Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 17
Plmmtuflagur 14. apríl 196* MORGU NBLAÐIÐ 17 Stórkostlegasti einkaspæjari Evrópu TOM PONZI, frægasti einka- spæjari Evrópu í dag, er ekk- ert grín. ítalir hlæja ekki, er þeir heyra á hann minnst. Nafn hans vekur ótta hjá mörgum og djúpa lotningu hjá öðrum og þykir það ekki lítils um vert á Ítalíu, þar sem yfirleitt er lítil virðing borin fyrir frægu fólki. Fyrir þeim, sem ekkert þekkja til starsfemi hans, er Ponzi ef til vill aðeins aug- lýsing framan á símaskrá, eða nafn á götuskilti, sem tíðum ber fyrir augu þeirra, er aka niður Via Montenapoleone. Hann er hinn ísmeygilegi herramaður, sem sýndur er á sjónvarpinu hefja sig til flugs í þyrlu, til að fylgjast með hegðun ákveðins iðnjöfurs á skemmtisiglingu á Coma vatninu. Dagar framhjáhalda hjá hefðarfólki Mílanóborgar virð ur og nærgætinn maður. Margir hljóta að draga þá ályktun, að hann sé illkvitt- inn, óáreiðanlegur, undirför- ull og djöfullegur, eins og elektrónisku myndatækin hans. Þetta er þó fjarri sanni. Ponzi er látlaus og blátt áfram; á andliti hans er að- eins- einn svipur í einu, — og sá svipur er hreinn' og ekta. Ponzi er 1.68 m á hæð, en þéttvaxinn mjög og mun óárennilegri en James Bond. Sagt er, að Bond hefði getað lært mikið af Ponzi og starfs- mönnum hans. Ponzi og Bond eiga eitt sameiginlegt; þeir eru báðir miklir matmenn, en þó Ponzi öllu meiri. Hann klæðist þó ekki samkvæmis- klæðnaði áður en hann snæð- ir, lætur sér nægja að stinga servíettu niður í hálsmálið g ræðst síðan á ýmsa kjötrétti, einkum kálfasteik og bjúgu, sem hann rennir niður með ósviknu Piedmontese víni. Þótt hann borði álitlegan há- degisverð, á hann það oft til, að fá sér aukabita kl. 3. Að- stoðarmennirnir, sem eru líf- verðir hans á tíðum næturferð um, stara með opinn munn- inn á mathákinn með sveru fingurna, reiðu'búnir að fram- kvæma skipanir hans. Mikill erill er sífellt í kring um Ponzi, bifreiðir að koma og fara, símahringingar á öllum tímum sólarhringsins. í Mílanó hefur Ponzi 22 bif- reiðir, sem búnar eru sendi- og móttökutækjum. Með litl- um senditækjum, sem Ponzi og menn hans geta sett í bif- reiðir, sem fylgjast á með, geta þeir fylgst nákvæmlega með ferðum þeirra og reikn- Hér er Ponzi að fylgjast með giftri konu og elskhuga henn- ar, þar sem þau sitja á veitingastað (efri myndin). Mynda- vél hans er með sterkri aðdráttarlinsu. Ponsi hefur látið þjóninn setja öskubakka með áföstum eldspýtustokk á borð skötuhjúanna. í stokknum er lítið senditæki og tekur Ponzi allt samtal þeirra upp á segulband í bíl sínum. ast vera taldir. Ponzi lyftir sorptunnulokinu af borginni að vild, hristir hausinn dapur í bragði, dregur upp úr pússi sínu langdræga hljóðnema, myndavélar með aðdráttarlins um og margskonar elektrón- ísk tæki og segulbönd. Eng- inn er óhultur fyrir undra- manninum Ponzi. Ef það á fyrir honum að liggja að verða myrtur, þá verður það án efa samkvæmt skipun ein- hvers auðkýfings í Mílanó. Að öllu þessu afihuguðu, mætti ætla, að Tom Ponzi sé allt annað en vingjarnleg- að samstundis út í hvaða göt- um þeir stanza. Bifreiðir Ponzis eru af ýmsum gerð- um, allt frá Ferrari til Fiat 600 með kraftmiklum vélum. Þegar annríkið er hvað mest, hefur Ponzi 60 manna starfs- lið í Mílanó og á Rivierunni. Ponzi er maður skjótra á- kvarðana og getur með klukkustundar fyrirvara sent hóp manna til Hamborgar, ef þörf gerist, til að fylgajst þar með ferðum einhvers. Á fjarritara sína fær hann upp- lýsingar frá hótelum hvar sem er í heiminum. Þeir hlóu báðir og fengu sér kaffi saman. Iðjuhöldurinn þá að segja Ponzi frá því, hve indælt það væri að kom- ast burtu frá fjölskyldu sinni annað slagið. Hann sagði Ponzi, að hann væri á leið til ákveðins næturklúbbs, þar sem hann ætti indæla vin- konu, sem væri dansmær. Það kann að hljóma einkennilega, en Ponzi vekur furðulegt traust manna á sér. Þetta sama kvöld lagði Ponzi nákvæma „ferðaáætl- un“ mannsins fyrir eiginkonu hans, sem átti sér einskis ills von. Hvað varð þess valdandi, að Ponzi lagði fyrir sig þetta starf, að njósna um fólk? — Hann á mjög fáa vini, er ein- mana maður, en er tryggur ættingjum sínum og starfs- mönnum. Hann á erfitt með svefn og nýtur þess að horfa á morgunsólina glitra á vatns fletinum fyrir neðan villu sína við Maggiore-vatnið. Hver er saga þessa undar- lega manns? Við verðum að hverfa aftur til fasista tíma- bilsins til að skilja Ponzi. Hann var fæddur árið 1921, í bænum Pola í Istriafylki, sem síðar varð hluti af