Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 5
Flmmtuðbgur 14. april 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Karlakórinn Fdstbræður 50 ára Karlakórinn Fóstbræður bræður". Þessi þróun var mjög eðli- leg vegna þeirrar stefnu, sem kórstarfsemin tók snemma, semsé að efna til opinberra söngskemmtana í Reykjavík. Kórstarfsemin fjarlægðist því fljótt hið upprunalega mark- mið, að vera til gleðskapar innan eins ákveðins félags- skapar, en vildi hinsvegar leitast við að skemmta öllum bæjarbúum höfuðstaðarins með árlegum söngskemmtun- um. Það mun ekki sízt hafa verið vilji söngstjórans, Jóns Halldórssonar, að keppt yrði að því að halda uppi góðum kórsöng fyrir almenning, og fór svo, að þegar vorið eftir stofnun kórsins, eða hinn 25. marz 1917, var söngskemmtun haldin í Bárubúð. Síðan hefur kórinn starfað óslitið og haldið opinbera sam söngva í Reykjavík á hverju ári, en auk þess farið fjölda söngferða innanlands og sex sinnum til útlanda, seinast til Finnlands og Sovétríkjanna haustið 1961. — Enn má þess geta hér, að fyrsta hljóðritun með söng kórsins var gerð árið 1929, og mun vera hin elzta sinnar tegundar hér á landi. Söngmenn úr Fóstbræðrum tóku þátt í fyrstu óperu- og óperettusýningum Þjóðleik- hússins, „Rigoletto" og „Leð- urblökunni“. Þá tóku Fóst- bræður og þátt í flutningi óperunnar ‘,,I1 Trovatore' árið 1956. Tvívegis hefur kórinn kom- ið fram á tónleikum Sinfóníu hljómsveitar íslands. í fyrra sinnið í febrúar 1963, er flutt var „Völuspá" eftir J. P. E. Hartmann, undir stjórn Ragn- ars Björnssonar. En á sin- Framhald á bls. 25 var hinsvegar kvartettinn „Fóstbræður", sem áður hafði haldið uppi söngstarfsemi í Reykjavík við miklar vin- sældir. En árið 1911 var stofnað söngfélag innan K.F.U.M. og starfaði það þar til í lok árs 1915. Þetta söngfélag starfaði eingöngu innan vébanda K.F.U.M., og voru stjórnend- ur þess á víxl þeir Halldór — A að baki sér lengsta samfellda starfssögu allra íslenzkra kóra KARLAKÓRINN Fóstbræður minnist hálfrar aldar afmæl- is síns með samsöngvum í Austurbæjarbíói sunnudaginn 17., mánudaginn 18. og þriðju- daginn 19. þ.m. En raunar hefst afmælishátíðin með sér- stökum einsöngvara-konsert í Austurbæjarbíói laugardaginn 16. apríl, svo sem getið vár í blaðinu í gær. Eins og mörgum mun kunnugt rekur Karlakórinn Fóstbræður upphaf sitt til Kristilegs félags ungra manna í Reykjavík, og bar nafnið „Karlakór K.F.U.M." fram til ársins 1936, en tildrögin að stofnun kórsins voru í fáum orðum þessi: Innan K.F.U.M. var tölu- vert sönglíf og voru þar marg ir góðir raddmenn. Fjórir þeirra stofnuðu kvartett á ár- unum 1909—1910, og skyldi hann einkum syngja hinum yngri félögum K.F.U.M. til skemmtunar. Kvartett-söngv- arar þessir voru þeir Sigur- björn Þorkelsson, síðar kaup- maður í Vísi, Loftur Guð- mundsson, síðar ljósmyndari, Stefán Ólafsson, síðar vatns- veitustjóri á Akureyri og Hallur Þorleifsson aðalbókari, hinn kunni karlakórsmaður og söngstjóri. — Fyrirmynd- in að þessari kvartettstofnun Jónasson cand, phil., Hall- grímur Þorsteinsson og Jón Snædal. Það stóð þessu söng- félagi mest fyrir þrifum, að það fékk aldrei fastan söng- stjóra. Það lagðist því niður í árslok 1915, sem fyrr segir, en ýmsir félagsmenn vildu fyrir hvern mun koma á fót nýjum kór og fá fastan söng- stjóra. Þeir menn, sem eink- um beittu sér fyrir stofnun kórsins voru þeir Hallur Þor- leifsson, Hafliði Helgason' og Jón Guðmundsson. Á árinu 1916 fóru þeir þess á leit við Jón Halldórsson, bankagjald- kera, að hann tæki að sér að stjórna nýjum söngflokki, og lofaði hann að taka þetta að sér til bráðabirgða í 1 ár. Var nú leitað til líklegra söng- manna, bæði úr hinu gamla félagi og annarra og gekk það að óskum. Félagið var stofnað og fyrsti formaður þess kjör- inn Vigfús Guðmundsson klæðskerameistari, ritari Har- aldur Sigurðsson verzlunar- maður og gjaldkeri Guð- mundur Bjarnason klæðskera meistari. Kórinn var eingöngu skipaður mönnum, sem voru félagar í K.F.U.M. og var í fyrstu til þess ætlazt, að ekki yrðu aðrir í félaginu en K.F.U.M.