Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 15
' Timmtudagur 14. apríl 1966
MOHGUNBLAÐID
15
Strigakjólar
Atli Hraunfjörð, Pétur Jóhannsson, Hanna María Karlsdóttir og
verkum sinum.
Þorsteinn Eggertsson í hlut-
Mjög vinsælir kjólar úr
strigaefnum. — Ný send
ing af fallegum litum
og mynztrum.
Stærðir: 38, 40, 42, 44,
46 og 48.
Verð kr. 398,00.
Lítið gallaðir kjólar
verða seldir næstu daga
í Lækjargötu 4, fyrir
aðeins kr. 198,00.
Leikfélag Keflavíkur:
„Vængstýföir englar”
L.E1KFÉLAG Keflavíkur hefur
nú hafiS starfsemi sina að nýju,
eftior nokkurt hlé, og hyggst nú
halda áfram að taka fyrir fleiri
verkefni á þessu ári.
Frumsýning á „Vængstýfðum
englum“ fór fram á fimmtudag-
inn 24. marz fyrir fullu húsi
þakklátra áhorfenda. Leikritið
er nokkurt léttmeti en þó ekki
skopleikur, því stöku sinnum-örl-
ar á alvöru, og persónur allar eru
fastmótaðar manngerðir, nokk-
uð yfirdrifnar á stundum, eins og
umhverfið. — Jólahald í Afr-
ikuihita, með harðsvírðum glæpa-
mönnum úr fanganýlendu
franskra þar á staðnum. í>að
þarf mikið átak til að ná fram á
sviðið réttu andrúmslofti og
andstæðum ólíkra manngerða,
þegar flestir leikaranna hafa litla
reynslu að baki. I>að er ef til vill
ekki rétt að saka leikstjórann
um það, þó hinn rétti svipur sé
ekki alltaf á.
Kristján Jónsson leikstjóri,
lítur aðeins öðrum augum á verk
efnið en orðanna hljóðan og
höfundur þeirra gerir ráð fyrir.
Það er orðið svo mikið af góðri
leiklist í Reykjavík og víðar, og
margt hægt að sjá og læra, að
leiklistinni út á landstbyggðinni
er engin greiði ger með vork-
unsemi einni saman, heldur
verður að gera listrænar kröfur
til þessarar leikstarfsemi, þó um
áhugafólk sé eingöngu að ræða.
Hinir vængstýfðu englar voru
ósköp þokkalegir piltar og gerðu
sina hluti vel, eftir þeirri for-
skrift sem þeim var gefin —
Þar trúi ég að leynist góðir leik-
arar þegar fram í sækir. Atli
Hraunfjörð er góður og hermi-
kráka mikid, en þó má öllu of-
gera. Pétur Jóhannsson er að
leggja út á leikara brautina og
stenzt með prýði sína frumraun.
Þorsteinn Eggertsson er sýnilega
leiksviðsvanastur og fer ágæt-
lega með sitt hlutverk. Þessir
forhertu glæpamenn eru ekki
ballettdansarar — og aldrei hefi
ég séð fransmann tala með kross-
lagðar hendur. Jón Ríkarðsson
leikur Felix kaupmann af góðum
ekilningi og réttri kímni, en hann
skortir um of mótleik, sérstak-
lega frá konu sinni, sem Sesselja
Guðmundsdóttir leikur Fljótt á
litið trúi ég því, að betur hefði
farið á að Sesselja og Gúðbjörg
Þórhallsdóttir hefðu skipt um
hlutverk, því Guðbjörg skilar
mæta vel sínu litla hlutverki.
Hanna Maria Karisdóttir er
nokkuð sviðsvön, enda komst
hún klakklaust yfir ýmsa örðug
leika og skilaði sínu hilutverki
mjög vel, en hún leikur Maríu
Lovísu, dótturina á heimilinu.
Sverrir Jóhannsson skiljiT heil-
steyptustu skapgerð.knni, þó hans
^hþijCverk sé vaóþakklátt og
áret^ist mótleiks — þá náði
Sverrir fram hinni réttu mann-
gerð bæði með útlit og leik.
Guðmundur Sigurðsson og
Magnús B. Jóhannsson skiluðu
sínum litlu hlutverkum merki-
lega vel og ef þeir halda áfram í
alvöru, verður þeirra hlutur
stærri. Leiktjöld sem Helgi
Kristjánsson málaði, eru vel
gerð og falla vel að því sem vera
átti.
Það.er viss uppörvun að þvi,
fyrir áhugafólk að sjá um sig lof
og last. Það verður stöðugt að
herða kröfurnar, með því skap-
ast vaxandi þroski og vaxandi
menningarlegt gildi af leiklistar-
starfseminni. „Vængstýfðir engl
ar“ er leikrit sem vert er að sjá,
það er bæði gaman af því — og
svo er hvert skipað sæti hvatn-
ing til meiri átaka. í fullri ein
lægni hvet ég heimafólk allt og
nábúana til að sjá „englana“,
það verður enginn svikin af því -
gaman og alvara í hæfilegum
skömmtum og ungt vaxandi fólk
á leiksviðinu, sem miklu vill
fórna til að gera betur næst.
