Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 19
Flmmtudagur 14. apríl 1966 MOR.GU N B LAÐIÐ 19 — Einkaspæjari Framhald af bls. 17 tök meS vopnavaldi. Þar til það skeður, segir Ponzi, munu þeir halda áfram að kúga fé úit úr ráðherrum og öðrum háttsettum mönnum, því þeir íhafa í höndum skjalasafn leyniþjónustu Mússolínis. Enginn hefur nokkurn tíma efast um, að Ponzi er manna hugrakkastur. Dag nokkurn, árið 1948, var hann að koma niður stigann í húsi því, er hann bjó í. >á varð hann þess var, að þrír menn höfðu gert vopnaða innrás í íbúð húsvarðarins. Ponzi stakk hendinni niður í jakkavasann, gekk að einum ræningjanan i og rak fingur sinn í bak hon- | um. Á þennan hátt tókst hon- i um að afvopna þá alla þrjá og færa siðan til lögregllunn- ar. Þetta var í fyrsta skiptið, sem nafn Ponzis birtist í dag- blöðunum í Mílanó. í í dag er nafn hans í allra augsýn, m.a. á auglýsinga- spjöldum bifreiðar, sem ekur um götur Mílanóborgar, gagn- gert til að auglýsa fyrirtæki hans. j Dagurinn, sem Ponzi af- vopnaði ræningjana í Mílanó, varð afdrifaríkur fyrir hann. Þá fékk hann hugmyndina að setja á stofn einkaleyniþjón- ustu. Hann byrjaði með einn einkaritara árið 1950. Miche- lin og Fiat-verksmiðjurnar voru meðal fyrstu viðskipta- vina hans. Verkefni hans var að fylgjást með fólki, sem keypt hafði vörur með af- borgunum. í fyrstu tók hann tæplega 5 þúsund ísl. kr. fyrir þjónustu sína, en í dag tek- ur hann allt að 50 þús. kr. Enn í dag hefur Ponzi mik- 11 viðskipti við stórfyrirtæki eins og Fiat, en þó kýs hann fremur að vinna fyrir ein- staklinga, því það gefur meira í aðra hönd. Frá því Ponzi hóf starfsemi sína, hafa starfs- menn hans haft hendur í hári rúmlega 120 Fiateigenda, sem ekki hafa staðið í skilum með afborganir. Starfsemi Ponzi eykst stöðugt og allt bendir til þess, að áframhald verði á |3VÍ. í júní sl. flaug hann á 130 km hraða út af hraðbrautinni milli Como og Mílanó. Ferrari bíllinn gereyðilagðist, en Ponzi sakaði ekki. Það er mikill munur á manninum, sem forðum af- vopnaði ræningjana í Mílanó og forstöðumanni Ponzileyni- þjónustunnar. Hann hefur verið tekinn inn í hinn ítalska „aðal“, sem hann þó fyrir- lítur af öllu hjarta. Þótt hann hafi leikið margt hjónakorn- ið grátt og afhjúpað hinar litlu syndir þeirra og látið þau greiða ríkulega fyrir, er það einkum vegna þess, að þrátt fyrir hans góðu efni, er hann ennþá sem strákur, sem nýtur þess að tuskast við aðra stráka, eingöngu vegna ánægj unnar. Starfsfólk Ponzis ávarpar hann aldrei öðruvísi en herra forstjóri. aHnn þarf iðulega að fást við skipulagsmál inn- an stofnunar sinnar; mál sem Conan Doyle og Ian Fleming þurftu aldrei að hugsa um. Ponzi hefur aldrei haft tíma til að lesa verk þessara spæj- arahöfunda. Að ferðast með Ponzi er líkt og að setjast við hlið dauð- ans. Heimur hans er hvorki friðsæll né skrýddur ólífu- trjám. Hann er heimur hrað- brauta, Ferraribíla og hrað- báta. Maður nokkur hefur skýrt svo frá, að hann hafi verið með Ponzi í hraðbát á einu af vötnunum, sem eru leikvangur Mílanóbúa. Ponzi hafði aukið hraða bátsins upp í 230 km, tekið síðan beygju og sagt „rólegur: „Þeir kalla þetta dauðabeygjuna". Starfssvið Ponzis spannar allan hnöttinn, en hans uppá- halds vinnustaðir eru þó í norð-vesturhluta Ítalíu. Hann hefur mikið unnið við gagnnjósnir fyrir ýms fyrir- tæki á Ítalíu og víðar. Hann 'hefur á snærum sínum sér- fræðinga í öllu er snertir el- ektrónísk tæki. Meðal njósna tækja, sem hann notar eru lítil senditæki, sem hægt er að koma fyrir inni í síma- tækjum. Ponzi getur síðan hlustað á samtöl í viðtækinu i bíl sínum, sem staðsettur er fyrir utan viðkomandi bygg- ingu. Mörg