Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ I'immtudagur 14. apríl 1966 Kristín Thorberg Minningarorð N O K K U R kveðjuorð, flutt á minningarfundi í Góðtemplara- toúsinu 3. marz 1966. „í þessu húsi höfum vér átt helgistundir oft með þér, og með oss höfuð hneigðir þú i helgri lotning, bæn og trú“. \ Kristín Magnúsdóttir Thorberg v;\ fædd í Reykjavík 15. júlí 18 \ Foreldrar hennar voru Ma \ is Guðmundsson formaður og 1 irgrét Pálsdóttir. Ung að aldri v 'ekk Kristín í Góðtempl- arare \ na arið 1896. Hún tók umdæi v ötúkustig árið 1905, stór stúkustig 1913 og hástúkustig 1927. Ler ?t af var hún í st. Verð andi nr. 9, en er st. st. Andvari var stofnú ' 1948 gerðist hún einn af sto. iendum hennar og var félagi þ. r síðan. Hún var heiðursfélagi í stúku sinni, stúk- unni Andvara, og einnig var hún heiðursfélaj i stórstúkunnar. Kristín lézt 17. febr. sl. og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 25. sama mánrðar. Kynni mín af systir Kristínu fRiorberg eru jafnlöng og dvöl mín í Góðtemplarareglunni. Þeg- ar ég gekk í Regluna fyrir 27 ár- um, og þá í st. Verðanda, var Kristin þar fyrir ásamt Ágústu systur sinni, sem látin er fyrir nokkrum árum. Ég vissi þá lítið um Kristínu, þó ég hefði séð hana í sambandi við leiksýningar í Iðnó, — annað en það, að hún var ekkja er bjó hér í bænum með uppkomnum börnu-m sínum. Hitt var mér strax ljóst er ég tók að kynnast henni, að þar var góð kona, tilfinningarík og hjartahlý er lagði á sig fundarsókn og störf fyrir Regluna í krafti þeirr- ar tryggðar er hún hafði á unga aldri bundið við göfuga og fagra hugsjón. Og nánari kynni mín í gegnum árin af frú Kristínu og Ágústu voru háar og beinvaxnar, fríðar sýnum og með hefðarfasi. Því nefni ég þær báðar, að mér er tamt að minnast þeirra beggja og sameiginlega, eins og ég sá þær á fundum okkar. Fyrir mér eru þær sameiginlega og hvor í sínu lagi fyrirmynd beztu systra í fórnarstarfi liðinna ára fyrir hugsjónir Reglunnar. Systir Kristín var hefðarkona í sjón og raun. Hún var ör í skapi en létt í lund og spaugsöm, hreinskilin og hreinskiftin, hjartahlý og skilningsrík. Hún var söngelsk og lék á hljóðfæri, og fyrir kom, fram á síðustu ár, að hún greip í hljóðfærið og stýrði söng á fundum er söngstjóri var ekki viðstaddur. — Ef við gætum horfið svo sem sextíu ár aftur í tímann, þá gætum við verið á- heyrendur og áhorfendur að því, samanber dagskrá stúkuskemmt- ana frá þeim tíma, að þær syst- ur Ágústa og Kristín Magnús- dætur skemmtu með gítarspili og söng af þessu leiksviði. Þá var þetta hús ungt og þær í blóma lífs síns. Nú er þetta hús gamalt og að falli komið, en nýtt hús í byggingu til framhaldandi og vax andi starfs í þágu bræðralags- hugsjónar Reglunnar. — Og nú er systir Kristín Thorberg horfin okkur, leyst frá erfiðum og lang- stæðum sjúkdómi. Við fögnum því með henni, um leið og við minnumst liðinna stunda og þökk um það sem hún var okkur og það sem hún vann fyrir stúkuna okkar og Regluna, í trú, von og kærleika. Við óskum henni velfarnaðar á ókunnum leiðum og trúum því að sá sem öllu ræður muni styðja hana og styrkja til fram- haldandi þroska og starfs i þágu þess sem æðst er og dýrmætast, Sendisveinsstörf Röskur og áreiðanlegur drengur óskast nú þegar til sendisveinastarfa. Fálkinn hf Laugavegi 24. Húsasmiðameistari getur tekið að sér verk nú þegar eða síðar. — Upplýsingar í sima 38517 kl. 6 til 8 e.h. í dag og á morgun. Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast í verzlun vora. — Upplýs- ingar á skrifstofunni, Laugavegi 26 á morgun, föstu- dag og mónudaginn 18. apríl kl. 4—7 e.h. Olympia Laugavegi 26. i LITAVER M. ÚTI - INNI MÁLNING í ÚRVALI Alltaf eru þeir fleiri og fleiri sem hagnýta sér hin hagkvæmu viðskipti í LITAVER, Grensásvegi 22 og 24. — SÍMAR 30280 — 32262 — i LITAVER M. — í þágu hins fórnandi kærleika. Guð blessi minningu hennar. Indriði Indriðason. ★ Kristín Thorberg var fædd 15. júlí 1884. Foreldrar Magnús Guðmunds- son formaður frá Nesi við Sel- tjörn og Margrét Pálsdóttir, bónda í Pálsbæ í Reykjavík Magnússonar. Kristín giftist 