Júgó- slavíu. Faðir hans var ríkis- starfsmaður, forstjóri skatt- heimtunnar. Þegar Ponti var 23 ára gamall, var hann far- inn að vinna með fasistun- um. Þegar Badoglio undirrit- aði uppgjafasáttmálann árið 1943, áleit Ponzi, að ftalía væri sokkin eins djúpt í svað- ið og unnt væri. Hann var fylgjandi Mussolini til hins síðasta dags, því hann áleit að Mussolini væri eini heiðar- legi maðurinn, sem eftir væri á ítaliu. Eftir striðið, þegar þjóðern- issinnar höfðu öll völd í sín- um höndum ,átti Ponzi í mikl- um erfiðleikum með að fá at- vinnu. Á þessum árum ríkti mikil heift milli vinstri og hægri sinnaðra. Ponzi var fá- tækur maður og mikill and- kommúnisti, sem tók virkan þátt í götuóeirðum. f dag er Ponzi efnaður maður, á villu við Maggiorevatnið og er hún metin á 16 millj. ísl. kr. Hann er ennþá and-kommún- isti. Hann trúir því, að ítalsk- ir kommúnistar muni fyrr eða síðar gera tilraun til valda- Tom Ponzi með hluta af njosnatækjum sínum. Þar gefur að lita ýmsar tegundir af hljóðnemum og öðrum elektrónísk- um tækjum. Einnig eru hér allar hugsanlegar gerðir og stærðir af ljósmyndavélum. ánægð. Ponzi pantaði þá tíma hjá tannlækninum og bað hann um hár af höfði þeirrar ljóshærðu. Ponzi lét konuna síðan rannsaka bæði hárin undir smásjá og þá fyrst sannfærðist hún, greiddi 200 pund fyrir þjónustuna og fór síðan ánægð heim. Ponzi er mjög áreiðanlegur maður, en menn skyldu þó varast að gera hann að trún- aðarmanni sinum, — allra sízt varðandi „smásyndir.“ Því þá gæti farið fyrir þeim líkt og iðjuhöldi nokk'rum, sem var í sumarleyfi með konu sinni á Rivierunni. Dag nokk- urn skildi hann konu sína eftir og hugðist skjótast til Mílanó. Hann ók greitt á hrað brautinni, en veitti því eftir- tekt, að fyrir aftan hann var önnur bifreið ,sem einnig var á hraðferð. Þarna var kom- inn Ponzi í sínum Ferrari. Þegar þeir námu staðar við veitingastað meðfram vegin- um kannaðist iðjuhöldurinn strax við hinn fræga spæj- ara. „Ég var að velta því fyr- ir mér, hver væri á hælum mér“, sagði hann. „Ég vona Ponzi með langdrægan hljóðnema, sem hann stillir eftir heym. Hljóðnemi þessi getur tekið upp samtöl á 100 metra færi og er hann búinn sérstökum „filterum“, sem útiloka öll utanaðkomandi hljóð. Það vekur enga furðu þótt ítalskt framhjáhaldsfólk skjálfi í rúmum sínum. Það þarf aðeins að hugleiða, hvernig fór fyrir eiginkonu kaupsýslumanns nokkurs í Mílanó. Konán hafði einkar furðulega aðferð til að halda framhjá manni sínum. Eftir að maður hennar hafði snætt hádegisverð sinn og var far- inn aftur til vinnu sinnar, lét hún einkabílstjóra sinn aka sér til ákveðinnar hárgreiðslu stofu. Hún bað hann síðan að ná í sig síðar um kvöldið fyrir utan ákveðna verzlun i borginni. Þegar bílstjórinn var farinn, fékk hún sér leigu bíl, sem ók henni til flugvall- arins. Þar tók hún sér far með Caravelle þotu til Parísar, átti þar fund með elskhuga sín- um og flaug síðan aftur til Mílanó síðar um kvöldið. Þannig var málum háttað, þar til Ponzi komst í spilið. En kvöld eitt, er eiginkonan kom heim úr einni Parísar- ferð sinni, sat maður hennar heima og var að virða fyrir sér Ijósmyndir af konu sinni og elskhuga. Myndirnar ‘höfðu verið teknar sama dag- inn í París og sendar til Míla- nó með sömu þotu og frúin kom með!! Tom Ponzi hefur sína eig- in upplýsinga- og auglýsinga- þjónustu og er forstöðumað- ur hennar blaðamaður að nafni Gabriele Benzan. — Benzan er þeirrar skoðunar, að starf hans sé það erfiðasta í heiminum. „Hver hefur nokkurntíma heyrt getið um auglýsingaþjónustu fyrir at- vinnunjósnara?“ spyr hann. Ég verð að leitast við að flækja öll mál og villa um fyrir mönnum. f stað þess að koma af stað skrifum í blöð- unum, verð ég þvert á móti að sjá svo um, að þau skrifi sem allra minnst um þau mál, sem fyrir koma hverju sinni.“ Ponzi finnur litla ánægju í því að sundra heimilum fólks. „Ég þekki þann harmleik mætavel. Ég er sjálfur skilinn við konu mína og þekki þær þjáningar, sem eru því sam- fara. Það hefur komið fyrir, að ég hafi orðið að leggja á mig mikla vinnu til að sann- færa afbrýðissama eiginkonu um, að maður hennar sé sak- laus.“ Hér var um að ræða mál, þar sem konan hafði fundið eitt ljóst hár á jakka mannsins. „Við fylgdumst með honum um nokkurt skeið — maðurinn reyndist eins sak laus og munkur. Við urðum því að halda áfram að elta maninn og dag nokkurn fór hann til tannlæknis — og þar starfaði ljóshærð aðstoðar- stúlka." Enn var konan ekki ■»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.