fyrirtæki hafa gefið Ponzi leyfi til að fylgj- ast þannig með símtölum starfsfólks, ef ske kynni, að upp kæmist um njóenir. Stórkostlegasta njósnamál- ið, sem Ponzi hefur fengið til meðferðar, var árið 1964, er Chanel ilmvatnsfyrirtækið réði hann til að komast að því, hverjir væru farnir að setja falsaðar Chanel vörur á markaðinn í Ítalíu. Einn af mönnum Ponzis var tafarlaust sendur til Trieste, og þóttist hann vera Júgóslavi í leit að Chanel fyrir svartan markað. Maðurinn komst brátt : kynni við svartamarkað, sem rekinn var í bandarískri herstöð. Þar fékk hann nafn á ákveðnum manni í Napólí. Á þessu stigi málsins hafði Ponzi samband við París og fékk leyfi til að kaupa magn af fölsuðu ilm- vatni og síðan kallaði hann á lögregluna. Eftir 50 daga leit, bárust böndin að ilmvatns- verksmiðju og koníaksfyrir- tæki í Forcella nálægt Napóli. Ellefu menn voru handteknir og málið upplýst. ítalska lögreglan ber í dag mikla virðingu fyrir Ponzi og tæknideild hans. Að sjálf- sögðu ber nokkuð á öfund í hans garð, en lögreglan viður- kennir þó, að hæfileikar Ponz is eru stórkostlegir. Þessu var ekki þannig varið árið 1958, þegar Ponzi upplýsti mikið og alvarlegt mál í sam- bandi við dreifingu á fölsuð- um lyfjum. Eftir að Ponzi hafði komizt á spor eins manns úr glæpa- hringnum sem dreifinguna annaðist, steig Ponzi áhættu- samt spor. Hann elti manninn inn í lyfjaverzlun, klappaði á öxl has og sagði: „Þetta er orðið ísyggilegt, væni minn. Nú þegar hafa fimm mann- eskjur látizt af völdum með- als þíns.“ Maðurinn fylgdi honum út úr verzluninni eins og þægur rakki. Þeir óku í burtu saman og maðurinn sagði Ponzi alla söguna, því hann hélt að hann væri lög- reglumaður. Ponzi tók söguna niður á segulband, sem hann hafði falið í bílnum. Daginn eftir var hópur flutningabíla fyrir utan skrif- stofu Ponzis í Corso Sempi- one ,með farma af fölsuðum lyfjum. Þegar Mílanólögregl- an komst að þessu, var Ponzi tafarlaust tekinn fastur og sak aður um að hafa pótzt vera lögreglumaður, fyrir mann- rán og ótímabæra handtöku. Þetta voru hinar opinberu þakkir fyrir að hafa komið upp um glæpahring, sem ár- lega hafði hagnazt um 24 millj. ísl. kr. á sölu falsaðra lyfja. Ponzi var varpað í fangelsi, en vegna háværra óska í dag- blöðum Milanóborgar, var hann látinn laus eftir fimm daga. Starf Ponzis í Mílanó er al- gjör andstæða einkalífs hans. Þegar honum gefst tími til, fær hann móður sína og tvö börn í heimsókn í villu sína. Þar leikur hann sér að járn- brautum með Mickey syni sínum, sem er 10 ára. Á kvöldin horfir fjölskyldan á kvikmyndir á móðurmálinu. Myndin Fanginn í Zenda er geymd fyrir enskumælandi gesti. Þegar Mickey var fimm ára, ljósmyndaði hann grunsam- legt par með armbandsmynda vél, svo framtíðarstarf hans virðist vera ákveðið. Dóttir Ponzis, Miriam, er 13 ára og er hún grunuð um að reykja á laun. Annað veifið sjást leitarljós í garðinum fyrir ut- an villuna. Þar er Ponzi á ferð og er að leita að sígar- ettustubbum, sem hann grun- ar dóttur sína um að hafa 'hent út um herbergisglugga sinn. — En það eru alvar- legri mál framundan: Sendi- ráð einhvers Litlu-Asíu ríkis er í símanum. Ponzi er beð- inn að grafast fyrir um ráða- gerðir, sem einhverjir í Míla- nó hafa á prjónunum um að steypa stjórn landsins. Frá Fulltrúaráði S jómannadags AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn ný- lega að Hrafnistu. Fundinn sátu 30 fulltrúar Sjómannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, á- SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM samt framkvæmdastjórum hinna ýmsu fyrirtækja dagsins. Hefur fulltrúum fækkað um tvo frá því á síðasta aðalfundi, en