-menn. Þetta breytt- ist þó fljótlega, eða árið 1924, en þá heimilaði framkvæmda stjóri K.F.U.M. að aðrir mættu í kórnum vera en inn- anfélagsmenn, þótt hann bæri þetta nafn. Tengslin við K.F.U.M. rofnuðu að fullu árið 1936, er nafni kórsins var breytt í „Karlakórinn Fóst- „Gamlir Fóstbræður“, sem syngja munu á afmælistónleik um kórsins. „Syngjandi í sextíu ár“ — Viðtal við Hail Þorleifssori, einn af stofnendum Fostbræðra HALLUR Þorleifsson er einn af stofnendum Fóstbræðra sem syngja mun á afmælistónleik- um kórsins. Hallur er sem kunnugt er faðir Kristins óperu söngvara og Ásgeirs, en þeir feðgar hafa sungið í kórnum um Iangt skeið. í tilefni af af- mælinu hafði blaðið tal af Halli, sem hafði frá mörgu skemmtilegu að segja í sam- bandi við forsögu kórsins og framgang. i — Hvar liggja rætur Fóst- bræðra? — Segja má að fjórum fræ- kornum hafi verið sáð árið 1908, en þá tóku fjórir piltar í félagsskapnum K.F.U.M. sig til og fóru að syngja á innanfé- lagsskemmtunum. Þessir söng- menn voru Sigurbjörn Þor- kelsson í Vísi, Loftur Guð- mundsson ljósmyndari, Stefán Ólafsson og ég. Við sungum saman til ársins 1911 undir stjórn Lofts, sem var ágætur organisti. Á þessum árum mess- aði séra Ólafur Ólafsson, Frí- kirkjuprestur, inni á Kleppi og einnig á Holdsveikraspítalan- um í Laugarnesi og vorum við félagar oft fengnir til að syngja þar. Til gamans vil ég geta þess, að eitt sinn kom það fyrir í messu, að einhver viðstaddur hnippti í séra Ólaf í miðri ræðu, bað hann að hætta og láta strákana heldur syngja. Rétt er þó að geta þess, að ræð- urnar hjá séra Ólafi voru nijög góðar. 17. júní árið 1911 varð mjög afdrifaríkur fyrir okkur félag- ana. Þann dag heyrðum við kór inn „17. júní“ syngja á Austur- velli í blíðskaparveðri. Söngur kórsins hafði mikil áhrif á okk- ur og vorum við allir á eitt sáttir með að koma á stofn kór innan K.F.U.M. Kór þessi hóf síðan starfsemi sína þá um haustið, og söng eingöngu á innanfélagsskemmtunum í K.F.U.M. til ársins 1917. Stjórn endur á þessu tímabili voru þeir Halldór Jónsson frá Eið- um, Hallgrímur Þorsteinsson og Jón Snædal. Árið 1917 var Jón Halldórs- son fenginn til að taka að sér söngstjórn. Þetta voru raun- verulega þáttaskil í söngstarf- semi okkar. Kórinn fór þá að syngja opinberlega og frá þeim tíma telst aldur kórsins. Jón Halldórsson tók stjórnina strax föstum og öruggum tökum og má segja að Karlakórinn Fóst- bræður sé að mestu hans verk, en Jón stjórnaði honum í meira en 30 ár. — Hvað getur þú sagt mér um aðra tónlistarstarfsemi hjá K.F.U.M. á þessum árum? — Þar var einnig starfandi lúðrasveit frá árinu 1908—16 og voru nokkrir söngfélaganna einnig í henni. Ég spilaði fyrst á básúnu og síðar á trompet. Það má einnig bæta því við, að Hallur Þorleifsson. við strákarnir vorum einnig meðal stofnenda Knattspyrnu- félagsins „Valur“. — Fenguð þið einhverja til- sögn í söng á þessum árum? — Nei, það varð ekki fyrr en á árunum 1924—26, að við feng um tilsögn hjá Sigurði Birkis. Við kostuðum söngkennsluna sjálfir og var þetta einkum gert í sambandi við fyrstu utanferð kórsins, sem var farin til Noregs árið 1926. Tildrögin að þessari ferð voru þau, að árið 1924 kom hingað norskur kór, Handelstandens Sangforening- en frá Osló undir stjórn Leifs Halvorsen. Kór þessi söng f kjallara Nýja Bíós, sem þá var aðal samkomustaður bæjarins. Við sungum fyrir þennan kór og hvatti söngstjóri hans okkur til að koma í söngferð til Noregs. Okkur þótti að sjálf- sögðu mikil upphefð af áliti út- lendinganna á okkur og ákveð- ið var að vinna að þessari hug- mynd. Kórinn fór aftur utan árið 1931, og þá til Kaupmanna- hafnar í boði Bel Canto kórs- ins. f báðum þessum utanferð- um fékk kórinn mjög lofsam- lega dóma í erlendum blöðum. — Hvað hefur þú að segja um aðra söngstarfsemi þína Hallur? — Fyrir utan þau tæplega sextíu ár, sem ég hef sungið með félögum í K.F.U.M. og Fóstbræðrum, hef ég sungið í Dómkirkjukórnum frá því 1914. Að lokum sagði Hallur: Söng starfsemin hefur verið mitt lff og yndi. Félagsandinn hjá Fóst bræðrum hefur verið í stíl við þetta fallega nafn og það er gleðilegt til þess að hugsa, að kórinn skuli nú loksins sjá hilla undir þá von að eignast félags- heimili fyrir starfsemi sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.