Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. aprfl 1966 MOR.GU NBLAÐIÐ 11 4,2 hitaeiningar á mín- útu við gólfþvottinn ÞAÐ er mikið ritað og rætt um hitaeiningar (eða kaloríur) nú á tímum. Oftast mun þeirra getið í sambandi við hitaeiningaríkan mat, þ.e.aa. alls kyns sætindi, ábætisrétti og kökur. Líkaminn vinnur orku úr nær- ingarefnunum og er því mögu- legt að meta fæðið að orkumagni og reikna gildi þess í hitaein- ingum. Ein hitaeining er það Hér er kjóll f nýja, stutta móðnum frá Dlor, blár og hvítur með bláu leðurbelti, sem er mjög neðarlega eins og sést á myndinni. STUTTII PILSIN 1 kjölfar stuttu pilsanna fylgja ýrnsar aðrar nýjungar. Segja má, að þau valdi algjörri bylt- ingu í öllum fatnaði. í>að er t.d. erfjtt að vera í öðru en mjög háum sokkum, (vegna þess að ekki mega pilsin lyftast mikið þegar setzt er, svo að sokka- böndin sjáist ekki), og í París eru komnar fram sokkabuxur. sem eru mjög þunnar. Stuttu pilsunum fylgir einn- ig ný tízka í skóm. Það er ekki fallegt að vera í háhæluðum skóm við þau, og þeir verða að vera þverir fyrir tána en ekki támjóir, og hællinn á helzt ekki að vera meir en einn þuml- ungur á hæð, ekki ejnu sinni við kvöldkjól. Fallegastir þykja skór eins og sjást á myndinni svokallaðir ,»Baby Jane“ skór. Svo eru það handtöskurnar, sem líka breytast mikið við nýja pilsfaldinn. Stórar töskur eru ekki lengur í tízku, svo að nú verða þær, sem hingað til hafa gengið með aleiguna í töskunni, að sætta sig við litlar, ferkant- aðar töskur, sem taka lítið sem ekkert. Þetta er breyting til batn aðar, því að það er þreytandi að halda á þungri, stórri tösku, en eins og allir vita, eru konur orðlagðar fyrir að setja allt milli himins og jarðar í handtjósk- urnar sinar. Hanzkarnir verða öðruvísi, háu, hnepptu hanzkamir eru ekki lengur í tizku, heldur stutt- ir, hnepptir um úlnliðinn. Svo er það hárgreiðslan. Þag- ar allt er orðið stutt og þröngt og lítið, fer alls ekki vel að vera með háa Pompadour greiðslu. Nú á að stytta og aftur stytta hárið. Okkur, sem komnar erum yf- ir 25 ára aldurinn, finnst þessi tízka alls ekki hæfa okkur, þetía sé aðeins fyrir smástelpur. Tím- inn sker úr um það, hvort við höldum áfram að vera í gömlu kjólimum óstyttum, eða fáum okkur nýjan, sem er langt fyrir ofan hné. i' ' Skór, sem hæfa vel stuttu pilsunum. hitamagn sem þarf til þess að hita einn Mtra af vatni um 1° C. Orkuþörf fulltíða manns, sem hvílist algjörlega ,er sem næst ein hitaeining á klukkustund fyr ir hvert kg. líkamsþyngdar. — Maður, sem vegur 70 kg., kemst því ekki af með minna en 24x70 eða 1680 hitaeiningar á sólar- hring. Orkuþörfin eykst að sjálf- sögðu við hvers konar líkamlega vinnu. Til léttrar vinnu þarf um 3000 hitaeiningar á sólarhring, en til erfiðisvinnu allt upp í 8000. Börn þurfa fleiri hitaeiningar fyr ir hvert kg. líkamsþyngdar en fullorðnir, óg hjá gömlu fólki er orkuþörfin minni en hjá fólki í blóma lífsins. Að öðru jöfnu eyðast fleiri hitaeiningár á vetrum en á sumrum, í hvassviðri en í logni, og fleiri við vinnu utan húss en innan. Bandarískur læknir, dr. Ed- ward E. Gordon, hefur tekið saman skrá yfir hitaeininga- eyðslu við ýmisleg heimilisstörf, skemmtanir o.fL og sjáið þið nokkuð af því hér. Hitaeining á mín. Við að sitja og prjóna eyðist 1,5 — — sópa 1,7 -----sauma á vél 1,8 -----búa um rúm 3,9 -----strauja 4,2 -----þvo gólf 4,2 -----hengja upp þvott 4,5 -----leika á píanó 2,5 -----aka bíl 2,8 -----sveifla golfkylfu 5,0 -----dansa 5,5 -----leika tennis 7,1 -----renna sér á skíðum 9,9 -----liggja 1,0 -----sitja 1,2 — — standa 1,4 -----tala í síma 1,4 -----klæða sig 2,3 Framhald á bls. 31. Mataruppskriftir Eins og sjá má á þessum myndum, eru fötin frá Chanel ekki eins stutt og frá hinum tízkuhús- unum. Til vinstri er dragt, sem ber greinileg merki meistara síns. Kjóllinn í miðið er stuttur kvöldkjóll úr svörtu gljáandi efni. Til hægri er svo hvítur, einfaldur blúndukjóll. Fötin frá Chanel hafa það yfirleitt alltaf sameiginlegt að vera mjög kvenleg. Réttir úr hökkuðu kjfiti. Hakkað kjöt fæst í hverri kjötbúð og er hægt að nota það 1 ýmsa réttL Að vísu er það nokkuð dýr mat- ur, en hægt er að drýgja það með ýmsu móti, t.d. með því að blanda það með mjúkum franskbrauðsbitum, soðnum kartöflum o.s.frv. Hér birtum við nokkra rétti úr hökkuðu kjötj, sem eru kannske dá- lítið öðruvísi en konur eru almennt með, því að alltaf er gaman að réyna eitthvað nýtt. Kjötbúðingur (fyrir 6 manns) 2 ds. tómatsúpa 500 gr. hakkað nautakjöt 250 _ hakkað svínakjöt 1% bolU af franskbrauðsbit- um Ya bolU saxaður laukur Ya bollj söxuð steinselja (fæst þurrkuð í glösum) 1 þeytt egg 1 matsk. Worohester sósa 1% tsk. salt Ya tsk. pipar. Hálfri dós af súpunni hrært saman við kjöt og krydd, brauðbita og egg. Búinn til úr þessu hleifur, sem annað- hvort er bakaður í ofnskúff- unni eða settur I smurt, eld- íast mót. Bakað við meðal- hita í 1 klst Það sem eftir er af súpunni er hitað og notað sem sósa iit á. Falskur héri. % kg. hakkað nautakjöt 2-3 matsk. hveiti Nokkrar soðnar kartöflur stappaðar salt, pipar, rifinn laukur 1 egg (þeytt) mjóik 2 sneiðar bacon. Þessu er öllu hrært sam- an og gert úr því pylsulaga stykki, bacon bitum stungið í og síðan brúnað á pönnu báð um megin.Síðan er hellt vatni á f(önnuna, settir ca 2 súpu- teningar í og látið sjóða við vægan hita í Yz klst. Kálrúllur. 8 góð hvítkálsblöð % kg hakkað nautakjöt 1 bolli af soðnum hrisgrjón- um 3 matsk. smátt skorinn laukur 1 tsk. salt Ya — pipar 1 ds. niðursoðnir tómatar (má nota ferska tómata eða tómatsósu úr flösku í staðinn) Yt bolU vatn 1 lárviðarlauf Yi tsk. sali % tsk. pipar Ya tsk. sage krydd Yt tsk. sykur. Sjóðið hvítkálsblöðin í salt- vatni í 2 mínútur. Hrærið saman - kjöti, hrísgrjónum, lauk, salti, pipar. Látið síðan 2-3 matsk. af farsinu á hvert kálblað, sem síðan er vafið utan um. Rúllunum er síðan raðað á stóra pönnu eða í pott, þannig að aðeins sé eitt lag ef hægt er. Síðan eru tómatamir (eða sósan) ásamt vatni og kryddi látið yfjr og soðið við vægan hita í ca. 45 mín. Amerískur kjötréttur. 750 gr. hakkað kjöt 1 ds. tómatsúpa Yt bolli franskbrauðssneiðar fint brytjaðar 1 egg Yt bolli smátt skorinn lauk- ur I tsk. salt, pipar 1 matsk. smjörlíki Va boUi vatn Yt tsk piparrót Blanda vel saman hálfri súpudós og kjöti, fransk- brauði, eggi, lauk, salti, pipar. Gerðar úr þessu tvær kökur, sem eru brúnaðar i 1 matsk., smjörlíkis á pönnu (mjög hægt). Fitunni helt af pönnunnj. Það setn eftir er af súpunni ásamt vatni og piparrót heUt yfir og látið sjóða hægt í 10 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.