Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 31
31 Fimmhidagur 14. apríl 1966 MORCUNBLAÐIÐ Sauðfé fjölgar 1 NÝÚTKOMNUM Hagtíðindum er birt skýrsla um tölu búf jár og samanburður við næstu 4 ár á undan. Þar segix að sauðfé á land inu haíi árið 1964 verið 761.926 talsins og hafi fjölgað á árinu um 25.545 kindur. Fjölgunin var langmest í Dalasýslu, 10.266 kindur. Þar hafi sauðfé verið skorið niður árið áður í þremur hreppum vegna mæðiveiki, en fluttur inn nýr stofn á árinu 1964. Einnig fjölgaði sauðfé veru lega í Rangárvallasýslu, um 4711 kindur, Árnessýslu um 4415 og Skagafjarðarsýslu um 2103, og í flestum hinum sýslumum nokk- uð. Þó varð lítils háttar fjárfækk un í Gullbringusýslu, Mýrar- sýslu, Strandasýslu, Norður- Þingeyjarsýslu og þáðum Múla- sýslum. 1 kaupstöðum fækkaði sauðfé alls um 2327 kindur. En sauðfé hafði í heild fækkað úr 833.841 árið 1960. Framteljendur sauðfjár voru árið 1964 10.055 talsins, þar af bændur 5255. Af þessum 761.926 voru 631.452 ær á árinu 1984. — 0//usfr/ð/ð Framhald af bls. 1 innanborðs um 18.000 tonn af olíu, sem ætlunin var einnig, að á land yrði dælt þar og síðan dælt áfram til Rhódesíu. Talsmaður eigenda skipsins í Aþenu hefur sagt, að olía sú, sem „Manuela" hefur innanborðs verði dælt í geymslutanka í Durban. Neitaði hann því, að ætlunin væri að flytja olíuna síð- ar til Rhódesíu. Hins vegar sagði portúgalska fréttastofan „Lusitania" í dag, að verið gæti að „Manuela“ reyndi að komast í höfn í Beira með því að sigla þangað innan landhelgi. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir, að skipið yrði stöðvað af brezkum herskipum. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í S-Afríku í dag, að stjórn landsins hafi jafnvel í hyggju að segja landið úr sam- tökum Sameinuðu þjóðanna, verði gripið til ráðstafana vegna þess að stjórnin hefur tekið upp „hlutlausa“ afstöðu í R'hódesíu- málinu. Brezka stjórnin er sögð mót- fallin því, að gripið verði til gagnráðstaafna gegn S-Afríku, og mun þar þyngst á metunum, að brezkir aðilar hafa fest mikið fé í framkvæmdum þar í landi. Brezki konsúllinn í Beira sagði í dag, að „Johanna V“ ætti m ekki lengur heimahöfn í Pan- ama, skipið því heimahafnar- laust, og mætti hvaða sjóher, sem væri því hertaka skipið. — De Gaulle Framhald af bls 1 Sagði Bourges, að de Gaulle hefði tjáð stjórn landsins, að það væri augljóst, að sú ákvörðun Frakka að hætta þátttöku í sam starfi Atlantehafsbandalagsríkj- anna hefði í för með sér, að Bandaríkin yrðu að flytja á brott herlið sitt frá Frakklandi, eins skjótt og kostur væri. Hins vegar yrði að hefja við- ræður við ríki bandalagsins um, á hvern hátt skyldi hagað vörn- um, ef til styrjaldar kæmi. Brezka stjórnin gaf í dag út tilkynningu þar sem þeim full- yrðingum de Gaulle, Frakklands forseta, er mótmælt, að samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins sé óskipulegt, og í molum að meira eða minna leyti ,og litlar eða engar vonir séu til þess, að umræður um skipulagsbreyting- ar geti leitt til nýskipunar, sem Frakkar geti unað. Segir í ummælum brezku stjórnarinnar, að öll ríki banda- lagsins verði að taka upp inn- byrðis viðræður áður en nokkur ákvörðun verði tekin um þær viðræður við Frakka, sem de Gaulle hefur nú lagt til að fram fari um samstarf, ef til styrjald- ar kynni að koma. Hinn 24. maz sl. afhenti Pétur Eggerz ambassador, fastafull- trúi fslands hjá Evrópuráðinu, f ullgildingarskjal varðandi Evr- ópusamþykkt um einkaleyfi. fsland er 15. ríkið, sem fullgildir samþykktina, er varð'ar formumsókna um einkaleyfi. Myndin var tekin í Strasbourg, er fullgild ingin fór fram. Pétur Eggerz undirritar bókun þar að lútandi, en hjá honum eru Peter Smit- hers, forstjóri Evrópuráðsins, og dr. H. Golsong, framkvæmda- stjóri lagadeildar ráðsins. (Ljósm. Evrópuráðsins, Strasbourg). Frá Evrópuráðinu Flutningobíll vnlt d Mývutnsheiði Vogum, 13. apríl. f GÆR vildi það óhapp til, að vöruflutningabifreið héðan úr sveitinni, sem var að koma full- lestuð frá Húsavík, valt á hliðina á Mývatnsheiði. Ástæðan mun hafa verið sú. að bifreiðastjórinn fór of tæpt út á vegakantinn og lenti þá utan í snjóruðningi, en svo vel vildi til, að jarðýta var skammt á eftir bílnum og gekk því greiðlega að rétta hann við og ná honum upp á veginn aftur. Ekki urðu telj- andi skemmdir á bílnum né farminum. — Kristján. — Varnir