Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLyAÐIÐ FimmtiKÍagUr 14. aprfl 196« flfattgiittltifoftifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Ffamkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. AFL SEM /^rundvöllur heilbrigðs lýð- 'Jrræðisþjóðfélags er séreign- arskipulagið, sú stefna í fjár- málum, að sem allra flestir einstaklingar séu efnalega sjálfstæðir, að eignaraðild að auðlegð þjóðfélagsins sé dreift á meðal borgaranna, en stjórn fjármagnsins ekki safnað á fáar hendur, hvorki auðmanna né ríkisvalds. Al- mennt er það viðurkennd staðreynd, að einkafyrirtækj- um sé betur stjórnað en opin- berum fyrirtækjum og þau Skili þess vegna meiri arði, sem hagnýtist öllum þjóðfé- lagsþegnum. Þess vegna ber að keppa að einkarekstri en forðast opinberan rekstur. En þar að auki verður valdi því, sem fylgir yfirráðum yfir fjármagni, einungis dreift með þeim hætti, að eignarráð peninganna séu í höndum borgaranna. í lýðræðisríkjum hefur þess vegna þróazt það félags- form, sem hér hefur verið nefnt almenningshlutafélög, þ.e.a.s. stór félög, þar sem fjöldi hluthafanna er mikill, en flestir eiga litla hluti. Þannig hefur almenningi gefizt kostur á beinni þátt- töku í atvinnurekstri og notið arðs af honum. Þessi þróun er enn skammt á veg komin hér á landi, þótt líklega sé hvergi meiri ástæða en ein- mitt hér til stofnunar slíkra félaga. En þá er vonlegt að menn spyrji, hvers vegna þetta félagsform sé ekki ríkj- andi í meiri háttar rekstri ís- lenzkum. Ef rætt er við athafnamehn af gamla skólanum er svarið eitthvað á þá leið, að hér sé ógjörningur að reka heilbrigð fyrirtæki. Skattalög og ýmis konar hömlur standi í vegi fyrir því. Þessir menn virðast ekki gera sér grein fyrir því atö víðtækar skattalagabreyt- ingar hafa verið gerðar, þannig að skattar á félög standa alls ekki í vegi fyrir því að stofnuð séu stór hluta- félög. Og þeir virðast heldur ekki vera farnir að átta sig á því, að búið er að losa um flest höft, sem áður hvíldu á atvinnurekstri. Það er þess vegna ekki lengur hægt að ásaka stöðugt stjórnmála- mennina. Það er orðið tíma- bært, að athafnamennirnir geri auknar kröfur til sjálfra sín. Hlutverk athafnamannsins í lýðræðisþjóðfélagi er mikil- vægara en flestra annarra. Hann á að hafa forustu um það að byggja upp arðvæn- leg og traust fyrirtæki, ekki einungis til að hagnast sjálf- ur, heldur til þess að þjóðfé- lagið hagnist. Hann á að vera sá frumkvöðuli, sem safnar SKORTIR öðrum í kringum sig og leyfir almenningi þátttöku í rekstri sínum, en í þessu efni hafa ís- lenzkir athafnamenn því mið- ur brugðizt fram að þessu. Hér vantar þetta mikilvæga afl til mótvægis við ríkisvald og sósíalisma. Ef athafnamenn ekki sam- einast um að hrinda í fram- kvæmd stórverkefnum er hætt við að einkarekstur fari alls staðar halloka nema að því er smáfyrirtæki varð- ar, og þá hlyti ríkisrekstur að aukast, því að óhjákvæmilegt er að fyrirtækin stækki á fjöl- mörgum sviðum. Sú er hvar- vetna þróunin, og þá verða þau að vera í eigu fjölmargra aðila. En nýr tími er runninn upp og yngri menn á athafnasvið- inu gera sér grein fyrir skyld um sínum við þjóðfélagið, eins og þeir, sem fram eftir öldinni höfðu forustu um öfl- ugan einkarekstur. Þeir munu þora að gera það, sem enn er hlífzt við, enda blasir nú hvarvetna við þróttur og áræði ungra dugnaðarmanná til sjávar og sveita, í bæjum og þorpum. Fæstir hafa þeir að vísu yfir verulegu fjár- magni að ráða, og hafa því orðið að byrja smátt, en mjór er mikils vísir. SEÐLABANKINN Pyrir páskahátíðina var a haldinn ársfundur Seðla- banka íslands og sama dag átti bankinn fimm ára af- mæli. Þá minntist Gylfi Þ. Gíslason, bankamálaráðherra, starfa Seðlabankans, og kvað hann hafa átt stóran þátt í hinni hagstæðu efnahagsþró- un undanfarinna ára. í ræðu dr. Jóhannesar Nor- dals, seðlabankastjóra, á fund inum voru raktir helztu drætt ir í efnahagsþróuninni. Hann gat þess að staða þjóðarbús- ins út á við hefði haldið á- fram að batna á árinu 1965, og segja mætti að stefnt hafi- stöðugt í þá átt undanfarin 5 ár, þrátt fyrir nokkrar sveifl- ur. í lok marzmánaðar 1961 var nettó-gjaldeyriseign að- eins 148 milljónir króna, og á árinu 1960 urðu íslendingar að grípa til þess ráðs að taka veruleg yfirdráttarlán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusjóðnum til að skapa grundvöll frjálsari gjaldeyris- og innflutningsviðskipta. En síðan hefur gjaldeyrisstaðan batnað ár frá ári, eða alls um tæpar 1800 milljónir króna á hálfum áratug. Það er þessi hagstæða þró- un í gjaldeyrismálum, sem hefur orðið undirstaða hinna miklu