12. október 1907 Magnúsi Helgasyni Thorberg, er numið hafði símritun í Dan- mörku og var meðal hinna fyrstu, sem gengu í þjónustu Landssím- ans. Var Magnús skipaður sím- stjóri á ísafirði árið 1908, og fluttust þau hjónin þá þangað vestur. Gegndi Magnús símstjóra starfinu til 1918, en gerðist þá út- gerðarmaður á ísafirði og var um skeið meðal mestu athafna- manna um útgerð þar. Árið 1925 fluttust þau hjónin til Reykjavík ur, og hafði Magnús þar með höndum fiskverzlun o. fl., unz hann féll frá 2. febrúar 1930, tæp lega fimmtugur að aldri. Auk þess sem Kristín starfaði á vegum Góðtemplarareglunnar á ísafirði, tók hún virkan þátt í fleiri félagssamtökum. M.a. var hún um skeið formaður Kvenfé- lagsins Hlífar á ísafirði, sem hafði með höndum margskonar líknarstarfsemi. Einnig tók Krist- in mikinn þátt í leikstarfsemi á ísafirði. Börn þeirra Kistínar og Magn- úsar voru: Margrét, dáin 3. mai 1965, gift Kjartani Jónssyni verzlunarstjóra í Reykjavik; Helga, kaupkona í Reykjavík; Rannveig, gift Helge Wagner, lyfjafræðingi í Dan- mörku; Magnús, verzlunarmað- ur í Reykjavík; Ágústa, skrif- stofustúlka í Reykjavík. Stol veski ní drukknum munni STOLIÐ var veski af manni um kl. 3.45 aðfaranótt föstudagsins langa, þar sem hann lá ofurölvi á Suðurgötu á móts við Her- kastalann. Þjófurinn var hand- tekinn af lögreglunni nokkru síðar. Málsatvik eru þau, að tveir Norðmenn af skipi í Reykjavíkur höfn voru í gönguferð um nótt- ina og mættu ölvuðum manni í Suðurgötu. Tók hann þá tali og um svipað leyti bar þar að ann- an íslending, sem einnig tók að spjalla við Norðmennina. Sá ölvaði seig niður í götuna og lá þar, en þriðja íslendinginn bar þarna að og fór að reyna að reisa þann drukkna á fætur, en það tókst ekki. Þremenningarnir, sem horfðu á þetta, tóku eftir því, að mað- urinn fór með hendi inn undir jakka þess drukkna og tók veski hans, en hraðaði sér burtu að því búnu. Annar Norðmaðurinn og ís- lendingurinn héldu þá á lög- reglustöðina, en hinn Norðmað- urinn stumraði yfir þeim drukkna á meðan. Er lögreglan kom á staðinn gátu þeir bent henni á hús nokkurt, sem þjófur- inn fór inn í og var hann hand- tekinn þar af lögreglunni. Rymingarsala Vegna breytinga seljum við allar vörur verzlunar- innar með 20—50% afslætti. Nýjar og góðar vörur. — Notið tækifærið og verzlið ódýrt. Verzlunin Valfell Laugavegi 68. Alliance Francaise Skemmtifundur verður haldinn í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld kl. 20,30. Tómas Guðmundsson skáld les nokkur ljóða sinna, en Anne-Marie VILESPY fer síðan með þau í franskri þýðingu eftir Pierre NAERT. Guðrún Kristinsdóttir og Kristján Stephensen: samleikur á píanó og óbó. DANSSÝNING. Nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragnars sýna nýjustu dansa. Dansað til kl. eitt. Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Stjórnin. Skrifstofustarf Ung stúlka óskast til starfa hjá heildverzlun til vél- ritunar og almennra skrifstofustarfa. Viðeigandi undirbúningur nauðsynlegur. — Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 16. apríl, merktar: „Stundvís — 9044“. Sveitarstjóri Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis óskar að ráða sveitarstjóra. — Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf skulu hafa borizt hreppsnefndinni fyrir 1. júní nk. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. Veiðileyfi Til sölu á komandi sumri bæði fyrir lax og silung. Upplýsingar í síma 20082, næstu daga, eftir kl. 5 síðdegis. fyrir bifreiðaverkstæði óskast. Stærð 100—200 ferm. — Upplýsingar í símum 21356 og 37472. tltvegsmenn — Skipstjórar Fiskiskip til sölu 75 tonna tréskip með fullkomnum tækjum til þorsk- og síldveiða. 65 tonna tréskip með öllum tækjum til þorsk og síldveiða. 100 tonna tréskip nýlegt með fullkomnum útbúnaði til þorsk- og síldveiða. Höfum mjög góða og fjársterka kaupendur að ný legu 200 tonna stálskipi. Upplýsingar í símum 18105 og 16223 og utan skrifstofutíma í 36714. FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN Hafnarstræti 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.