Framhald af bls 1 í götu samstarfs vestrænna ríkja, heldur þvert á móti styrkur. Um Þýzkalandsmálið sagði for sætisráðherrann, að sameining gæti því aðeins farið fram, að á undan færu friðsamlegri sam- skipti austurs og vesturs. og minntist sérstaklega á bætta sam búð við Sovétríkin í því sam- bandi. Franska stjórniin nýtur meiri- hluta á þingi, 263 þingmanna af 482. — Kvennadálkar Framhald af bls. 11 þvo andlitið 2,5 ganga hægt 3,6 ganga hratt 5,6 Til gamans fylgir hér skrá yfir hitaeiningar í ýmsum mat. Hitaeiningar í einum banana, meðalstærð 100 - fjórum litlum kexkökum 200 - einu stóru epli 100 - einni meðalstórri kartöflu 100 - einni sneið af jarðarberja- - tertu með þeyttum rjóma 530 - einum stórum tómat 50 - einni matsk. af smjöri 100 - Yz bolla af hráu hvítkáli 13 - einni franskbrauðsneið 50 - einum mjólkurbolla 170 - einni svínakótelettu (án fitu) 200 - einu eggi 70—75 - lítilli sneið af súkkulaði- tertu 200 —Alþingi Framhald af bls. 8 deilumál innan heimila um hvort heldur ætti að horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp sagði Guð- laugur að vitanlega gæti þá al- veg eins orðið hinn sami ágrein- ingur þegar íslenzka sjónvarpið kæmi til. Þá sagði Guðlaugur að lokum að ef taka ætti tillit til þeirra áskorana sjónvarpsand- stæðinga er borist hefðu Alþingi, bæri ekki síður að taka tillit til álits sjónvarpsfylgjenda, því þeir væru þó langt um fleiri. Umræðu um málið var síðan lokið, en atkvæðagreiðslu var frestað. — Alitalia Framhald af bls. 2 væri góðs viti, því aukin per- sónuleg samskipti á þessu sviði stuðluðu að frekari kynningu og viðskiptum. í viðræðum fulltrúa félaganna er einkum rætt um leiðir til að greiða fyrir farþegaflutning- um til og frá íslandi — um London — og þaðan eða þanig- að með Alitalia. KjétgG/iéM UJGAVEGI 59.. simi 1847Í Þórhallur Gunnlaugsson Kveðja f DAG kveðjum við í hinzta sinn góðan og tryggan vin, Þór- hall Gunnlaugsson, símstjóra. Hann var einn í hópi þeirra er báru hita og þunga dagsins á fyrstu árum landssímans, en sá hópur þynnist nú óðum. Þórhall- ur var mikill starfsmaður, þó að lítið færi fyrir honum; hann var drjúgur. Ég kynntist Þórhalli fyrir um það bil 55 árum, er við .gengum báðir í þjónustu símans, og var alla tíð síðan mjög góð vinátta með okkur. Ég á margar hlýjar og ánægjulegar minningar frá samverudögum okkar við sím- ann, og svo frá heimili þeirra hjóna í Vestmannaeyjum, sem ég nú vil þakka fyrir. Þeir eru marg ir sem hið sama geta sagt um þau hjón, enda voru þau mjög samhent, og höfðu sérstakt lag á að skemmta gestum sínum og láta þeim 1-íða vel. Ég þakka liðnar bjartar samverustundir og sendi eftirlifandi konu Þórhallar og bömum þeirra hlýjustu kveðj ur mínar. Því miður er það svo, að vin- irnir hverfa hver af öðrum, en við eigum þó minningarnar eftir, og svo getum við sagt: „au Otto Arnar. 6 ára telpa fyrir bíl UMFERÐARSLYS var kl. rúm- lega 2 á föstudaginn langa á gatnamótum Hringbrautar og Kaplaskjólsvegar. Þar var 6 ára telpa, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Meistara- völlum 13. fyrir bíl. Kristjana meiddist á höfði og var flutt í Landakotsspítala. Meiðsli hennar eru ekki talin al- varleg. Tæknifræðingur Tæknifræðingur með nokkra starfs- reynslu óskar eftir starfi. Tilboð sendist í pósthólf 1255, Rvík, fyrir 20. apríl nk. Krónur 4.200,00. Sófasett, ný gerð. 2ja manna svefnsófar, kr. 8.500,00. Fermingagjafir: SVEFNBEKKIR frá kr. 2.800,00 (5 gerðir). SVEFNSTÓLAR — VEGGHÚSGÖGN (mikið úrval). SKRIFBORÐ — SKRIFBORÐSSTÓLAR KOMMÓÐUR O. M. FL. Húsgagnaverzl. ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR (Grettisgötu 13. — Stofnsett 1918). — Sími 14099. Hjartans þakkir til vina og vandamanna, fyrir heim- sóknir, gjafir, skeyti og blóm á 70 ára afmæli mínu 30. marz sl. — Lifið heil. Inga Guðmundsdóttir. Úthlíð 14. Eiginmaður minn ÁRNI KRISTJÁNSSON Bræðraminni Bíldudal, lézt föstudaginn 8. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Snæbjörnsdóttir. Útför mannsins míns BJÖRNS ÞORGRÍMSSONAR Grettisgötu 67, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. apríl kl. 1,30. Marta Vaigerður Jónsdóttir. Maðurinn minn EINAR JÓNSSON sem andaðist 9. apríl verður jarðsunginn laugardaginn 16. apríl frá Saurbæjarkirltju Hvalfjarðarströnd. Elín Jakobsdóttir Syðri-Reykjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.