Báta- félagið Björg var lagt niður á sl. ári. Formaður ráðsins, Pétur Sig- urðsson alþingismaður, gaf skýrslu um sliörf og framkvæmd ir á liðnu ári. Austurbæjarbíó: 4 IN TEXAS Framleiðandi og stjórnandi: Robert Aldrich. Höfuðleikendur: Frank Sinatra, Dean Martin, Ursula Andress, Anita Ekberg. Á meðan Evrópubúar verða að sætta sig við, að konur tjái þeim ást sína með kökukeflum og öðr um óbrynvörðum bareflum, þá tjá Texaskonur ástmönnum sín- um tilfinningar sínar með skammbyssuskothríð í fyrstu lotu. Síðan setja þær upp spila- víti með þeim, til að afla fjár til hringakaupa, og eftir það er ekki margt í veginum. Kannski þarf þó sá tilvonandi að skjóta eða slá svo sem tylft manna í hel — en þá fær líka ekkert stöðvað klerkinn lengur. Það er ósvikinn kúrekastæll á mynd þessari. Þó verða mörkin hér á stundum ógleggri milli skúrks og göfugmennis en í ýms um myndum af því tagi. Stund- um virðist jafnvel fátt skera úr nema holdafarið, þannig að mað ur fer að leiða hugann að því, hvort skúrknum nægði ekki að létta sig um ca. 30—40 kg. til að losa sig við glæpin. En trúlega er málið ekki svo einfalt. Emil R. B. IHinning Fæddur 12/1 1925. D. 12/3 1966. MÉR VARÐ harmur í hu.g er ég frétti um lát vinar míns og gamla skipsfélaga Búdda, 12. marz, en þá höfðu þessi vo- veiflegu tíðindi gerzt á Lands- spítalanum í Reykjavík. Já, þessi hrausti og dreng- lyndi ungi maður er horfinn af sjónarsviðinu og vandi verður að fylla upp í það skarð sem höggið hefur verið í íslenzka togarasjómannastétt. Sem úthöfin víð er Guðs volduga ást hún verður ei könnuð né skráð. Bú skip þitt úr landi, þeim byr aldrei brást, sem bað Guð um leiðsögn og náð. Ég átti því láni að fagna að vera Búdda samskipa um tíma á b/v Hvalfelli. Þar gafst mér tækifæri að endurnýja vinskap okkar og kynnast gjörla mann- kostum hans og hæfni í starfi, og varð það alltaf deginum Ijós- ara að þar sem Búddi fór, þar fór góður drengur og gegn, traustur og samvizkusam-ur í starfi, og ávallt vökull fyrir ör- yggi Og hvers konar hagsmun- um undirmanna sinna, sem ann- arra vina og samstarfsmanna um borð, enda var hann lengi þar bátsmaður, en svo er kallaður sá maður, er stjórnar dekkvinnu aðra hvora vakt, og get ég full- yrt að hann var mikils metinn af nokkru um að kenna málæði byssuhólkanna, sem fram koma í myndinni, en það fellur afar illa að hrynjandi tungunnar. Framandleg áhugamál og atferli persónanna gerir og sitt til að auka á þessa erfiðleika, auk þess sem myndin er löng, hröð og við burðarík og lýsir sér bezt sjálf. Hún er hvergi nærri sneydd gamansemi, oftast að vísu heldur grárri. Þarna koma t.d. fram hin ir kunnu amerísku „Bakkabræð- ur“ með járnhausa og tilheyrandi og leika listir sinar af sínum róm aða klaufaskap. Þá eru aðalkven- persónurnar í myndinni heldur ekkert slor, og á það ekki sízt við um Ursulu Andress. Munu fáir standast hana þar sem hún kemur fram á þilfarið í hinu fljótandi spilavíti sínu, nálega allsnakin með byssu í annarri hend, en blíðu sína í hinni. Enda sigrar hún þar í líki Dean Martins einn harðsvíraðasta kú- reka Ameríku, eftirlýstan mann í öllum fylkjum Bandaríkjanna, mann sem hafði áunnið sér byssukúluónæmi í ótal orustum, en hæfði sjálfur nálega hvern sem var af næstum því hve löngu færi, sem hann óskaði sér. Þenn an mann sigrar ungfrúin eftir nokkrar sviftingar og hefur þó áður hent byssunni. Jóhannsson sínum yfirmönnum sem og öðr- um, bvar sem hann fór í skip- rúmum, og um han.n má segja, að hann reyndist félagi félaga sinna, ekki síður þegar í land var komið og hvers manns hug- ljúfi í glöðum hópi. Búddi gekk ekki heill til skóg- ar; hann þjáðist oft af völdum magasárs, sem leiddi