framfara, sem hvar- Jacqueline Kennedy og fcörn hennar tvö héldu suður til Argentínu um páskana og dvöldust þar í góðu yfirlæti á búgarði einum í Córdboba-héraði við útreiðar og aðra skemmtun. Þarna eru þau á hestbaki öll þrjú, Jacqueline yzt til vinstri, þá John, síðan Caroline og loks gestgjafinn, I Miguel Angel Carcano, sá með hvíta hattinn, lengst til hægri. Byltingar í Afríku Herir Afríkulanda hafa steypt 8 stjdrnum Accra, Ghana í apríl — AP ÓLÍKLEGT er að bylting sú, sem herinn í Ghana gerði fyrir nokkru, verði hin síðasta svipaðs eðlis í Afríku á þessu ári. Fregnir, sem renna stoð- um undir þetta, berast nú um furðu líkt ástand meðal nokk urra annarra Afríkuþjóða, þar sem leiðtogarnir virðast miklu valtari í sessi en Kwame Nkrumah var í Ghana. Þeim, sem með þessum mál um fylgjast, er gjarnt að tala um „færiband" er rætt er um þær átta stjórnarbylting- ar, sem orðið hafa í Afríku undanfarna tíu mánuði. Freist ingin til þess að gera stjórn- arbyltingu verður æ ríkari, ef ekki vegna annars en þess hve auðvelt hefur virzt að ná árangri á þeim vettvangi í Afríku. Auk byltingarinnar í Ghana hafa farið fram heruppreisn- ir í Alsír, Burundi, Kongó (Leopoldville), Dahomey, Mið afríska lýðveldinu, Efri Volta og Nígeríu. Það er síður en svo að hinir nýju herforingjar Afríku séu taldir kúgarar og harðstjórar heldur hefur þeim yfirleitt verið tekið sem frelsurum þjóða sinna. Löngu virðist hafa verið kominn tími til þess að skipta um leikara á sviðinu. Er afrísku sjálfstæðishetj- urnar voru loks komnar til valda, flestar fyrir sex árum, brugðust þær fylgismönnum sínum. Hinar nýju þjóðir Afríku hafa verið hrjáðar af ættflokkadeilum, spillingu, framtaksleysi, einræði og harðstjórn. Herir landanna hafa verið einu öflin, sem þess voru um- ítna blasa við, og frjálsra iðskiptahátta. Auðvitað hafa 3ð aflabrögð hjálpað til, en itt er víst að öðru vísi væri tnhorfs, ef ekki hefði verið dgt heilbrigðri og traustri komin að geta staðið fyrir byltingu. Verkalýðssamtökin hafa verið of veik og stjórnar andstaðan hefur ýmist verið skjálfandi á beinunum af hræðslu, í útlegð eða verið mútað. Engin trygging er fyrir því, að herforingjarnir verði betri og vitrari stjórnendur en borgarar þeir, sem þeir steyptu af stóli, enda standa byltingarleiðtogarnir and- spænis sömu vandamálum og fyrirrennarar þeirra í valda- stólunum. Fyrsta prófraun þeirra hefst er nýjabrumið hverfur af þeim innan fárra mánaða og þjóðirnar komast að raun um, að ekki er hægt að leysa vandamál þeirra á einni nóttu. Ef herforingjastjórnirnar sitja áfram, kunna þær að færa viðkomandi löndum stöð ugleika, og gefa löndum Afríku tækifæri til þess að einbeita sér að framkvæmda áætlunum sínum. Flestir her- foringjanna hafa snúið frá ut- anríkismálum en einbeita sér að innanríkismálum. En nú er hermt að þeir borgaralegir leiðtogar, sem enn eru við völd í Afríku, fylgist mjög náið og með nokkrum ugg með herjum sín um. Jafnframt hafa þeir gef- ið innanríkismálum meiri gaum en áður. Meðal vanda- málanna má nefna þessi: Líbería: Mikið atvinnuleysi. Auðæfum þjóðarinnar, sem stöfuðu frá járnnámum, var sóað af stjórnmálamönnum. Guinea: Efnahagslífið hefur aldrei komizt á réttan kjöl eft ir að Frakkar yfirgáfu landið 1958, og stjórnmálamenn þar segja, að þeir muni árið 1970 stefnu í efnahagsmálum. Það er þess vegna nánast bfoslegt, þegar Framsóknar- menn tala um, að stjórn efna- hagsmála sé óhæf og tönglast á því, að við eigum að fara geta framleitt jafn mikið af landbúnaðarvörum og landið gerði 1958. Á meðan er bilið brúað með bandarískri um- fram-framleiðslu. Sekou Toure, forseti, er nánast valda laus gagnvart hinum öfluga Foulah-þjóðflokki. Fílabeinsströndin: Stjórn- málalegt frjálsræði hefur ver ið takmarkað þrátt fyrir að hagsæld sé mest í þessu ríki af Afríkuríkjunum. Felix Houphouet-Boigny, forseti, hefur varpað allmörgum em- bættismönnum í fangelsi, og sakar þá um að hafa bruggað sér launráð. Uganda: Milton Obote, for- sætisráðherra, lagði niður stjómarskrána, leysti upp þingið, tók sér öll völd og rak æðsta mann hersins í sl. mán- uði. Sierra Leone: Sir Milton Margai, forsætisráðherra, hef ur tilkynnt áform um eins flokks kerfi, „til þess að gera landið stöðugra.“ Cameroun: Ahmadou Ahido, forseti, verður að berj ast við öfluga aðskilnaðar- hreyfingu. Niger: Spilling og léleg stjórn hafa sett svip sinn á átta ára stjórn Hamani Diori, „hina leiðina“, þ.e.a.s. þá leið, sem vinstri stjórnin fór, leið hafta og þvingana, gjald- eyrisskorts, vih u’purrðar og svarta markaðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.