Helgi S.
Hækkuð eftirluun til
ekkju G. Kumbuns
Kaupmannahöfn, 1. apríl.
Einakskeyti frá Rytgaard.
PER Hækkerup, utanríkisráð-
herra, hefur farið þess á leit
við fjármálanefnd danska þings-
ins að hún hækki eftirlaun
ekkju Guðmundar Kambans,
fyrrum rithöfundar og prófess-
ors, úr sex þúsund dönskum
krónum á ári í 24.600.
í umsókn ráðherrans til fjár-
hagsnefndarinnar segir svo:
Hérmeð er óskað eftir sam-
þykki nefndarinnar fyrir því að
upphæð sú, 6.000 krónur, sem
veitt er á fjárlögum 1966—1967
sem árlegur lífeyrir til ekkju
rithöfundarins og prófessorsins
Guðmundar Kambans, verði
hækkuð um kr. 18.600, þannig að
lífeyririnn verði frá 1. apríl 1966
kr. 24.600.
„Hinn 5. maí 1945 drap maður
íslenzka ríkisborgarann, rithöf-
undinn og prófessorinn Guðmund
Kamban á heimili hans í Kaup-
mannahöfn eftir að hafa reynt
að handtaka hann. Samkvæmt
ósk þáverandi sendiherra íslands
í Kaupmannahöfn, lét dómsmála
ráðuneytið fara fram rannsókn í
málinu, og var málið rætt á ráð-
herrafundi í júní 1945. Niðurstað-
an varð sú að utanríkisráðuneyt-
ið sendi íslenzka sendiráðinu orð
sendingu hinn 22. júní 1945 þar
sem innilega er harmað að Guð-
mundur Kamban skyldi hafa ver
ið þessum misrétti beittur. Jafn-
framt lýsti ráðuneytið sig reiðu-
búið til að ræða við sendiráðið
um bótagreiðslur dönsku ríkis-
stjórnarinnar til ekkjunnar. Sem
svar við þessari orðsendingu
fékk ráðuneytið tilkynningu frá
sendiráðinu þar sem segir að fjöl
skylda Kambans og lögfræðingur
hennar hafi fallizt á að 6.000 kr.
árlegur lífeyrir væri sanngjarn
fyrir missi fyrirvinnunnar. Eftir
að málið hafði siðan verið sent
fjárhagsnefnd þingsins til athug-
unar, féllst nefndin á þessar
greiðslur í bréfi sínu dagsettu
28. september 1945, og að greiða
bæri þennan lífeyri frá og með
1. maí 1945 meðan ekkjan lifði.
í orðsendingu dagsettri 6. októ-
ber 1965 fer svo íslenzka sendi-
ráðið fram á að lífeyririnn, sem
haldizt hefur óbreyttur frá 1945,
hækki í hlutfalli við þær hækk-
anir, sem orðið hafa á eftirlauna-
greiðslum á þessum tima. Bendir
sendiráðið á að lífeyririnn nægi
ekki til framfæris frú Kambans,
sem nú er á áttræðisaldri og á
erfitt um vinnu.“
Umsókn sinni lýkur svo
Hækkerup með því að óska eftir
því að ríkið taki á sig þessar
hækkuðu greiðslur.
Leihsigui
c Akureyn
Akureyri, 12. apríl.
LEIKFÉLAG Akureyrar frum
sýndi í gærkvöldi sjónleikinn
„Bærinn okkar“ eftir Thornton
Wilder. Bogi Ólafsson íslenzkaði
leikritið. Leikstjóri var Jónas
Jónasson og ljósameistari Árni
Valur Viggósson.
Leikendur voru 19. Með stærstu
hlutverkin fóru: Haraldur Sig-
urðsson, Júlíus Oddsson, Guðlaug
Hermannsdóttjr, Sigurgeir
Hilmar, Marinó Þorsteinsson,
Björg Baldvinsdóttir og Sunna
Borg.
Leikstjóri og leikendur voru
ákaft hylltir í leikslok með
blómum og lófataki og þeim
þökkuð nýstárleg og mjö.g heil-
steypt sýning á athyglisverðu
viðfangsefni.
Næstu sýningar veröa á mið-
vikudags- og fimmtudagskvöld.
Sv. P.
Lækjargötu 4.
Miklatorgi.
Afgreiðslupiltur
lipur og ábyggilegur, óskast nú þegar.
Geysir hf
Upplýsingar á skrifstofunni.
Óskum eftir að ráða
trésmiði
og laghenta menn til starfa í verksmiðju
okkar.
Timhisrverzltiniii Voiundur hf
Klapparstíg 1. — Sími 18-430.
Ný sending
af hollenzkum
kápum og drögtum
Aliar stærðir.
Bernharð Laxdal
Kjörgarði.
Peningaskápar til sölu
Tveir nýuppgerðir peningaskápar eru til sölu.
Til sýnis hjá:
Bilasprautun fif
Bústaðabletti 12 við Sogaveg.
Ibúð
Óskum eftir að taka á leigu íbúð fyrir einn af
verkstjórum okkar. — Upplysingar í skna 38383.
Kassagerð Reykjavíkur
Kleppsvegi 33.