hann til dauða er maginn sprakk og við ekkert var ráðið að lokum, og veit ég að sökum ósérhlífni leit- aði hann minna lækninga en hann hefði þurft, því starfið átti 'hann allan, og ástrík móðir hans Guðfinna Árnadóttir, sem hann unni mjög og sá farborða, og veit ég að söknuður hennar er stór og missir mikill, en ég veit líka að hún er sterk kona, og hefur fengið að finna að þegar sorgin er stærst þá er huggunin nærtækust í fyrirheitum Krists, og vona ég að það geti líka ver- ið henni huggun í hennar stóra harmi að hún á stærsta þáttinn í mannkostum þessa burthorfna sonar, með sínu góða uppéldi og ríkum móðurkœrleika, sem var hans stærsta leiðarljós í Mfinu. Við hjónin viljurn færa eftir- lifandi móður og bræðrum og öðrum skyldmennum okkar hug heilar samúðarkveðjur, og að endingu viljum við Fjóla kvðja þig Búddi minn, og þakka þér alla þína drengilegu viðkynningu og vináttu í okkar garð. Vertu sæll. Blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði. Asgeir H. P. Hraundal. Áfram var haldið uppbygg- ingu Hrafnistu. Á sl. sumri var lokið við byggingu nýrrar vist- mannaálmu, sem ítúmar 64 vist- menn. Eru vinnusalir í kjallara. Þá voru gerðar nokkrar breyt- ingar á eldra húsnæði með það fyrir augum að auka nýtingu þess. Voru tekin í notkun fyrir áramót 11 ný vistmannapláss í einstaklings og tveggja manna herbergjum. Tíu ný vistmanna- pláss eru að verða tilbúin um þessar mundir. Á aðalfundinum var samþykkt að hefja þegar byggingu síðustu álmunnar í hin um samliggjandi byggingum Hrafnistu og reyna að gera hana tilbúna undir tréverk á næsta fjárhagsári frá 1. maí 1966 til 30. apríl 1967. Heildarfjárfest- ing samtakanna á þessu tímabili er áætluð rúmar 9 millj. króna. í þessari nýju álmu Hrafnistu eru fyrirhuguð 48 einstaklings- herbergi á efri hæðum og hjúkr unardeild á neðstu hæð fyrir 32 einstaklinga. Þá gáfu framkvæmdastjórar hinna einstöku fyrirtækja skýrsl ur um fjárh|ig og afkomu. Vistgjaldatekjur Hrafnistu reyndust á sl. ári kr. 13.448.688. 26, en gjöld á rekstrarreikningi kr. 15.198.034.30. Er mismun m.a. mætt með leigutekjum frá Laug- arásbíó. Geir Ólafsson lætur nú af störf um sem framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsins, en við tekur Sverrir Guðvarðsson form. Stýri mannafélags íslands. Voru Geir þökkuð frábær störf í þágu sam- takanna. Auðunn Hermannsson er nú framkvæmdastjóri Hrafnistu og Laugarásbíós og Baldvin Jóns- son fyrir happdrætti D.A.S., en af ágóða þess rennur nú aðeins 60% til byggingar Hrafnistu. Stjórnin sér sjálf um rekstur aðalumboðs happdrættisins og einnig um sumardvalarheimili fyrir börn, sem rekið hefur ver- ið um nokkurra ára skeið að Laugalandi í Holtum. Á sl. sumri dvöldust þar 60 börn í um 70 daga. Forstöðukona er María Kjeld. Bókfærðar eignir Sjómanna- dagsins eru nú tæpar 47 millj. króna og varð eignaraukning á sl. ári um 5.4 millj. Úr stjórn átti að • ganga for- maðurinn Pétur Sigurðsson, og var hann endurkj/örinn tií næstu 3ja ára með þorra atkvæða. Úr varastjórn gekk Theódór Gísla- son og var Hannes Hafstein kjör inn í hans stað. Á fundinum var m.a. samþykkt að næsti Sjó- mannadagur verði hátíðlegur haldinn 15. maí n.k. Fréttatilkynning frá Fulltrúa- ráði Sjómannadagsins. ALLSKONAR PRENTUN Hagppent" Siroi 21650 I EINUM OQ FLEIRI LITUM Húseigendafélag Reykjavikur Skrifstofa á Grundarstíg 2 A. Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Efnisiþnáður þessarar myndar verður ekki rakinn hér, enda erfiður í endursögn. Er þar að Lenga mætti þylja, en án árangurs. Þetta er ólýsanlegt. Hersteinn Pálsson hgfur gert íslenzkan texta við myndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.