tala talar sínu máli. Við hana Brunet — lögreglumaður í París er stór og sterkur. Víðavongshlaup ÍR fyrsta sumardag 51. víðavangshlaup ÍR fer fram 21. apríl n.k. eða sumardaginn fyrsta að venju. Keppt verður um bikara í 3ja 5 og 10 manna sveitum og vinnst bikarinn fyrir 10 manna sveitina til eignar en hinir tveir eru farandbikarar, þarf að vinna þá 3svar í röð eða 5 sinnum alls. Hlaupið hefst kl. 2 frá Hljóm- skálagarðinum og verður leiðin svipuð og undanfarin ár. Suður mýrina fyrir neðan háskólann í átt að Grímstaðaholti og til baka Njarðargötu inn í Hljóm- skálagarð aftur og verður hlaup- ið líklega látið enda fyrir neðan Menntaskólann. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Karls Hólm co Skelj- ungur ekki síðar en 9. apríl. bætist að Frakkar hafa náð ágætum árangri í leikjum sín- um í vetur m. a. við Pólverja í Póllandi þar sem þeir töp- uðu „aðeins“ með 23—26. jc í lokakeppni Frakkar hafa tryggt sér rétt til lokakeppni 16 landa um heims- meistaratitilinn. Þeir drógust þar í riðil með Tékkum, Dönum og Túnis. Uppi eru raddir um að Túnis verði ekki með í keppninni og að ísland hljóti sæti Túnis- manna. Ef úr verður er þéssi leikur í kvöld mjög þýðingar- mikill fyrir bæði liðin — að kanna styrkleika sinn. Það er vísu dálítið undarlegt að leikurinn sem fram fer í kvöld er sá fyrsti sem HSÍ samdi um að fram færi í nýju íþrótta- höllinni. Um leikinn var samið fyrir ári á ráðstefnu úti í löndum. Þá var ókunnugt um hvenær höllin yrði tilbúin til Jean Ferignac markv. — hefur leikið 62 landsleiki. leikja og þegar hafa leikið þar Tékkar, Rússar, Pólverjar, Rú- menar og Danir. Frakkarnir komu til landsins í fyrrinótt og voru þegar fluttir á Sögu. Rómuðu þeir hótelið mjög í gærmorgun. Árdegis var farin ferð í Hveragerði og fengu þeir Drengjohlaup Armanns Drengjahlaup Ármanns fer fram að venju fyrsta sunnudag í sumri, þann 24. apríl n.k. Keppt verður í tveim sveitum 3ja og 5 manna. Þátttöku skal tilkynna til Jóhanns Jóhannes- sonar Blönduhlíð 12 sími 19171. nokkurt gos að sjá og voru hrifn- ir af. jf Hrifnir af salnum Er þeir kömu í íþróttahöllina og litu á salinn fór undrunar- kliður um hópinn. Slíkan sal höfðú þeir sennilega ekki búizt við að sjá á íslandi. Sigurgeir Guðmannsson fram- kvæmdastjóri hússins var til staðar og sagði að franska farar- stjórnin væri eini hópur útlend- inga sem á æfingu hefði tekið af sér skó óumbeðið áður en þeir gengu inn á salargólfið. Hvort það er frönsk kurteisi eða ekki, þá sýnir það virðingu fyrir þeim sal er inn var gengið í. ★ Gott lið Frönsku leikmennirnir vöktu athygli fyrir margbreytileg skot. Þeir notuðu á þessari æfingu mikið sendingar aftur fyrir sig og æfðu svo hinn typiska evrópska „hraðdans" fyrir miðju marki, þar sem allir eru á fleygi- ferð, sumir þykjast skjóta unz vörn er komin úr jafnvægi, þá er einn óvaldaður og reynir að skora. Einna mesta athygli vakti markvörðurinn Jean Ferignac Silvestro fyrirliði sem leikið hefur 62 landsleiki. Virtist hann mjög öruggur á öll- um háskotum og öllum lágskot- um, en veiki punkturinn virtist um meter frá jörðu. Af skyttunum vöktu athygli fyrirliðinn Silvestro og lögreglU' maðurinn hávaxni og dökki Brunet sem leikur nú sinn 14. landsleik. Hann er aðallang- skytta liðsins, skotfastur mjög skotfastur og fjölbrögðóttur í skotum. Þá vakti það ekki síður athygli að tvær mjög góðar vinstri hand- arskyttur eru í liðinu. Enska knattspyrnan AÐ venju fóru allmargir leikir fram í ensku deildakeppninni yfir páskana og urðu úrslit þessi: 6. og 8. apríl — 1. deild: Liverpool — Sreffield W. .. 1-0 Aston Villa — Manchester U. 1-1 Blackburn — Leicester .... 0-2 Blackpool — Sheffield U. .. 2-1 Ful’ham — Leeds ........... 1-3 Newcastle — Everton ....... 0-0 Tottenham — West Ham .. 1-4 2. deild: Newcastle — Blackburn .... 2-1 Northampton — Liverpool . 0-0 N. Forest — Fulham .. frestað Sheffield W. — Tottenham . . 1-1 Stoke — Aston Villa ....... 2-0 W. B. A. — Blackpool....... 2-1 2. deild Birmingham — Derby ...... 5-5 Bolton — Carlisle ..... frestað Oharlton — Manöh. C. .. frestað Chrystal Palace — Wolverh. 0-1 Huddersfield — Norwich . . 0-0 Ipswioh — Cardiff ......... 2-1 Leyton O. — Southampt. frestað Middlesbrough — Bury .... 1-0 Plymouth — Bristol City .. 0-2 Portsmouth — Coventry .. 2-0 Preston — Rotherham........ 1-1 11. apríl — 1. deild: Burnley — Sheffield W......2-1 Chelsea — N. Forest ....... 1-0 Everton — Newcastle........ 1-0 Sheffield U. — Blackpool .. 0-1 Sunderland — Liverpool . . 2-2 W. B. A. — Arsenal........ 4-4 2. deild: Birmingh. — Wolverhampt. . 2-2 Bolton — Middlesbrough .. 6-0 Derby — Coventry ......... 1-0 Huddersfield — Porthsmouth 2-0 Ipswich — Leyton 0.........3-2 Norwioh — Rotherham .... 1-2 Plymouth — Crystal Palace 1-2 Preston — C'harlton....... 3-3 Southampton — Bristol City 2-2 Portsmoutlh — Huddersfield . 2-1 Bristol City — Southampton 0-1 Staðan er þá þessi: Cardiff — Carlisle 1-1 1. deild: Oharlton — Preston 5-2 1. Liverpool 56 st. Crystal Palace — Plymouth . 3-1 2. Burnley 49 —■ Leyton O. — Ipswich 1-4 3. 45 Manchester City — Bury . . 1-0 4. Chelsea 44 — 5. Manohester U 42 — 9. apríl — 1. deild: Arsenal — Leeds frestað 2. deild: Burnley — Sunderland .... 1-0 1. Huddersfield 48 st. Chelsea — West Ham 6-1 2. Manchester City 48 — Everton Sheffield U 1-3 3. Wolverhampton 45 — Manchester U. — Leicester . 1-2 4. Coventry 44 — jf 12 menn í Iiði Franska liðið kemur til þessa eina leiks í þessari ferð sinni. Aðalfararstjóri liðsins er Nelson Paillou form. franska hand- knattleikssambandsins. Aðrir í fararstjórn eru Christian Picard aðalritari franska handknatt- leikssambandsins, Rene Ricard ráðunautur sambandsins og með- limur tækninefndar Evrópu- sambandsins, sem m. a. ákveður fyrirkomulag heimsmeistara- keppninnar. Þá er þjálfarinn Pierre Lacoux og Jean Pintur- ault. Þessir menn fóru fram á það á æfingunni í gær að 12 menn léku í hvoru liði, þ. e. að 5 skipti menn yrðu í stað 4. Varð HSl við því og valdi Auðun Óskars- son sem 12. mann í ísl. lands- liðið. Hafnar Clay 12 millj. kr. tilboði? CASSIUS Clay hefur verið sent tilboð um kappleik við brezka þungavigtarmeistar- ann Henry Cooper. t tilboð- inu er Clay boðin 100 þús. pund eða 12 millj. ísl. kr. fyrir keppnina ef hún gæti farið fram í London 21. eða 28. maí næstkomandi. Þeir sem að tilboðiniu standa segja að ef til kemur fari keppnin fram á einhverjum hinna stóru knattspymuleik- vanga eða í Wembley-höllinni. 23 kepptu á skí&a- móti Austurlands Neskaupstað 12. apríl. SKÍÐAMÓT Austurlands var haldið í Neskaupstað laugardag- inn 9. apríl. Keppendur voru 23, frá Seyðisfirði og Neskaupstað. Úrs'lit urðu þessi: Svig karla: 1. Ólafur Ólafsson Seyðisf. 68,9 2. Þorv. Jóhannsson Seyðisf. 86,3 3. Bjöm Erlendsson Seyðisf. 90,6 Stórsvig karla: 1. Björn Erlendsson Seyðisf. 47,5 2. Guðm. Gíslason, — 49,1 3. ólafur Gunnarss. Nesk. 49,4 Stórsvig unglinga: 1. Guðjón Sigmundss. Seyðf. 32,6 2. Rúnar Amason, Nesikst. 32,9 3. Þorst. Kristjánsson ■— 34,5 Svig unglinga: 1. Guðjón Sigmundsson S.f. 73,0 2. Rúnar Arnason, Nesk.st. 74,0 3. Jón Arsælsson, Seyðisf. 77,0 Nægur snjór var og fjöldi áhorfenda. Veður var ágætt. —■ Brautir lagði Asgeir Úlifarsson frá Reykjavík. , — Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.